Vikan


Vikan - 22.08.2000, Blaðsíða 45

Vikan - 22.08.2000, Blaðsíða 45
Þórunn Stefánsdóttir pýddi náið en hún hafði hitt marga spennandi menn á tónleika- ferðalögum og í upptökuverun- um. Enginn hafði haft nein sér- stök áhrif á hana. Nema Marc. Hún hafði fund- ið fyrir þessu aðdráttarafli áður en hann svo mikið sem yrti á hana. Hún mundi hvernig hún hafði setið í bflnum á leiðinni frá flugvellinum og starað á fallegt hárið og dökka húðina og hugs- að með sér að hann væri falleg- asti maður sem hún hefði nokkru sinni augum litið. Og allt það sem gerðist seinna ... Hún roðnaði þegar hún horfði á sjálfa sig í speglinum og rifjaði upp það sem hafði gerst, bæði í skóginum og í svefnherberginu hans. Hún lok- aði augunum og andvarpaði. Hvernig í ósköpunum stóð á því að hún hafði látið undan? Hún hafði það ekki einu sinni sér til afsökunar að hann hefði þving- að hana til þess að gera eitthvað gegn vilja sínum. Sér til mikill- ar skelfingar varð hún að við- urkenna að hún hafði þráð hann þá og hún þráði hann enn. Hvernig gat þetta gerst? Hún hefði aldrei trúað því að hún gæti fallið fyrir bláókunnugum manni, og verið komin upp f rúm með honum nokkrum klukkustundum eftir að hún leit hann augum. Hvernig fór hann að þessu? Ef þetta hefði gerst á annarri öld hefði hún verið viss um að hann hefði beitt hana göldrum. Hún bar grænan augnskugga á augnlokin, setti á sig rauðan varalit og virti fyrir sér árang- urinn í speglinum. Þetta varð að duga. Hún fengi eflaust tækifæri til þess að mála sig betur áður en ljósmyndararnir kæmu á vett- vang. Fyst yrði hún að ganga í gegnum þá raun að borða með Marc og hans fólki. Marc gekk um gólf. Hann var greinilega taugaóstyrkur og spenntur. „Þarna kemur þú loksins! Ég var farinn að halda að þú ætl- aðir að vera þarna í allan dag!“ Hann virti hana fyrir sér og hann var greinilega ekki hrif- inn af svörtum, flegnum bolnum og níðþröngum gallabuxunum. „Ætlar þú að fara svona klædd?“ „Greinilega!“ hreytti hún út úr sér, og rétti úr sér. „Hefur þú eitthvað við það að athuga? Strákunum í hljómsveitinni finnst þetta mjög sexí.“ „Ég er ekki hissa á því,“ sagði hann gegnum samanbitnar tennurnar. Hann leit á klukkuna og hrukkaði ennið. „Þú hefur ekki tíma til þess að skipta um föt en ég heimta að fá að sjá föt- in sem þú ætlar að koma fram í á tónleikunum. Við höfum skapað þá ímynd af þér hér í Frakklandi að þú sért alvarlega þenkjandi tónlistarmaður en ekki kyntákn." „Ég hef ekki verið talin kyn- tákn hingað til, en það er kannski ekki svo vitlaus hug- mynd,“ hreytti hún út úr sér. ,Reiðin skein úr augum hans. „Finnst þér það? Við getum tal- að um það seinna.“ Hann reif upp hurðina og sagði óþolin- móður. „Komdu, við erum orð- in allt of sein.“ Hún var ekki í skapi til þess að rífast við hann. Hún gekk hnakkakert framhjá honum án þess að líta í áttina til hans. Það fór ekki á milli mála að reiðin sauð í honum. Við erum ólík, hugsaði Annie með sér þegar hún kom auga á spegilmynd þeirra á lyftuhurð- inni. Hún í þessum níðþröngu, kynæsandi fötum, hann virðu- legur og valdsmannslegur í dökku jakkafötunum. Það var erfitt að finna sam- band milli mannsins sem dreymdi þessa undarlegu drauma og mannsins sem stóð við hliðina á henni í lyftunni sem flutti þau niður í anddyrið. Hann var glæsilegur og skar sig úr fjöldanum. Engan gæti grun- að að hann tryði á endurholdg- un og undarlega drauma. Hann leit út fyrir að vera ákaflega jarðbundinn og fastheldinn maður. Ef ég væri að hitta hann í fyrsta sinn núna myndi ég falla kylliflöt fyrir honum! hugsaði Annie með sjálfri sér þegar þau gengu út úr lyftunni. Hann hefði ekki þurft að leggja allt þetta á sig til þess að ná athygli minni. Hann hlýtur að vita hvaða áhrif hann hefur á konur. En ef þau hefðu hist í fyrsta „Við höfum engan tíma fyrir að- dáendur. Við skulum koma okkur héðan.“ Hann tók utan um hana, ýtti henni á undan sér inn um dyrn- ar að veitingastaðnum og sagði við yfirþjóninn sem tók á móti — - 1 J ' 1 k ■ l ' J sinn í dag, umkringd fólki, hefði það auðvitað tekið þau lengri tíma að komast á það stig sem þau voru á núna. Og eftir einn dag eða svo yrði hún að drukkna í viðtölum, æfingum og hljóðprufum og öllu því sem tónleikunum fylgdi. Og þegar þeim lyki færu þau á næsta áfangastað með allt sitt haf- urtask. Hún fengi engan tíma til þess að hitta Marc. Nokkrir gestanna í hóteland- dyrinu þekktu hana greinilega og gengu í áttina til hennar. „Æ, ég trúi þessu ekki,“ sagði hún vonsvikin. Nú yrði hún að láta reyna á frönskukunnáttuna. „Hvað er að?“ spurði Marc og fylgdi augnaráði hennar. þeim: „Anton, viltu vera svo góður að halda þessu fólki í fj ar- lægð frá okkur.“ Yfirþjóninn brosti. „Bien súr, Monsieur Pascal.“ Annie og Marc gengu í gegn- um matsalinn að stóru borði sem stóð við gluggann. Yfir- þjónninn stöðvaði þá sem komu í humátt á eftir Annie og sagði ákveðið og kurteislega: „Ef þið eigið ekki pantað borð er ég hræddur um að ég verði að biðj a ykkur að fara.“ „Salut,“ sagði Marc við fólk- ið sem sat við borðið. Þau stóðu á fætur og heilsuðu honum bros- andi. „Bonjour.“ Sum þeirra reyndu að heilsa Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.