Vikan


Vikan - 22.08.2000, Blaðsíða 60

Vikan - 22.08.2000, Blaðsíða 60
°g Líklega uíta allir að svart og hvítt eru andstæður, en kannski vita færri um aðrar andstæður í litrófinu. Frum- litirnir, sem flestir litir eru gerðír úr, eru í raunínni að- eins hrír; rauður, gulur og blár. Ásamt svörtu og hvítu mynda heir alla há liti sem mannlegt auga getur greint. Því til sönnunar nægir að benda á að allar myndirnar í Víkunni, og reyndar öllum öðrum tímaritum, eru ein- göngu prentaðar með bláu, gulu, rauðu og svörtu á hvítan pappír. FRUMUTIR OG ANDSTÆÐUR Rauði liturinn hefur lægsta ljóstíðni frumlitanna.Áhrifhans eru sterk. Umhverfi sem er t.d. eingöngu málað með rauðum lit- brigðum getur verið nokkuð þrúgandi. Rauður litur dökknar á undan öðrum litum þegar skyggja tekur. Andstæðan við rautt er grænt (gult + blátt). Grænn iitur er róandi og getur haftýmisáhrif eftir því hvað blæ- brigðin eru mismunandi. Guli liturinn er bjartastur frumlitanna og því mjög áber- andi. í seinni heimsstyrjöldinni fundu áróðursmeistarar Hitlers það út að svört skilti með gulum stöfum, eða gul með svörtum stöfum, vöktu verulega athygli. Andstæðu-liturinn við gult er fjólublátt (blátt + rautt), sem er dimmur litur í eðli sínu. Senni- lega hefðu fjólublá skilti með hvítum stöfum ekki haft mikið að segja í stríðinu. Fjólublár litur beinir athyglinni því frá sér, sér- staklega ef hann er blandaður með gráum lit sem er líka hlut- laus. Blái liturinn hefur hæstu ljós- tíðni litanna. Umhverfi sem ein- göngu er málað með bláum lit- brigðum getur verið hið fjöl- breyttasta frísklegasta. Reyndargetablá litbrigði verið svo óendanlega fjölbreytt að einn af frægustu list- málurum þessar- ar aldar, Pablo Picasso, eyddi nokkrum misser- um í að mála myndir sem voru nær eingöngu bláar. Blái litur- inn er síðastur til að dofna þegar skyggja tekur. Hann er líka „kaldastur" lit- anna en and- stæða hans er appelsínugulur (rauður + gulur) sem er litur elds- ins og því heitast- ur allra litanna. Þegar and- stæðum litum er teflt saman, geta þeir stundum skorið í augu. Kannski ekki svart og hvítt eða gult og fjólublátt, en rautt og grænt fara ekki alltaf vel saman, hvað þá blátt og appelsínugult. Þó má segja að þetta sé allt spurning um smekk. Á miðjum sjöunda áratugnum komst í tísku að ganga í svörtu og hvítu og allt átti að vera köflótt. Nokkrum mánuðum seinna sáust menn í heiðbláum skyrtum með æpandi appelsínugul bindi, eða stelpur í grænum blússum með rauða hálsklúta. í því sambandi má kannski minna á að rauð rós með grænum blöðum er hið fullkomn- asta sköpunarverk. Rósin dregur athyglina frá blöðunum og öfugt. Þó hlýtur athyglin að beinast meira að rósinni en blöðunum vegna þess að rauður litur er meira afgerandi en grænn. Hugs- ið ykkur td. græna rós með rauð- um blöðum. LITIR OG UMHVERFI Svart og hvítt teljast ekki til eiginlegra lita. Jafnvel lit- blindasta fólk skynjar svart og hvítt ef það getur á annað borð séð. En segja má að hlutlaus, grár litur sé andstæða brúna litarins sem hægt er að búa til úr rauðum, gulum og bláum litum. Arineld- ur í brúnleitu umhverfi virkar mun rómantískari en arineldur í gráu umhverfi. Og úr því að aft- ur er minnst á svart og hvítt, sak- ar ekki að geta þess að litir virð- ast dökkna í næsta námunda við hvítt en svart umhverfi gerir þá skærari. Þetta á að sumu leyti líka við um ljóst og dökkt. Appelsínugulur og laxableik- ur litur eru einhverjir verstu litir sem hægt er að velja á svefnher- bergi og jafnvel baðherbergi. Fólk vaknar illa í þannig um- hverfi og finnur kannski fyrir vissum drunga. Aftur á móti hef- ur ljósblágrænn litur þveröfug áhrif. Einhverra hluta vegna vaknar maður hress og endur- nærður í þannig umhverfi. Svo undarlega sem það nú hljómar, hafa lituð ljós stundum þveröfug áhrif við litað eða mál- að umhverfi. Grænt eða blátt ljós virkar fráhrindandi, þótt bláleit- ir og grænleitir veggir geri það ekki. Ástæðan er sú að ljósið hef- ur áhrif á litina. Blátt ljós gerir rauðar varir dökkfjólublá- ar.Grænt gerir þær dökkbrúnar eða næstum svartar. Rautt ljós mildar aftur á móti allt sem er rautt. Þannig lýsast varir og and- lit fær mjúklegan blæ. í fjólubláu ljósi verða skilin skörp, því þar dökkna þeir litir sem hafa gult í sér en þeir sem hafa í sér snefil af fjólubláu verða meira áber- andi. Svokallað „black-light“ sem stundum er notað á skemmtistöðum, gerir fólk sól- brúnt en hvítar skyrtur tandur- hreinar. Gult ljós hefur þann eig- inleika að skerpa allar útlínur í umhverfi utan dyra, t.d. í þoku, og þess vegna hefur það verið valið í þokuljós. Til er fólk sem hefur eytt allri ævinni í að rannsaka virkni lita, þannig að ein stutt tímaritsgrein getur engan veginn veitt tæmandi svör. Auk þess hlýtur það að vera persónubundið hverjir uppá- haldslitir fólks eru. Litir eru því óþrjótandi rannsóknarefni. 60 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.