Vikan


Vikan - 24.10.2000, Qupperneq 9

Vikan - 24.10.2000, Qupperneq 9
taugaáfall. Ég kastaði upp þangaðtil mérfannst égveraað deyja og gráturinn sem fylgdi var óstöðvandi. Eitt kvöldið hringdi sölumaður heim til okk- ar og vildi selja okkur bækur. Magnús trylltist og sakaði mig um að eiga í sambandi við hann. Sölumennskan væri bara yfirskin til aðfela það. Égvar að mestu hætt að þora að svara honum en mér ofbauð svo þessi sjúklega ásökun að ég sagði hreint út við hann að nú væri hann að verða vitlaus. Magnús trylltist úr reiði og réðst á mig. Daginn eftir fæddist dóttir okk- ar, mánuði fyrirtímann og égef- ast ekki um að þetta flýtti fyr- irfæðingu hennar. Magnús stóð við orð sín og skipti ekkert henni. Hann sagði telpan væri mitt mál en ekki hans. Eftir að hún fæddist fór hann að fara meira út á lífið og var oft leiðinlegur við mig þeg- ar hann kom heim. Hann vakti mig ef hann hafði séð gamla skólafélaga mína á einhverjum barnum en hann hafði skoðað gömlu skólamyndirnar mínar vandlega og þekkti í sjón alla menn sem ég átti myndir af. Hann krafðist þess að fá að vita um sambönd mín og þessara manna og ég var farin að viður- kenna alls konar vitleysu fyrir honum til að þetta yrði fyrr af- staðið. Hann hætti aldrei fyrren ég játaði eitthvað. Hann beitti mig sífellt mikilli andlegri kúg- un sem fór mjög illa með mig. Ef við fórum saman út í búð var ég farin að horfa á gólfið til að hann ásakaði mig ekki fyrir að vera að horfa á aðra menn. Þrátt fyrir allt þetta var mælir- inn ekki orðinn fullur hjá mér. Ég vildi sanna fyrir Magnúsi að ákvörðun mín um að eiga barn- ið hefði verið rétt, ég gæti ver- ið sterk, ég gæti þetta. Þetta of- beldisfulla andrúmsloft á heim- ilinu hafði mjög slæm áhrif á dóttur okkar frá unga aldri. Hún varekki nema nokkurra mánaða gömul þegar hún fór að gráta um leið og síminn hringdi. Hún fann hvað ég varð sjálf ofboðs- lega upptrekt. Þótt Magnús væri ekki heima brá mér alltaf jafn- mikiðog ég var viss um að hann gæti fundið einhverja leið til að komast að því hverjir hringdu. Hann hefði gert stórmál úr því ef einhver úr bankanum mínum hefði hringt. Hann sagði mér oft að hann væri afar snjall í því að finna út mk ótrúleg- hávaða henti hann henni alltaf inn í herbergi og slökkti Ijósið. Hún var tveggja ára þegar við skildum en er ennþá sjúklega myrkfælin þótt hún sé orðin unglingur. Loksins, loksins Það lá ekkert sérstakt í loft- inu kvöldið sem ég gafst upp á sambúðinni með Magnúsi. Ég ustu hluti um fólk. Skömmu áður en mælirinn fylltist hjá mér sagði mamma setningu við mig sem vakti mig til umhugsunar. „Þú átt bara eitt líf, ætlarðu að lifa því svona?" Hún þorði ekki að ganga lengra en þetta því hún var svo hrædd um að fá mig upp á móti sér. Auðvitað hvarflaði að mér að yfirgefa Magnús en ég lagði ekki í það af hræðslu við hann. Ég þorði þó stundum að láta reiði f Ijós en það tengdist bara dóttur okkar. Þegar hún var að verða tveggja ára bað ég Magnús að sitja hjá henni á meðan hún var í baði því mig langaði að Ijúka við að ganga frá í eldhúsinu. Ég heyrði einhver undarleg hljóð koma frá baðher- berginu og sá að hann var að kaffæra hana. Hann brást illa við þegarég greip barnið úr bað- kerinu, öskureið, en hann bar því við að hún hefði verið óþekk. Hún hafði grátið og neitað að þagna og þá dýfði hann henni í kaf, en aðeins einu sinni, sagði hann. Ef dóttir okkar var með Þetta ofbeldisfulla andrúmsloft á heimilinu hafði mjög slæm áhrif á dóttur okkar frá unga aldri. Hún var ekki nema nokkurra mánaða gömul þegar hún fór að gráta um leið og síminn hringdi. Hún fann hvað ég varð sjálf ofboðslega upptrekt. var að taka til og hann sat í sóf- anum inni í stofu. Ég tók eftir því að hann horfði á dóttur okk- ur þar sem hún sat á gólfinu og var að leika sér. Hann sagði við mig: „Hugsaðu þér hvað við hefðum það gott ef hún hefði aldrei fæðst?" Ég reiddist mjög yfir þessum orðum og lét Magn- ús heyra það óþvegið. Ég sagði honum að ég ætlaði ekki að búa lengur með honum og ætlaði að skilja við hann. Hann varð öskureiður og rauk á dyr. Ég heyrði bílhurð skellast og svo brunaði hann í burtu frá húsinu. Ég fórað pakka niður fatnaði og öðrum nauðsynjum fyrir mig og telpuna. Þegar Magnúsvarekki kominn heim klukkan hálftvö um nóttina hringdi ég heim til foreldra minna. Pabbi svaraði í símann og ég sagði við hann: „Jæja pabbi, það er komið að þessu." Ég þurfti ekki að út- skýra hvað ég átti við með þess- um orðum og pabbi, alveg ný- vaknaður, sagði glaðlega að hann og mamma kæmu í hvelli. Seinna sagði mamma mér að þetta hefði verið ánægjulegasti dagur í lífi þeirra. Magnús reyndi að fá mig aftur til sín og reyndi að kaupa mig með gjöf- um. Hann gerði sér enga grein fyrir því hvað hann var búinn að gera mér. Systir hans pabba bauð okkur mæðgum að koma Ií heimsókn til sín til Noregs þar sem hún býr og þar . vorum við í sex dásamlegar vikur. Ég byggði mig upp og varð miklu sterk- ari á eftir til að kljást við lífið og til- veruna. Ég á yndis- legan mann núna enfinnaðég erekki enn búin að jafna mig á sálinni þótt liðin séu mörg ár. Ég fer reglulega til sálfræðings og það hefur hjálpað mikið. Gömlu, góðu vinirnir mínir komu allir aftur en þeir höfðu dregið sig í hlé á meðan ég var með Magn- úsi. Ég var orðin hrædd um að ég hefði fælt þá frá mér en svo var aldeilis ekki. Ég gæti eflaust nefnt ótelj- andi dæmi um þá kúgun og of- beldi sem ég sætti af hendi Magnúsar en læt staðar numið hér. Lesandi segir Guðríði Haraldsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvaö sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komiö aö skrifa eöa hringja til okkar. Viö gætum fyllstu nafnleyndar. Ilcimilisfnii^iö er: Vik:m - „Lífsrcviisliisaj»ir\ Seljave^tir 101 Keykjavík, Nelfang: > ikan@frodi.is

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.