Vikan


Vikan - 24.10.2000, Síða 16

Vikan - 24.10.2000, Síða 16
ÉG RAK DÚTTUR MÍNA Á DYR Ég man alltaf eftir því þegar ég leit Kiöru, elstu dóttur mína, fyrst augum. Ég var ung móðir og hafði hlakkað mikið til þess að eignast mitt fyrsta barn. Auðvitað fannst mér hún fallegasta barn í heimi og ég hlakkaði til þess að fylgjast með henni vaxa úr grasi. Móðir mín er geðfötl- uð og þegar ég var að alast upp var ég tekin með reglu- legu millibili af heimilinu og komið fyrir í fóstur hjá vanda- lausum tímabundið. Sú reynsla gerði það að verkum að ég var stöðugt í leit að öryggi. Ég gekk ung ( hjónaband og var ekki nema átján ára þegar ég eign- aðist Klöru. Barnæska mín varð til þess að ég var harðákveðin í því að sjá til þess að börnin mín fengju að alast upp við öryggi. Fyrsti bresturinn kom í þá ákvörðun þegar ég skildi við manninn minn en þá var Klara tveggja ára. Hann var óreglu- maður og passaði ekki inn í myndina sem ég hafði gert mér af framtíðarheimilinu þar sem hamingjaogöryggi réðu ríkjum. Lífið í sveitinni Tveimur árum síðar hitti ég seinni manninn minn. Hann var bóndi og við mæðgurnar flutt- um til hans í sveitina. Árin liðu og við eignuðumst fjögur börn. Seinni maðurinn minn tók Klöru eins og einu af sínum börnum og var henni mjög góð- ur. Hún var líka \ ágætu sam- bandi við pabba sinn, seinni konuna hans og börnin þeirra tvö. Það er því ekki hægt að segja annað en að Klara hafi alist upp við góðar aðstæður, ástúð og ör- yggi og hún varð hvers manns hugljúfi. Hún var skapgóð, greind og efnileg; lítil, grann- vaxin og dökk yfirlitum. Allir sem komu á heimilið höfðu orð á því hvað hún væri falleg og yndisleg. Hún var yngri systk- inum sínum góð, lék við þau og gætti þeirra meðan ég sinnti óteljandi skyldustörfum bónda- konunnar. Ég var þess fullviss að spennandi framtíð biði Klöru. Hún var mörgum góðum hæfileikum búin, einhvern tíma myndi hún þroska einhvern þeirra og búa sér gott líf. Fyrstu vísbendingar Þegar Klara var fjórtán ára var ráðist í það verkefni að leggja nýjan veg í gegnum sveitina og vegavinnumennirnir urðu kost- gangarar okkar. Ég hafði gripið það tækifæri fegins hendi til þess að drýgja tekjurnar. Eina nóttina vaknaði ég upp, gat ekki sofnað aftur, og fór fram í eld- hús til þess að fá mér eitthvað að drekka. Á leiðinni fram í eld- hús leit ég inn til barnanna minna. Þegar ég kom inn í her- bergi Klöru sá ég að rúmið hennar var autt. Ég átti alveg eins von á því að hitta hana fyr- ir í eldhúsinu en þar varenginn. Ég leitaði um allt húsið en að lokum varð ég að viðurkenna fyrir sjálfri mér að Klara væri ekki heima. Eftir langa og erf- iða bið sá ég hana laumast inn um útidyrnar. Hún viðurkenndi að hún hefði varið nóttinni með einum kostgangaranna og við- urkenndi að hann væri ekki sá fyrsti sem hún hefði heimsótt. Þessa nótt talaði ég alvarlega við dóttur mína og áður en hún fór að sofa lofaði hún mér bót og betrun. Á þeirri stundu renndi mig ekki grun hversu margar andvökunætur ég átti eftir að eiga Klöru vegna. Skílnaður Hjónaband mitt gekk ekki vel, innst inni hafði ég aldrei elskað manninn minn en þótti ákaflega vænt um hann. Þótt lífið í sveitinni væri ekki dans á rósum, veitti búsetan þar börnunum öryggið sem var mér svo mikils virði. Auðvitað dreymdi mig stundum dagdrauma og velti því þá fyrir mér hvort ég fengi einhvern tíma að upplifa raunverulega ást. En öryggi barnanna var í mínum augum mikiivægara en ástarævintýri og þess vegna þraukaði ég áfram í hjónaband- inu. Ég vissi að ég gæti aldrei séð ein fyrir börnunum og kom- ið þeim til náms. Ég held að ég geti sagt með góðri samvisku að þau hafi aldrei orðið vör við ann- að en að hamingja ríkti á heim- ilinu. Klara hélt sig á mottunni og næturævintýrin með kostgöng- urunum heyrðu sögunni til. Þannig liðu árin og að lokum urðu börnin uppkomin og fóru í nám og störf út um hvippin og hvappinn. Ákvörðun mín um að skilja við manninn minn eft- ir sautján ára hjónaband og flytja til Reykjavíkur kom líkt og af sjálfu sér í framhaldi af því. Ég var búin að skila mínu hlut- verki með sóma, nú var komið að mér að njóta lífsins. Ertiðleikar Klöru Það kom fljótlega í Ijós að sú yrði ekki raunin. Fyrr en varði var ég aftur komin í hlutverk uppalandans, komin með litla stelpu inn á heimilið sem skorti öryggi í tilverunni. Klara hafði fetað í fótspor mín og var ekki gömul þegar hún varð mamma. Munurinn á okkur mæðgunum var hins vegar sá að Klara hafði í fyrstu ekki hugmynd um hver faðirinnvar. Eftir mikil leiðindi, blóðprufur og fleira í þeim dúr var loks hægt að kveða upp dóm um faðernið. Þannig komst ég að því að dóttir mín hafði tekið upp fyrri hætti og virtist ekki hafa nokkurn snefil af siðferð- iskennd þegar karlmenn voru annars vegar. Klara hafði beð- ið mig að leyfa þeim mæðgum að búa hjá mér meðan hún leit- aði að húsnæði og mér fannst það alveg sjálfsagt. Hún var sú eina af börnunum mínum sem hafði ekki sýnt nokkurn áhuga á framhaldsnámi þótt hún væri sú sem hafði mestu námshæfi- leikana. Þaðvarðtil þess að hún átti erfitt með að fá góða vinnu og þvældist á milli vinnustaða. Hún gerði stuttan stans á hverj- um stað og alltaf var það ein- hverjum öðrum að kenna. Ým- ist var yfirmaðurinn heimskur eða starfsfólkið lagði hana í ein- elti. Einsoggefur aðskilja hafði hún litlar sem engar tekjur og það endaði með því að ég sá fyr- ir okkur þremur af laununum mínum. Þær litlu tekjur sem Klara vann sér inn endrum og eins fóru í skemmtanir og áfengi. Það teygðist stöðugt meira á dvöl mæðgnanna sem átti í fyrstu aðeins að vera tíma- bundin. Síðasta tækífærið Líf ið var satt að segja orðið að martröð. Ég vann myrkranna á milli og sá að mestu ein um Hel- enu litlu. Svo var ekki að sjá að Klara sæi nokkuð athugavert við það. Oft dauðlangaði mig að kasta henni á dyr en mátti ekki til þess hugsa hvað yrði þá um ömmustelpuna mína. Þegar Helena var orðin þriggja ára fór pabbi hennar að hafa meiri samskipti við hana og þar eign- aðist hún góðan bakhjarl. Hann var fljótur að átta sig á ástand- inu og lét foreldra sína vita. Þau búa úti á landi en næstu mán- uði heimsóttu þau Helenu í hvert sinn sem þau komu til 16 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.