Vikan


Vikan - 24.10.2000, Síða 42

Vikan - 24.10.2000, Síða 42
Draugagangur Ég hafði aldrei á ævi minni upplifað neitt yfir- náttúrlegt fyrr en vetur- inn sem ég var 18 ára en þá var ég skiptinemi í Bandaríkjunum. Ég hafði samt sem áður þá trú að draumar væru oft tákn- rænir og gætu verið vís- bendingar um það sem síðar gerist. Ég hafði ver- ið dálítið myrkfælin frá því ég var barn en aldrei fundið fyrir neinu dular- fullu og skellt skollaeyr- um við sögusögnum um draugagang. Það átti hins vegar eftir að breyt- ast. Konan í speglinum Við Fern kynntumst í frímín- útum í skólanum þegar hún gekk upp að mér til að dást að knalIstuttu hári mínu en allar amerísku stelpurnar voru með sítt hár. Þetta var á pönktíma- bilinu, sem hafði greinilega ekki náð athygli unglinganna á þess- um slóðum, en Fern var vel að sér í tónlistog þekkti þetta ,,lúkk“. Það tókst sam- stundist með okkur náin vin- skapur. Fern kom frá hefð- bundinni gyðingafjölskyldu, var einu ári eldri en ég og mik- ill fjörkálfur. Fjölskylda hennar bjó í gömlu virðulegu húsi rétt hjá Mystic í Connecticut og það var eiginlega heilt ævintýri út af fyrir sig því það marraði í gömlu trégólfinu og húsið var fullt af mjög fallegum antíkhúsgögnum sem móðir Fern hafði safnað í gegnum tíðina. Það var eitt sér- lega notalegt herbergi í húsinu þar sem var risastór arineldur, eða réttara sagt gömul eldstó, sem hafði fengið að halda sínu upprunalega útliti. Þar var oft kveiktur eldur og á köldum vetr- arkvöldum lágum við þar uppi í mjúkum, eldgömlum sófum með þykkar, útsaumaðar ábreiður og spjölluðum eða lærðum. Ég fékk stundum að gista heima hjá Fern og þá var oft- ast vakað fram eftir nóttu við að ræða um sætu strákana í skólanum og annað sem fang- ar huga ungra stúlkna. Fjöl- skyldan átti tvo Schefferhunda og ég tók ástfóstri við þann yngri en hann var kallaðurToby. Þetta virtist vera gagnkvæm ást því hann var alltaf á hælum méreða sat við fætur mér. Þegar ég gisti þá stalst ég til að hafa hann uppi í rúmi hjá mér og ef ég þurfti að fara á klósettið um miðja nótt, þá kom hann alltaf með mér en það veitti mér ör- yggiskennd því húsið var stórt og sérlega drungalegt á nótt- unni. Eitt sinn þegar ég gisti hjá fjölskyldunni sofnaði Fern óvenjusnemma og yngsta syst- ir hennar, Erica, stakk upp á því að við svæfum í . einu • '• ‘lA'. gestaherberginu þar sem var sjónvarp. Við skriðum saman upp í rúm og horfðum á sjón- varpið þar til við sofnuðum. Toby fékk ekki að vera hjá okk- ur því Erica sagði að hann væri með flær og hún vildi alls ekki hafa hann inni hjá okkur. Ég rumskaði síðan við að mér leið eitthvað sérkennilega, mér var ískalt og fannst eins og horft væri á mig. Ég opnaði augun varlega og varð skelfingu lostin þegar ég sá andlit gamallar konu í speglinum á veggnum á móti rúminu, yfir arinhillunni. Flún sagði ekkert en starði illi- lega á mig og mér fannst sam- stundis að hún vildi ekki hafa mig í rúminu. Ég kann ekki að skýra nánar hvers vegna mér fannst þetta vera skilaboðin frá henni. Ég sá hana mjög skýrt, hún vargrannleit, hrukkótt með grátt hár vafið upp í hnút og með gyllt hornspangargleraugu. Ég reif í Ericu og hristi hana óþyrmilega. Hún reis upp við dogg, hálfsofandi, og spurði hvað gengi á. Ég var hálfgrát- andi og óðamála og benti henni á spegilinn. En þar var ekkert andlit lengur. Ég sagði henni hvað hefði gerst en hún fór bara að hlæja, velti sér svo á hina hliðina og hélt áfram að sofa. Mér leið mjög illa, þorði ekki fyr- ir mitt litla líf að líta aftur í speg- ilinn og hljóp fram. Þar sat Toby, minn tryggi vinur, og ég faðmaði hundinn að mér af ákafa. Ég tók hann með mér inn í hitt herberg- ið þar sem Fern svaf vært og lét hann að sjálfsögðu sofa uppi í hjá mér. Ég sofnaði ekki fyrr en undir morgun en var þá farin V * að róast við hitann af stórum hundinum. í fallegri dagsbirtunni næsta morgun fannst mér atburðir næturinnar óraunverulegir. Ég reyndi að telja sjálfri mér trú um að mig hefði dreymt gömlu kon- una (speglinumen þaðvarenn óhugur í mér. Við hádegisverð- arborðið varöll fjölskyldan sam- ankomin og ég sagði þeim hvað mig hefði ,,dreymt“ um nóttina. Móðirstelpnanna greip andann á lofti og starði á mig. Svo sagð- ist hún hafa keypt þetta rúm ný- lega úr dánarbúi tveggja gam- alla systra, sem höfðu búiðtvær saman alla ævi þarna í nágrenn- inu, ogað lýsing mín passaði við aðra systurina. Það varð uppi fótur og fit við matarborðið og það fór hrollur um mig. Eftir þetta þorði enginn að sofa í rúminu og þetta var aldrei rætt aftur. Ég gisti þarna hjá þeim nokkrum sinnum til viðbótar um veturinn en sniðgekk alltaf þetta herbergi ogfékkgæsahúð ef ég þurfti að ganga fram hjá því. Kross með skilyrðum Tveimur árum seinna heim- sótti ég þetta indæla fólk og eyddi einum mánuði hjá þeim yfir sumarið. Við Fern höfðum verið í stöðugu bréfasambandi frá því að égfór heim til íslands og söknuðum hvor annarrar mikið. Dag einn, fljótlega eftir að ég kom, gaf Fern mér fal- legan kross úr skíragu11i sem hún hafði eitt sinn fengið í af- mælisgjöf frá stelpu sem vissi ekki að Fern var gyðingur. Gyð- ingar líta ekki á krossinn sem heilagt tákn og því vildi hún gefa mér hann. Það fylgdi gjöf- 42 Vikaii

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.