Vikan


Vikan - 24.10.2000, Qupperneq 44

Vikan - 24.10.2000, Qupperneq 44
Heimurinn er alltaf að minnka. í dag er hægt að kveikja á tölvunni, fara inn á Netið og panta þar flugmiða, hótelherbergi, leikhúsmiða og borð á veitingahúsi með litlum fyrirvara. Það þykir ekki lengur stórmál að ferðast til útlanda og það væri synd að segja að við ís- lendingar, sem búum á lítilli, einangraðri eyju, notum okkur ekki tæki- færið. Það er því sennilega hvergi á byggðu bóli sá staður sem maður getur ekki átt von á því að hitta íslending. Sú staðreynd setur okk- ur hömlur. Það er nefnilega liðin sú tíð þegar hægt var að setj- ast niður í einhverri stórborg- inni, virða fyrir sér mannlífið, gera svolítið grín að þeim sem sátu við næsta borð eða þeim sem framhjá gengu í trausti þess að enginn skildi íslensku ogengir landarværu ísjónmáli. Það er samt greinilegt að enn hafa ekki allir áttað sig á þeirri staðreynd. Til dæmis hjónin sem ég og vinkona mín hittum í London. Við vinkonurnar vor- um í langþráðu húsmæðraor- lofi, höfðum skilið karlana og börnin eftir heima og ætluðum að njóta saman lífsins í nokkra daga í stórborginni. Fyrsta kvöldið ákváðum við að fara út að borða á huggulegum veitingastað. Hvorug okkar þekkti borgina nokkuð að ráði en starfsmaðurinn í móttöku hótelsins benti okkurá veitinga- stað sem hann sagði mjög góð- an. Fullar tilhlökkunar klædd- um við okkur upp á og vorum mættar á veitingastaðinn á til- settum tíma. Okkur varstrax vísaðtil borðs. Ég settist ein við borðið þar sem vinkona mín þurfti að skreppa á snyrtinguna. Ég var ekki fyrr sest en ég heyrði miðaldra hjón, sem sátu við næsta borð, tala saman á íslensku. Égætlaði að fara að kinka kolli og brosa til þeirra, eins og við (slendingar gerumgjarnan þegar við hittum landa okkar í útlöndum, en hætti við það þegar ég heyrði um hvað þau voru að tala. Um- ræðurnar voru mjög innilegarog mér heyrðist þau vera að rifja uppsín fyrstu kynni. Mérfannst þetta voðalega sætt og hugsaði með mér að líklega væru þau að halda upp á brúðkaupsafmæli eða eitthvað í þá áttina. Égvissi að sjálfri hefði mér þótt óþægi- legt ef ókunnugir hlustuðu á ástarhjal á milli mín og manns- ins míns og ákvað að vara vin- konu mína við þegar hún kæmi af snyrtingunni. Hún mátti ekki koma upp um að við værum ís- lendingar. Ástarsögur Sem betur fór tókst mér að gefa henni merki ogviðgættum þess að hafa samræður okkar á ákaflega lágum nótum. Það reyndist okkur ekki auðvelt, það var langt síðan við höfðum haft tíma til þess að setjast niður og spjalla saman og okkur lá mikið á hjarta. En við vorum ákveðnar í því að spilla ekki kvöldinu fyrir þessum róman- tísku hjónum sem líklega voru að halda upp á brúðkaupsaf- mælið sitt. Þar sem umræðum okkar voru settar ákaflega strangar skorður fór ekki hjá því að við legðum pínulítið eyrun við um- ræðunum á næsta borði og komumst ekki hjá því að verða varar við það þegar rómantískt hjal hjónanna beindist í aðrar áttir. Þær umræður urðu smám saman meira krassandi og aldrei hefði okkur stöllunum dottið í hug að ræða neitt þessu líkt við eiginmenn okkar á virðu- legum veitingastað. Þau hjón- in lifðu greinilega góðu kynlífi og ekki er hægt að segja annað en að þau hafi kallað hlutina sínum réttu nöfnum. Það lá við að við vinkonurnar fylltumst öf- und þegar kom að myndræn- um lýsingum á því hvað þau ætluðu að gera við hvort annað reyna að tala saman og kvöldið var að taka á sig súrrealíska mynd. Undir sérkennilegu borð- haldi hjónanna var drukkið nokkuð stíft og raddir þeirra hækkuðu í réttu hlutfalli við tómu glösin sem fjölgaði jafnt og þétt. Hugljúft ástarhjalið tók nú á sig allt aðra mynd því nú tóku við ekki minna krassandi ásakanir um framhjáhald og önnur ómerkilegheit. Framhjá- hald var greinilega ekki óþekkt fyrirbæri í þessu hjónabandi og virtist ríkja nokkur samkeppn- isandi á milli þeirra í því sam- bandi, svo sem hver hefði ver- ið með hverjum, hvar og hvenær og hvort þeirra ætti fleiri slík sambönd að baki. Það ríkti ekki þegar upp á hótelherbergið væri komið. Þrátt fyrir að þau hlökk- uðu augljóslega til þeirrar stundar var greinilega ekkert fararsnið á þeim. ... og aðrar sögur Þegar hér var komið sögu höfðum við vinkonurnar eigin- lega alveg gefist upp á því að nafnleynd í þessum saman- burðarsögum og við vinkonurn- ar vorum fegnar að þekkja enga af þeim fjölmörgu sem þar komu við sögu. Við vorum satt að segja farn- ar að vorkenna hjónunum. Málsverðurinn sem hafði haf- ist á svo Ijúfum nótum var að taka sorglega stefnu. Við hvísl- 44 Vikan

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.