Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 5

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 5
PORTÚGAL Land baðstranda og blóma PORTUGAL — land baðstranda og blóma. Portúgal er frdbrugðið öðrum suðrænum sólarlöndum — bæði land og þjóð með öðru yfirbragði en Spónn, Frakkland og Italía. Portúgal ó sér langa og viðburðaríka sögu eins og önnur lönd ó svipuðum slóðum, og þótt það liggi að Atlantshafinu, telst það jafnan til Miðjarðarhafssvæðisins, því að það er svo^sunnarlega, að þar brotna alltaf hlýjar bylgjur ó volgum sandi. Landið er bæði fjöllótt og vogskorið, svo að skjólsælt er bæði með ströndum þess og frammi til dala — og milt veðurfar, sem ein- kennist af hæfilegu vetrarregni og miklu sólfari ó öllum órstímum, gerir Portúgal að landi blóma og fagurs litskrúðs. Með þotum SUNNU eru íslendingar nú aðeins 4 tíma að fljúga fró Keflavík til Lissabon, höfuðborgarinnar, sem hefur oft verið kölluð borg 1000 lita og getur raunar stótað af 2000 óra sögu. Hún er tvímælalaust ein fegursta borg Evrópu og stendur ó sjö hæðum á bóðum bökkuð Tejo-fljóts. Þótt Lissabon hafi stundum orðið fyrir þungum búsifjum af völd- um nóttúruhamfara, er þar mikill fjöldi bygginga fró gullöld Portúgala, sem hófst ( lok Miðalda — með landafundunum miklu, þegar pófastóllinn úrskurðaði, að konungar Portúgals og Spón- ar skyldu skipta hinum nýja heimi bróðurlega ó milli sín. Eins og víðar í Suðurlöndum fer þjóðlífið mjög fram ó götum úti, og það gildir um Lissabon eins og aðrar suðrænar borgir. Þegar kvöldar, tekur skemmtanalífið við og það er bæði með alþjóð- legum og portúgölskum blæ. Veitingastaðir eru margir og hvar- vetna ríkir gleði og söngur, og dans er oft stiginn af miklu fjöri. Skammt fró Lissabon eða í aðeins 20 km fjarlægð er frægasti bað- strandabær landsins — Estoril — sem einnig ó sér meira en 2000 ára sögu eins og höfuðborgin. Við Estoril teygjast sandfjörumar langt til suðurs og er staðurinn einkum rómaður fyrir tvennt að auki — fagurt umhverfi og einmuna veðurblíðu. En Estoril býður ekki aðeins upp á baðströndina frægu. Áratuga kynni íbúanna af heimsborgurum og skemmtiferðamönnum hafa hvatt þá til að koma upp fjölbreyttum skemmtistöðum, þar sem gestir geta notið tilbreytingar jafnt á nóftu sem degi. Þar í borg er til dæmis eitt glæsilegasa og þekktasta „casino" Evrópu, þar sem konungbornir menn og olíufursar freista gæfunnár. SUNNUfarþegar geta valið um, hvort þeir búa í hótelum eða íbúðum, sem eru á margan hátt skemmtilegri fyrir fjölskyldur — hjón með börn. Samband við Lissabon er mjög gott og greitt, því að hraðbraut og rafknúin hraðlest tryggja skjótar og öruggar ferð- ir á milli. Fararstjórar SUNNU búa í Estoril. En SUNNUfarþegar geta að sjálfsögðu einnig gist í Lissabon sjálfri og farið síðan þaðan í ýmsar ferðir með þeim, sem kjósa heldur að vera á Estoril. í því efni er hver sjálfum sér ráðandi, eins og gefur að skilja. Rétt er að geta þess að endingu, að Portúgal telst til hinna ódýrari ferðamannalanda, og er hægt að gera þar góð kaup af mörgu tagi— t. d. handunna, þjóðlega listmuni, vefnað, útsaum og víra- virki úr gulli og silfri, því að þjóðin er í senn listfeng og listelsk að eðlisfari.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.