Vikan

Útgáva

Vikan - 19.06.1975, Síða 17

Vikan - 19.06.1975, Síða 17
MALLORCA Paradís á jörð MALLORKA — fjölsóttasta ferðamannaparadís Evrópu. SUNNUferðir til hinna sólríku Spónarstranda eru eins ótrúlega ódýrar og raun ber vitni, af því að vinsældir þeirra leyfa okkur að fljúga með eigin þotum Air Viking — beint ó milli ófangastaða eins og í óætlunarflugi ó ókveðnum vikudögum. SUNNA hefur — vegna sívaxandi viðskipta — nóð margra óra hagstæðum samning- um við mörg 1. fl. hótel ó Spóni. Þess vegna eru Mallorkaferðir SUNNU fró Islandi jafnvel ódýrari en sambærilegar ferðir danskra ferðaskrifstofa fró Kaupmannahöfn. Og þér sparið beinlínis með því að fara frekar til Spónar með SUNNU en eyða sumarleyfis- dögunum heima. í SUNNUferðum búið þér í tvær eða fleiri ógleymanlegar vikur ó góðum hótelum eða í íbúðum ó Mallorka, víðfrægustu ferðamanna- paradís Evrópu í hótt ó aðra öld. Tónskóldið Chopin var þar „túristi" órið 1836 — einn margra — og hann flutti þó landinu mikinn óð í tónum og kallaði Mallorka „paradís ó jörð". Þótt liðið sé talsvert ó aðra öld, býr Mallorka enn yfir sömu töfrum á sviði náttúru og veðurfars, sem eiga sér hvergi líka við Miðjarðarhaf. Um það er reynslan ólygnust. Á Mallorka er örugg og jöfn veður- sæld — alltaf notalega hlýtt en aldrei óþægileg svækja. Þar af leiðandi er Mallorka vinsælasti ferðamannastaður Evrópu — um það vitna heimsóknir 7 milljónir gesta á ári hverju. Paradís á sumri og vetri, vori og hausti — eins og á dögum Chopins. Allir, sem koma einu sinni til Mallorka, þrá að koma þar aftur — og aftur — því veðrið er himneskt, og sjór, sólskin og skemmtana- líf eins og fólk óskar helst. Þar vantar ekki heldur góða þjónustu í glæstum hótelum, enda öfundar fólk í öðrum hlutum Spánar Mallorka af ferðamannastraumnum og veðursældinni. Þar er eilíft sumar og enginn vetur — undurfagurt landslag hvarvetna, um 200 baðstrendur og merkir sögustaðir. MEÐ SKEMMTIFERÐASKIPI UM MIÐJARÐARHAF. Hér er um 15 daga ferð að ræða. Flogið er til Mallorka, og þar er stigið um borð í 20.000 tonna glæsilegt skemmtiferðaskip, sem siglt er með í heila viku. Á skipsfjöl má njóta flestra lystisemda lífsins við krásir í mat og drykk. íbúðarherbergi eru þægileg, samkomu- salir glæsilegir, en auk þess bjóðast alls konar skemmtanir, svo sem dansleikir, að ógleymdri hressingu í útisundlaugum og á sól- baðsþiljum. Það er engri unun líkt að sigla um lognvært Miðjarð- arhafið — ýmist í sól og heiðríkju eða undir alstirndum nætur- himni. Á þessari unaðssiglingu er komið við í þessum höfnum: Tunis — Sikiley — Napoli — Genua — Cannes — Barcelona — Palma. Og loks er þess að geta, að á þessum 2ja vikna ferðum er dvalið í eina viku á góðu baðstrandarhóteli á Mallorka.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.