Framtíðin - 29.04.1923, Blaðsíða 2

Framtíðin - 29.04.1923, Blaðsíða 2
22 F R A M T í ÐI N „FRAMTIÐIN" kemur út tvisvar á mánuði í mántiðuniim okt.—júní, og fjórum sinnum á mánuði í mánuðunttm júlí—sept. Að minsta kosti koma út 30. tölublöð á ári. Argangurinn kostar 3 krónur er greiðist fyrir 1. júlí. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Hinrik Thorarensen. Afgreiðslumaður blaðsins er kaupni. Andrés Hafliðason og sé auglýsingum skilaðtil hans eða á prentsmiðjuna. Blað- ið kemur út á sunnudagsmorgna. Siglufjarðarprentsmiðja. si'malögin frá ÍQIQ línu frá Þórs- höfn til Skála og ennfremur til Gunnólfsvíkur, frumv. um sýslu- vegasjóði, frumv. um að banna dragnótaveiðar í landhelgi, frumv. um lífeyrissjóð barnakennara. Fallin frumvörp. Jón Baldvinsson bar fram frum- varp um, að þingmönnum Reykja- víkur yrði fjölgað upp í 7. Sömu- leiðis bar hann, ásamt Einari Por- gilssyni, fram frumvarp um sérstak- an þingmann fyrir Hafnarfjörð. Bæði þessi frumvörp voru feld frá 2, umræðu með miklum atkvæða- mun. Jónas Jónsson bar fram frumv., í efri deild, um afnám eftirlauna Björns Kristjánssonar, og frumvarp um breytingar á bannlögunum. Bæði þessi frumvörp voru ejnnig feld frá 2. umræðu. Ennfremur eru fallin: Frumv. um einkasölu á saltfiski og síld, frurnv. um skifting Eyjafjarðarsyslii í tvö kjördæmi, frumv. um stofnun sjóðs til eflingar bindindisstarfsemi í land- inu, frumv. um afnám þjóðskjala- varðarembættisins. Rá Öh erra skifti. Magnús Jónsson fjármálaráð- herra segir af sér. Klem- ens Jónsson atvinnumála- ráðherra tekur við embætti hans. Rvík 19. apríl. Magnús Jónsson fjármálaráðherra hefur fengið lausn frá ráðherraem- bætti sínUj cg tekur við kennara- embætti sínu við háskólann. Klem- ens Jónsson tekur við embætti hans og er níi bæði atvinnu- og fjármálaráðherra. 3. gr. josin. Framlt. >Heimilt er mönnum á eigin kostnað, að setja upp hemi!, ef það er gert af manni, sam raf- veitunefndin telur til þess hæfan, og gjalda notendur þá aðeins fyrir þann straum, sem fer gegnum hemilinn. Pó má enginn hemill vera settur fyrir stærri straum en þann, sem straumnotandi hefir leyfi til að nota til ljósa.« Frágangut 3. gr. er ekki allskost- ar fullnægjandi. Byrjunin er að vísu spor í rétta átt, til þess að koma á skipulagi, á sölu og notkun raf- straumsins, en þar sem hér er að- eins um h e i m i I d en ekki s k u I d- b i n d i n g u, að ræða, tel eg 3. gr. lítils virði. Eitt er þó tinnið við 3. gr. reglugjörðarinnar, og það er, að bæjarstjórn og' rafveitu- nefnd Siglufjarðarkaupstað- ar viðurkennir (óbeinlínis) að rafstöðin sé eingöngu áætluð fyrir Ijós, en ekki strokjárn! í heild sinni kemur 3. gr. nokkuð í bága við aðrar greinar reglugjörð- arinnar. T. d. 2. gr. viðurkennir, að raf- straumtir til strokjárns sé jafn rétt- hár og rafstraumur til ljósa, (eða jafnvel rétthæiri, samkv. undanþág- unum) en síðasta málsgrein 3. gr. nemur algjörlega þennan rétt úr gildi, og um leið fæst einnig viður- kenning fyrir því að ekki sé hægt að selja straum til annars en Ijósa. Eg get ekki séð að þeir rafljós- notendur,- er rafveitunefnd leyfir notkun á strokjárni (með undan- þágu! samkv. 2. gr.) finni mikla hvöt hjá sér til, að notfæra sér þessa »heimild«, ef viðkomandi hefír ekki nægilegan Ijósastraum til að hita strokjárn gegnum »Hemil«, þeim mun eflaust finnast það mun frjálsara að mega nota rafstraum- inn óhemlað eins og nú er; og ekki er haft á móti því að þeir sem hafa mörg Ijós, og þeir sem hafa fá Ijós, án réttar til notkunar á strokjárni, setji upp hemil hjá sér, en hvers- vegna skyldar þá ekki bæjarstjórn- in alla rafljósanotendur til þess að sitja upp hemil? Er það af greiðvikni við þá fáu sem rafveitu- nefndin leyfir notkun á strokjárni uinfram Ijósin? Eg get ekki séð aðra ástæðu hjá bæjarstjórn og raf- veitunefnd fyrir því að hafa núver- andi sölufyrirkomulag og eftirlits- leysi á notkun rafstiaumsins, Ekki get eg lalið það til eftirlits, þótt svo eigi að teljast, að bærinn hefir einkasölu á glóðarlömpum þeim er nota skal. Það gat falist oftirlítið eftirlit í þessu fyistu árin sem raf- stöðin starfaði því þá var talsver)- um erfiðleikum bundið fyrir almenn- ing að útvega sér lampana og önn- ur tæki til notkunar við rafstraum. Nú er þetla orðið svo breytt, að hver sem vill getur útvegað sér allskonar glóðarlampa og raftæki, svo að segja hvar sem vera skal utan Siglufjarðar. Þarna er því engu öðru að^ treýsta en ráðvendni þeirra er stratiminn nota og má kalla að það gangi oftrausti næst, enda sennilega einsdæmi, þegar um er að ræða fyiirtæki sem er almenn- menningseign; er mér heldur ekki kunnugt um að nokkuð svipað fyrirlæki, nær eða fjær, sé þannig starfrækt. Bæjarmenn eiga það á hættu að ofhleðsla gelur orðið hvenær sem vera skal, með núver- andi fyriikomulagi og rafstöðin gjöreyðilagst á svipstuudti. Hver bæri ábyrgðina ef rafstöðin eyði- legðist vegna ofhleðslu, bæjarstjórn og ralveitunefnd eða rafljósanot- endur? Eg mun dæma ábyrgðina á hendur þeirra fyrneíndu, þaó er í þeirra valdi að útiloka algerlega þessa hættu, með því að skamta hverjum einstökum þann straum er hann hefir rétt á til tjósa gegn- um hemil. Á sjálfri rafstöðinni ætti einnig að. setja upp »öryggi« eða »hemil«, sem útilokaði hærri hleðslu en 26 kv. Pessi hemill, á raístöðinni, verður alveg ómissandi íæki, um

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.