Framtíðin - 20.05.1923, Blaðsíða 2

Framtíðin - 20.05.1923, Blaðsíða 2
30 FRAMTÍÐIN „FRAMTIÐIN1 kemur út tvisvar á mánuði í mánuðunum okt.—júní, og fjórum sinnum á mánuði í mánuðunum júlí—sept. Að minsta kosti koma út 30. tölublöð á ári. Árgangurinn kostar 3 krónur er greiðist fyrir 1. júlí. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Hinrik Thorarensen. Afgreiðslumaður blaðsins er kaupnt. Andrés Hafliðason og sé auglýsingum skilaðtil hans eða á prentsmiðjuna. Blað- ið keniur út á sunnudagsmorgna. önnur hús, sem hann á, með því káki. Siglufirði 8. maí ’23. G . S. Bæjarstjórnarfundur var haldinn mánudaginn 7. maí í húsi Guðlaugs Sigurðssonar. 1. mál á dagskránni var: fundar- gerðir nefnda. Fyrst var lesin upp fundargerð fjárhagsnefndar er fjall- aði um hvaða kaup bæri að greiða verkamönnum þeim er unnu að uppfyllingu á hafnarlóð bæjarins í aprílmánuði. Meiri hluti nefndar- innar (Sig., Friðb.) vildi láta greiða 75 aura fyrir kl.stund, en minni hlutinn (bæjarfógeti) vildi láta greiða 85 aura, sem er taxti verkamanna- félagsins. Hannes Jónasson taldi sjálfsagt að greiða 85 aura, og þar sem ekki hefði verið ákveðið neitt kaup áður en vinnan hófst, bæri bæjarstjórninni að fara eftir taxta verkamannafélagsins, sæti síst á henni að ganga á undan öðrum með það fordæmi að vilja ekki stuðla að því, að verkamenn fengju það verð fyrir sína vöru, vinnuna, sem þeir teldu sig þurfa að fá, enda myndi það hefna sín á bæj- arfélaginu með auknum þurfalinga- styrk. Sig. Kr. sagói að alment hefði ekki verið greitt hærra kaup en 75 aurar, og áleit hann, að hann sem bæjarfulltrúi hefði ekki leyfi til að fara svo óspart með fé bæjarins, að greiða hærra kaup en allir aðrir. Bæjarfógeti áleit það lagalega skyldu bæjarstjórnarinnar að greiða taxta verkamannafélagsins, þar sem ekki hafði verið samið um kaupið fyrir fram. Hér skulum vér geta þess að Hæstiréttardómur er nýlega fall- inn í samskonar máli, Vinnuveit- andi vildi aðeins greiða 1 kr. fyrir kl.stund, en þar sem ekkert hafði verið samið um kaupið áður en vinnan hófst, heimtaði vinnuþyggj- andi 1,48, sem var'taxti þess fé- lags er hann var í. Hæstiréttur dæmdi viunuveilanda til að greiða taxta félagsins, og er því enginn vafi á að bæjarstjórnin var skyldug að greiða 85 aura. Tillaga frá H. J. um að greiða 85 aura var samþykt með 5 atkvæðum gegn 2. Rá var lesin upp fundargerðabók fátækranefndar. Nefndinni hafði ver- ið falið að Jláta smíða hús handa einum þurfaling bæjarins Jóhönnu Hansdóttir, og ákveða hvar það ætti að standa. Nefndin hafði áður fallist á að láta smíða hús þetta á hafnarlóð bæjarfns, en á síðasta fundi sínum samþykti hún að láta reisa húsið fyrir utan Bakka. Ressi tillaga nefndarinnar var samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Rá var lesið upp bréf frá bræðr- unnm Espholin, þar sem þeir fóru fram á að þeim yiði veitt ýms hlunnindi ef þeir reistu tunnuverk- smiðju hér á Siglufirði, er veitti 50—100 manns atvinnu, Hlunnindi þau er þeir óskuðu eftir voru: a) að fá frí afnol af bryygjum bæjarins við upp- og framskipun, þegar þær ekki væru teptar við síldarsöltun. b) að fá leyfi til að setja hafskipa- eða báta- bryggju beint austur af Rormóðs- götu eða næstu götu norðan við. c) að fá leyfi til að setja tvöfalt spor fyrir vagna eftir þeim götum sem þyrfti íil að- og fráflutninga. Pessi hlunnindi óskuðu þeir að fá endurgjaldslaust og til óuppsegjan- legs tíma, og auk þess fóru þeir fram á útsvarslrelsi í 5—10 ár. Hafnarnefnd hafði haft málið til at- hugunar, og lagði hún til að bræðr- unum yrði veit þessi réttindi að undanteknu úts/arsfrelsi og vöru- gjaldi af bryggjum. Bæjarfulltrúarn- ir voru ekki búnir að hugsa niálið nóg, og var því samþykt tillaga am að fresta atkvæðagreiðslu um 2 daga. F*á koniu Friðbjörn og Hannes með tillögu um að bærinn léti nú þegar byrja á viðbótabyggingunni við stofuna norður af leikfimishús- inu. Vér leyfum oss að vísa til þess er barnaskólastjórinn og leik- fimiskennarinn Guðm. Skarphéðins- son skrifar um það hér í blaðinu. Erum vér skólastjóranum sammála, og álítum þeim peningum betur varið í samkomuhús handa bænuin. Till. var vísað til fjárhagsnefndar. 2 dögum síðar var bæjarstjórnarfundur aftur sett- ur á sama stað til að taka ákvörð- un um umsókn Espholinsbræðra. Flóvent hóf fyrstur umræður; taldi hann varhugavert að veita þau rétt- indi er hér væri farið fram á um ótakmarkaðann tíma, eins og hafn- arnefnd hafði lagt til. Vildi hann veita bræðrunum leyfi til að setja fram bryggju, og hafa frí afnot af bæjarbryggjunum á meðan þeir væru að smíða sína bryggju, en ekki lengur. Hann áleit að þessi fyrirhugaða verksmiðja mundi aldrei veita fleiri en 25 mönnum atvinnu, en ekki 50—100 eins og stæði í bréfinu. Bæjarfógeti sagðist aldrei hafa búist við að verksmiðjan veitti fleirum atvinnu, en þrátt fyrir það væri afarmikill kostur íyrir Siglufj. að fá verksmiðjuna, og vildi hann að Espholinsbræðrum væru veitt þessi réttindi. Eftir nokkrar umræður var samþykt að veita umsækjendum frí afnot af bryggjum bæjarins, þegar þær ekki væru teptar við síldarsölt- un, í 10 ár, að leyfa þeim að setja hafskipabryggju fyrir utan ytra síld- arsöltunarpláss bæjarins, endur- gjaldslaust, að leyfa þeim að leggja spor um Pormóðs- eða Ránargötu, þó ekki skilyrðislaust. Pá tilkynii bæjarfógeti að fyrir- spurn hefði komið frá stúdentum hvort Siglufjarðarkaupstaður vildi leggja 5 þús. krónur til byggingar stúdentaheimilis í Reykjavík gegn því að eitt herbergi í hinu fyrirhug- aða stúdentaheimili væri kent við Siglufjörð og getur stúdent héðan fengið það herbergi leigt fyrir alt að helmingi lægra gjald, en annars

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.