Vörður


Vörður - 05.07.1924, Síða 2

Vörður - 05.07.1924, Síða 2
2 V ö R Ð U R ir og vinnutjónið, eru mjög tíð orsök þess, að menn verða að handbendi annara. Meðan heils- an leyfir, eru dugnaðarmann- inum vegir færir, en þegar hún þrýtur, þá er fokið í flest eða Öll skjói hjá þeim, sem ekki hafa safnað sjer Qár, en þeir munu fáir hjer á landi meðal fjöldans, sem hafa svo góðri af- komu að fagna, að þeir eigi forða handa sjer og skylduliði, ef veikindi steðja að til muna. Ekkert er sárara fyrir menn, en að þurfa að leita til sveitar- innar undir þeim kringumstæð- um, enda reyna sveitirnar að hliðra sjer hjá þátttöku, meðan þær sjá sjer undanfæri auðið. Það gengur eigi skafið á stund- um, að fá sveitfestisúrskurði, því kunn eru dæmi þar sem það hefir tekið nokkur ár; maður- inn sem i hlut átti stundum dáinn löngu áður, en börnin sem hvergi áttu sveit, tekin i gustukaskyni hingað ogþangað. Sá sanni þjóðarauður eru mannslífin. í*ess vegna er und- arlegt, að þau skuli ekki öðru fremur vera trygð hjer á landi gegn veikindaáföllum, sem eru þvi miður stundum rjett að kalla á hverju strái. Allar menning- arþjóðir nútímans hafa komið auga á þetta, víða hefir það ver- ið gert en þvi miður sumstað- ar útundan enn. Þó eru ijelög til meðal menningarþjóða, sem annast þessar tryggingar, en fjöldinn er tregur til forsjálni, meðan heilsan er og alt getur slampast. Þess vegna verðum við Islendingar, eins og ná- grannaþjóðir okkar hafa gert, að lögskipa almennar sjúkra- tryggingar. Menn mæna vonaraugum eft- ir þvi, að landsspítBli verði reistur áður mörg ár líða, og vonandi verður það gert svo fljótt, sem ástæður leyfa. Það er vart vansalaust ýmsra orsaka vegna, hve lengi það hefir dreg- ist. Pessi mikli dráttur, sem þar á hefir orðið enn, myndi mörgum bærilegra þykja, ef í hönd færi viturlegar réðstafanir þings og stjórnar, til þess að öllum sem þess þurfa yrði gert sem hægast fyrir, með að leita sjer þar bjargar. Almenn sjúkra- trygging gefur þann byr í segl- in, sem nauðsynlegur er, svo að menn kviðalaust kostnaðar- ins vegna geti leitað þangað og fengið þær meinabætur, sem fá- anlegar eru. Með þessu frumv. um almenna sjúkratrygging, er grundvöllur lagður undir tvö- falda tjársöfnun í framtiðinni, bæði þá sem mannslifin skapa fyrir bælt skilyrði þjóðfjelags- ins i heilbrigðisáttina, sem eng- inn getur til verðs metið, og eins þeirrar, sem inn kemur, og getur orðið veltufje í stórum stíl, þegar stundir liða, svo eigi þurfi út yfir pollinn til lántöku, þegar límar þrengingar og neyð- ar steðja að, eða þá til nauð- synjaverka, sem þjóöin þarf að koma í framkvæmt. Vonandi væri að þingflokkarnir tækju hjer saman höndum til fram- kvæmda, svo að lög um þetta efni í aðalatriðum eins og frv. Jóns Sigurðssonar, komist sem fyrst á. Nöfn þeirra þingmanna, sem að þessu máli vinna, munu sið- ar meir í hávegum höfð með vorri þjóð. 2./VI. — ’24. Ól. 0. L. Sambandsfundur ísl. sam- vinnufjelaga hófst í Sambands- húsinu hjer i bænum 4. f. m. og stóð yfir í 6 daga. Á fund- inum mættu 36 fulltrúar frá 31 samvinnufjelagi. Er þessi fundur sjálfsagt sá einkennilegasti, sem haldinn hefir verið hjer á landi. Tíminn hefir nú birt þær till. er náðu samþykki fundarins, en eigi að slðan er saga fundarins ekki þar með sögð að öllu leyti. Eins og fundargerðin ber með sjer, kom sjera Tryggvi fram með till., sem átti að vera van- traust til núverandi landssljórnar fyrir það, að hún skyldi ekki snúa sjer til sambandsins eða forráðamanna þess, viðvikjandi grenslun á markaði erlendis fyrir ísl. landbúnaðarafurðir. Tillaga ritstjórans sem birt er i fundar- gerðinni er nú ekki svipuð því, eins og hann orðaði hana i fyrstu, þegar hún kom fram á fundinum. Sú till. var að mestu leyti rifin niður vegna orðalags- ins, sem þótti ekki nógu prest- legt. Ritstj. stóð alllanga stund yfir þessu afkvæmi sínu og þurfti að breyta því mjög mikið. En þrátt fyrir innbirðis óánægju yfir till. \ar hún samþykt, eftir að búið var að sniða af henni meslu ójöfnurnar. Orðalag till. var i upphafi svipuð grein, er ritstj. kallar »Einföld þjónusta« í sama blaði, sem er mest skammir til íhaldsflokksins og árásir á Árna Jónsson alþingism. fyrir það, að hann hefir verið verslunarstj. fyrir einni af sain- einuðuverslunum. Sennilega hefir ritslj. verið búinn að gleyma því, að einn af íorstj. sambands- ins var um nokkur ár í þjón- ustu Fengers og þeirra fjelaga, stóð fyrir verslun þeirra á Norðurlandi og rak þar erindi útlends firma. Meðan forstj. var önnur hönd Fengers var lítið um það talað og enginn hafði orð á þvi, þótt hann færi úr þjónustu Fengers til Sam- bandsins. Það er dálítið skrítið, að Sambandið skyldi seilast eftir forstj. frá firmanuNathan&OIsen. En sennilega hefir það þá ekki verið jafn danskt sem það nú er talið. Samb.forstj. vann sjer traust Fengers og telja má víst, að hann hafi fult traust samvinnu- manna þar sem hann nú starfar. En þegar uppgjafapresturinn i Laufási talar um Árna Jónsson, þá er það með fyrirlitningu vegna þess, að hann er einn af forstj. Sameinuðuverslananna, sem munu miklu íslenskari en firmað Nathan & Olsen. Nú er það vitanlegt, að einn af stærri hluthöfum Samein- uðuverslananna er stórkaupm. L. Zöllner, er Jónas Jónsson skólaslj. hefir sagt um að komið hafi fram við Kaupfjelögin »með föðurlegri umhyggju«. Jónas Jónsson skólastjóri hjelt tveggja tíma ræðu á fundinum og hafði frá mörgu að segja. Vel hefði hann getað lokið máli sínu á styttri tíma. Fundarmenn höfðu litla gleði af ræðu skóla- stj. Hann viltist sem venja hans er út á glapstigu fúkyrða og hrottaskapar. Porvaldur Árna- son ullariðnaðarm. hjelt ræðu á fundinum um ullariðnað og laulc erindi sínu meö þeirri ósk, að þella mál yrði ekki gert að pólitísku flokksmáli. Veittisl Jónasl þá að honum með skömmum og hafði sagt »að sá yngsti (P. Á.) og elsti (Arnór Árnason) væru sljóvastir fund- armanna«. Sjera Arnór sendi Jónasi nokkur orð á móti og hafði sagl, að Jónas hefði læðst inn á fundinn sem snykjudýr, þvaðrandi manna á milli um inálefni, sem honum kæmi ekk- erl við. Jónas hafði sagl, að sjera Arnór væri óalandi innan sam- vinnunnar. Margir fundarmenn kendu í brjóst um Jónas. Peir vissu að nú hefði hann rofið fundarhelgina til þess að ljelta á sínum innra manni, mannskemdafýsn sinni. Einn fundarm. fann þá það ráð, að taka málið, sem var til umræðu út af dagskrá. Það gilti sama og taka orðið af Jónasi en var dálítið »finna« fyrir fundinn og Jónas. Um samvinnufræðslu masaði Jónas mikið. Taldi sam- vinnuskólann vígi bænda gegn ofsóknum úr ýmsum áttum. En ýmsum fundarm. datt þá skóla- stj. í hug og öll þau hlunnindi er hann hafði heimtað sjer til þæginda. Fundarmenn vissu að hann hafði til afnota einn þriðja hluta sambandshússins, og eftir allar afskriftir af húsinu, höfðu bændur lagt Jónasi til á þessum eina lið um 100.000 kr. í eitt skifti fyrir öll, fyrir utan laun hans, sem láta mun nær að sje 10.000 kr. á óri. Til skólans hafði hann fengið ár 1923. 10.854,40 og til Tímarits ísl. samv.fjelaga 3.000 kr. Þessar fjárupphæðir gengu til Jónasar. Fyrir þær átti hann að styðja bændur til samvinnu. Með þeim átti hann að auka samvinnuá- huga í landinu og slyðja að aukinni þátttöku landsmanna í velferðarmálum þeirra. En vegna náinnar samvinnu við bolsevikka, gleymdi Jónas bændunum. Hann lánaði einn nemanda sinn Vilhj. í stjórn Fjelags ungra Kommunista, sem hafa það á stefnuskrá sinni að breyta núverandi þjóðfjelags- skipulagi, sem vjer eigum við að búa, í það horf, sem það er í nú á Rússlandi. Þetta hafði Jónas líka lekið fram í ræðu sinni á fundinum. Hann vildi sem sje láta fundar- menn vita það, að hann og skólinn væru orðaðir við bolse- vikka. En sá orðrómur væri nú ekki sannur. Einn fundarmanna sagði við Jónas út af þessu, að hann hefði ekki svo mjög orðið var við slíkt umlal út um land og til þess að benda Jónasi á hvað hjer væri á ferðinni bætti hann við, »að bændum upp til sveita væri ekki um bolsevikka og slíkl dót«. Roðnaði Jónasþá ákaílega og fundarmenn litu hver til annars og hafa þvi flest- ir hugsað það samn, að bænd- um væri ekkert um bolsevikka og slíkt dót. J. J. gerði ekkert að því að afsaka »dótið« eftir þetta, sig og Hjeðinn. Menn eru nú farnir að átta sig á Rauðúlpumönnunum, Jónas, og Hjeðni og þeirra vensla- dóti. Þeir eiga ekki lengur svo hægt með að villa á sjer heim- ildir. Rauðúlpurnar þeirra «ru auðþektar og segja skýrt til ælt- ar á skoðunum þeirra. Á sambandsfundinum kom fram tillaga frá tveim fundar- mönnum, þess efnis að styðja samvinnu og bændablöðin. Jón Gauti Pjetursson vildi i sinni tillögu binda styrkinn við á- kveðna upphæð 8000 kr., en Bergsteinn Kolbeinsson vildi með sinni tillögu engin takmörk setja hvað borgað yrði til blað- anna. Svo nú getur Jónas skrif- að og stutt útibú sín með ærnu fje. Heimildin er honum gefin, en það er svo sem ekki hætt við því, að hann misbeitihenni, þessari rúmu heimild, sem hon- um er gefin með tillögunni. Hann er ekki vanur að misbeita því, sem honum er lagt í hendur. Hver skyldi ekki bera fult traust til þingmannsins, skólastjórans og samvinnuhöfðingjans, sem hjer um árið útbjó vantrausts- yfirlýsinguna á formann sam- bandsins Pjetur sál. Jónsson og fjekk Gunnar Sigurðsson til að flytja hana. Gunnar hefir sjálf- sagt fengið þann greiða borgað- an, ef alt hefir þá ekki verið honum að fullu greitt, hafa eftirstöðvarnar sennilega verið Kjallari V’arðar: StjirnunYið, 5 6 7 8 Lögun. Hreltlngai'. 3. Örðugt er að gera ljósa lögun sól- kerfisins fyrir þeim sem eigi hafa sjeð hnattgönguvjel eða myndir af þvf. Veld- ur því tvent. Annað er það, að sólkerf- ið er engu lfkt nema sjálfu sjer og svo ef til vill einhverjum öðrum sólkerfum langt út í geyrai, eða atóminu sem eng- inn fær heldur sjeð. Hitt er, að það tekur sifeldum breytingum ár frá ári og öld eftir öld. Ekkert hefir þar var- anlegan samastað. En hreyfingarnar eru þó yfirleitt háttbundnar. Atburðarröðin endurtekst. í fám orðum má lýsa sólkerfinu á þessa leið: Innst er sólin, sem er risa- vaxinn bnöttur. Hún hefir möndulsnún- ing og þvi bæði miðbaug og heimskaut. Úti fyrir miðbaug hennar sveima reiki- stjörnurnar 8, með tunglum sínum og öðru föruneyti. Allar renna þær nálægt einum og sama »fleti« eins og það er venjulega orðað, en flötur sá er hugs- aður miðbaugsflötur sólarinnar. P. e. þær renna allar utan um miðbaug sól- ar — umrita bauga sem eru honum . næstum sammiðja og renna allar i sömu átt. Samt er þetta hvergi nákvæmt og ýmsir »hallar« eða »skekkjur« eiga sjer stað. Þ. e. brautarmöndlar reiki- stjarnanna hallast ýmislega á miðbaugs- fleti sólarinnar, en þó hvergi yfir 27 ’/» mælistig og einnig hallast möndlar reiki- stjarnanna á sínum eigin brautarflötum. Pessi reglubundna rás hefir þó fyrir löngu vakið athygli manna og leitt á þá skoðun að alt sólkerfið væri af einu og sama bergi brotið — komið af ein- um »þokukendum« móðurhnetti. Hins- vegar hafa skekkjurnar orðið til þess, að í sinni tíð hafa menn sjeð, að eigi nægði það eitt. Hreyfingar tungla og smáhnatta ganga yfirleitt í sömu ált og hreyfingar reikistjarna. Þó eru til al- gerðar undantekningar, sem hafa leitt af sjer margar tilgátur og mikla útreikninga. Sje miðað við áttir hjer á jörð og talið, að sólin snúist frá vestri til aust- urs um möndul sinn, þá er aðalreglan sú að reikistjörnurnar ganga á sama hátt umhverfis sólina og snúast á sama hátt um möndul sinn. Tunglin ganga einnig á sama hátt umhverfis reikistjörn- ur sínar og þau snúast á sama hátt um möndul sinn. Þarna koma þó margar undarlegar skekkjur og aö því er tungl- in snertir nokkrar algerðar undantekn- ingar, Stserðir. Fjarlæsðlr. 4. Af reikistjörnunum eru 4 hinar innri tillölulega litlar. Jörðin er þar á meðal. Fjórar þær ytri eru miklu stærri. Sömuleiðis aukast fjarlægðirnar á milli brautanna því meir sem utar dregur í sólkerfið. Reikistjörnurnar heita: Merkúr, Venus, Jörð, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus. Alt voru þetta nöfn á fornum goðum — Grískum og Róm- verskum. Svo eru þessir himinhnettir stórir, að örðugt er að fá hugmynd um rúmtak þeirra. Samt eru þeir agnar smáir sje miðað við svigrúm þeirra í geiminum. Er naumast hægt aö gera sjer neina hugmynd um víðáltu þess — víðáttu sólkerfisins. En vel má hugsa sjer líkan af því. Sami mælikvarði verður þá að gilda fyrir bæði hnettina og millibilin. Allir stærstu hnettirnir, 9 að tölu, skyldu þá liggja í einum sljettum kringlóttum fleti. Væri hann lárjettur, þá vissi ann- að skaut hnattanna upp en hitt niður. En til þess að minstu reikistjörnur yrðu á stærð við selahögl þyrfti flötur sá að vera um 9 km. að þvermáli. Yrði mælikvarðinn þá 1: 1000 000 000 — einn á móti þúsund miljónum á línunni. Sólin yrði þá ljóshnöttur í miðri skif- unni, en reikistjörnurnar dimmir smá hnettir á vissum brautum út frá ljós- hnetti þessum í sömu röð og líkum hlutföllum og hjer er talið: metrn geisla Sólin: hnöttur með Merkúrbrautin: baugur — Merkúr: hnöttur Venusbrautin: baugur — Venus: hnöttur — Jarðbrautin: baugur — O.G900 58.30 0.00S2 107.01 O.ooos 149.so

x

Vörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.