Vörður - 10.09.1924, Qupperneq 2
2
V O R Ð U R
Þýskaland,
Nú siðustu mánuðina heíir
verið hljótt um ástandið í Þýska-
landi, enda engir stórviðburðir
gerst.
Nýlega var getið um það hjer
i blaðinu, að verðfali mikið
hefði orðið þar á sumum vöru-
tegundum og getur að því leidd-
ar hvað valdið hefði.
Líka hefir þess verið getið,
að i vetur sem leið, tóku Þjóð-
verjar upp hið svokallaða wrentu^
mark« og reyndu með því að
»festa« gengið hjá sjer og með
því sneiða hjá því bölinu sem
verst hafði leikið þá: gengis-
sveiflunum.
Hefir þeim tekist til þessa að
halda genginu nokkurnveginn
stöðugu, og enda þótt þessi fest-
ing gengisins hafi haftýmiskon-
ar truflun atvinnuveganna í för
með sjer má þó segja, að þeim
hafi tekist það íram yfir allar
vonir og i engri atvinnugrein
hefir það leitt til hruns eins og
margir hefðu búist við og reynsla
sumra annara þjóða, sem líkt
höfðu reynt og likt stóð á fyrir
virðist benda til að óhjákvæmi-
legt væri.
Hins vegar mun það vera svo
að enn vanti mikið á, að á-
standið sje orðið eðlilegt eða
komið í svipaðar skorður sem
það var fyrir styrjöldina. Mun
það sönnu nær, að þeim hafi
enn ekki tekist að sigrast á erf-
iðleikunum heldur að eins skjóta
þeim á frest.
Eins og nú standa sakir er
framleiðslan í sæmilegu lagi og
töluvert meiri en hún var 1922
—23. — f*ó er framleiðsla land-
búnaðarafurða tæpast meiri en
tveir þriðju hlutar þess sem hún
var fyrir strið og svipað mun
vera um kolaframleíðsluna.
öðru máli er að gegna um
stálvinslu og vjelaiðnaðinn þó
sjerstaklega, sem mun nálgast
það að vera likur því sem hann
var fyrir styrjöld og sama má
segja um litarframleiðsuna.
f*egar miðað er við framleiðsl-
una í heild mun það láta nærri að
hún sje 70% af því sem hún
var fyrir styrjöld en það svarar
til 78°/« ef tekið er tillit til
landataps þeirra.
Kaupgeta verkamanna er nú
töluvert meiri en hún var síð-
astliðið ár og meiri hluti þeirra
getur nú veitt sjer föt og aðra
nauðsynlegustu hluti, en þegar
verst var í ári gat allur fjöld-
inn tæplega satt sárasla hungur
sitt.
Enda þótt verkalaun í þýska-
landi sjeu ekki há, borin sam-
an við verkalaun gengishárra
landa er það þó svo, að þýskur
iðnaður er tæplega samkeppnis-
fær við iðnað annara þjóða, að
örfáum vörutegundum undan-
skildum, einkum litarefnum og
kalí.
Kemur þetta til af hinum háu
sköttum sem framleiðendur og
iðnrekendur verða að borga.
Meðan fall marksins stóð yfir
hvarf löngun þjóðarinnar til
þess að spara, var það líka eðli-
legt því að vel gátu 100 þús.
mörk verið orðin einskis virði
að viku liðinni, því að hlutur
sem kostaði 10 þús. mörk ídag
gat hæglega kostað 100 þús. m.
að örfáum dögum liðnum.
Ráðið var því, ef menn vildu
tryggja sig tyrir því, að fje sitt
yrði að engu, að koma því i
vörur eða verðbrjef, önnur leið
var ekki ftil, og þessi skoðun
varð smám saman svo rótgróin
í meövitund þjóðarinnar að hætt
er við því, að langir tímar líði
áður en nægilegt fje safnast inn-
an lands til að fullnægjá fram-
leiðslunni og atvinnugreinunum
í landinu.
Augu þjóðverja mæna nú til
erlendra ríkja um lán, einkuin
Bandarikjanna, og vel mætti
virðast, að vextirnir, sem eru
25—30°/« um árið — og jafn-
vel meira, freistuðu til lánveit-
inga, en miljónerarnir eru enn
tortryggir gagnvart f'ýskalandi
og ástandinu þar, og hingað til
hefir það svo verið, að þau lán
sem hægt hefir verið að fá hafa
engan veginn svarað til þarf-
anna eða bætt upp það veltu-
fjárleysi sem leiddi af stöðvun
seðlaútgáfunnar.
Það er er einkum þessi vönt-
un á veltufje sem gerir útlitið
ískyggilegt.
Enn þá er þó alt sæmilega
rólegt og engið stór óhöpp hafa
viljað til.
En yfirleitt er það svo, að
framleiðendur og iðnrekendur
liggja með miklar og dýrar vöru-
birgðir, sem sennilega verður ó-
mögulegt að koma í verð nema
með tapi, og til þessa mun
verðfallið á ýmsum vörutegund-
um, sem varð fyrir skömmu,
eiga rót sína að rekja.
Er hætt við því að tapíð, sem
af verðfallinu leiddi ásamt veltu-
fjár og lántraustsleysinu ríði
mörgum manninum og fjelaginu
að fullu.
En "dugnaður og hagsýni Þjóð-
verja er meiri en flestra annara
þjóða, og því er vonandi að
þeim takist að vinna bug á erf-
iðleikunum.
Er útlit fyrir að ullar-
verðið haldist?
Ullarverðið í ár hefir verið
mjög gott, nálægt 6 kr. fyrir kg.
af norðlenskri ull 1. flokks og
ca kr. 4,90 fyrir »ósorteraða«
ull hjer sunnanlands.
Er þetta um 75—80°/« hækk-
un frá ullarverðinu síðastl. ár.
Spurningin er nú hvort likur
sjeu fyrir, að þetta ullarverð
eða svipað muni haldast og þótt
ómögulegt sje að segja um það,
með fullri vissu, hvort svo
muni verða eða ekki, þá eru
þó nokkur likindi til þess að
markaður fyrir ull, næstu ár,
verði góður.
Aðalástæðan til þess að ætla
má að svo verði er sú, að sauð-
fje hefir fækkað að mun í heim-
inum síðan í styrjaldarbyrjun.
Taldist mönnum svo til að
um 1914 væri tala sauðfjár um
600 milj., en mun nú ekki vera
hærri en 530—550 miljónir, og
sje rakið alt til aldainótanna,
verður fækkunin um 100 milj.
Sje þess jafnframt gætt, að
fólkstalan í heiminum hefir
aukist stórkostlega síðan, er ekki
að undra þótt eftirspurnin verði
meiri en framboðið.
Hefir sú orðið raunin á að
sauðfje hefir farið stórum fækk-
andi í flestum löndum. ÍÁslralíu
hefir því t. d. fækkaó niður í
84 milj. úr IO6V2 milj. árið 1891
en þá var sauðfjártalan hæst.
öll ullarframleiðsla heimsins
nam árið 1923 um 2600 milj.
Ibs., en sama ár var talið að
ekki hefði veitt af 2850 milj.
Ibs. til að fullnægja eftirspurn-
inni. — Svipaður munur var
næstu árin þar á undan.
Pað sem hefir valdið því aö
ullin hækkaði ekki í verði fyr
en þetta og jafnvel fjell stór-
kostlega nú síðustu árin, var
það, að á stríðsárunum safnað-
ist mikið fyrir af ull, sem nú
fyrst er uppseld og jafnskjótt
byrjaði verðið að stíga.
Eftir þessu að dæma má því
fyllilega vænta þess, að eftir-
spurnin og jafnframt mat á ull
fari vaxandi næstu ár, því að
engar verulegar líkur eiu fyrir
því, að sauðfjenaði fjölgi mjög
í heiminum á næstunni.
Yerslunarjdfnuður
ýmissa ríkja.
Eitt af því sem talið er að
ráði miklu um gengi hvers lands
er verslunarjöfnuðurinn, hlut-
fallið milli inn og útflutnings. —
Er því dálítið fróðlegt að at-
huga hvernig nágrannalönd vor
standa að vígi í þessum efnum.
Fyrstu 6 mánuði yfirstandandi
árs fluttu Dahir inn fyrir um 1
miljarð og 148 milj. kr., en út-
flutningur þeirrra nam á sama
tíma um 1 miijarð kr. og 1
miljón kr. er mismunurinn 34
milj. kr. minni en á sama tíma
i fyrra.
Á sama tíma íluttu Norðmenn
út vörur fyrir 431 milj. kr. en
inn fyrir 727 milj. kr. Er mis-
munurinn því 296 milj. kr. og
er það allískyggilegur munur
og því tæpast að undra þótl
norsku krónunni veiti örðugt
að stíga. — En aðgætandi er
að talsvert vega upp i þenna
mun tekjur Norðmanna af sigl-
ingum, ferðamönnum o. fl.
Finnar fluttu inn fyrstu 6 mán-
uðina vörur fyrir rúmlega 2 mil-
jarða og 300 milj. finskra marka
en útfluttar vörur uámu aðeins
röskum 1 miljarð og 570 milj.
marka. — Mismunurinn nani
því um 738 milj. finskra marka.
Búnaðarhættir
landsmanna 1922.
Búnaðarskýrslur Hagstofunn-
ar árið 1922 eru nýkomnar. —
Verður stutlega getið þess helsta,
sem þar stendur, um skepnu-
eign landsmanna og búnaðar-
framfarir þetta ár og telur Vörð-
ur, enn sem fyrri, að bændum
landsins sje meiri fróðleikur og
gagnsemi í þvi, að vita nokkur
skil þar á heldur en læra utan
bókar munnræpu og ósanninda-
vaðal sumra svo kölluðu leið-
toga sinna.
Árið 1922 voru framteljendur
búpenings 12078. Árið 1918 voru
þeir hálfum fjórða tug betur, en
komst árið 1921 niður í 11691.
— Lætur nærri eftir þessu að
V» hluti landsmanna sje fram-
teljendur.
í fardögum þetta ár var sauð-
fjenaður talinn samkvæmt bún-
aðarskýrslum 571 þúsund, en
mun sennilega hafa verið mun
hærri, því að viö fjárskoðunina
1906—07 reyndist fjenaðurinn
Kjallari »Varðar«
Stjörnuríkið.
Nólin.
Hvuðau itaíar orka sólar?
9. Ávalt hefir þjóðunum skilist að sól-
in muni viðhalda lífinu á jörðunni. Hafa
því margar þjóðir tignað hana engu
minna en sjálfan' höfund hennar. Ljós
og yl sólarinnar hafa þjóðirnar löngum
skoðað sem útflæði hins mikla mátt-
ar, sem stendur að baki tilverunni
og gefur henni gildi sitt. — Bæði hafa
geislar sólarinnar fyr og síðar lýst anda
mannkynsins og lyft honum til hæðanna.
Að vísu er nú sólin fallin úr goðatölu,
en eigi að síður er hún ein af mestu
ráðgátum þessa heims. Af ýmsu ráða
menn að æfi sólar muni vera afarlöng.
Og alla sína löngu tíð virðist-hún hafa
stafað frá sjer ótæmandi geislum ljóss
og yls, án þess að neitt gangi til þurðar.
Petta er mönnum undrunarefni og því
fýsir hugsandi menn að vita:
19
Hve lengi hefir sólin lýst og hitað
heiminn, sem vjer búum?
Hvað heldur við hita hennar?
Hve lengi mun sól endast, til þess að
hella geislum sínum út í helköld djúpin
millum stjarnanna? Liður eigi að því, að
sólin slokni? Er þá sólkerfið hnigið í
eilift myrkur, eða getur nokkuð vakið
það til nýs lífs?
Skal nú greint frá því helsta, er menn
vita um eðli sólar og víkja svo að þessu.1).
Búmtök sólar. Fynjf<i og1
eðlisþyngíl.
10. Talið er að sólin sje 1V* miljón
sinnum rúmtaksmeiri en jörð vor.2 *).
1) Næstum öll þekking í stjörnufræði er
fengin með svo flóknum og fíngeiðum á-
höldum, að engin kostur er að lýsa þeim í
greinum þessum. Verða því lesendur að taka
margt með trúarinnar augum. Allra mest
hjálp er að 2 áhöldum: Sjónpípunni og lit-
sjánni. Sjónpípan virðist færa alt nær, svo
sem kunnugt er, en litsjáin fræðir menn um
hvaða efni sjeu í fjarlægum hnöttum, í hvaða
ástandi þau sjeu, hvaða hraða þau hafi og
jafnvel fleira. Útreikningar verða einnig að
falla niður. Bæði eru þeir flóknir og byggj-
ast í lögmálum sem fáir þekkja — jafnvel
þó taldir sjeu lærðir meun.
2) í töflunni i gr. 4 eru geislar allra hnatta
í sólkerfinu tilgreiridir. Yfirborðið er önnnr
20
Það er stærð sem örðugt er að gera sjer
hugmynd um. Miðbaugur sólar er langt
um viðari en tunglbrautin. Hugsi menn
sjer jörðina flulta í miðju sólarhnattarins,
ásamt tunglinu í sinni venjulegu fjar-
lægð, þá mundi það samt verða nál. 50
þús. km. fyrir neðan yfirborð sólar. Svo
er hún umfangsmikil. Eigi er sólin að
sama skapi þung, en þung er hún samt
vegna stærðar sinnar. Talið er að hún
sje % milj. sinnum þyngri en jörðin.
Af því leiðir að alt verður geisiþungt á
yfirborði hennar. Reiknast mönnum svo,
að efni sem vegur 1 kg. á iörðu mundi
vega 28 kg. á sólunni,
Eðlisþyngd sólar er 1,4, miðað við
vatn sem hefir eðlisþungan 1. Sólin er
því ljett i sjer. Stafar það af þvf að efni
hennar eru mjög heit og útþanin. Lítið
eitl er hún þyngri en jafnstór vatns-
hnöttur, og má af því álykta, að hún
sje eigi neitt fast efni, heldur iögur eða
loft eða eitthvað sem svipar til hvors-
stærö og rúmtakið hin þriðja. Bæði má
finna af hinni fyrstu. Sje yfirborðið nefnt Y
þá er:
Y = 4 rs n
og sje rúmtakið nefnt r þá er:
R — | r8 7i
en r = geislinn og n = V<
21
tveggja. Annars vita menn fátt um á-
stand efna við þvílika staðháttu, sem
þar eru. Hiti og þrýsting yfirstígur alt
sem menn komast nálægt í efnasmiðj-
um á jörðu niðri.
Flekkir sólar og blys.
11. Athugun á sólhvelinu hefir leitt í
ljós, að 2 belti á yfirborði þess eru
meira og minna gráflekkótt. Belti þessi
liggja aðallega milli 5. og 30. stigs norð-
lægrar og suðlægrar breiddar. Um mið-
bikiö eru flekkir þessir fátíðir og sömu-
leiðis við heimskautin. Flekkirnir þok-
ast smátt og smátt af vesturrönd sólar
og yfir á austurröndina og ráða menn
af því að sólin snúist um möndul sinn.
Venjulega er sá snúningur talinn 251/*
sólarhringur. En af ílekkjunum má ráða,
aö sólin snýst eigi sem fastur hlutur.
Miðbikið fer á undan skautunum. Það
sýnir tafla þessi:
Breiddarstig á sólu Sólarhringur á jörðu
0...................25.4
15 26.4
30 27.o
45 ............... 30.o
60 33.o
75 ................ . 43.o
Orsakir þessa vita menn eigi og mjög
er þetta undarlegt í lofthafi jarðar eru
aö visu svipaðar hreyfingar, en þær