Vörður - 20.09.1924, Qupperneq 3
V ö R Ð U R
3
tíma, jafnvel eins eða tveggja
ára, 'eða lengur. Þeir vissu að
þetta verð var ekki hægt að fá
annarsstaðar, og að vörur myndi
verða miklu dýrari næst, er þær
yrðu fluttar inn. Ef kaupmenn
hefðu látið hvern hafa vörur
eftir vild sinni og kaupgetu,
hefði, afleiðingin orðið sú, að
vöruþrot heföi orðið á mjög
skömmum tima. Þá hefðu þeir
etnaminni, sem að eins geta
keypt til daglegrar notkunar,
ekki getað fengið neitt ogvand-
ræði hlotist af.
Þetta sáu kaupmenn hjer líka,
og tóku það ráð, að takmarka
söluna, þannig, að hver fengi
sem náest því, er hann þyrfti
til heimilisnota til þess tíma, er
von var á nýjum vörum. Var
því mörgum neitað, þótt þeir
hyðu fram peninga, til þess að
geta látið alla fá nokkuð til
brýnustu þarfa. Þetta þykir nú,
ef til vil!, ekki kaupmannslegt,
en sýnir ótvírætt, að kaupmenn
geta litið á hag almennings, eigi
síður en sinn eiginn. Og rjett
er að segja hverja sögu, eins og
liún gengur. Það er þvl mjög
fjarri sanni, að kaupmenn hjer
í Vík hafi hækkað vörur sínar
ósanngjarnlega mikið í verði á
stríðsárunum. Með miklu meiri
rökum mætli segja, að þeir
hefðu ekki hækkað þær nógu
mikið, því er um það, að flestir
þeirra hafa tapað miklu meira
á verðfallinu eftir stríðið, en
því, sem þeir gtæddu á verð-
hækkuninni á striðsárunum.
Þessi tilraun, til þess að sverta
kaupmenn hjer í augum al-
mennings, fellur því algjörlega
um sjálfa sig, enda hefði höf.
átt að gæta að því, að ef hjer
væri um nokkra sök að ræða,
j:>á verður Kaupfjelag Skaftfell-
inga að bera hana jafnt sem
aðrir kaupmenn, því eigi hefur
það síður en þeir hækkað sum-
ar vörur, þegar svo hefur borið
undir.
Þá er langur og væminn vað-
all um Kötlugosið og þá miklu
hjálp, sem Kaupfjelagið hafi þá
veitt sýslubúum, og verður ekki
annað sjeð af greininni, en Skaft-
fellingar myndu allir löngu hor-
dauðir, ef þess hefði þá ekki
notið við. Því skal ekki neitað,
að það hafi átt sinn þátt i því
að hjálpa mönnum fram úr
vandræðunum, á sama hátt eins
og kaupmenn, með því að hafa
vörur til handa viðskiftamönn-
um sínum, en ekki hefur það
heyrst að kaupfjel. hafi þá látið
neitt af hendi, nema full greiðsla
kæmi í staðinn. Flestir, sem
þess voru megnugir nær og fjær
reyndu að draga úr örðugleik-
unum og hjálpa þeim, sem
harðast urðu úti, Kaupfjelag
Skaftfellinga á þar ekkert lof
skilið öðrum frekar.
Út af þeim fullyrðingum í
greininni, að formaður Kaupfje-
lagsins hjer hafi komið því til
leiðar, að »Geir« var sendur
austur að Skaftárós á ríkisins
kostnað, með tunnur og salt,
skal eftirfarandi tekið fram:
1. Stjórnarráðið vildi ekki láta
»Geir« fara austur, nema að
sýslumaður Gísli Sveinsson
mælti með því, sem hann gerði,
og þess vegna fjekst »Geir« til
fararinnar á kostnað rikisins.
3. Bjargráð þessi fóru þó í
mestu handaskolum af völdum
forstöðumanns slátrunarinnar og
formanns Kaupfjelagsins Lár-
usar Helgasonar, sem vildi ekki
láta slátra á einum stað fje
Síðubænda undir eftirliti sjer-
staks manns eins og í byrjun-
inni stóð til að gera, og búið
var að undirbúa alt undir. Urðu
því bændur að slátra heima hjá
sjer, eftirlitslaust og hver í sínu
horni, og kom að illu.
3. Kjötið, sem varð að bíða
heima hjá bændum allan vetur-
inn til vors, stórskemdist, og
varð engin verslunarvara, þótt
nokkuð af því seldist einhverju
verði. Sláturfjelagið vildi heldur
ekki falsa það sem fjelagsvöru,
en seldi það fyrir reikning eig-
endanna sjálfra, þótt hitt sýnist
hafa legið nær, ef vilja og at-
orku hefði ekki vantað hiá
forráðamönnum sláturfjelagsins
hjer.
Höfðu bændur af þessu öllu
stórskaða, og hefðu orðið betur
úti, margir hverjir, ef tunnur
hefðu eigi komið, með þvi að
reykja kjötið og selja síðan.
4. Rjett á eftir að tunnurnar
voru austur komnar, varð Mýr-
dalssandur fær, og var þá fje
rekið yfir hann; hefðu þá Síðu-
menn getað rekið fje sitt til
Víkur til slátrunar, en voru nú
búnir að brytja það niður heima,
sjer til skaða og tjóns, eins og
sagt hefir verið.
Til viðbótar við það sém sagt
hefir verið um Kötlugosið, og
þær tilraunir sem þá voru gerð-
ar til bjargar þeim sem harðast
urðu úti má geta þess, að einna
mest hjálp varð að því, að vet-
urinn eftir var komið til fóöurs
út í Landeyjar og einnig í Mýr-
dal bæði hrossum og kúm,
einkum úr miðhreppum sýsl-
anna. Þetta nefnir höfundur
»Fjelagsmála bænda« ekki, af
þvi að það hefir hann þó ekki
treyst sjer til að eigna Kaup-
fjelaginu, því þetta komst í
framkvæmd fyrir ötula fram-
göngu Gísla Sveinssonar sýslu-
manns, eins og kunnugt er.
Inniendar frjettir.
H’ýr togari. Útgerðarfjelag-
ið Víðir í Hafnarfirði hefir keypt
nýjan togara og nefnt hann «Ver«.
Skipið er fárra ára gamalt og
er sagt hið vandaðasta.
Hafa þá tveir nýir botnvörp-
ungar bæst við flotann.
Fiskive£ðarnap. Botnvörp-
ungarnir eru nú sem óðast að
fara á veiðar. — Veiða sumir
í ís en allmargir í salt. Fyrir
stuttu kom Menja af veiðum,
með mjög góðan afla eftir að
eins viku útilegu. — Tók hún
fiskinn fyrir vestan á sömu slóð-
um og togararnir gerðu í vor.
Belgaum seldi síðasta afia
sinn fyrir 1400 pund sterl. og
er það mjög góð sala. — Verð
á saltfiski helst óbreytt og eftir-
spurnin jafnmikil og áður.
Talsvert hefir veiðst af síld í
reknet fyrir norðan og verðið
hefir farið sífelt hækkandi. —
Tunnan af' saltaðri sild er nú
orðin um 100 kr., að því er
kunnugir menn segja.
Jarðskjálf takippirnir
eru nú að mestu hættir, en þó
varð vart við litla hræringu að-
faranótt þess 15 um þrjú-leytið.
— í Krysuvík hefir talsvert jarð-
rask orðið. Skriður fallið úr
fjöllum og nýr hver myndast,
sem þeytir leðjunni 6—10 fet í
loft upp. — Hús hafa einnig
skekst þar og skælst. Svo skarp-
ir voru kippirnir að menn, sem
úti voru, gátu tæplega staðið. —
Slys hlutust þar þó engin.
Umsóknarfresturlim um
dómkirkju prestsembættið er
bráðum útrunninn og hefir enn
enginn sótt. — Sýnist svo sem
prestarnir og prestaefnin álíti, að
Reykvíkingar sjeu ekkert sjer-
staklega móttækilegir fyrir guðs
orð. — Sú skýring er líka til,
að hinir síðastnefndu hafi öðr-
um hnöppum að hneppa, en
þjóna drotni með þeim hætii að
prjedika kenningar hans fyrir
lýðnum. — Vonandi er þó fyr-
ir kirkjurækið fólk, að einhver
verði til þess að fórna sjer.
Mannslát. Nýlega er látin
frú ísafold Jónsdóttir, kona
Gunnars Gunnarssonar kaup-
manns.
Góð kona og merk.
‘Veðráttan. hefir verið mjög
hagstæð sunnan lands víðast
hvar i sumar og nýting á heyj-
um orðið ágæt. — Sagði mað-
ur ofan úr Borgarfirði »Verði«,
að þetta mundi vera besta sum-
arið, sem komið hefði þar í ein
10 ár.— Norðanlands hefirsum-
arið aftur á móti verið kalt og
úrfellasaml og nýting á heyjum
einkum töðu, mjög slæm.
tltflutiiingnr islenskra af-
urða nam i ágústmánuði rúm-
lega llVn miljón kr. — Af þeirri
upphæð nam fiskur, bæði verk-
aður og óverkaður um 6 milj.
og 570 þús. kr., síld 1 miljón
666 þús. kr., lýsi ca. 622 þús.
kr., fiskimjöl ca. 108 þús. kr.,
æðardúnn um 95 þús. kr., hross
394 þús. kr., ull 1 miljón og
tæpum 710 þús. kr. og sildar-
olía tæpum 152 þús. kr.
Griiðin. Gtuðflnnsson lækn-
ir er nýkominn heim eftir lengri
dvöl erlendis við augnlækninga-
nám.
Byrjar hann á augnlækning-
um hjer í Reykjavík innan
skamms.
Skólagjöldin. Stjórnarráð-
ið hefir nýlega biit auglýsingu
um skólagjöld við mentaskól-
ann, gagnfræðaskólann á Akur-
eyri, stýrimannaskólann ogvjel-
stjóraskólann.
Skulu þau vera 130 kr. fyrir
hvern gjaldskyldan nemanda.
Merk bók. Nýlega er út
komin »íslensk lestrarbók« 1400
—1900. Sigurður Nordal próf.
setti saman. Bókar þessarar
verður minst ítarlega í næsta
blaði.
Gtuöm. Hag-aSínrithöfundur
er alfarinn til Noregs. Ætlar
hann að vinna að skáldsagna-
gerð þar og vera jafnframt blaða-
maður við landsblöðin norsku.
Utan úr heimi,
Tyrklr og Rússar. Erlend
blöð segja svo frá, að ófriðvæn-
lega líti út millum Tyrkja og
Rússa. Draga hvorutveggja sam-
an her og er sagt, að Tyrkir
hatist mjög viö Rússa, einkum
tyrkneska prestastjettin.
31
sólarhnellinum 2 hitaeiningar. Nú fram-
leiðir 1 gramm kola 8000 hitaeiningar
áður en það kulnar út. Sólin mundi
því brenna úl á 4000 árum, ef hún
væri öll gerð af viðlíka eldsneyti. Hafa
menn því sjeð að eigi gat venjulegur
efnabruni viðhaldið sólarhitanum og
leitað annara orsaka.
Viðliald sólarhitaus.
16. Þýskur læknir, Mayer að nafni,
sem lifði á fyrri hluta sfðustu aldar,
hugði viðhald sólarhitans á þessaleið:
Vígahnettir og smásteinar, sveima al-
staðar í himingeimnum. Sólin sópar
þeim aö sjer á leiðinni gegnum rúmið.
Sökuin þyngdar hennar fá þeir geisi-
hraða á falli sínu. Verður hraði þeirra
síðasl alt að 600 km. á sek., en hreyf-
ingin ummyndast í hita sem nemur 45
miljónum í gramminu1.
1) Orkan í heiminum vii ðisl ein og óbreyti-
leg stærð, sem kemur fram í ýrasum gerf-
um. Ljós, hiti, rafmagn o. fl. eru geríi henn-
ar. Dæmi sýnir hversu þetta breytist úr
einu í annað: Hiti sólar lyftir vötnunum
upp i fjöllin. Vötnin framieiða rafmagn i
falli sinu. Rafmagnið framleiðir hita meðal
annars. Pann hita mætli nota lil þess að
lyfta vatni upp í sínar fyrri stöðvar ogleik-
urinn gæti hatist á ný. Eigi er þó svo að
skilja að sama orkan verði notuð endalaust.
32
Að síðustu, segir hann, kemur röðin
að sjálfum jarðsljörnunum. Þær falla í
djúp sólarinnar til þess að lengja líf
lif hennar um nokkurt skeið. Gerir þá
sólin eins og Satúrnus í goðasögninni:
að jeta sín eigin börn tii þess að við
halda lífi sinu.
Fljótt sáu menn að þetta náði skamt,
því jörðin sjálf dygði að eins rúm hundr-
að ár til eldneytis fyrir sólina, þótt hún
fjelli þangað með 600 km. hraða á sek.
Einnig sáu menn að efnismagn sólar
hlaut að vaxa mjög við aðstreymi víga-
hnattanna. Það mundi auka þyngd henn-
ar um Ttriftftnnr á ári hverju og leiddi
til þess að aðdrállarafl hennar ykist á-
kaft. Afleiðing þess yrði meðal annars
sú, að áriö á jöröunni styttist utn 2,s
sek. árlega. Svo mikla skekk^u mundu
stjörnufræðingar finna hæglega og hún
á sjer eigi stað. Loks leiddi þetta til
þess, að svo mikið af vigahnöttum fjelli
í öllum vjelum er svo nefnd núningsmólstaða
En núningurinn ummyndast i liita. Sá hiti
veröur eigi handsamaður. Hann fer út í loft-
ið og dreyflst út um rúmið. Á þann hátt
dreyfist einnig mestallur sólarhitinn, og deila
menn um það, hvort sú orka geti framar
komist inn í gangverk lieimsins eða hún
glatist meö öllu. Sje svo þá mundi að sið-
ustu allur hiti dreyfast jafnt um rúmið og
sigurverk heimsins vera þar með útgengið.
33
niður á jörðina, að hún mundi haldast
við 800 stig. Vígahnettir eiga því lítinn
þátt f hita sólar og vjek þessi tilgáta
skjótt fyrir ljósi aukinnar þekkingar.
Keuuing Helmholtz.
17. Alexander Helmholtz lifði frá 1769
til 1859. Hann var þýskur að ætt og
er talinn með fjölvitrustu mönnum síð-
ari alda. Hann áleit samdrátt sólarinnar
viðhalda hita hennar:
Sökum þyngdarinnar á yfirborði sól-
ar — sem er nálega 28 sinnum meiri
en á jörðuuni — falla efni hennar sí
og æ inn til miðjunnár. Sú hreyfing
ummyndast í hita, sem getur vegið á
móli útgeislun hennar1.
Helmholtz taldist til, að þvermál sól-
ar þyrfti að minka um 60 metra á ári
til þess að vega á móti öllum hitamiss-
inum eins og hann er á vorum tím-
um. Ef þvermál sólar styttist um að
eins iT'öVútr, þá nægði samdrálturinn til
þess að lramleiða allan hita, sem sólin
stafar frá sjer í 2000 ár. Svo litla breyt-
1) Á milli hreyfingar og hita er alveg fast
ákveðið hlutfall. Falli 1 kg. 425 metra, þá
myndast af því hiti, sem nægir til að hita
það um eitt stig. Sömuleiðis nægir 1 stigs
upphitun á 1 kg. til þess að lyfta 1 kg. 425
metra í loft upp.
34
ingu á rúmtaki sólar gætu menn eigi
mælt fyr en liðin væru full 20 þús. ár.
Enn í dag fallast menn á að þetta sje
rjett hugsað, en þó eigi fullnægjandi.
Að 17 miljónum ára liðnum reiknað-
ist honum að rúmtak sólar mundi orð-
ið \ hluti af því sem það er nú. En
þá væri hún búin að fá sömu eðlis-
þyngd og jörð vor, sem er fast efni —
að minsta kosti hið ytra.
Löngu fyrir þann tíma ætti sólin að
slokkna, og taldi hann að eftir 6 milj.
ára mundi líflð á jörðunni deyja út, en
í 10 milj. ára reiknaðist honum aðsól-
in hefði skinið með svipuðum hita og
nú.
Aldur s ó 1 a r,
18. Siðan á dögum Helmhoitz hafa
roargir vitrir menn leitast við aðreikna
út aldur sólar. Lord Kelvin taldist hugs-
anlegt að 200 miljónir — 500 miijónir
ár hefðu liðið frá því efni sólar voru
svo dreyfð að dauöakyrð og fullkom-
inn kuldi ríkti á útjöðrum þeirra. —
Loftkend efni kólna því meir sem þau
þynnast — þó að eins niður að vissu
marki sem er -5- 273 stig. Nefnist það
fullkominn kuldi.
Fáir aðhyllast nú þessa »þokukenn-
ingu«. Eu þó að sólin hefði i öndverðu