Vörður - 27.09.1924, Blaðsíða 2
f
2
Málakenslan
í
Alþýðuskólunum.
! 30. og 31. tbl. »Varðar«,
eru greinar með fyrirsögninni:
»Málakenslan í alþýðu- og gagn-
fræðaskólunum«. Að mörgu leyti
er jeg þeim samdóma, en í mik-
ilvægum atriðum er jeg þeim
ósamþykkur og því vildi jeg
biðja um rúm í blaðinu fyrir
línur þessar.
í fyrri greininni er gefið í skyn
— þó með vægum orðum sje —
að unglingafræðslunni í landinu
hafí hrakað, síðan fræðslulögin
gengu í gildi. Þetta er nú bæði
ósennilegt og ósannanlegt. Hitt
hygg je8 sanni nær, að hún
hafi batnað og það til muna;
enda ætti það svo að vera, því
óneitanlega kostar hún mikið,
þó smámunir sjeu á móts við
ýmsan óþarfa, svo sem vinföng
sem flytjast inn í fátæka landið
og bannlandið.
Heimafræðslan er nú komin
í töluverða fjarlægð, og menn
líta hana i hyllingum. En aldrei
grær þó yfir eitt: sem sje það
að hún gekk tilfinnanlega mis-
jafnlega yfir.
En gallar hennar voru fleiri.
Það minnir mig að kenslan
væri ekki alt í dýrðinni, og
sömu kvartanir voru þá og nú:
Börnin gengdu ekki heimilsfólk-
inu — nentu aldrei að taka sjer
bók í hönd — hlýddu helstföð-
ur sínum, sem hvorki kæmust
til að sinna þeim, nje fengi sig
til þess.
Svo voru kennarar teknir og
börnunum hópað saman, það
var dálitill skóli og furðu mik-
ið lært, og svo er þaðenn.Mik-
ið má kenna sveitabörnum á
skömmum tíma. En ekkigetjeg
þó lofað alla mína kennara frá
þeirri tið. Einn gafmjerOíhegð-
un, vegna þess hve nærsýnnjeg
var. Annar lagði fyrir mig 9
ára gamlan ritgerðarefnin : »Að
lýsa heiðskýru vetrarkveldi«, og
að leggja út af málshættinum:
»Oft verður góður hestur úr
göldum fola« og spakmælinu:
»Viskan er allra landa Ijós og
lif«. Tólf ára gamall hafði jeg
þriðja kennarann og honum
hjálpaði jeg með eitthvað ai
dæmum úr fyrri hluta Briems-
bókar. Honum má jeg þó telja
það til gildis, að jeg elskaði
hann, og eru þá upptaldir min-
ir æskukennarar. Hvorugan
hinna þótti mjer vænt um og
hygg jeg, að þeir hafi lítið gert
til að vinna hjörtu barnanna.
Þetta eru nú min eigin kynni
af heimafræðslunni, og þykir
mjer hart, ef að mönnum með
kennaramentun tekst öllu ver.
En aðalefni greinarinnar var
málakenslan, og skal því eigi
fjölyrt um þetta.
Jeg er fyllilega samdóma grein-
arhöfundinum í þvi, að 2 eða
fleiri útlend mál eigi alls ekkert
erindi inn í alþýðuskóla með
eins eða tveggja vetra námi.
Þvilíkt málanám er eigi að eins
gagnslaust, heldur skaðlegt, eins
og þar er skýrt fram tekið, en
sökin liggur hjá aðstandendum
nemenda og nemendum sjálfum,
það felst jeg á, en lang-minst
hjá kennurum, að jeg hygg. —
Greinarhöfundurinn þekkir tæp-
lega þá örðugleika, sem kenn-
arar eiga við að búa í þessu efni.
Fíknin í málanámiö stafar að
sumu leyti af því, hve mjög er
litið upp til útlendra þjóða, en
að öðru leyti stafar hún af van-
þekkingu. Ein hlið hennar er
eins og vænta má sú, að vita
ekki hvað læra skal.
En þá kemur til kasta kenn-
arans. Hann á að leiðbeina og
hann hlýtur að gera það, ef
hann þekkir köllun sina. En
kröfur almennings mega sín meir
en tillögur kennara í þessum
efnum. Almenningur lítur svo á,
að mentun sje fyrst og fremst
fólgin í því, að nema útlend mál
og þau mörg — hafandi litla
hugmynd um erfiðleika þess
náms og fánýti.
V O R Ð U B
Sannleikurinn er sá, að út-
lendu málin liggja eins og mara
á öllum okkar alþýðuskólum.
Þau taka óhæfilega mikinn tíma
frá islensku, reikpingi og ýms-
um öðrum nytsömum náms-
greinum. Kennarar fá ekki ráðið
við neitt. Eins vetrar skóli, sem
hvorki kendi dönsku nje ensku,
mnndi enginn maður líta við.
Vantaði annað málið, þá mundi
hann innan skams standa auður.
Er þá um tvent að velja fyrir
þá sem annað hvort í atvinnu-
skyni eða af innri hvötum vilja
miðla þekkingu: Annað hvort
að leggja árar í bát eða kaupa
nemendur til þess að læra eitt-
hvað, sem þeir álíta nokkurs
virði, gegn því að gefa þeim
kost á einum 2 útlendum tungu-
málum.
Nú má hver sem vill lá kenn-
urum og skólanefndura það, að
taka síðari kostinn. Reyndin
verður sú, að það gera flestir.
Skólaskylda á unglingsaldri
með lögboðnum námsgreinum
gœti ráðið bót á þessu, en tœp-
lega neitt annað. Pá mundi
kenslan sniðin ejtir lillögum
hinna vitrari manna og iilvera
skólanna eigi velta ú þvi hve
mörg lungumál þeir hejðu á
boðstólum. (FTh.)
liennari.
Nokkur orð um
„Fjelagsmál bænda".
Annar kaflinn ber nafnið: »Af-
greiðslan«.
Er þá kjötið fyrst gerst að
umtalsefni og reynt að sýna
fram á, að kaupmenn hafi stór-
lega fjefljett menn i þessari vöru-
tegund. Höf. kemst að þeirri
niðurstöðu, að ef kaupmenn
hefðu haft alla kjötverslun hjer
myndi tap bænda hafa nmnið
allt að 100 þús. kr. árlega. Þessa
útkomu tær höf. með harla ein-
kennilegum útreikningi. Hann
segir, að fyrst þegar Sláturfje-
lag Suðurlands tók til starfa,
þá hafi kjötverð hjá því verið
18 aura fyrir pundið, en á sama
tíma hafi kaupmenn hjer gefið
11 aura fyrir pundið. Þetta er
nú að vísu ósatt eins og flest
annað í greininni, því verð á
kjöti var það haust hjer 14, 16,
18 og 20 au. fyrir hvert pund
eftir gæðum.
En höf. til þægðar skal geng-
ið út frá því, að þetta væri rjett.
Yrði þá kjötverð hjer 7 aurum
lægra en verð það, sem Slátur-
fjelagið í Reykjavík hefði gefið
upp. Nú hefir það jafnan verið
venja hjá Sláturfjelaginu að
draga Vs part af hinu uppgefna
verði og borga það með hon-
um slátrunarkostnað o. fl.
Til útborgunar koma jafnað-
arlegast að eins */&.
Við þenna samanburð verð-
ur því að draga frá 18 aurum V»
hluta, þ. e. nál. 4 aura. Eftir
verða þá 14 aurar, þ. e. sama
og lægsta verð var hjer í raun
og veru.
Ef þetla verð Sláturfjelags
Reykjavíkur, ca. 14 aur. pund-
ið, hefir verið sannvirði, sem
ganga verður út frá, þá er eft-
ir að athuga hvað kaupmenn
hjer hefðu grætt á því að kaupa
kjöt fyrir 11 aura pundið, sem
greitt hefði verið að fullu. Geng-
ið skal út frá því að kaupmenn
hefðu selt sitt kjöt fyrir sama
verð og Sláturfjelagið, sem er
þó ekki líklegt, því aðalkjöt-
markaður þess hefir verið Reykja-
víkurbær, og mun salan innan-
bæjar oftast hafa verið hærri,
en það sem hægt er að fá fyrir
kjötið á útlendum markaði, að
kostnaði öllum frádregnum. Það
vita og allir, sem hjer þekkja
nokkuð til, að mikill kostnaður
legst á allar vörur, sem flytja á
hjeðan á markaðinn. Fyrst verð-
ur að senda það hjeðan á mót-
orbátum, annaðhvort til Vest-
manneyja eða Reykjavíkur, áð-
ur en hægt er að koma því í
millilandaskip. Beinn kostnaður
við það mun nú vera ca. 12—
15 kr. á tunnu. Og þó kostn-
aður hafi sum árin verið eitt-
hvað minni, er óhætt að full-
yrða, að hann hefir varla verið
minni en 7—8 kí. á hverja
tunnu, en það samsvarar rúm-
lega 3 aurum á pund. Að þessu
athuguðu verður ekki sjeð að
kaupmenn hefðu grætt stórkosl-
lega á kjötversluninni, með verði
þvi, er höf. gerir ráð fyrir. Ef
verð Sláturfjel. er lagt til grund-
vallar eins og gert er í grein-
inni, verður útkoman þessi:
Verð Sláturfjel. í Reykjavik
18 a. -4- J/6 = nál. 14 aura.
Kaupmannaverð hjer 11 a.-{-
flutningskostnaður 3 a. = 14 a.
Eins og sjá má afþessu,hefði
ágóðinn orðið enginn, eða ðllu
heldur minni en enginn, því
auk þess er þegar er getið, er
enn ótalinn ýmiss kostnaður, er
kjötverslun hjer hefir í för með
sjer, svo sem dýrari tunnur pg
salt, pæklun og öll umhirða hier
oft í mjög langan tíma, vaxta-
tap o. fl.
Já útkoman er nú ekki glæsi-
legri en þetta, þótt höf. sje veilt
su ívilnun að gera ráð fyrir að
verð kaupmanna hafi verið
miklu lægra en það var. Hon-
um er því alveg óhætt að strika
yfir þessar 100 þús. kr. sem
hann gefur í skyn að kaupmenn
hjer hafi grætt á kjölverslun-
inni.
Áður en jeg skil við þenna
kafla, verð jeg að eins með
nokkrum orðum að leiðrjetta
það, sem höf. gefur í skyn um
stofnun sláturfjelagsdeildar í Vík.
Hann lætur í veðri vaka, að
formaður Kaupfjelagsins hafi
eingöngu unnið að því og kom-
ið því í framkvæmd, að lokum.
Þelta skiftir nú að sönnu ekki
miklu máli, en þó er hjer rangt
með farið, eins og viðast ann-
arsstaðar í greininni. Sá maður,
sem mest og best vann að þessu,
var Páll Ólafsson bóudi á Litlu
Heiði, og var hann forstöðu-
maður deildarinnar um nokkur
ár í byrjun. Núverandi formað-
ur Kaupfjelagsins kom þar hvergi
nærri, og mun hafa verið þessu
Kjallari »Varðar«
S t j ö r njj r í k i ð.
Enn um bundinn liltn.
19. Áður en þessu lýkur skal vikið
að hugleiðingum fræðimanna nútímans
um þessi efni. Kenning Helmholtz rask-
ast eigi, þvf hún styðst við almennar
staðreyndir á eðli hitans. Samdráttur á
sinn þátt í viðhaldi hitans. Alkunnugt
er að fall og núningur framleiðir hita.
En af framansögðu sjest, að sólunni
virðist áskapaður 1000 sinnum lengri
liftimi en kenning Helmholtz nægir til
að skýra. Því leita menn enn þá ann-
ara orsaka.
í 14. gr. er því lýst hvernig náttúran
leggur bönd á hitann við breytingu á-
stands og efna. Mikil kynstur hita fjötr-
ar náttúran á þennan hátt í ýmsum
myndum. Við myndun vatns bindur
hún 80 hitaeiningar í gramminu, við
myndun gufu 538 og við aðgreiningu
frumefna vatnsins 3800 hitaeiningar.
Þegar þvilík röð atburða gengur öfuga
leið, losnar hitinn úr böndum og streym-
ir út.
Á þessum og þvílíkum lögmálum
byggir Svíinn Arrhenius þá tilgátu, að í
iðrum sólar sjeu ótæmandi fúlgur af
37
bundnum hita. í miðju sólar telsl hon-
um efnin liggja undir 8500 milj. loft-
þunga þrýstingu við ca. 10 milj. stiga
hita. Við þvílika staðháttu telur hann
efnin mynda feikna orkumikil en rúm-
takslítil sambönd. Berist þau áleiðis upp
til yfirborðsins, Ijettir á þeim farginu
og þau auka rúmtak sitt með hams-.
lausum krafti og sleppa hita. Komist
þau upp á yfirborðið, verka þau sem
ferlegustu sprengiefni. Sólargosin hafa
altað 1000 sinnum meiri hraðaenhröð-
ustu riffilkúlur. Til þess að hefja þau
verður orkan sem lyftir þeim að vera
alt að 10002 eða miljón sinnum öflugri
en dýnamit eða þvílík sprengiefni jarð-
ar. Gosin falla og raska óðar jafnvæg-
inu í djúpum sólar, en ný hefjast á
sama hátt.
Á þennan hátt hyggur hann, að sólin
leysi bundinn hita sinn smátt og smált
og flytji orku sína út í rúmið, en kólni
mjög hægt.
Hitinn stafar af hreyfingu sameinda
eða frumeinda (atóma) efnisins. í föst-
um hlutum er sú hreyfing við 0, í full-,
komnum kulda og ætíð lítil — smá-
sveiflur að eins. — En hún örfast við
hækkandi hitastig. í legi er hreyfingin
miklu meiri en í föstum hlut, samkynja,
og með sama hitastigi. í því liggur
38
hinn bundni hiti. Mest er hún í hlut-
um í loftkendu ástandi. T. d. er hreyf-
ing ósýnilegra smáagna lofts við 0 stiga
hita sem svarar 480 metrum á sek. Sú
braut er þó sí bogin og brotin vegna
fleiri miljóna árekstra á sekúndu hverri.
Er railíum í sólunni?
20. Radium er undraefni og eigi tök
á að lýsa þvi hjer. Búið er nú að geta
þeirra hitalinda, sem menn þektu fram
undir síðustu aldamót. En talið er að
1 gramm af radium stafi út ca. miljón
hita einÍDgum á ári hverju, en eyðist
þó eigi nema til hálfs á 1350 árum. Á-
líta menn, að frá því stafi um 2000 mil-
jónir hitaeiningar, í ýmsum geislum, áð-
ur en orka þess er tæmd. Hitamagnra-
díums virðist því um 250 þúsund sinn-
um meiri en steinkola. Enda er bruni
að eins sameining frumefna, en hitt
upplausn frumefnis. En frumefnin voru
til skams tíma álitin varanlegust af öllu
sem til er í efnisheiminum.
FJjótt komu menn auga á, að ef til
væri radíum í sólunni, þá gæti hita-
magn hennar verið eðlilegt og ótæm-
andi.
Um 40 af frumefnum jarðar vorrar
hafa fundist í sólunni, með litsjánni, en
radíum eigi. En helíum — sólefni —
39
hefir fundist þar, jafnvel áður en það
fanst í jörðu niðri. Nú virðist helium
vera eins konar afkvæmi radíums og
þykir því sennilegt að radíum sje þar
einnig og eigi sinn þátt f mætti hennar.
IIvaðaii staíar ]>íi orlia
r adíums? v
21. Framundir síðustu aldamót þektu
menn eigi smærri efnisagnir en atómin.
Meðal þvermál þeirra er álitið nálægt
TTjTroV'íní't) millim. En ýmsar uppgötvan-
ir beggja vegna við aldamótin lýstu
mönnum enn lengra niður í hyidýpi
efnisins. Atómin reyndust örlitil heims-
kerfi með fjölda hnatta á föstum braut-
um. Þeir nefnast elektrónur (rafeindir),
og vita menn eins og vænta má fátt
um þær.
í einu vatnsefnisatómi áællar Sir 01-
iver Lodge um 700 elektrónur, í kvika-
silfursatómi 100000 en í radfumsatómi
um 250000. Þvermál þeirra telur hann
eitthvað nálægt txtðVt'ít af þvermáli at-
ómsins. Eiginlegt rúmtak hverrar elek-
trónu áætlar hann—^srten.m.m. og tölu
10 26 i hverju millígrammi en þyngd —
m.gr. — Litlu tölurnar sýna hve mörg
0 eru á eftir einingunni. — Eru þelta