Vörður


Vörður - 27.09.1924, Blaðsíða 3

Vörður - 27.09.1924, Blaðsíða 3
V Ö R Ð U R 3 máli fremur andvígur framanaf, eða alt til þess tíma, að hann fjekk sjálfur atvinnu hjá Slátur- fjelagi Suðurlands í Reykjavík. þá brá svo við að áhugi hans tók mjög að vaxa og að sama skapi sem hann sá hvað hafa mátti upp úr þvi, elnaði hon- um sú sótt jafnan, uns hann smokraðist inn í formannsstöð- una við deildina hjer, en Páll varð að láta af, og er það eng- um manni launung að það var fyrir undirróður, en sakir engar. Svo er að sjá á »Samvinnu- málum’ bænda«, að Kaupfjelag- ið hafi verið Sláturfjel.deildinni alveg einstæð hjálparhella og bjargvættur. Skiftar hygg jeg skoðanir deildarmanna myndu verða um það, og mundi hitt sönnu nær, að enginn hafi ver- ið deildinni jafnóþarfari en ein- mitt Kaupfjelagið. Þykir mönnum það ekki leng- ur geta dulist, að stjórn Kaup- fjelagsins hafi smám saman unnið að því, að deildin misti alt sjálfstæði og sje nú orðin að miklu leyti innlimuð í Kaup- fjelagið. Það er og hverjum manni fullkunnugt, að í sam- bræðslufyrirtæki þessu, sem eng- inn botnar nú fyllilega í, hefir á hverju ári verið tekið stór- fje af meðlimum Sláturfjelags- ins, án þess að samþýkkis væri leitað og í óþökk flestra. Mun ekki ofmælt, að í þá hit sjeu nú komnar um 50—60 þús. kr. Allófróður er þorri manna um það, hvað af fje þessu hefirorð- ið, en pakkhús hafa menn sjeð hjer og er af sumum látiö heita svo, að það sje fyrir nokkurn hluta þessa fjár. En ólíklegt er þaö, ef satt er það, sem altalað er hjer, að deildin hafi jafnan orðið að borga sjerstaka húsa- leigu fyrir afnot sín af því til slátrunar. Skal ekki nánar út í það farið, en ekki furðar mig á því, þó stjórn Kaupfjelagsins sje allómálhress þegar á þetta er minst. En þetta ofbeldi, sem hjer hefir verið beitt, hefir orð- ið til þass að fæla marga frá því, að slátra fje sínu í deild- inni. Hafa þeir því horfið til kaupmanna, enda hafa þeirgef- ið prj'ðilega fyrir4 sláturafurð- irnar og ekki lagt á menn neinn aukakostnað, hvorki húsaleigu nje annað. Sú óánægja ogtvístr- un, sem komin er á meðal fje- lagsmanna deildarinnar, er þvi sprottin af áhrifum Kaupfjelags- ins. Ef sláturdeildin hefði verið alveg sjálfstæð og óháð, þá er mjög liklegt, að kaupmenn hefðu ekki haft neina slátrun hjá sjer; hefði þá öllu verið slátrað í deildinni og væri hún þá miklu öflugri en hún er nú. Einna fáorðastur er höf. um ullina. Pað er eins og hann viti það, að Kaupfjelagið þolir þar engan samanburð, enda er það og svo, því kaupmenn hafa yfir- leitt borgað hana betur, og sum árin hafa þeir gefið miklu hærra verð fyrir hana, en Kaupfjelagið. Árið 1920 gaf það til dæmis 1 krónu tæpa fyrir hvert kilogr., síðasta ár gaf það 20 aur. lægra. Ef öll ull, sem flutt er hjeðan úr Skaftafellssýslu hefði verið seld Kaupfjelaginu bæði þessi ár, þá hefðu eigendurnir tapað á því 60—70 þús. krónum móts við að selja hana kaupmönnum hjer. Þetta myndi höf. telja lag- legan skilding og vera gleiður yfir, ef þaö gæti talist Kaupfje- laginu til tekna, en fyrst svo er ekki, þegir hann yfir þvi; við- urkennir að eins að kaupmenn borgi ullina eins hátt og Kaup- fjelagið, og lætur sem hann undrist það mjög. Kemst hann að lokum að þeirri niðurstöðu, að þeir hljóti að yfirborga hana og skaðist því á kaupunum. Út af því fyllist hann vandlætingu mikilii og telur það mjög synd- samlegt athæfi af kaupmönnum. Innan um alt þelta er höf. svo aö þvæla um það að Kaufje- lagið, með aðstoð Sambands ís- lenskra samvinnufjelaga, hafi bætt markaðinn á innlendum afurðum, og þá ekki hvað sist ullarinnar. Er all einkennilegt, að maðurinn skuli ekki hafa vit á að þegja um þetta, þar sem nú er upplýst, að Samband- ið hefir með allri sinni mark- aðsleit orðiö fegið að selja ull sína millilið eins og Berléme hinum danska, er Tíminn kall- ar svo, og telur sem kunnugt er stórhættulegan og hið mesta mannhrak sem enginn íslend- ingur megi hafa nein mök við. Þá er alllangt mál um smjör og skinnasölu Kaupfjelagsins. Er það • ómerkilegur samantín- ingur af^lekkingum og ósann- indum, svo sem greinin er öll, og til jeg varla ómaksins vert að eltast við það. Er þar grobb- að af því, að fjelagið hafi tekið að sjer sölu á folaldaskinnum og kálfsskinnum, sem hjer hefðu aldrei gengið í verslanir áður. Þetta eru ósannindi þó lítið sje, því þessháttar skinn hafa verið keypt hjer í búðunum, síðan verslun hófst í Vík. Ennfremur er gefið í skyn, að það hafi gjört sjer að verslunarvöru ein- hverjar skinnategundir, sem höf. tilgreinir ekki hverjar sjeu. Kunnugir hjer vita ekki hvaða skinn þetta geta verið, nema ef vera kynni, að það hefði náð í einhverja snepla af Jónasi og Tryggva og gjört sjer verslun- arvöru úr, því svo rækilega hafa þeir verið húðflettir hjer á fundum, að eigi er ólíklegt, að eitthvað hafi þá legið eftir, sem Kaupfjelagið hafi þá hirt. Ef svo er, þá er líklegt að þetta geti orðið arðsöm verslunarvara fyrir Kaupfjel. því þar er ekki hætt við neirini samkeppni, og fær það þá fyrst einsamalt að ráða verðinu. (Framh.) Utan úr heimi, Hlárokhómeiui og Sjián- vc»rjar. Nú um langt skeið hefir staðið styrjöld millum Spán- verja og Marokkó og hefir hin- um fyrnefndu veitt miður. Eftir þvi sem síðustu fregnir herma, sýnist nú orðið vonlaust, að Spánverjar vinni bug á upp- reisninni. Spánverjar hafa varið til styr- jaldar þessarar ógrynni fjár, og er mjög mikil óánægja meðal Spánverja út af hrakförum þess- um og tilkostnaði. Er það ætlun margra, að end- irinn verði sá, að bylting verði í landinu og Primo de Rivera verði að hröklast frá völdum. Hefir löngum gengið upp og niður á Spáni og hagur ríkisins er að ýmsu leyti erfiður og menningu alþýðunnar er mjög ábótavant. \ ^ Borgaraslyrjöldin í Kína heldur áfram og eru lík- ur heldur fyrir, því að uppreisn- arherinn nái Shanghai á sitt vald. — Ekki er þó talið, að þeim Evrópumönnum, sem þar dvelja, sje nokkur hætta búin, því að stórveldin hafa sent fjölda skipa lil að vernda þegna sína. Talið er að yfirleitt muni það skifta sáralitlu máli fyrir hagsmuni kínverska ríkisins hverir ofan á verði. Fundurinn í Qenf. Enn hafa engin stórtlðindi gerst þar. MacDonald og Herriot komu þangað báðír og heilsuðust og kvöddust mjög innilega, en ann- ars var talið að ýmislegt hefði þeim borið á milli, einkum í því, að MacDonald leggur aðal- áhersluna á gerðardóm sem skapi og skeri úr öllum þrætu- málum, sem upp kunnaað koma, á millum ríkja og leitt geta til ófriðar, Herriot hins vegar hefir litla trú á gerðardómum, envill að stórveldin geri með sjer hern- aðarbandalag líkt og Robert Ce- cil hefir stungið upp á. Það merkasta sem gerst hefir til þessa á fundinum, eru um- ræðurnar um upptöku Þjóð- verja, Tyrkja og Rússa í al- þjóðasambandið og samþykt, sem ein undirnefndin hefir gert um það, að boðað verði lil al- menns afvopnunarfundar 15. júní n. k. og skuli öllum þjóð- um heimilt að senda fulitrúa á þá ráðstefnu. Aftaka itérveður geysaði yfir mikinn hluta Danmerkur, einkum Jótland, dagana 10.— 12. sept. og hlaust stórtjón af. Uppskeran eyðilagðist stór- kostlega, hús hrundu, skip fór- ust og margt manna druknuðu. Skaðinn er metinn á tugi milj- óna króna. Y illijálmur þýskalaudi. keisari á nú i máli við þýsku stjórnina um borðfje sitt. -- Heimtar hann 20 miljónir gull- marka á ári, en stjórnin vili að eins gjalda honum 5,7 miljónir gullmarka. Dómstólarnir eiga að skera úr deilunni. Flojd Qeorge hefir nýiega farið mjög hörðum o.iðum um samning þann, sem Mac Donald gerði við Rússland fyrir skömmu. — Taldi hann með öllu óvið- eigandi, að sú þjóö nyti láns- trausts hjá nokkru ríki, sem gerði alt sem i hennar valdi stæði til að vinna eðlilegri verslun og viðskiftum mein. — Spá sumir því, að Mac Donald geti jafnvel orðið hált á samningi þessum og muni ef til vill verða að fara frá völdum út af honum. FrófcssorCalmutte, fræg ur franskur læknir og formað- ur Pasteurstofnunarinnar í Par- ís, þykist hafa fundið upp lyf, sem geri ungbörn ómóttækileg fyrir berkla. Frægur norskur sjerfræðingur í berklasjúkdómum, Heitmann er nýkominn frá París og var þar við tilraunir sem gerðar voru með lyf þetta og telur hann lyfið örugt, reyndust þau börn, sem lyfið var reynt á, ó- móttækileg. Sennilega er þó ekki enn nægileg reynsla fengin fyrir þessu en mikill sigur væri unn- inn ef lyfið reyndist örugt. Kristjaiuublööin segja frá því, að nýlega hafi verið boðað til Ijelagsmyndunar, sem hafi að markmiði að vinna að nánu menningarsambandi millum Nor- egs Færeyja og fslands. Dæmdir i Itfstíöarfaiis- clsi voru nýlega 2 barnungir synir tveggja miljónamæringa í Chicago. Höföu þeir gert sjer það til dægrastyttingar að myrða leikbróður sinn 12 ára gamlan, sem einnig var sonur miljónara. Áður en dómurinn var kveð- inn upp yfir þeim, höfðu þeir setið alllengi í varðhaldi og voru hinir rólegustu. Höfðu á- gæta matarlist og buðu blaða- mönnunum, sem fengu að heim- sækja þá í fangelsið, að veðja við þá 100 dollurum á móti sömu upphæð, að þeir yrðu báð- ir dæmdir til dauða. Almenningur beið með mik- illi eftirvæntingu eftir því, hvern- ig dómurinn mundi falla ogvar óspart veðjað um það, hvort þeir mundu dæmdir til dauða eða ekki. Þegar dómurinn var kveðinn upp var æsingin svo mikil í fólkinu, að fjöldi vopnaðra mannia varð að fylgja dómaranum til 40 sem vænta má alt nokkuð óvissar tölur. Elektrónur þessar renna íukta bauga innan kerfa sinna með undraflýti. Fer braði þeirra jafnvel upp í ^ af hraða Ijóssins eða um 10000 km á sek. og snúningar á sekundu hverri komast upp í 70 miljónir. Alt er þetta furðulegt mjög. Eigi vita menn hvað heldur elektrón- unum á brautum sínum, en ljóst er- að til þess þurfa einhver feikna öfl, sem búa innan atomsins. Nú hefir radíum einna ílestar elektrónur í atómum sinum — hefir það sem kallað er mesta atóma- þyngd. Jafnframt því virðast heimskerfi þessi komin í upplausn. Hin miklu en óþektu öfl geta ei lengur haldið elek- trónum sínum í skefjum og þau breyta um legu eða fljúga burt með likum hraða og þau höfðu á brautum sínum. Við það losnar með vissum hætti bund- iu orka, sem ummyndast í hita í svo stórum stíl að undrum sætir. Mörg eru þessi svonefndu geislamögn- uðu efni. Radíurn er alkunnast en þó .einna fágætast. Öllum er það sameigin- legt að þau eru að leysast upp og breyt- ast í eðlisljettari og einfaldari fruinefni. Líkt og risaeðlur fornaldarinnar dóu út fyrir stærðar sakir, svo farast uú þessir heimar, þegar þeir eru orðnir of viða- 41 miklir til þess að samsvara sfnum stað- háttum. En nýjir heimar risa á rústum þeirra. Þá orku, sem fer að forgörðum við byltingar þessar inn í djúpum efn- isins, hefir mönnum lítt tekist að hag- nýta, en að líkindum notar náttúran hana f stórum stíl til þess að lýsa hin miklu djúp himingeimsins og hita hnetti þess. Niðwrlag. 22. Eigi geta þó efni sem altaf eru í upplausn viðhaldið orku heims um enda- lausa tíð. Um síðir tæmist hún. Að lokum sloknar sólin og sólkerfið frýs í hel. En nýr heiinur og ný jörð rís að likindum á rústum þess. En hver verður hitalind hins nýja heims, ef öll geislamögnuð efni hafa sundrast löngu fyrir tilveru hans? Með hverjum hætti myndast þau eða geta þau myndast á ný? Menn búast við að svo sje. Úr því sólkerfi hefir náð fullurn þroska virðist alt ganga til eyðslu og viðhalds, En á fyrri tilverustigum sinum hljóta þau að safna kröftum á einn eða annan hátt. Við samdrátt efnanna í myndum sól- kerfanna eykst sí og æ þrýsting og hiti. Efnin fergjast æ meir og meir í iðrum hnattanna. Við þennan sívaxandi hita 42 og rnikla þrýsting er talið líklegt að ný, eðlisþung, geislamögnuð og feikna orku- mikil efni myndist í stað þeirra sem áður hurfu. Úr skauti náttúrunnar er þá sprottinn nýr heimur með nýjum lifsöflum. En hve mikið á þá sólin ólifað? Hve mörg ár eða aldir? Veit nokkur það? Nei. Þekking nútíðarmanna getur eigi lejrst úr því. Líklega skiftir það biljón- um ára. — Jörðin verður skammlifari, en gömul þó. Enn þá lifir mannkynið lengst inn í myrkrum fornaldarinnar, og heyir stríð við lágar hvatir og fávísi. Langt er enn til hádegis i æfi mann- kynsins. Stundaglas sólkerfanna læmist hægt, og beri eigi slys að höndum, þá gefast mannkyninu enn þá óralangir-tímar til starfs og fullkomnunnar. Ásgeir Magnússon. iStíRfiaréur cJóttsscn. Smiðjustíg 11 kennir teikningu og heitnasmíðar í vetur.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.