Vörður - 09.10.1924, Blaðsíða 1
II. ár.
Reykjavík 9.
október 1924.
40. blað.
Krossanesmálin.
»Vöröur« hefir ekki hÍDgað
til látið þessi mál til sín talca,
því að hann hefir litið svo á,
að raeðan Alþbl. og Verkamað-
urinn höfðu mál þessi til með-
ferðar til skemtunar sjer væri
ekki nein ástæða til fyrir sigað
segja neitt, því að lesendur þess-
ara blaða og Varðar eru svo
fáir sameiginlegir, en af því að
Tíminn hefir nú kastað grím-
unni og fylgir uppteknum hætti
um að jeta upp og lepja skoð-
anir Alþbl., þykir ekki rjett að
sitja hjá lengur og skal því far-
ið nokkrum orðum um mál
þessi.
Eftir því sem síðasta blaði
Tímans segist frá er hið versta
í málum þessum, að hans áliti
það, að síldarkerin í Krossanesi
við Eyjafjörð hafa verið löggilt
í sumar. Nolar blaðið þessi ó-
slcapatíðindi til þess að vella
sjer með .óbótaskömmum og
svívirðingum yfir þá, Jón Magn-
ússon og Magnús Guðmundsson.
Munu lesendur Tímans þekkja
ritháttinn frá fyrri »Tímum«,
honum þarf ekki að lýsa. En
að vanda er Tíminn sem út-
troðinn vindbelgur og er því
ekki nema góðverk að stinga
lítið eilt á houum og hleypa
vindinum út. Mun þá aðstand-
endum blaösins líða betur en
áður, er vindurinn kvelur þá
eigi eins. Það er því rjettast að
segja þessa sögu óhlutdrægt og
fer hún bjer á eftir.
Hin gildandi lagaákvæði bjer
á landi um löggilding mælikerja
eru í lögum um mælitæki og
vogaráhöld 14. nóv. 1917 og
tilskipun 12. febr. 1919 um
löggilt mælitæki og vogaráhöld.
Ef vita á hið rjetta um hvort
löglega hefir verið farið að í
þessu máli, verður að athuga
þessi lög og þessa tilskipun.
Lögin vísa í því efni, sem hjer
skiftir máli, til tilskipunarinnar
og það verða því að eins á-
kvaeði hennar, sem rannsaka
þarf í þessu sambandi.
í 10. gr. tilsk. segir svo:
»Mæliker löggildast í þessum
stærðum: 2 lítrar, 1 litri, 2 desi-
litrar og 1 desilítri. Mælikerin
skulu vera úr blikki, alúminíum
eða öðru efni, sem löggildingar-
stofan telur jafn heppilegt«. Og
í 16. gr. sömu tilskipunar stend-
ur: »Löggildingarstofan getur,
þegar hún telur þörf á því, lög-
gilt mælitæki og vogaráhöld,
sem að efni, stærð eða gerð eru
frábrugðin því, sem fyrir er sagt
í 8.—15. gr., ef þau að hennar
dómi eru til þess hæf«.
Þetta eru hin einu gildandi á-
k^æði um stærð mælikerja. Nú
mi*n engum detta í hug, að það
sem tilfært er úr 10. gr., geti
átt við síldarmæliker, því að sú
grein nær að eins til mælikerja
sem ekki eru yfir 2' lítrar að
stærð, en svo lítil ker eru ger-
samlega ónothæf sem sildarmál.
Löggilding síldarmælikerja hlýt-
ur því að falla undir 16. grein
tilslt., og er sú grein tilfærð orð-
rjett hjer að framan. Hún sýn-
ir, að löggildingarstofan ræður
stærð síldarmælikerjanna og hún
sýnir ennfremur, að það er lagt
i valdlöggildingarstofunnar hvort
slík mæliker eru löggilt eða ekki.
Eftir íslenskum lögum eru sild-
armæliker því ekki löggildingar-
skyld, enda munu engin þess
konar mæliker hafa verið lög-
gilt hjer á landi fyr en í sumar.
Og þau hafa verið löggilt af
ýmsum stærðum 50, 100 og 170
lítra, enda segir skýrum orðum
í 16. gr. tilsk., að löggildingar-
stofan ráði sjálf stærðinni, enda
er vitaskuld, að jafnvel er hægt
að ná tilganginum með löggild-
ingunni, hver sem stærð kerj-
anna er, en tilgangurinn er auð-
vitað sá, að seljandi og kaup-
andi viti hve mikið fer þeim í
milli af þeirri vöru, sem ræðir
um í hvert skifti. Á Krossanesi
voru löggilt sildarker er tóku
170 lítra. Pelta er það sem Tím-
inn kallar að löggilda »sviknu«
mælikerin og velur hann M. G.
atvinnumálaráðherra.með venju-
legri frekju sinni, inörg og ill
orð út af þessu. En af því, sem
að framan er sagt, sjest að þetta
eru staðlausir stafir. í fáfræði
sinni og framhleypni gengur
ritstj. Tímans út frá, að síldar-
mál megi ekki vera af annari
stærð en 150 litrar. Þetta er
gersamlega rangt og að þessu
upplýstu er árás hans að engu
orðin. Pað er ekki nóg fyrir
ritstj. að lepja upp eftir Alþbl.
Það er vissara að rannsaka mál-
ið sjálfur. Og stjórnartiðindin
ætti ritstj. umfram alt að eiga
og lesa, til þess að hann losni
við þessi alræmdu og marg-
endurteknu gönuskeið sín og
það er hálfleiðinlegt fyrir hann
að þurfa að fá að vita það hjá
öðrum, að það sem hann lætur
setja með gleiðasta og feitasta
letrinu í blað sitt, er versta endi-
leysan af öllu er þar stendur og
er þá langt til jafnað. Hver rit-
stjóri verður að vera svo vel að
sjer að hann reki ekki, svo að
segja daglega, nautshornin í ó-
tvíræða lagastafi.
Eins og þegar er vikið að, er
hin umrædda árás á atvinnu-
málaráðh. útaf þessu máli, bygð
á fáfræði og engu öðru. Verður
ekki annað sjeð en að það sje
þakkarvert fremur en ámælis-
vert, að síldarmæliker væru í
fyrsta sinni löggilt í sumar, þótt
ekki sje skylt að hafa þau Iög-
gilt og þótt ekki eitt einasta
síldarmæliker muni hafa verið
löggilt hjer á Iandi fyr en á
yfirstandandi sumri. fað er
broslegt að sjá ráðh. verða fyrir
árás fyrir það, aö löggildinga-
skrifstofan hefir nú í fyrsta
sinni löggilt síldarmál, þótt hún
hafi gert það umfram skyldu.
Vissulega ætti þetta að vera
fremur til lofs en lasts, ekki
síst í augum Tímans, sem segir,
að viðskiftamenn Krossanes-
verksmiðjunnar hafi á síðast-
liðnu ári tapað 117.000 kr. á
því, að síldarmælikerin voru ó-
löggild. Fyrir að þessum skaða
er afstýrt framvegis fær atvinnu-
málaráðh. þær þakkir, að ritstj.
Tímans veltir sjer yfir hann
með óbóta og æruleysis skömm-
um. Hver gétur skilið þetta?
Fyrir það, að landsmönnum eru
sparaðar 117.000 kr. á ári að
sögn Tímans, á einum viðskifta-
stað er ráðist að þeim ráðherra,
sem málið heyrir undir. Og |
svo er tneira að segja að sjá af
blaðinu, að það telji M. G. eiga
sök á þessu tapi viðskiftamann-
anna í fyrra og að hann eigi
að sjá um að það verði bætt.
En fyrst ritstj. fer út í þessa
sálma, er rjett að minná hann
á það, að í fyrra var flokks-
maður hans og tengdafaðir (Kl.
J.) atvinnumálaráðherra hjer á
landi og hafi viðskiftamenn þess-
arar Krossanesverksmiðju tapað
á síðastliðnu ári, mundi það
frekar vera þessum Framsókn-
arráðherra að kenna en M. G.,
ekki síst ef það er satt, sem
sagt er, að hann hafi bannað
löggildingastofunni að fást við
slíkar löggildingar. Pað væri
því nær fyrir Laufásklerk að
skjóta geiri að tengdaföður sín-
nm en M. G., því að hinn fyr-
nefndi hefði getað firrt viðskifta-
mennina þessu mikla tapi í fyrra
með því að löggilda málin eins
og nú hefir verið gert.
Hjer hefir að framan verið
gengið út frá því, að skýrsla
Tímans um tap viðskiftamann-
anna væri rjett, en um þetta
atriði er Verði ekki kunnugt.
Hinsvegar þykir Veröi mjög ó-
liklegt, að Tíminn hafi nokkra
hugmynd um hvaða sildarmál
voru notuð i Krossanesi í fyrra.
Fað er sem sje alls ekki vist,
að það hafi verið sömu mæli-
kerin sem voru notuð í fyrra
og nú. Hitt er langsennilegast,
að skift hafi verið um ker að
meira eða minna leyti, því að
ker þessi sæta illri meðferð og
brotna títt svo að skifta þarf
um. Það getur því vel verið,
að kerin, sem notuð voru í
fyrra hafi verið miklu stærri en
þau, sem notuð voru í ár og
þau geta hafa verið minni.
Tímaritstjórinn veit senuilegast
ekkert um þetta og allir reikn-
ingar hans til tengdaföður síns
svífa því í lausu lofti. En eina
reikningsskekkju, sem sjáanleg
er, er þó rjett að benda honum
á, og hún er sú, að hann geng-
ur út frá, að öll síldarkerin hafi
tekið 170 litra, en sum voru
minni. Við þetta gæti reikning-
urinn breyst eitthvað, fyrverandi
atvinnum.ráðh. í vil og er þá vel.
Þess er rjett að geta, að engin
kæra hefir komið fram yfir
mælikerjunum til landsstjórnar-
innar, enda notuðu allir sildar-
kaupmenn, að því er best er
vitað, ólöggilt mál þangað til i
sumar, enda bar þeim engin
skylda til þess að hafa þau lög-
gilt fyr en löggildingarstofan
krafðist þess. Allir sjá því, að
það er gersamlega útilokað, að
hægt sje að höfða sakamál gegn
verksmiðjustjóranum fyrir það,
að hann hafði ekki löggilt
mæliker. Öll brígsl ritstj. Tím-
ans til J. M. forsætisráöh. útaf
þessu eru því gripin úr lausu
lofti en til þess að maka hann
sem rækilegast í óhróðrinum
hefir Tíminn notað marga dálka
til þess að úthrópa hann. þetta
er ekki nýtt hjá ritstj. og alt
er þetta útaf því að forsætisráð-
herran hefir ekki látið höfða
sakamál gegn verksmiðjustjór-
anum í Krossanesi, þótt enginn
hafi gefið sig fram við ráðh. og
vænt þenna mann um svik.
Svo er þá þetta mælikerjamál
vaxið og mun ritstj. hafa hugs-
að sjer að setja ekki ljós sitt
undir þessi mæliker heldur láta
það skína fjrrir almenningi. Og
það er rjett hjá honum að vilja
ekki setja Ijós sitt undir sildar-
mæliker, því að þau eru altof
stór fyrir svo litla ljóstýru.
Hæfilegt mæliker fyrir ljóstýr-
una hans er minsta löggilt ker,
1 desilítri, þar er nóg rúm fyrir
týrugreyið hans.
í næsta blaði verður vikið að
verkamannahlið þessara Krossa-
nesmála.
Bókafreg'n.
Ei m r eiðin.
Fjórða og fimta hefti af XXX.
árg. hennar eru nýkomin út,
fjölbreylt að efni og fróðlegt.
(lefjast þau á ritgerð eftir Al-
exander Mac Gill írskan rithöf-
und og skáld um annað írskt
skáld John Miliington Synge,
sem talinn er að vera með mestu
skáldum íra og einn af þeirra
bestu mönnum.
Grein þessi er sæmilega skrif-
uö, en sá agnúi er á fyrir ís-
lenska lesendur, að þeir fá litla
hugmynd um skáldskap þessa
manns.
Gagnar lítið að skrifa um
skáldskap erlendra höfunda, sem
öll alþýöa þekkir litið eða ekk-
ert til, nema því að eins að góð
sýnishorn sjeu tekin af skáld-
skap þeirra. — Hefir hver og
einn þess litil not, þótt hann
heyri eöa lesi, að skáldrit Pjet-
urs eða Páls sje bæði hugmynda-
ríkt og kröftugt, ef það sjer hvergi
hugmyndirnar eða kraftinn. —
Gefur oft betri hugmynd um
skáldið ein staka eftir það eða
eitt smásögukorn, heldur en
langar og iburðarmiklar lýsingar
á skáldskap þess.
Tvö kvæði eru eftir Davíð
skáld Stefánsson frá Fagraskógi,
bæði góð. Ber hið fyrra, Messa-
lína, glögg einkenni sumra fyrri
kvæða hans eins og sjá má af
þessu erindi:
Hver er það sem þarna læðist?
Pað er hún, sem ekkert hræðist
það er hún hin vilta vofa,
er vakir, meðan aðrir sofa.
Pað er hún er sveina seiðir
og senatora gamla veiðir.
Paö er hún, sem þrælkun hótar
það er hún, sem mönnum blótar.
Hún — sem engum lögum lýtur
kyssir, bítur
kvelst og nýtur . . .
Pað er hún, sem beitir brögðum
best af öllum heimsins flögðum,
hún — sem laug og ljet sig krýna
og leikur sjer að blóði og eldi,
djöfull vafínn dökkum feldi,
drotningin í Rómaveldi,
----Messalína.
Hitt kvæðið heitir »Eyðimörk«
og er þetta sfðasta erindið:
Förumanna flokkar þeysa
friðlausir um eyðisand.
Fellibylir bölsins geisa
bylgju falda svarta reisa.
Sandrok hylur sól og land.
Langt er enn til lifsins stranda —
lækur enginn, hvergi björk,
bannlýstjörð til beggja handa
brunasandur, eyðimörk.
Þá er »Páttur af Agli á Bergi«
eftir Guðmund Gislason Hagalín.
— Góð lýsing á einföldum og
hrekklausum sveitahjónum —
en siðasta línan í sögunni hefði
mátt missa sig.
Hjeðinn Valdimarsson skrifar
um »Bresku heimssýninguna«.
— Fylgja þeirri grein nokkrar
myndir frá sýningunni.
Greinin er lipurlega skrifuð
og gefur aligóða hugmynd um
þessa stórkostlegu sýningu.
Ritstjórinn skrifar um »Hug-
lækningar«. Er aðalefni greinar-
innar frásögn af hinum merki-
legu lækningum franska sál-
fræðingsins Emile Coué, sem
vakið hafa afskaplega eftirtekt,
en hann læknar einungis með
huglækningum.
Þá koma fjórar »Sonnettur«
eflir Jakob Jóh. Smára, liprar
og þýðar, eins og allur hans
ljóðakveðskapur er.
Sami höf. skrifar smágrein
sem hann nefnir »Grótti«. —
Eftirtektaverð grein, sem bæði
jafnaðarmenn og andstæðingar
þeirra ættu vel að Iesa og reyna
til að læra eitthvað af.
Guðin. próf. Finnbogason þýð-
ir grein eftir sir Arthur Keith
forseta mannfr.deildar »Breska
fjelagsins« um greining mann-
kynsins í kynkvíslir. Er þar
þeirri skoðun haldið fram, að
það sjeu nokkrir kirtlar i mann-
legum líkama sem mestu ráði
uin andlitsfall, liörundslit og
líkamsvöxt manna.
Ritstjórinn skrifar stutta grein
um heimsflugið og fylgja henni