Vörður


Vörður - 09.10.1924, Qupperneq 3

Vörður - 09.10.1924, Qupperneq 3
V ö R Ð U R 3 undirrjettardóminn. Mun mörg- um sýnast svo, að óþarfa misk- uusemi hafi hjer verið sýnd af dómsmálaráðherra þeirra jafn- aðarmannanna, því að fáir glæp- ir eru öliu viðbjóðslegri í augum flestra manna heldur en mis- þyrmingar á smábörnum. Þess má að iokum geta, að hjónin reyndu til þess að fá höföað sakamál gegn stúlkunni sem kærði og komu fram með ýmsar sakargiítir á hendur henni,' en lögreglan komst að raun um, að þær væru allar tilhæfulausar og einungis gerðar í hefndarskyni fyrir uppljóst- runina. Brennivíiiid og Kúsiar. Rússar hafa nú afnumið bannið hjá sjer gegn sölu og tilbúningi þjóðdrykks þeirra Vodka, sem er brennivfn unnið úr kartöflum. — Jafnframt eru þeir að búa sig undir það, að framleiða spiritus í stórum stíl líkt og var fyrir styrjöldina en þá gaf spiritusframleiðslan þeim 900 inilj. rúbla á ári. Cterðardómurinn millum Sviss og ítala, sem getið var um í síðasta blaði er þannig skipaður, að hvort ríkið fyrir sig tilnefnir 1 mann sem sæti á i dóminum, en auk þessara tveggja skulu svo 3 menn frá erlendum ríkjum eiga þar setu. Viiji annaðhvort ríkjanna eða bæði ekki sætta sig við úrskurð hans skal alþjóðadómstóllinn í Haag gera út um deilumálið og er úrskurður hans bindandi. Keisari Kúulandi, Eins og menn muna sáu Bolsarnir einhvernveginn fyrir hinum gamla Rússakeisara og siðan hafa þeir ekkert verið að burð- ast með keisara. — En nú fyrir stuttu siðan heflr einn af rúss- nesku keisaraættinni Kyrill stór- fursti, tilnefnt sig sem keisara Rússlands. Kyrill þessi dvelur i útlegð og virðast fremur íitil Iíkindi til þess, að þessi sjálfsútnefning hans muni hafa miklar afleið- ingar í för með sjer. — Að vísu lofar hann »rauða hernum« og alþýðunni því, að ef þau vilji styrkja sig ti) valda, þá muni verða haldið fast við rjetttrún- aðinn og keisarinn muni fyrir- gefa öllum og elska alla. MannfækkuninísYeitum og ' Yöxtur kaupstaðanna. Fyrir nokkrum áratugum síð- an, mátti svo heita að engir kaupstaðir væru til hjer á landi. Meginþorri allra íbúa landsins bjó í sveitum, en að eins sár- lítill hluti í kaupstöðum og sjó- þorpum. Á þessu hefir orðið mikil breyting nú síðustu tvo ára- tugina. þrátt fyrir hina miklu fólks- fjölgun í landinu hefir fariö svo, að fólkinu hefir fækkað að mun í sveitum, en fjölgað stórkost- lega í sjóþorpum. í stærstu kaupstöðum lands- ins Reykjavík, Hafnarfirði, ísa- firði, Siglufirði, Akureyri, Seyð- isfirði og Vestmannaeyjum eru nú tæpir 33 þús. ibúar, þar af í Reykjavík einni rúm 20 þús. eða freklega Vs hluti allrar þjóð- arinnar. — Mun ekki of í lagt, að í kaup- stöðum, kauptúnum og sjávar- þorpum sjeu nú um 45 þús. íbúar, en í öllu landinu er fólksfjöldinn nú tæp 98 þús. Síðan -1920 hefir fólkinu fjölg- að um rúm 3. þús. og alla þessa fjölgun hafa kaupstað- irnir gleypt og meira til, því að láta mun nærri, að fólki í sveií- um hafi fækkaö um 200 manns á ári þessi síðustu 4 ár. Flestum hugsandi mönnum mun standa beigur af þessari öru fjölgun í kaupstöðunum, samfara fólksfækkuninni í sveit- um, enda liggur í augum uppi hve skaðlegt og óheppilegt það er ýmsra hluta vegna. Ef litið er á það frá sveit- anna sjónarmiði, þá eru alvar- legustu afleiðingarnar af fólks- fæðinni þar, að yrkingu lands- ins og búskapnum yfirleitt hlýt- ur að miða lítið áfram og jafn- vel fara hnignandi sökum mink- andi vinnukraft. Fjöldi bænda, sem áður höfðu stórbú og fjölda fólks í heimili, verða nú að draga saman seglin, minka búin og hætta að mestu öllum búnaðarframkvæmdum á jörðum sínum. — Er hvoru- tveggja, að fólkið fæst ekki til vistar á lieimilin, að minsta kosti ekki árlangt og svo er hitt, að það er orðið svo dýrt, að tæplega borgar sig að halda það nema á bestu jörðunum. Er því svo komið, að margar af stærri jörðunum ganga nú úr sjer árlega og liggja ónotað- ar aö miklu leyti. — Liggur nærri að manni súrni sjáldur í augum, þegar sjá má á haust- lagi, að sláttulokum, grasið liggja i legum á engjum bænda, en tóftirnar illa uppbornar og vita jafnframt af því, að fjöldi fólks hefir um sláttutímann gengið atvinnulaust, eða því sem næst, í stærri kaupstööum landsins. En afleiðingarnar af fólksleys- inu í sveitunum eru fleiri en þessar, þó ekki sjeu þær ef til eins örlagaríkar. Vegna fólksfæðarinnar á sveitabæjunum, er heimilisiðn- aðurinn aö mestu leyti lagður niður. — Eugin stúlka er til þess að vinna úr ullinni svo að bændur neyðast til þess að selja hana óunna og kaupa svo fándýra dúka og ljereft til fata. Vegna fólksfæðarinnar fer heimilismenningunni sífelt hrak- andi. Einyrkinn hefir engan tíma til lestrar. Bóndinn er önnum kafinn mestan hluta dagsins við gegningar og húsfreyjan við eldhússtörfin og þjónustu. Áður fyr voru heimilin svo vel skipuð af vinnandi fólki, að ávalt var nokkur tími af- gangs til bóklegrar iðju, en nú er hann enginn orðinn. — Og vegna þessarar fólksfæðar heim- ilanna er vafasamt hvort þau eru lengur orðin fær um að hafa barnafræðsluna á hendi, sem væri þó það besta ef tími til kenslu væri nógur. Sú hælta vofir því yfir, að af fólksfækkun sveitanna leiði það, að alþýðumenningunni hraki að stórum mun og kyrkingur komi í allan sveitabúskap vorn, en þá er illa farið. í sveitunum hefir verið alt fram á þenna dag kjarni þjóð- arinnar. þar hefir fæðst og þroskast hið kjarnmesta og besta i þjóð- lífi voru. — lslensku bændurn- ir hafa skilið það betur en nokkur önnur stjett landsins hve mikils virði iheldnin er við menninguna, mál og siði for- feðranna. Pessvegna má eDgin maður, sem vill þjóð vorri og landi vel horfa með rólegum augum á hnignun sveitabúskaparins og sveitamenningarinnar því að undir vexti og þroska þess er heill og framtið þjóðar vorrar komin. (trh.) íbúatala í kaupstöðum, sýslum og verslunarstöðum, með fleirum íbúum en 300, árin 1920 og 1923. Kaupstaðir: 1920 1923 Reykjavík 17,679 20,148 Hafnarfjörður 2,366 2,579 ísafjörður 1,980 2,099 Siglufjörður 1,169 1,335 Akureyri 2,575 2,871 Seyðisfjörður 871 933 Vestmannaeyjar . . . 2,426 2,708 Samtals 29,056 32,673 Stjslur: Gullbr,- og Kjósars. 4,278 4,074 Borgarfjarðarsýslu . 2,479 2,445 Mýrasýslu 1,880 1,834 Snætellsnessýslu . . . 3,889 3,735 1920 1923 Dalasýslu 1,854 1,869 Barðastrandarsýslu . 3,314 3,252 ísafjarðarsýslu .... 6,327 6,258 Strandasýslu 1,776 1,711 Húnavatnssýlsu . . . 4,273 4,200 Skagafjarðarsýslu . . 4,357 4,216 Eyjafjarðarsýslu . . . 5,001 5,117 Pingeyjarsýslu .... 5,535 5,504 Norður-Múlasýslu . . 2,963 2,979 Snður-Múlasýslu . . . 5,222 5,464 Austur-Skaftafellss. . 1,158 1,114 Vestur-Skaftafellss. . 1,818 1,845 Rangárvallasýslu. . . 3,807 3,745 Árnessýslu 5,709 4.603 Samtals 65,634 65,085 Verslunarstaðir: Keílavík 509 599 Akranes 928 1,042 Borgarnes 361 357 Sandur 591 593 Ólafsvík 442 459 Stykkishólmur .... 680 599 Patreksfjörður .... 436 482 Pingeyri 365 396 Flateyri . 302 359 Suðureyri 317 297 Bolungarvík 775 776 Hnífsdalur 434 436 Biönduós 365 332 Sauðárkrókur 516 533 Ólatsfjörður 329 396 Húsavík 628 671 Nes í Norðfirði . . . 770 839 Eskifjörður 619 710 Búðir i Fáskrúðsf. , 461 556 Vik í Mýrdal 276 310 Stokkseyri 732 711 Eyrarbakki 837 810 Samtals 11,665 12,263 (Úr Hagtiðindunum) Breska •tjórnin legir af sjer. Eftir síðustu símfregnum að dæma, má telja víst að breska stjórnin segi af sjer og nýjar kosningar fari fram innan skams. Áslæðan til þessa er aðallega talin sú, að stjórnin ljet undan falla að hegna kommúnista-rit- stjóra nokkrum, sem skorað hafði á hermenn og herforingja að hlýða ekki skipunum stjórn- arinnar, er þær gengju út á það að bæla niður verkföll. Ennfremur er mikil óánægja í Englandi gegn stjórninni vegna versiunarsamnings hennar við Rússa. Gjalddagi, ,?arðar“ var I. júlí. 13 unarmagnið 4.405.854 str.pd. og ágóði 156.341 str.pd., en 1907 er verslunarm. komið upp í 7.603.460 slr.pd. og ágóði 298.197 str.pd. Vöxtur sambandsins síð- ustu árin sjest greinilegast á töflunni bls. 12 og geta menn af henni ráðið, hvort ekki miðar áfram innan skosku kaupfjelaganna. Samband enskra samvinnufjelaga. Það var stofnað árið 1864 og sama ár gengu í það 394 fjelög og hlutá og innlánsfje, er nam 773.304 str.pd. Að 20 árum liðnum, árið 1884 eru gengin i sambandið 1291 fjelög og þá er hluta og innlánsfje orðið 9.488.442 str.pd. En 1921 er hluta og innlánsfje komið upp i 23.287.749 str.pd. Varasjóðir og aðrir sjóðir þess námu sama ár 30.403.592 str.pd. í verkalaun voru greiddar rúmar 5 milj. str.pd., og og verslunarmagn það ár var um 80.000.000 str.pd. Arðsömustu árin voru 1916—17, Á þeim tveim árum var út- borgaður arður er að meðaltali nam 1.300.000. En svo er að sjá að síðustu árin hafi arðurinn farið minkandi, því 1920 er hann enginn. Þá er tap 64.220 str.pd. og 1921 er tapið enn þá meira 14 4.551.235 stivpd. Sambandið á um 13.500 ekrur af ræktuðu landi í Eng- landi og þar að auki allmikið ræktað land í Indlandi og i Ameriku. Einn af þektustu samvinnumönnum „ Þjóðverja Heinrich Haufmann sagði í fyrra meðal annars um ensku samvinnu- sn* heildsöluna: vBreska samvinnan er sú a sterkasta og stœrsta i heimi. Enska sam- £ vinnuheildsalan, er stœrsti verksmiðjueig- andi, stœrsti jarðeigandi og stœrsti jarð- rœktari í rikinu. En samt er það svo, að þegar maður ber saman bresku samvinnuheildsöluna við verslunar og iðnaðarmagn breska ríkisins í heild sinni, sjer maður, að hið fyr nefnda er að eins lítið brot af hinu síðar nefnda og fenn er langt í land, þar lil »demo- kratiska« samvinnan er komin svo langt á þroskabraut sinni, að hún geti komið í stað fyrirkomulags einstakl- ingsins og »kapitalismans«, sem nú stjórnar heiminum og veldur stríðum«. Eftirfarandi tafla sýnir' meðlimatal Qe- laga heildsölunnar, innborgað hlulafje, verslunarmagn og arð frá stofndegi til ársins 1922. 15 b 3 * l> o O V-4 Oi CM o tO cð o, n O l> Oi rf CD CD Oi tH CM Sí 5 m’ CD Oi CM CO TH -f <M OO CD oo co to a> tð CM rf o oo £ H Tfí 1923. g co Oi co 00 o tO S Oi 1"> oo co CM co § S 00 O OÍ 00 co 00 H CD oi cD rfí U, *C 3 to co CM -f co o co 00 w .2 co o to T—' ■Tf 00 u_ fe " oo I> CD CD co to o co to > v—« CM o oo <D to v—4 l> Oi oo 00 00 2 to co Oi to o £ c. ■'f o o l^* co 00 h oi CD co o o co o co oo 00 co . A ~ a 05 T-1 -f 00 CM CM CM Oi > « a u cc Q) rt 'Ó l> co CD CD CM 1-H CD >< co <M Oi to JZ3 g a n co to co o to Oi Tf to E B a oo vh _ Oi __ to _ K CD CM Oi co 3 co to P, 03 <U 45 w CO CM o TH to CM •H' co 05 05 o. o, o, cc co <U X3 s o O o O Ui oo cn CM CM '< oo oo oo o Oi Oi Oi Oi -—V *s vH rH T-1 t-4 TH TH ^**1 * T Reikningsskil. Þaö er venja þessara heildsölufjelaga, að þau leggi fram alla reikninga sina árlega fyrir almenningssjónir, og eins og sjest hjer að framan, eru reiknisskil erfiðu áranna lögð fram án þess að nokkuð sje undandregið. Bresku samvinnumennirnir eru sem sje ekki smeykir um það, að keppi- 16 nautarnir gjöri sjer mat úr reiknings- skilagreinum þeirra. Enda eru bresku keppinautarnir ekki á hælunum á sam- vinnumönnunum á þessu sviði. Sam- kepnin þeirra á milli liggur í alt öðru. Hún er eingöngu um reksturfyrirkomu- lagið á fyrirtækjunum, hjá báðum að- iljum. Pað má segja, að samvinnumenn- irnir hafi nær eingöngu gefið sig við því, að byggja upp fjárhagslegt skipu- lag, og að þeim hafi tekist það, má ráða af þvi, sem að framan er greint. Blöð og skólar. Bresku samvinnumennirnir eiga all- mikinn blaða kost, og í þeim ræða þcir áhugamál sin. Eru blöð þeirra mjög útbreidd meðal þjóðarinnar. Blöð- in er sá skóli, er samvinnumennirnir sækja í mesta fræðslu um áhugamál sín. í*að má segja að' þau sjeu sá eini skóli, er veitir víðtækasta fræðslu um þessi efni, því að sjerskóla hafa þeir ekki, er veitir almenna verslunarfræðslu þ. e. hina »teoristisku« fræðslu, sem versiunarskólunum einum er ætlað að veita. Frá fyrstu tímum samvinnunnar hafa fræðslumálin verið eitt af aðal- málunum, er forgöngumennirnir beittust fyrir. Það var Robert Owen er stofnaði

x

Vörður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.