Vörður


Vörður - 20.06.1925, Blaðsíða 4

Vörður - 20.06.1925, Blaðsíða 4
4 V Ö R © U R R e i ð t ý g i margar gerðir, þar á meðal liiiakkar svo traustir, að tekin er ÍO ára ábyrgð á virkjunum. SpaÖahnakkar, aljárnaðir, Handvag'iiar, liestvagnar, aktýgi, llstivagna- aktýgi. — Alt af liestu gerö. Allskonar ólar og lausir hlutir til söðla- og aktýgjasmíða er ávalt fyrirliggjandi. — Beisli, töskur, svipur, keyri, ístöð, beislistengur margar tegundir o. fl., o. fl. Ennfremur tjöld, vagna- og fiskyfirbreiðslur og efni í þessa hluti. Landsins stærsta og fullkomnasta fyrirtæki í þessari grein. — Sívaxandi viðskifti sanna að hvergi er betra að gera sín viðskifti en í »Sleipni«. Aðgerðir fljótt og vel af liendi leystar. Vörur sendar gegn eftirkröfu hvert á land sem er. Sími Í546. — Símnefni »SLEIPNIR« Laugaveg 74. — Reykjavik. Nýkomnir Ijiiioleum-gólídiikar og Vaxdákar Aí nýjustu gerð. Veröiö eins og áður mjög I6gt. Hjörtur Iínnshon Austurstræti 17. þeim er bent að. Ber því að ó- merkja þau og láta gagnáfrýj- anda sæta sektum fyrir þau sam- kvæmt 219. gr. hegningarlag- anna. Sömuleiðis eru álalin þessi ummæli á bls. 55 í ritinu Versl- unarólagið: sÞessi reikningsaðferð, sem Landsverslunin hefir notað, þarf ekki að vera gerð í sviksamleg- um tilgangi, og fráleitt er að svo sje hjer, en hún getur þó fætt af sjer sviksemi annara. Aðrir geta auðveldlega bygt uppgerð sína á reikningi Landsverslunarinnar, og þannig falið skuldaupphæðir í bili, er reikningurinn er gerð- ur upp, og flutt þær yfir á næsta ár. Sjóðþurð má t. d. auðveld- lega fela á þennan hátt. Og það má gera það í stærri stíl. f*að má fjölga viðskiftamönnum,.sem eru svo góðsamir að kvitta skuld 31. des., þótt hún sje ekki greidd fyr en árið eftir. Og eftir þessu og engu öðru af líku tagi verð- ur að líta, ekki einungis hjá Sambandiuu, heldur og hjá kaup- fjelögum, sem versla beint við Landsverslunina, eða aðra, sem haga kunna reikningsfærslunni á likan hátl«. »í nmmælum þessum felast dylgjur um að aðaláfrýjandi muni ef til vill nota til blekk- ingar slíka reikningsfærslu við- skiftamanna sinna, sem lýst er næst á undan hjá Landsverslun. Ber að ómerkja þessi ummæli og láta gagnáfrýjanda sæta sekt- um fyrir þau samkv. 219. gr. hegningarlaganna«. Ummæli þau sem ómerkt voru, án sektar, hirðum vjer ekki að greina. Pau voru enn mein- lausari. Ef ummæli þau, sem Bj. Kr. er sektaður fyrir, væru borin buðu neyðinni byrginn og hjeldu trygð við forna siði og trú, Og þeir hafa einmitt haft öll skil- yrði til þess að geta bjargast í lengstu lög úti á Herjólfsnesi, því það lá út við hafið og þar var gott til fiskiveiða. En grafarann- sóknirnar sýna greinilega, að lífskjör þessara síðustu norrænu Grænlendinga hafa farið hríð- versnandi. Mjer viröist það fyllilega ó- hugsandi, að meiri hluti nor- ræna kynsins hafi ekki, eftir að bústofninn tók að minka og engin ráð voru til að auka hann, tekið upp lifnaðarháttu Eskimóa, þegar sýnt var hve þeir sköruðu fram úr til hvers konar veiða á sjónum, svo á- gætan útbúnað sem þeir höfðu. Áreiðanlega hafa það einkum verið hinir hygnustu, sierkustu og ötulustu, sem það hafa gert. Þegar þeir áttu ekki annars úrkost en að velja milli banns kirkjunnar og lífsins, þá hafa þeir kosið hið siðara. En þegar þeir höfðu tekið upp lifnaðar- háttu Eskimóa og lært af þeim, þá hafa þeir líka blandað blóði við þá og í næsta ættlið hafa börnin verið Eskimóar og talað eskimósku, eins og nú á tímum jafnan verður þegar Danir og Eskimóar giftast. Eftir nokkra mannsaldra hefir svo hið nor- ræna ætterni gleymst að fullu og áhrif hinnar norsk-islensku menningar hafa smám saman máðst út. saman við allan óhróður Tim- ans um hann, þá mundi bert verða hve háum sektum blaðið hefði getað búist við, ef Bj. Kr. hefði kært sig um að elta ólar við það. Málið flullu bæði fyrir undir- rjetti og Hæstarjetti þeir Björn P. Kalmann af hálfu Sambands- ins og Jón Ásbjörnsson fyrir Bj. Kr. Stóð sókn og vörn í Hæsta- rjetti yfir á þriðja dag og er það einsdæmi hjer. Heimamentun, hnignun hennar og viðreisn. Erindi flutt á fundi U. M. F. »Tindastóll« á Sauðárkróki 3. maí s. 1. Framh. Tillögnr. 1. grein. Samkvæmt lögum er Alþingi semur og samþykkir skal rikisstjórnin skipa 2 menn i 7 manna nefnd, er hafi það starf með höndum, að dæma um þær bækur allar, sem bók- salar og aðrir stærri bókaútgef- endur gefa út. í nefnd þessa, sem kalla mætti »bókadóm- nefnd«, skulu þessir 4 menn vera sjálfkjörnir: Landsbóka- vörðurinn, ritstjóri Skírnis, nor- rænuprófessorinn við Háskól- ann og forseti Pjóðvinafjelags- ins. Og oddamaður sje valinn af Háskólaráði Islands. 2. grein Nefndinni skal skylt vera, að veita bókaútgefendum leiðbeiningar um val útlendra bóka til birtingar á íslensku og gera það jafnt óbeðin, sem beðin. 3. grein. Öllum bókaútgefend- um skal boðið, að senda Bóka- dómnefndinni eitt eintak af hverri bók, sem þeir láta prenta. Auk þess eitt eintak til Þjóð- vinafjel. og annað til Skírnis (eða Bókm.fjel.). 4. grein. Tvisvar á ári skal nefndin senda álit sitt um út- gefnar bækur, frumsamdar og þýddar, til ríkisstjórnarinnar, og skal það álit innihalda ítarJega skrá yfir þær bækur, sem nefnd- in mælir með til kaupa og lest- urs fyrir einstaklinga og lestrar- fjelóg. Einnig skal nefndin mæla sjrrstaklega með þeim bókum, sem að hennar áliti ættu að »komast inn á hvert heimilk. 5. grein. Úr ríkissjóði skal verja 30 þúsundum króna á ári til framkvæmda þessu máli. Skal verja 20 þús. krónum til að selja bestu bækurnar svo ódýrt, að ekki verði almenningi um megn að kaupa þær. 10 þús. krónum skal varið til verðlauna handa þeim út- gefendum, sem gefa út jlestar góðar bœkur, að álit dómnefnd- ar. Og skal veita þrenn verð- laun þannig: 1. verðiaun 5000 kr. 2. verðl. 3000 kr. 3. verðl. 2000 kr. Nefndin dæmir um hverjum verðl. beri að útbýta. Skal hún, auk þess sem áður er getið, miða það álit sitt við innihald bókanna, málið á þeim, pappír og prentun. Og höfuð- áherslu skal hún leggja á, að fræðibækur sjeu hlaðnar góðum myndum, eftir föngum, og Ioks sje höfð hliðsjón af stærð bók- anna. 6. grein. Ríkisstjórnin lílbýlir svo verðlaunum eftir áliti og til- lögum Bókadómnefndarinnar og birtir svo skrá þá, sem áður umgetur yfir bestu bækurnar, í tveim hinum helstu blöðum landsins og í tímaritunum Skírni og Eimreiðinni. Framhald, Margeir Jónsson. t Jón Jacolison fyrv. yfirlandsbókavörður and- aðist á heimili sínu hér í bæ 18. þ. m. Hafði hann átt við vanheilsu að búa síðustu mán- uði. — Verður þessa þjóðkunna merkismanns nánar minst í næsta blaði. Maginis Sigurðsson bóndi á Grund í Eyjafirði and- aðist 18. þ. m. Var hann einn hinn merkasti bóndi á Islandi og mun hans verða nánar minst í næsta blaði. Magnús Guðmundsson ráðherra kom heim á miðvikudag, eftir að hafa haldið leiðarþing víðs- vegar í Skagafirði. Matthías Þórðarson jjjóðmenja- vörður er farinn utan til þess að sækja fornfræðingafund, sem haldinn verður í næsta mánuði í HelsÍDgfors. Vestmanneyjaspítalinn. Nú er verið að byrja á byggingu hans og stendur Páll Lárusson trje- smiður hjeðan úr bænum fyrir verkinu. Skáldin Einar Benediktsson og Einar H. Kvaran voru kjörnir heiðursfjelagar í Bókmentatje- laginu á aðalfundi þann 17. þ. m. 17. júni var hátíðlegur haldinn hjer í Rvik með svipuðu móti og undanfarin ár. Lúðrasveitin skemti á Austurvelli frá kl. 31/2 —4l/a, en þá var gengið í skrúð- göngu suður að leiöi Jóns Sig- urðssonar. Par talaði hinn nýji dómkirkjuprestur, sira Friðrik Hallgrimsson. Er hann maðnr prýðilega vel máli farinn. íþrótta- menn lögðu blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar, en að því búnu var haldið suður á íþrótta- völl og hófst þar lcnattspyrnu- mót íslands. KI. 8 söng karla- kór K. F. U. M. í barnaskóla- portinu. Um lcvöldið var dans- leikur í Iðnaðarmannahúsinu. — Á Akuregri var dagurinn hátíð- legur haldinn með skrúðgöngu um aðalgötur bæjarins, og tóku flest fjelög þátt í henni undir fána sínum. Því næst hófust ræðuhöld á Oddeyrartúni, töl- uðu þeir Steingr. Jónssou bæjar- fógeti, Björn alþm. Líndal, Ragnar Ólafsson o. fl. Þá voru íþróttir sýndar og unað við margskonar skemtun fram yfir miðnætti. Ágóðinn af hátíða- höldunum nam um 3000 kr. og rennur* hann í heilsuhælissjóð Norðlendinga. — Á ísafirði var vígsla hins nýja spítala höfuð- viðburður dagsins. Flutti land- læknir Guðm. Björnson snjalla ræðu og sagði sögu spítalamáls- ins. Spítalinn hefir kostað 280 þús. kr. og verður þar rúm fyrir 50 sjúklinga. Jón Þorláksaon ráðherra hefir síðast talað' á þjóðmálafundum á Breiðumýri, Húsavík og Ak- ureyri og hvarvetna verið tekið með miklum fögnuði að því er símfregnir herma. I dag talar hann á fundi á Blönduósi, en á morgun hittast þeir á fundi á Sveinsstöðum í Húnaþingi — fjármálaráðherra, Pórarinn á Hjaltabakka, Jónas jrá Hriflu og Trgggvi Pórhallsson. Skaðabætur. Stóra norr. rit- símafjelagið hefir greitt Birni Ölafssgni simritara á Seyðisfirði, sem vikið var þar frá starfi í fyrra, 12000 kr. skaðabætur í viðbót við 2500 kr., sem áður voru greiddar. Studentagarðurinn. Þeir bræður Kjartan Gunnlaugsson kaupm., Karl bókari Guðmundsson og Lúðvik Guðmundsson stud. theol. hafa á afmælisaegi móður sinn- ar, frú lngveldar Kjartansdóttur, 31. f. m. ákveöið að gefa Stúd- entagarðinum 5000 kr., eða verð eins herhergis, sem bera skal nafn hennar. Atlmgasem<1. j I 10. tbl. »Varöar« þ. á., er grein með fyrirsögninni »Leik- fjelag Akureyrar«. Er þar vel og maklega minst starfsemi fje- lagsins og ýmsra leikenda á Akureyri. En úr því fjelagsins var minst opinberlega á annað borð, finst mjer að rjett hefði verið að geta herra Hallgríms Valdemarssonar, bróður leik- konunnar ágætu, Margrjelar Valdemarsdóttur. Að vísu hefir hann aldrei leikið sjálfur, en eftir að Margrjet systir hans byrjaði að Ieika, hafði hann mikil afskifti af flestum leik- sýningum bæjarins og studdi með ráði og dáð að framförum í leiklistinni. Hann er einn af stofnendum »Leikfjelags Akur- eyrar«, heíir tekið mikinn þátt í stjórn þess og framkvæmdum og varið kröftum sínum því til stuðnings og eílingar á ýmsan hátl. P. J. Á. Fru Lauridsens Skole Husholdningsseminariet Ankerhus Sorö, Danmark, tekur ungar stúlkur til náms, hvort sem þær ælla sjer að verða kenslukonur síðar, eða taka einungis þátt í venjulegum 5 mánáða námskeiðum, sem hefjast í maí og nóvember. Nánari upplýsingar veiltar þeim, sam þess óska. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.