Vörður


Vörður - 27.06.1925, Side 2

Vörður - 27.06.1925, Side 2
r 4 2 V ö R Ð U R ♦oooooooooooooooooooooog g VÖRÐUB kemur út O á laugardögum Ritstj ó rinn: Kristján Albertson Túngötu 18. S í m a r : O 1452, 551, 364. Afgreiðslan: Laufásveg 25. — Opin 5—7 siðdegis. Sími 1432 Verð: 8 kr. árg. ö Gjalddagi 1. júlí. 8 ♦OOOOOOOOOOOOOQOOOOOOOO* Enn kom þvi stjórnin hjer að. Pessari nefnd leist það fært að taka Ræktunarsjóðinn frá Ríkisveðbankanum fyrirhugaða og eyðileggja hann þar með. Stjórnin fjellst á þetta. Annars voru ýms ákvæðiþörf og góð úr upphaflega frumvarpi stjórnarinnar tekin upp í frum- varp það, sem nefndin samdi. Loks samdi svo stjórnin frv. það, sem fyrir þinginu lá. Nú er auðvitað ekki þægilegt að neita Íhaldsílokknum og stjórn hans um öll afskifti af þessu, en þá segja þeir : En stjórnin tók allan kjarn- an úr málinu og lagði þaðþann- ig fyrir þingið. Hjer skýtur nú dálítið skökku við. Satt er það að vísu, að stjórnin dró úr ákvæðum nefnd- arfrumvarpsins um fjáröflun handa sjóðnum i byrjun. En á hitt er ekki minst, sem bæði var frá hinu upphaflega frumv. stjórnarinnar i frumvarp þetta komið, og svo þær umbætur, sem stjórnin gerði á frumvarp- inu. Stjórnin dró að vísu úr fjár- söfnun þeirri, sem Búnaðarfje- lagsnefndin hafði stungið upp á, en bæði orkar það mjög tví- mælis, hvort í raun og veru hafi verið verið þörf á meira fje í upphafi en stjórnarfrv. fór fram á — það leiðir reynslan í ljós — og svo væri það eítir reynslunni bjer, ekki mjög hygg- in stjórn, sem í slíku áhuga- máli, vildi ekkert eftir skilja handa þinginu til aðgerða og umbóta. Sjest það best á fjár- lagameðferð þinganna, og svo er um flest stórmál, að heppi- Iegt er og hyggilegt, að skilja eftir nokkurt svifrúm. Nei, stjórnina mun nokkuð erfitt að ásaka með rökum i þessu máli, eða hafa af henni aðalheiðurinn af því. En þá kemur meðferðin á þinginu. Hvor flokkurinn lagði þar meira til, ef litið er á þessa tvo stóru flokka þingsins ? Þar verður ekki öðru svarað en karlinn sagði, þegar hann átti að úrskurða hvor væri hærri vexti prófasturinn eða sýslu- maðurinn og vildi hvorugan styggja: Þið eruð hvor öðrum hærri 1 Báðir þessir flokkar sýndust hafa áhuga á að gera málið vel úr garði, og var þó ótrúrra alt hjá Framsókn. Tryggvi Pórhallsson spilaði að vísu út stóra trompinu þegar hann bar fram frv. um Ræktun- arsjóð hinn nýja, en í því var bara ekkert nýtt, heldur var það búnaðarfjelagsnefndarinnar plagg óbreytt með öllu, frumv. pg greinargerð, og var sama sem það hefði aldrei fram kom- ið á þinginu, þvi nefndin lagði stjórnarfrumvarpið tilgrundvall- ar. En það sem hún vildi úr hinu nota, jafn aðgengilegt í nefndarálitinu eins og þó það væri .prentað og tölusett sem skjal og stæði á þvi: Flutnings- maður Tryggvi Þórhallsson. En annað var nokkuð merki- legra. Tíminn hefir oft hamast mjög gegn »Grimsbylýð« og öðrum efnamönnum. En í þessu máli hikaði Tryggvi ekki við aðgera tilraun til að koma hjer á því, sem jafnan hefir þólt svívirði- legast við auðugar stjettir og háskasamlegast, og það er skatt- frelsi hinna riku. Hann vildi lofa mönnum að eignast með tíð og tíma upp undir 20.000.000 krónur, sem væru undanþegnar skatti. Fetta fólst í tillögu þeirri, sem hann barðist fyrir, að gera jarð- ræktarbrjefin skattfrjáls. Það var drepið sem von var. En þá reyndi hann við næstu umræðu að bjarga þó þeim, sem keyptu brjef 1. flokks, og það gæti numið nokkrum milj- ónum ef vel gengi. En það var líka drepið, sem von var. Petta má kalla tromp, miklu fremur en hitt. En nú hefjast grimuklæddar árásir þeirra bændavinanna á þessi lög. Jónas Jrá Hriflu reynir að fleyga málið í Etri deild með frumvarpi sinu um landnáma- sjóðinn. Kjör þau, sem hann býður þar, áttu að sýna hvílíkt flan það væri, að setja á stofn Ræktunarsjóðinn. Enóburðurinn var ekkisetturá. Þá reynir Sveinn i Firði á síðustu stundu, þegar sjeð var fyrir, að málið varð ekki drep- ið eða stöðvað, að skemma frumvarpið svo, að þingmeiri- hlutinn og stjórnin hefði sem minstan veg afmálinu.Búskapn- um og jarðabótunum varð að fórna fyrir svo háleitan tilgang. Ræktunarsjóðurinn mátti nú ekki hafa sina eigin stjórn.held- ur átti að hverfa inn í Lands- bankann, felast. þar vendilega. Af þessu varð þingiðað ganga dauðu. Til sigurs varð að bera mál þetta yfir torfærur þeirra Tíma- manna. Pað er ekki furða þó Fram- sóknin þykist eiga allan heiður af þessu máli I íhaldsflokksstjórn bar það fram. íhaldsþingmaður er Jramsögu- maður nejndarinnar, sem vann mest að málinu, og höfuðkempa. íhaldsflokkurinn fylgdi málinu óskiftur og kveður niður sending- ar Timamanna málinu til spillis. En samt segja þeir: Fram- sóknin á allan heiðurinn af rnálinu. M. íldagará ,8kallagrími‘, Framh. Það var mikið og fjöbreytt lff þarna niðri og mergð af fiski, en við yfirborð sjávarins bar lít- ið á því, að svo væri, þar var lítið að sjá nema öðru hvoru óð stórufsinn uppi i smáum og stórum torfum, og það er karl sem hann að synda; þar sem hann fer með fullri ferð með bakuggana upp úr, eru sporða- köstin svo mikil, að sjórinu er eins og sjóðandi hver. Annars var hann þar i æti, elti augna- sílistorfurnar, (það eru smávax- in krahbadýr) upp um allan sjó, alveg upp í yfirborði og vesalings »sílið« varð þar milli tveggja elda, öðrum megin ufs- inn og hinum megin ritan, sem hamaðist að tíua þessa smæl- ingja upp úr sjónum, með sinum vanalega gauragangi. Svartbak- ur og fýll, sem líka var þarna á ferðinni, gat ekki lagt sig nið- ur við slíka smámuni og lofuðu ritunni að gerja. Einu sinni er jeg var frammi á skipi, kallaði skipstjóri til min ogsagðiaðjog skyldi sjá nokkuð, sem væri fyr- ir framan skipið. Jeg klifraði upp á hvalbakið og sá að skip- ið hjelt (vaipan var úti) beint inn í afarmiklu ufsatorfu ufs- inn var í óða önn að fiska og fór sjer hægt, en þegar skip- ið var rjett komið að torfunni, Af íslensku menningarástandi. Inngangur. Taormina. Siklley. Júni 1925. Enginn sem haidinn er af siðferðisbábiljum eða fagurfræð- ishleypidómum, nýtur að hálfu þeirrar dýrðar -er felst í ásýnd hlutanna. Jeg játa að jeg er ó- fullkominn skoðari, að því leyti sem mjer hættir til að amast við ýmsu, sem fyrir augun ber. Sumt er synd gegn fegurðarhug- myndum mínum, sem lista- manns, sumt gegn hinni kristnu siðferðisvitund minni. Dómar lislamannsins eru miskunnar- lausir og hann sjest hvergi fyrir (ef hann dæmir á annað borð), siðferðispostulinn er hinn grimm- asti harðstjóri, ef hann fær að ráða, — en báðir eru ófull- komnir skoðarar. Vjer myndum okkur ósjálf- rátt einhverskonar málstað (point) gagnvart hverju fyrir- brigði er sjónum vorum mætir á hinu »lithverfa trafi« — »that those who live call Life« (sem lifendur nefna líf), svo að jeg minni á nýprentað snildarverk eftir Bretann Maugham [W. Somerset Maugham: The Pain- ted Veil. Maí 1925.]. Viö óskum að þetta eða hitt mætti fara annan veg en á horfðist. Við förum ofan í treyjuvasana eftir siðgæðiskvaröanum og fegurðar- mæiinum til að skella á alt sem fyrir verður (án þess að í því sambandi sje nauðsyn á að taka fram, að flest siðahugtök okkar eru ekki öðru háð en hjegómlegum venjum og feg- urðarhugmyndirnar hvarflandi lískuútstreymi). Við mæðumst út af því hvað hjtt og þetta sje rangt og ljótt, ófullkomið og ilt. Við erum í hug og hjarta svo geysifjarri hinum fullkomna skoðara, sem fórnar höndum og dáist að hverjum hlut fyrir þá skuld eina að hann skuli vera til, og eignast loks þetta andlátsorð: »Pað sem jeg sá var óviðjafnanlegt« (Tagore). Jeg dvaldi á íslandi árlangt sem áhorfandi. Hlutlaus skoðari, dáði jeg ásýnd ótal hluta. En sem hluthafi í íslensku þjóðerni, varð jeg margra hluta vís, sem mæddu og hreldu. Og þelta er sem reikna má mjer til ófull- komleika. Þjóðerniseinstaklingar, sam- grónir staðháttum, og menn yfirleitt i hverju samfjelagi sem er, og þátt taka í fjelagsmálum, háðir eru fjelagsafkomu, eiga störfum að sinna, verða að láta sig stjórnmál skifta og kanski flokkapólitik, eru þólt gáfaðir sjeu og merkilegir, miður hæfir til að líta heild þá, sem þeir hrærast meðal, í ólitaðri birtu, þ. e. a. s. hlutdrægnislaust. Gestsaugað kann að vera glögt, en ®engu síður hefir þótt við brenpa, að vitlaust hafi gestir sagt af íslenskum staðháttum, og kanski engir vitlausara. Gest- urinn sjer margt; en það er valdast hver gesturinn er. Út- lendingurinn sjer fyrirhrigði manna best, en hann dregur rangar ályktanir, því að hann þekkir eigi orsakirnar til fyrir- brigðanna. Jeg þykist hafa haft ýmis skilyrði til að gera óhlut- drægar athuganir, þar eð jeg dvaldi á landinu hálft sem gestur og hálfvegis heimamaður, með auga gestsins og kunnug- leik heimamannsins, hafði eng- an þann starfa með höndum er staðbindi mig, en umgekst fólk af öllum stjetlum jafnt, stóð utan allra sjerflokka og þó nákunnur ýmsum meðlimum og leiðtogum af fleslum flokkum í landinu, og þótti því ekki ó- sjaldan, sem jeg fyndi, ef svo mætti segja, slagæð þjóðlífsins undir fingurgómum mfnum. En þegar jeg fjalla nú um íslenskt menningarástand, eins og það stendur mjer fyrir sjón- um, þá get jeg ekki ábyrgst nema að þau orð kunni að falla, sem einhverjum myndi þykja miður, en við því verður ekki gert; samviska mín er- að því leyti hrein, að jeg skrifa ekki með því markmiði að hrella neinn, — og heldur ekki til að gleðja neinn, fremur en verkast vill; jeg sltrifa að eins til að segja álit mitt um ýmsa hluti, ef nokkur skyldi láta sig varða. I. Saratal út af beinasleggju. Jeg var á ferð í Borgarfjarð- arsýslu nokkru eftir veturnætur, fótgangandi og einn saman. Var yndislegt á margan hátt að rölta úti á landsbygðinni, fjarri reyk- víkskum kaffikvöldum, grammó- fónum og dagdómum, einn og alfrjáls í blessuðum hauststill- unum, villast um skógivaxna hálsa, vaða ár sem tóku f kálfa, drepa síðan á dyr góðbænda tii náttstaðar. Það var einhvern dag, að jeg beið eftir ferju á bæ nokkrum og sat úti undir vegg á tali við gamlan mann. Par lá fyrir fótum okkar sljett- ur steinn, kringlóttur með gati á. — Hverskonar steinn er þetta? spurði jeg. — O, það er gamall sleggju- haus, var svarið. Pær eru nú ekki tíðkaðar meir. í mínu tók hanu svo mikið yiðbragð, að það var eins og þúsundir hnífa ristu sjóinu í lengjur, þeg- ar fiskarnir þutu allir í eina átt undan skipinu, en sjórinn varð eins og í drifi. í torfunni hafa verið mörg þúsund ufsar. Jeg hafði nóg að gera, að at- huga þetta og svo fiskinn, og svo gat jeg með góðfúslegri að- stoð loftskeytamannsins— Guðm. Jónmundssonar, prests, — safn- að töluverðu af gögnum til ald- ursrannsókna á ufsa og kolateg- undum. Fengum við til þess gott afdrep frammi víð hvalbak- ið, þetta dásamlega skýli og verja fyrir menn og skipiðsjálft, sem án þess mundi ekki þola helminginn af þvi, sem því er boðið. Jeg fór nú að venjast sjónum og gat bjargað mjer sæmlega um skipið, hvar sem var og sneitt hjá hætlunum,sem allstaðar eru fyrir viðvaninginn, En skipverjár litu líka eftir mjer eins og óvitakrakka, aldursfor- manninum á skipinu, og köll- uðu til mín, ef þeim þótti jeg fara of ógætlega. Annars varjeg mest í kring um ílatningsmenn- ina, til þess að athuga fiskinn jafnharðan og hann var slægð- ur, gá að dýrum þegar varpan kom inn og þess á milli upp í stýrishúsi, hjá skipstjóra. Að loknu dagsverki, bauð sá þráð- lausi mjer stundum upp á að hlusta í heyrnartól loftskeyta- stöðvarinnar og fjekk jeg þá að heyra dansmúsikkina á Savoy- Hotel f London, eða ýmsa aðra sönglist og ræðuhöld, já, meira að segja heyrði jeg gamlan kunn- ingja, Big Ben, klukkuna miklu á Parlamentshúsinu í London, slá sin vanalegu slög. Pá varð mjer öllum lokið og hugsaði með mjer: mikið geta mennirn- ir fundið npp. Hver hefði trúað þessu fyrir 20 árum, svo að ekki sje farið lengra aflur í tim- ann I ungdæmi voru barin með þeim bein. — Til hvers var verið að berja bein í yðar ungdæmi? — O, þau voru barin til manneldis, auövitað. Pað hefir ekki altjent verið önnur eins velmegan í landi og á yðar uppvaxtarárum. í mínu ung- dæmi liföi fólkið á beinastrjúgi. — Pólti það sælgæti? — O, það þótti fullgóður matur. Fólk var ekki betra vant; það var ekki matvant; og það vann betur að mat sín- um en nú. Beinunum úr harð- ætinu var haldið saman á sumr- in; þau voru geymd þangað til um hægðist að vetrinum og tími vanst til að mylja þau; svo voru þau sett í súr. Öll bein voru jetin f mínu ungdæmi, frá hraunum og niður í fisk- bein. — Eitthvað hefir þó verið jetið annað en bein? — Já, o, það held jeg; o, margt var nú jetið. Jeg inti enn eftir. — Jú, harðfiskur var oftast til og viðbitsögn, grasagrautur og kálistingur, og nýr fiskur ef eitthvað veiddist, og þá helst í sjávarsveitum. Ketmatur sást á helgum, að minsta kosti á ríkari heimilum; en þegar fram á föstu Ieið, fór að siga á björg- ina bjá öllum almenningi.

x

Vörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.