Vörður


Vörður - 27.06.1925, Side 4

Vörður - 27.06.1925, Side 4
4 VðRÐUR R e i ð t ý g i margar gerðir, þar á meðal hnahkar svo traustir, að tekin er ÍO ára ábyrgö á virkjunum. Spaðahnabkar, aljárnadir. Handvagnar, liestvagnar, alitýgi, listivagna- ahtýgi. — Alt af liestu gerö. Allskonar ólar og lausir hlutir til söðla- og aktýgjasmíða er ávalt fyrirliggjandi. — Beisli, töskur, svipur, keyri, ístöð, bakpokar, veski, klifjatöskur, beislistengur margar tegundir o. fl., o. fl. Ennfremur tjöld, vagua- og fiskyfirbreiðslur og efni i þessa hluti. Landsins stærsta og fullkomnasta fyrirtæki í þessari grein. — Sívaxandi viðskifti sanna að hvergi er betra að gera sín viðskifti en í »Sleipni«. Aögeröir fljótt og' vel af Iiendi leystar. Vörur sendar gegn eftirkröfn hvert á land sem er. Símnefni »SLEIPNIR« — Sími 646. Laugaveg 74. — Reykjavík. ráðnar ýmsar framkvæmdir hans. En verk hans bera þó altaf vitni frábærum stórhuga hans. Og mikillar aðdáunar er það vert, hve langt hann komsf af eigin rammleik, útilokaður frá öllum lærdómi, að heita mátti, á æskuárum sínum. Komst han svo langt, að hann mun mega heita einn af mestu versl- unar- og glöggustu fjármála- mönnum sinnar samtiðar. Og í sögu Eyjafjarðar er engum efa bundið að nafn hans verður ódauðlegt sökum framkvæmda hans. X. Minningarsjóður Torfa Bjarnasonar í Ölafsdal. Á fundi, sem nokkrir nem- endur Torfa heitins Bjarnason- ar, skóiastjóra i Ólafsdal, hjeldu með sjer hjer í Reykjavik, hinn 10. þ. m., til að ræða um fram- kvæmdir á ákvörðun þeirri, er nokkrir af nemendum hans höfðu tekið við jarðarför hans (i júlí 1915), um að stofna minningarsjóð, erberi nafnhans, vorum vjer undirritaðir kosnir til að koma málefni þessu í framkvæmd. Aðaltilgangur sjóðsius á að vera sá, að styðja að starfsemi í sama anda og Torfi heitinn sýndi í lífsstarfi sínu, sem sje að efla og styðja íslenskanland- búnað og fslenska bændamenn- ingu. Er því tilætlunin sú, að verðlauna úr sjóðnum framúr- skarandi dugnað í búnaði, ný- ungar, sem reynast vel og geta orðið öðrum til fyrirmyndar og landbúnaðinutn til eflingaro.s.frv. Nú með því að verkefni sjóðs- ins verður afar víðtækt, ef hann á að ná tilgangi sinum, þá er augljóst, að fje það, sem þegar er safnað, er svo lítið, að það getur ekki komið að neinum verulegum notum, fyr en seint og síðarmeir, nema röggsamlega sje hafist handa um fjársöfnun til sjóðsins sem allra fyrst. Hug- mynd frumkvöðla þessa máls er sú, að nefndur sjóður geti teldð til starfa eigi sfðar enáriðl930, á aldarafmæli Torfa heitins. Samkvæmt framansögðu leyf- um vjer oss því hjermeð vin- samlegast að mælast til við nemendur Torfa heitins, hvar sem þeir dveljast, þá sem enn eru á lffi, að þeir leggi fram sinn skerf til sjóðsins, hver eft- ir sfnum efnum og áslæðum,og beiti sjer auk þess fyrir frekari fjársöfnun hjá þeim öðrum, sem þeir álíta lfklega til að vilja heiðra minningu Torfa heitins á sama hátt. Alt fje sem safnast í nefndan sjóð, sendist meðundirrituðum formanni nefndarinnar, fyrv. alþm. Guðjóni Guðlaugssyui, Reykjavík. Þó geta þeir, sem bú- settir eru í Reykjavík og ná- grenninu, og sem vilja styðja umrætt málefni, snúið sjer til hvers af oss undirrituðum, sem þeir kjósa, með framlög sín til sjóðsins. Sama gildir einnig fyr- ir þá, sem annarstaðar eru bú- settir, ef þeir kjösa það frekar en að snúa sjer til annara stofn- enda, þó nær þeim sjeu. Vesturheimsblöðin »Heimkr.« og »Lögberg« eru vinsamlegast beðin að taka áskoran þessa til birtingar. Reykjavík 14. júní 1925. Guðjón Guðlaugsson form. nefnd. Guðm. Bergsson, Tjarnargötu 14. Jón Sigurðsson, Vesturgötu 59. Jón Jónatansson, Lindargötu 20B Metúsalem Slejánsson, Grettisg. 53. Utan úr heimi. Roald Amundsen. Norðurheimsskautsflugið. Það hefir áður verið frá því skýrt hjer í blaðinu, að menn voru farnir að óttast um Roakl Amundsen og fjelagahans og að stofnað hafði verið til leiðangra til þess að leita þeirra. En 18. þ. m. komu þeir aftur fljúgandi að norðan og náðu heilu og höldnu f Kings- bay á Spitsbergen, en þaðan höfðu þeir lagt upp i flugvjel- um sínum. Mikla hrakninga höfðu þeir komist í á ferðinni. Á norður- leið hreptu þeir hvassviðri og hrakti þá af leið, en er þeir höfðu eytt helmingi af bensíni þvi er þeir höfðu meö sjer, tóku þeir að svipast um eftir lend- ingastað. Höfðu þeir hvergi á leiðinni sjeð nægilega stóran sljettan flöt á ísnum, til þess að hægt væri að Ienda vjelunum þar og hefja þær þaðan aftur til flugs. En nú flugu þeir yfir stóra vök, þá fyrstu sem þeir höfðu sjeð á leiðinni og settust á hana. En von bráðara inni- lokaðist önnur flugvjelin milli hárra ísjaka, og meðan þeir voru að reyna að forða henni, lagði alla vökina og fraus þá hin flugvjelin föst í ísinn. Þeir fjelagar gerðu nú afstöðu- mælingar og komust að raun um að þeir voru á 87. stigi og 44. mínútu norðlægrar breiddar. Þeir mældu eiunig sjávardýpið og reyndist það 3750 metrar. Ályktar Amundsen af því að vart geti hugsast að land sje á póln- um eða í nágrenni hans. Þeir fjelagar ákváðu nú að halda ekki Iengra norður á bóg- inn, en að leggja alt kapp á að komast lieilu og höldnu heimleiðis. Var nú matarskamt- urinn 300 gröm á dag, til þess að þeir gætu haldið sem lengst í sjer lííi þar norður frá, því fyrirsjáanlegt var að lengi mundi dragast að þeir kæmust af stað. í 24 sólarhringa voru þeir að losa aðra flugvjelina úr vökinni og sfðan að koma henni yfir ís- hröngl og hrannir upp á ísjaka þann er hæstur var í námunda við þá. Á þennan jaka mynduðu þeir flöt, nægilega stóran til þess að hægt væri að hefja vjelina þaðan til flugs. Hinn 14. júní kom sprunga í ísjakann, þveit yfir svæðið, sem þeir voru búnir að jafna. Var nú ekki annars kostur en að reyna að hefja flugið sem skjótast. Þeir skildu alt eftir, sem þeir gátu án verið á heimleiðinni og flugu af stað sunnudagsmorgunin 14. þ. m. og náðu til Spitsbergen eftir 8V2 klst. flug. Skeyti lierma að þeir hafi allir komið horaðir og þjakaðir úr förinni, sjerstaklega beri mikið á því, hve Amundsen sje miklu ellilegri og þreytulegri en áður. Sjálfur segist hann aldrei hafa komist í hann svo krappan fyr, ekki þegar örðugastur var Suð- urpólsleiðangurinn. ílr Þingeyjarsýslu er skiifað: Jón Porláksson fjármálaráðherra boðaði og hjelt tvo þjóðmála- fnndi í Þingeyjarsýslu, að Húsa- vík og Breiðumýri og voru þeir vel sóttir. Ráðherrann fjekk bestu áheyru á báðum fundunum, enda voru ræður hans frábær- lega skýrar og að sama skapi kurteis framkoman. Mest talaði hann um fjármál vor og svo um slefnu íhaldsflokksins og fyrirætlanir. Mótstöðumönnun- um gaf hann þá dýrð sem þeir áttu skylda og jafnvel meiri, og er þessháltar höfðinglyndi fá- gætt á þjóðmálafundurn. Mörg- um þótti ráðherrann aufúsugest- ur og þörf mikil á komu hans í Þingeyjarsýslu, sem engir and- legir höfðingjar þjóðmálanna hafa heimsótt slðan Hannes Hafstein reið um hjeraðið. JÓn Lelfs og frú hans eru væntanleg hingað í sumar. Nína Sæmundsson myndliöggv- ari er nýkomin frá útlöndum til Reykjavíkur. Bjarni Björnsson leikari dvel- ur nú í filmbænum Hollywood í Kaliforníu. Segir í brjefi sem Jens B. Waage bankastjóra hefir borist frá filmfjelagi þar, að B. B. sje leikari, senr sje tekinn að geta sjer orðstýr í Hollywood — »an actor who is coming to the front in Hollywood«. Hvort Bióið verður fyr til að sýna stóra ameríska Bjarna Björns- sonar-filmu? Áriii Guðnason frá Ljótar- stöðum i Landeyjum lók nýlega meistarapróf i ensku við Hafn- arháskóla með hárri I. einkunn. Háskólinn. Rektorsval fór þar fram, að venju 17. þ. m. og var Magnús Jónsson prófessor val- inn rektor fyrir næsla háskólaár. Prestkosníngar. Til Skútu- staða var nýlega kosinn með lögmætri kosningu, síra Hermann Hjartarson i Laufási, með 159 atkvæðum, öllum sem greidd voru. Enn fremur fór nýlega fram prestskosning f Ögurþinga- prestakalli. Kosinn var sfra Óli Ketilsson, settur prestur þar. — Hlaut liann öll atkvæði, sem greidd voru, að undanteknu einu, sem var ógilt, eða alls 156. Frú Björg Þorláksdóttir Blöndal hefir skrifað doktorsritgerð á frönsku, sem Sarbonne-háskól- inn í París hefir tekið gilda. Frá Seyðisfirði er símað 23. þ. m.: Hjer eystra hefir verið einstök veðrátta í vor, stöðugt sólskin að kalla, hlýindi ogregn- skúrir stöku sinnum og því mik- ill gróður kominn. Er álit manna hjer, að belra vor hafi ekki komið síðan fyrir aldamót. Vatnavexlir voru óvenjulega miklir um fyrri viknamót. Lag- arfljót var óvenjulega mikið og flóði yfir eystri bakka og skemdi þjóðveginn lílilsháttar. Fiskafli á róðrarbála og smávjelbáta er á- gætur; á grunnmiðum er nokk- ur afli á slærri vjelbáta. — Nýtt blað hefir hafið göngu sina á Eskifirði, en er prentað lijer. Heitir það Röðull og er ritstjóri Arnfinnur Jónsson skólasljóri. Frá Þórshöfn i Færeyjum er símað að tveir menn liafi lagt af staðan til Björgvinjar í opn- um bát, sem er bygður nákvæm- lega eins og skip víkinga. Ragnar Ólafsson kaupmaður á Akureyri hefir gert ráðstafanir til þess að láta höfða meiðyrða- og skaðabótamál á hendur rit- stjóra Verkamannsins fyrir brígsl- yrði um sviksamlega kolasölu. Krefst hann 20 þúsund króna í skaðabætur. Sjúkraskýli eru Mýrdælingar nú að reisa i Vik og nýja bú- stað handa lækni sfnum í sam- bandi við það. Stefán frá Hvitadal er að yrkja mikið kvæði um Jón Ara- son, og ráðgerir að gefa það út í haust. Möhlholm-Hansen, danskur grasa fræðingur, er nýkominn til Reykjavikur og ætlar að ferðast um landið í sumar til gróður- athuguna. 1 fylgd með honum verður Árni Friðriksson stúdent, sem les náttúrufræði við Hafn- arháskóla. H. J. Hólmjárn búfræðiskandi- dat og efnafræðingur, sonur Jós- efs fyrv. alþ.m. Björnssonar, er nýkominn hingað til bæjarins. Ætlar hann að dvelja hjer á landi við jarðvegsrannsóknir í sumar. Gllðlast-málið, sem áður heílr verið frá skýrt hjer í blaðinu, hefir nú verið dæmt í undir- rjetti. Var Brgnjólfur Bjarnason dæmdur í 30 daga einfalt fang- elsi. Dómurinn er skilyrðisbund- inn, þannig að refsingin verður ekki framkvæmd nema að B. B. verði á ný sekur um guðlast. Guðmundur Friðjónsson fráSaudi kom til bæjarins nú í vikunui og ráðgerir að dvelja hjer hálf- au mánuð. Alislór ljóðabók kem- ur út eftir hann með haustinu. Ræktunarsjóðurinn tekur bráð- lega til starfa. Forsljórastaðan hefir verið auglýst laus til um- sókuar, eru byrjunarlaunin 4000 kr. með dýrlíðaruppbót. Um- sóknarfrestur til 1. júlí. Fjár- málaráðherra veilir. Frá Akureyri er símað 25. þ. m.: Aðalfundur klæðaverksmiðj- unnar Gefjun lauk nýlega. Árs- arður varð um 80,000 krónur, mest að þakka aukinni fram- leiðslu. Er hagur verksmiðjunn- ar nú í miklum blóma. Sjóðir hennar eru nú um 200,000 kr. og er helmingurinn varasjóöur. Framkvæmdarstjórn var endur- kosinn: Ragnar Ólajsson, Pjetur Pjetursson og Siglryggur Jónsson. — í aðalhluta Akureyrarkaup- staðar er nú unnið að holræsa- gerð og gangstjeltalagning. Leiðrjcttingr. í greininni Samv-. molar frá Svíþjóð, í 24. tbl. Varðar, hefir misprentast: Ef reiknað er eftjr viðskiftamagni sarav.ijel. og kaupm.vcrslananna, verður niður- staðan sú, að skattar samv.fjel. eru 85°/o, en kaupm.verslananna 667o, en á að vera að skattar samv fjel. eru 0,85°/o, en kaupm.verslananna 0,667». Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.