Vörður - 11.07.1925, Síða 1
/
íl"
RitstiSri og ábyrgð-
armaður
Kristján Albertson
Túngö/u 18.
III. ár.
Reykjavík 1 1. júlí 1925.
29. blað.
Geíinn iit af Miðstjórn íhaldsflokksins.
Stefnur í skattamálum
R e i ð t ý g i
margar gerðir, þar á meðal linakkar svo traustir, að
tekin er ÍO ára ábyrgð á virkjunum.
Spaðalui akkar, aljárnaðir.
Ilaiidvagnar, hestvagnar, aktýgi, listivagua-
aktýgi. — Alt af bestu gerð.
Allskonar ólar og lausir hlutir til sööla- og aktýgjasmíða
er ávalt fyrirliggjandi. — Beisli, töskur, svipur, keyri,
ístöð, bakpokar, veski, klifjatöskur, beislistengur margar
tegundir o. fl., o. 11.
Ennfremur tjöld, vagna- og íiskyfirbreiðslur og efni í
þessa hluti.
Landsins stærsta og fullkomnasla fyrirtæki í þessari
grein. — Sívaxandi viðskifti sanna að hvergi er betra að
gera sin viðskifti en í »Sleipni«.
Aðg-eröir fljótt og vel af liendi leystar.
Vörur sendar gegn eftirkröfu hvert á land sem er.
Simnefni »SLEIPNIR« - Sími 646.
Laugaveg 74. — Reykjavík.
Uppspnni stjórnaranðstæðinga.
1 blöðum og á mannfundum
hafa fyrirsvarsmenn Framsókn-
arflokksins verið undanfarið að
reyna að breiða út ósannindi
um stefnu íhaldsflokksins í
skatlamálum. Um stefnu sins
eigin flokks i skattamálum þegja
þeir aftur á móti, þó ætla megi
að henni sjeu þeir svo kunnug-
ir, að frá henni gætu þeir
sagt satt. Um íhaldsflokkinn
segja þeir það, að hans stefna
sje sú, að leggja nefskatta á
menn, eða láta alla borga jafn-
mikið án tillits til efnahags. Á-
tylluna fyrir þessari fjarstæðu
sinni hafa þeir fundið í því, að
dóms- og kirkjumálaráðuneytið
lagði fyrir síðasta þing frv. eitt
frá »Sparnaðarnefndinni« svo
nefndu, sem fór fram á nokkra
hækkun á sóknargjöldum. Til-
drög málsins voru þessi:
Pingið 1924 skoraði á stjórn-
ina að skipa nefnd milli þinga,
til þess að athuga »hversu spara
megi útgjöld ríkissjóðs við starf-
rækslu á hinum ýmsu greinum
rikisrekstursins«. Samkvæmt
þessu skipaði stjórnin algerlega
ópólitíska nefnd, og áttu þeir
sæti i henni Lárus H. Bjarna-
son hæstarjettardómari (form.),
Guðm. Hannesson prófessor, Ól-
afur heitinn Briem formaður
Sambands ísl. Samvinnufjelaga,
Þorst. Þorsteinsson skrifstofu-
stjóri og Guöm. Sveinbjörnsson
skrifstofustjóri í dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu. Þessi nefnd
samdi ýms lagafrv., sem miöuðu
að því að færa niður útgjöld
ríkissjóðs, og afgreiddi þau til
stjórnarinnar, en stjórnin lagði
þau aftur fyrir þingið. Fað varð
að teljast bein skylda stjórnar-
innar að leggja þau frv. nefnd-
arinnar fyrir þingið, sem fólu í
sjer sparnað á fje ríkissjóðs, þar
sem þingið hafði óskað eftir
nefndarskipun beint í þeim til-
gangi, auk þess sem þetta var
sjálfsögð kurteisisskylda við
nefndarmennina, sem unnu verk
sitt kaupiaust fyrir tilmæli
stjórnarinnar.
Sóknargjöldin.
Eitt af frv. sparnaðarnefndar-
innar fór fram á það, að hækka
»presfgjaldið«, sem ákveðið var
með lögum árið 1909 úr 50
au., sem það heflr verið alla tíð
siðan, upp í 3 kr. Þetta prest-
gjald rennur ekki í ríkissjóð,
svo sem kunnugt er, heldur í
prestlaunasjóð svo nefudan, og
úr honum eru svo greidd laun
presta og prófasta, en ríkissjóð-
ur leggur honum til það sem á
vanlar að hans eigin tekjur nægi
fyrir gjöldunum. Sparnaðar-
nefndin getur þess nú í greinar-
gerð sinni fyrir frv., að fyrstu
árin eftir að þessi nýja skipun
komst á eða 1910 og 1911, hafi
framlag ríkissjóðs til prestlauna-
sjóðs verið um 50 þús. kr. á ári,
en sje nú orðið 300 þús., og
hafi því sexfaldasL og segir síð-
an: »En prestgjal^jjjamkvæmt
lögum nr. 40, 1909, hefir alt. af
haldist óbreytt, þrátt fyrir stór-
kostlegt verðfall peninga. Er það
sennilega einasta almennings-
gjaldið, sem ekki hefir verið
hækkað. Þannig var kirkjugjald-
ið, sem lögmælt var með sömu
lögum og prestgjaldið, hækkað
með lögunum nr. 29 1921, úr
75 aur. á mann upp í 1 kr. 25
au. Prestgjaldið mundi nú í
raun og veru ekki vera helm-
ingur móts við það, sem það
var framan af. Virðist því ekki
áhorfsmál að hækka það, enda
er niðurjöfnunargjald fríkirkju-
manna, a. m. k. hjer í Reykja-
vik, mun hærra en samanlagt
niðurjöfnunargjald þjóðkirkju-
manna hjer til presta og kirkju«.
En hvað hefir nú stjórnin sagt
um þelta frumvarp? Athuga-
semdir hennar hljóða þannig:
»Frumvarp þetta er komið frá
nefnd þeirri, er skipuð hefir
verið samkvæmt þingsályktun
efri deildar Alþingis 1924, uin
nefndarskipan til íhugunar sparn-
aði í ríkisrekstrinum, og vísast
til greinargerðar nefndaiinnar,
er hjer fer á efliror.
Þetta er alt og sumt sem
stjórnin leggur til málsins.
Frumvarpið var auðvitað lagt
fram af dóms- og kirkjumála-
ráðherranum, sem kirkjumál. Ef
það hefði verið skoðað sem
skattamál, þá hefði fjármálaráö-
herranum borið að flylja það.
Málið kom fyrir efri deild,
þar sera stuðningsmenn stjórn-
arinnar voru í algerðum meiri
hluta, en fjekk þar ekki fylgi og
var felt.
Það tnun, jafnvel í íslensku
sljórnmálalífi, vera leitun á jafn-
staðlausum blekkingum eins og
þeirri, að þetta frv. sýni stefnu
stjórnarinnar og Ihaldsflokksins
í skattamálum.
í fyrsta lagi getur það aldrei
skoðast sem stefnumál, hvort
krónutala gjalda hækkar að til-
tölu við lækkandi peningagildi,
eða eitlhvað í áttina til þess.
Rás viðburðanna hefir yfirleitt
knúið fram slíka hækkun á
kiónutölu verkakaups, launa,
afurðaverðs og yfir höfuð allra
tekna og gjalda.
í öðru lagi er það blekking,
að gera lagafrumvarp ópólitiskr-
ar milliþinganefndar að stefnu-
máli sljórnmálaílokks, án þess
að sá flokkur sjálfur hafi tekið
málið upp og borið það fram
sem silt mál.
Og loks er það blekking, að
telja kirkjumál, sem flokkurinn
hefir ekki einu sinni fylgt í
þinginu, vera slefnumál þess
flokks í skaltamálum.
Kirkjumál.
Urn sjálfa tillöguna, að hækka
prestgjöldin að krónutali, má
ýmislegt segja með og móti, eins
og um prestgjaldið sjálft fráupp-
hafi. Hjer skal að eins bent á
grundvöllinn fyrir þessu gjaldi,
því að á honum verða allar
umræður um það mál að byggj-
ast, ef vit á að vera í þeim.
Prestgjaldið er bygt á þeirri
grundvallarhugsun, að meðlim-
ir þjóðkirkjunnar eigi einir að
bera kostnaðinn við sjálfa prests-
þjónusluna í þjóðkirkjunni. Með-
limir annara viðurkendra trú-
arbragðafjelaga eða kirkjufjelaga
eru undanþegnir þessu gjaldi
en verða aftur að bera kostn-
aðinn við sína eigin guðsþjón-
ustu. Það hefir þólt ósæmilegt
að neyða menn tilað berakostn-
að við guðsþjónustu, sem er ó-
samkvæm þeirra eigin trú eða
helgihaldi. Ef prestsþjónusta og
kirkjuhald þjóðkirkjunnar væri
koslað að öllu leyti af ríkis-
sjóði, þá væru utanþjóðkirkju-
mennirnir í landinu þar með
neyddir til að bera kostnaðinn
til jafns við þjóðkirkjumenn
sjálfa, af því að skattalöggjöfin
gengur jafnt yfir alla. Með þessu
væri áðurnefnd gruDdvalIarhugs-
un alveg brotin, Nú má vera
að ulanþjóðkirkjumenn hjer í
landi hafi aldrei krafist þess, að
hugsuninni um algerða skift-
ingu guðsþjónustukostnaðarins
milli trúarbragðaflokkanna væri
fylgt út í ystu æsar, enda gerir
stjórnarskráin ráð fyrir að rík-
ið veiti þjóðkirkjunni sjerstak-
an stuðning, og frá upphafi hef-
ir ríkið greitt nokkurt framlag
til prestlaunasjóðs hennar. í
upphafi var þó ríkissjóðstillagið
talsvert lægra en prestgjöldin.
En vegna lækkunar á peninga-
gildi og þar af leiðandi launa-
hækkunar að krónutali er uú
svo komið, að ríkissjóðstillagið
er orðið ferfalt á við prests-
gjöldin. Að fjórum fimtu hlut-
um bera nú utanþjóðkirkjumenn
guðsþjónustukostnaðinn í þjóð-
kirkjunnitil jafnsvið þjóðkirkju-
menn sjálfa. Engan þarf að
furða á þvi, þótt nú komi fram
einhverjar raddir um rjettingu
á þessu. Tvær uppástungur hafa
komið fram. Önnur frá sparn-
aðarnefndinni, sem hjer var um
rætt. Eftir henni mundu þjóð-
kirkjumenn eins og nú stendur
kosta prestsþjónustu sína að 2/s
en ríkissjóður, eða aliir gjald-
endur sameiginlega, að 8/B eða
þar um bil. Hin uppástungan
er gömul — aðskilnaður ríkis
og kirkju. Eftir henni yrði hvert
kirkjufjelag einsamalt að kosta
sína prestsþjónustu að öllu leytí.
Skoðanir manna munu vera
lalsvert skiftar um það, hve
mikla áherslu beri að leggja á
þá hugsun, að losa hvernmann
við gjald til annarar guðsþjónustu
en sjálfs sín. Þeir sem heimta
skilnað rikis og kirkju, eru kröfu-
frekastir í þessu efni. Einhverj-
ir kunna að vera til, sem vilja
bæta úr misrjettinu með því að
láta ríkissjóð einnig taka þátt í
guðsþjónustukostnaöi annara
kirkjufjelaga en þjóðkirkjunnar.
Þessi skoðanamismunur er ali-
ur um kirkjuraál, en á honum
verða allar skynsamlegar um-
ræður um prestgjöldin sjálf eða
hækkun þeirra að byggjast. Pau
eru og hafa ávalt verið hreint
kirkjumál.
Nefskattur til ríkissjóðs er nú
enginn til hjer á landi og eng-
in tillaga hefir komið fram á
siðari árum um að lögleiða
neinn slíkan skatt. Alt Tíma-tal
um það eru blekkingar einar.
Stefnornar tvær.
Ósannindum þeirra Fram-
sóknarforkólfanna um stefnu í-
haldsílokksins í skattamálum
verður auðvitað best hnektmeð
sannri frásögn um þessa stefnu.
Sá er jafnan veikleiki lyginnar
en kraftur sannleikans, að þeg-
ar þau eru leidd saman, þá
verður lygin að engu — eins og
myrkrið fyrir birtunni.
Hjer á landi eru nú uppi
tvær stefnur i skattamálum.
Önnurþeirra er islenska stefnan.
Iienni fylgir íhaldsflokkurinn.
Hilt er útlenda siefnan. Henni
fylgir sósialistaflokkurinn og sá
hluti Framsóknarflokksins, sem
Jónasi frá Hriflu hefir tekist að
binda ásamt sjálfum sjeri spyrðu-
band þeirra sósíalistanna. Verð-
ur gerð grein fyrir þessum tveim
stefnum i næsta kafla.
(Frh.)
Leiðarþingið
á Sveinsstöðum.
í’ingmaður kjördæmisins Guðm.
Ólafsson hafði boðaö fund þenna
eftir að hafa áður boðað leiðar-
þing á þrem stöðum öðrum í
kjördæminu, — Bólstaðarhlíð,
Skagaströnd og Blönduósi. Á
Skagastr. og Bl.ósi mættu svo
fáir aö ekkí þótti fundarfært, í
Bólst.hl. komst á fundur með
örfáum mönnum. En á Sveins-
slöðum fór á annan veg. Iíom
þar saman fjölmenni hið mesta
er nokkru sinni mun hafa átt
sjer stað á leiðarþingi hjer í
sýslu.
Um hjeraðið hafði borist, að
á þessum fundi yrðu staddir,
þeir Jón Porláksson fjármála-
ráöherra, Jónas Jónsson 5. lands-
kjörinn þingmaður og Tryggvi
Pórhallsson ritstjóri. og mun
þetta hafa verið aðalorsökin til
fjölmennisins.
Eflir að þingm. kjördæmisins