Vörður


Vörður - 11.07.1925, Page 2

Vörður - 11.07.1925, Page 2
2 V Ö R Ð U R G. ÓI., hafði sett leiðarþingið og nefnt til fundarstjóra Jónas Bjarnason frá Litladal, skýrði hann frá ýmsum lögum er sett voru á síðasta alþingi. Þótti mörgum að vanda sá lestur þingm. nokkuð þur og leiðin- legur, höfðu víst fæstir gert ferð- ina til að hlusta á hann. Kendi að vonum nokkurrar gremju og óánægju hjá þingm. við saman- burð á aðsókn að þessum fundi og hinum leiðarþingunum. Væri ekkert ólíklegt þó hann liti svo á, að fylgi hans og álit sem stjórnmálamanns mundi ekki vera neitt sjerlega mikið í kjör- dæminu. Næstur flutti Jónas Jónsson, lVa klt. ræðu. Kendi þar meiri æsingar og öfga, en hinir ró- legu bændur hjer eiga að venj- ast. Ræðumaður veittist sjer- staklega að Pórarni Jónssyni í fyrstu ræðu sinni í sambandi við ritdeilu þeirra undanfarið, svo mjög, að slíkt virtist hafa verið meginerindi hans á fund- inn. Mun þó varla orka tvímæl- is, að Þ. J. sje með mikilhæf- ustu mönnum á þingi nú um skeið og beri mjög af stjettar- bræðrum sínum þar, siðan Pjet- ur Jónsson frá Gautlöndum leið. Skal hjer á fátt eitt drepið af því er fram kom í ræðum Jón- asar. Hann talaði um blöðin. Taldi Morgunblaðið aðalblað í- haldsflokksins. Aðaleigendur og stjórnendur þess væru útlend- ingar. Gjafablaði væri útbýtt handa bændadeild Morgunblaðs- ins, o. s. frv. Póttist alt vilja gera fyrir bændur, sjerstaklega þó kaupfjelögin og »sambands«- bændur. Virtist ekki telja stærri útgerðarmenn eða verslunarstjett landsins (utan kaupfjelaganna), eiga neinn tilverurjett eða laga- vernd skilið o. fl. — alt margend- urtekin Tímaspeki. Sagði, að Bjarni frá Vogi hefði spurt Framsóknarflokkinn, á síðasta þingi, hvað hann vildi bjóða í fylgi silt. Gaf þannig í skyn að Bjarni hefði boðið sig til kaups, og íhaldsflokkurinn mundi hafa boðið hæst. »Sorglegasta málið á þingi«, hvað Jónas hafa verið afnám einkasölu ríkisins á tóbaki og steinolíu. Virtist sorg ræðumanns einlæg og al- varleg í þessu sambandi, mun það engan undra, er stjóinmála- feril hans þekkja og skoðanir. Frá sjónarmiði róttæks sósialista eða kommunista var þetta, sem stefnuatriöi, í raun og veru sorg- legt og stórfeldur ósigur, en frá þessu sjónarmiði einu gat þarna verið um sorglegan atburð að ræða. Þá lofaði ræðumaður mjög ræktunar- og landnáms- sjóðsfrumvarp sitt frá síðasta þingi, og reyndi að tala þar mjög til tilfinninga bænda en síður skynsemi, og varaðist mjög að láta þá finna kommúnisma- bragöið að frumvarpinu, sem þó erfitt er að leyna. Að einum fundarmanni, velmetnum bónda úr vestursýslunni, sem Htils- hátlar tók fram í meðan Jónas talaði, vjek hann þeim prúð- mannlegu ummælum, að hann væri »leigudýr Berléme’s« (líkl. átt við Berléme stórkaupmann hinn danska).Fundarmennsýndu annars þessum ræðumanni, eins og öðrum á fundinum, þá sjálf- sögðu kurteisi að gefa gott hljóð yfirleilt. Pá tók til máls fjármálaráð- herra Jón Porláksson og flulti mjög snjalla l1/* klt. ræðu. Ját- uðu það ýmsir hinir merkustu menn af pólitiskum andstæð- ingum hans eftir fundinn, að ræður hans hefðu verið ein- hverjar hinar allra bestu erþeir hefðu heyrt stjórnmálalegs efn- is. Þar gátu menn heyrt að var maður sem talaði af áhuga og þekkingu um fjármál þjóðar- innar, maður sem heflr lagt sig í verk sitt af kostgæfniog strangri alvöru, maður sem ekki verður annað sjeð um en eigi skilið óskorað traust og virðingu þjóð- arinnar í þeirri stöðu sem hann nú er. Var hressandi eftir þá þolinmóðu sjálfsafneitun sem fundarmenn fyrir kurteysissakir urðu á sig að leggjaundirnæstu ræðu á undan, aðhlusta áþenna ræðumann. Skýrði hann ítar- lega frá fjárhag landsins á all- mörgum umliðnum árum, gerði skýra og ljósa grein fyrir fjár- málastefnu sinni og íhalds- flokksins, talaði allítarlega um ýms hinna stærri mála á síð- asta alþingi, og leiðrjetti jafn- framt ýmsar villandi frásagnir 5. landskjörins í næstu ræðu á undan. Næsti ræðumaður var Pórar- inn Jónsson. Að gefnu tilefni varð hann mjög að beina ræðu sinni að J. J. og svara ýmsum árásaratriðum hans. Varð J. J. þá allsekur um hið sama er hann vitti hart bjá öðrum áður, því ekki gat hann nú stilt sig um að þverbrjóta fundarreglur með því að taka fram í fyrir ræðum. mörgum sinnum bæði undir þessari ræðu P. J. og þó einkum siðar á fundinum, því þá mátti heita samtal milli þeirra er í\ J. hjelt síðustu ræðu sína, enda saumaði hann þá aliþjett að J. J. og kom honum oft í talsverðan bobba út af fyrri um- mælum í skrifum hans um Þór- arinn T. d, hafði J. J. sagt að enska lánið hefði á sínum tima verið tekið að meira eða minna leyti til þess aðfullnægja eyðslu- loforðum P. J. Spurði nú P. J. hver þessi loforð hefðu verið. Varð J. J. ógreitt um svar, en til þess að láta það þó eitthvað heita, nefndi hann launalögin frá 1919, þar sem Þórarinn hefði verið framsögumaður. Pá minti hann Jónas á, að hann hefði í þessu máli sem fram- sögumaður nefndarinnar talað jafnt fyrir munn Framsóknar- manna sem annara, í nefndum beggja deilda hefðu starfað sam- an 12 þingmenn eða nær ^/i hl. þingsins. Petta er aðeins tekið sem eitt dæmi af mörgum, til þess að sýna hvers kyns voru árásir J. J. á Pórarinn. Þessu næst talaði Tryggvi Pórhallsson. I öndverðri ræðu sinni lýsti hann því yflr skýrt og skorinort, að öll sin »stjórn- málamenska snerist um hag bænda og landbúnaðara. Pótli vist öllum þeim bændum og öðum er á hlýddu, sem annað- hvort væri nú ræðumaður sjer- staklega að reyna að geðjast áheyrendum (bændum) með þessu, eða þá hitt, sem miklu líklegra er, að stjórnmálamaður- inn í Tryggva mundi vera lit- ilsháttar og bröngsýnn. Góður stjórnmáltun.^ur eða alþingis- maður tyrir^land og þjóð er sá einn, sem lætur sjer af óhlut- drægri einlægni ant um alla at- vinnuvegi og allar stjettir lands- ins, sem annars hafa tilveru- rjett. Petta vita húnvetnskir kjósendur, bændurnir. Og þeir vita meira. Peir vita vel að ef tilslakanir þær við útlendinga á fiskiveiðalöggjöf landsins, sem sumir forkólfar Framsóknar- flokksins virtust ráðnir á sinum tíma til að gera gegn tilslökun Norðmanna á kjöttolli, hefðu komist í framkvæmd, og inn- lendi útvegurinn þar með farið i mola, þ á mundi hafa þyngst að miklum mun byrði bænda- stjettarinnar. Eitt var það í ræðu Tryggva, sem vakti al- menna furðu. Hann komst svo að orði um Sigurð Sigurðsson frá Kálfafelli, að hann áliti þann mann hafa gert samvinnufje- lagsskapnum á landi hjer mest- an skaða, allra manna. Þetta rökstuddi ræðumaður ekkert. Pessi maður, Sig. Sig., virðist hafa allra manna skýrast og ♦OOOOOOOOOGOOOOOOOOOOOO* o V ö K Ð U » kemur út á laugardöguru R i t s t j ó r i n n : Kristján Alberison Tungötu 18. Símar : 1452, 551, 364. Afgreiðslan: Laufásveg 25. — Opin 5—7 síðdegis. Sími 1432 § V e r ð: 8 kr. árg. § Gjalddagi 1. júli. § §0000000000000000000000? best frælt með skrifum sinum um samvinnufjelagsskap með ýmsum þjóðum, og verður illa skilið hvernig slíkt má til skaða verða hjer á landi. Umsögn þessa ræðumanns um Pórarinn Jónsson sem alþingis- mann var allmjög á annan veg en flokksbróður hans, Jónasar. Unnihann Pórarni verðugs sann- mælis fyrir góða þingmennsku- hæfileika og góða samvinnu í þinginu. Par sem Þórarinn og Tryggvi eru andstæðingar í stjórnmálum, þá voru ummæli T. Þ. um Þ. J. Jónasi vini hans óþægilegt svar gpgn árásunum á Þórarinn. Mun Tryggvi hafa vaxið í auguin til heyrenda fyrir þennan drengskap, en Jónas að sama skapi minkað. Auk þeirra ræðumanna, er nú hafa nefndir verið, og sem töl- uðu tvisar og sumir þrisvar, tóku til máls á fundinum þess- ir: Runólfur bóndi Björnsson á Kornsá, Sigurður bóndi Bald- vinsson, sama stað, Hafsteinn bóndi Pjetursson Gunnsteinsstöð- um og Jón bóndi Jónsson í Stóradal. Runólfur talaði um Framsókn- arflokkinn og þótti eitt eftirtekta- verðast f ræðu bans. Hann skýrði frá að hann hefði átt ein- hvern þátt f komu Jónasar frá Hriflu á fundinn. Þenna mann, sem svo mikið væri umtalaður, mundi gott að menn sæu og heyrðu persónulega. Setti hann Af íslensku menningarástandi. Taormina, Sikiley. II. Bylting. En það hefir orðið bylting og ótrúlegustu hlutir gerst. Roskinn Islendingur hefir lif- að meiri þjóðfjelagsbyltingu i orðsins fylsta skilningi en nokk- ur rússneskur bóndi. Menn, sem íbernsku fengu grásleppuhrogna- ost í dúsuna sína og upp voru aldir í hlóðabrælu, f það mund sem Reykjuvik var eigi meiri heimsborg en svo, að tfðindum sætti ef maður átti frakka, þeir hinir söu. u stjáka nú á mal- bikinu í Austurstræti að kvöldi dags, á boxcalfstígvjelum frá Lárusi Lúðvigssyni, vafðir ljóm- anum úr búðargluggunum hjá Haraldi Árnasyni og Agli Jak- obsen. Frakkinn, sem fyrir fæst- um áratugum skýldi ekki ann- ara herðum en landshöfðingj- ans, biskupsins og fárra höfð- ingja annara, á köldum tilli- dögum, er nú ekki að einsorð- inn hversdagsflík innanbúðar- mannsins, hve nær sem hann sjest á strætinu, tíu mánuði ársins, ef ekki tólf, heldur einn- ig utanbúðarmannsins, ogmeira að segja orðin sunnudagaflík verkamannanna á eyrinni. — Þetta er talandi vottur um þjóð- fjelagsbyltingu, sem samsvarar hvorki meira nje minna en því, að Reykjavlk hefði flutst til á hnettinum, c. 25 gráðum sunnar. Fram á seinni hluta aldar- innar sem leið, var Reykjavík eins og hvert annað fátækra- þorp (nokkrir kotrassar, hver ofan i öðrum og sjórin lífsvon íbúanna), að öðru leyti en þvf, að þar höfðu nokkrir embættis- menn verið seltir niður, og við þeirra hlið fáeinar opinberar stofnanir, snöggar og snauðar. í einu vetfangi hefir bærinn tekið þeim stakkaskiftum, að miðaldra Reykvíkingur iunfædd- ur, er nú orðinn sem útlending- ur í sínum eigin bæ. Alt er orðið nýtí; hinu gamla hefir verið umturnað miskunnarlaust og rótað burt, frá þjóðminjum, eins og Steinkudysi og Batterí- inu, niður í öskuhauga, — ný borg verið bygð í sama flaustr- inu og kanadiskur nýlendubær. Fornu höfðingjabústaðirnir eru týndir, rifnir eða gleymdir mitt í öllu nýjabruminu. Og þar sem menningin átti ekki aðra full- trúa á íslandi fram eftir síðustu öld, fyrir utan Hafnar-íslendinga, en nokkra flakkara uppi um sveitir og latínuskólaræfilinn á hrakhólum suður á Nesjum, þá hefir Reykjavik f skjótri svipan eignast hvað eina, sem heims- borg hentar, ekki að eins há- skóla og kvikmyndahús, heldur einnig footboll og hómosexúal- isma. Lýsingá Reykjavik fyrir 50 árum er jafnannarleg ritsmíð og athuganir Trolzkis á rúss- nesku borgaralífi á dögum keis- arans eða Leiðarvisir Bædekers um Pompei. Og þegar jeg lít á Reykjavík eins og hún er nú, og ímynda mjer ísland Reykja- víkur-laust, eins og það var fyr- ir nokkrum árum, þá á eg bágt með að gera mjer þess grein, að nokkur Islendingur skuli geta orðið smeykur þó einhversstaðar einhversstaðar sje talað um byltingu. III. Ytra útllt. Eu þóttýmsir blómviðir heims- menningarinnar hafi skotið rót- um á íslandi, þá eru þó ár- sprotarnir skjóttaldir enn sem komið er, ef svo mætli taka til orða; alt er á gelgjuskeiði. »Par- venu«-menningin, nýgræðings- hátturinn lýsir sjer á hverju strái. Og það er vafasamt hvort alt hefir lífsskilyrði sem reynt hefir verið að gróðursetja og hvort ýmsar hugsjónir þjóðar- innar eru annað en skýjaborgir, (sbr. skógræktina hjá Rauða- vatni). Pjóðarásýndinni mætti helst líkja við svip skólapilts úr sveit, sem stendur á gelgjustiginu milli náttúrubarns og mentamanns; hálfleikinn, glundroðabragurinn og ósamræmið má sfn þar mest. Mann getur næstum furðað á þvi, ef litið er á islenskt hóp- andlit, hve drættirnir í heildar- svipnum eru veilir, einstakling- arnir lftt markaðir ákveðnum sjereinkennum, hreinum linum, svipfestu, prrsónuleik. Maður, sem feröast meðal er- lendra þjóða, og þá helst þeirra, sem standa á gamalfestum grund- velli um vitsmunalff og stjórn- arfar, hlýtur alstaðar að veita athygli einstaklingum með furðu skýrt mörkuðum sjerkennum, svo þykja mætti sem persónur þeirra væri blátt áfram lifandi likamning eða samþjappaður kjarninn úr anda og eiginleikum heils kynstofns, heillar þjóðsögu, eldgamallar erfðamenningar; það bregst ekki að þessi ramma- svipfesta læsi sig í eftirtekt manns. En sje yfirleitt hægt að tala um nokkurt einkenni-á nútfma- íslendingnum, þá er það svip- leysið. Maður sannfærist best um þetta við að lenda í enskum stórbæ eftir nokkurra mánaða íslandsdvöl. Svipleysi íslendings- ins verður manni aldrei ljósara, en af því að virða fyrir sjer hin skarpt mörkuðu, sjerkenni- legu, persónulegu andlit Bret- ans. Pað er í rauninni ekki eitt öðru fremur sem markar látæði íslendingsins og útlit jafnvægis- skorti og ósamræmi, eða dreg- ur fjöður yfir svip og festu í persónuleik hans; alt hjálpast að. Tvent fer þó ekki hjá að mað- ur reki augun i, strax, ef kom- ið er úr einhverri annari vest- urevrópiskri höfuðborgtilReykja- vfkur — einu má gilda hvort það er París eða Luxembourg: fyrst og fremst hvað íslending- ar eru klæddir sniðljótum og höldalegum fötum, hitt, hvað þeir eru illa kliptir. Þótt mað- ur dirfist ekki að bera lslend- inga saman við Suðurlandabúa, til dæmis Itali, sem yndisþokk- inn er meðfæddur og glæsileik- inn liggur í blóðinu, þá hafa íslendingar lakar, þótt ekki sje lengra farið en líkja þeim við Norðmenn og Þjóðverja, sem annars eru kauðalegastar þjóðir í útgangi af öllum Evrópuþjóð- um fyrir vestan Rússland. Víðast hvar hjá útlendri mið- sljelt mundi það snyrtileysi í klæðaburði go hárafari þykja hneyksli og ókurteisi, sem tíð- ast er hjá körlum af íslenskri »miðstjett«.

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.