Vörður


Vörður - 11.07.1925, Qupperneq 4

Vörður - 11.07.1925, Qupperneq 4
4 V Ö R Ð U R skipshöfn fyrir ánægjulega sam- veiu og mundi ekki hafa neitt á móti því að endurtaka hana við tækifæri. B. Sœm. Heimamentun, hnignun hennar og viðreisn. Erindi llutt á fundi U. M. F. »Tindastóll« á Sauðárkróki 3. maí s. 1. Ríkissjóðstillagið. Sannast að segja er upphæðin það allra minsta sem ríkissjóður ætti að leggja til þessa mikla velferðarmáls, að lyfta bóka- kosli þjóðarinnar á hærra stig. Og jeg gæti vel sjeð af fleiri krónum til þess. Ró ætti að komast af með þetta í fyrstu, meðan reynsla væri að fást. Með þessu fyrirkomulagi er þetta fastákveðið tillag, og ríkissjóður rekur enga útgáfu sjálfur, og er það kostur að mínu viti, því misjafnlega gefst ríkisrekst- urinn nú á tímum. Hann á þannig ekkert á hættu. Meginatriði þessarar greinar eru verðlaunin. Rað á að verða melnaður allra bókaútgefenda, að gefa út sem fjölbreyttastar og bestar bækur, en sneiða hjá ruslinu, sem spilt getur bóka- smekk manna. Og þá viðleitni til umbóta á vönduðum frá- gangi og vali bóka á að verð- launa. Og við skulum sjá, hvort framleiðsla á rómanadóti minkar ekki, þegar um verðlaunakepni væri að ræða. Auk þess væri þarna stórsparað fje þeirra ein- staklinga, sem nú kaupa gjálfrið og Ijettinginn eingöngu, þegar það fengist ekki lengur. Enn mætti á það benda, að verð- launin yrðu í raun og veru styrkur til útgáfu merkustu ingjabrjef Frakka og íslendings, samstjetta. Maður finnur hvern- ig íslendingurinn hnoðar silt brjef saman með höndum og fótum, og verður þó ekki ann- að en draflakirningur, — reynd- ar með góðum kornum innan um. Orðfæri Frakkans er hins- vegar sljett og slípað, ljett og Ijúffengt, og bersýnilega hrist fram úr erminni; en innihaldið kanske ekki meira en lóð. Híbýlatilhögun og húsakynni setja eins og klæðaburðurinn, drætti í þjóðarsvipinn. Og ís- land, með Reykjavík, þorpum sinum og nýtísku-sveitabæjum, minnir á nýlendu, þar sem torf- bæirnir enn standa sem minj- ar um frumbyggja landsins, Danir eiga dómkirkjuna í Hró- arskeldu, Norðmenn St. Ólafs- kirkjuna í Frándheimi, vjereig- um enga fortíð. En náttúra ís- lands gaf torfbænum gamla svip sinn, og einmitt í torfbænum er visirinn fólginn til þjóðlegrar húsgerðarlistar íslenskrar, hve- nær sem vjer eignumst bygg- ingarmeistara nógu snjallan til að leysa úr læðingi þá fegurð sem í honum er falin og gera að markaðsgengri vöru á sviði hærri byggingarlistar. En síðan unga þjóðin reis úr ösku hins forna íslands, er flest sem bygt hefir verið markað bókanna, og efiir þvi ætti eng- inn að sjá. Fáir ættu að telja eftir þær þúsundir, sem ætlaðar eru til að lækka verð á bókum. Þarna er það, að ríkissjóður hleypur undir bagga oft með efnalitlum bókamönnum til þess þeim sje kleift að kaupa bestu bækurnar. Ættu allir að fagna þessu á- kvæði. Og í andlegum skilningi er það stórgróði fyrir þjóðar- heildina, að hollar, fræðandi og glæðandi bækur nái sem mestri útbreiðslu. 6. gr. Best væri að birta bóka- skrána siðla sumars, en þó með nægum tíma, áður en lestrar- fjelög og bókasöfn fara að kaupa bækur. En haustið er aðalbóka- kaupatími fjelaganna eins og kunnugt er. Örfá orð gætu fylgt hverju bókarheiti í skránni til skýringar, því tæplega yrðu þær ýkja-margar, sem Bókadóm- nefndin gæti eindregið mælt með. því eitt er áreiðanlegt: Bóka- kaup einstaklinga og fjelaga vrðu eingöngu bygð á umsögn og meðmælum þessarar nefndar, en fáir mundu fleygja peningum fyrir ruslið. Með þessu fyrir- komulagi yrði hætt að kaupa þvættinginn, þá yrði hætt að gefa hann út. Og það er merg- urinn málsins! Hvað mundi vinnast'I Trúa mín er það, að bóka- kostur lestrarsafna og einstakl- inga mundi taka miklum breyt- ingum til bóta. Ljelegasta sögu- drasl, útlent og innlent, mundi hverfa úr hillunum, en úrvals- skáldsögur, frumsamdar og þýdd- ar, eftir snjöllustu höfunda, koma í staðinn. Minna yrði gefið út af bragðlausu ljóðagutli, en góð- skáldin yrkja meira, þegar meira seldist af þeirra bókum. Verð- launavonin mundi knýja bók- sala, að leggja út í útgáfu fróð-. legustu fræðirita. Slík rit yrðu sama gelgjusvipnum og annað með þjóðinni. Reykjavíkurbæ er hrúgað upp úr haldlausum timburhjöllum, mestmegnis; al- þingishúsið litur út eins og járn- brautarstöð í sveitaþorpi, heil hverfi hafa risið upp á fáum missirum, án þess að bygginga- fræðingur eða fagurskygnt auga hafi nærri komið, — ýmist bygð í kýrlaupastíl eða sykur- kassastíl. Fáein ný verslunarhús eru risin upp í miðbænum, til- komulaus, köld, smekklítil og nokkrir einkabústaðir andlausir og kaldir ásýndum; þó virðist vera að myndast við Laufásveg- inn ofanverðan dálítið hverfi, með eftirminnilegum svip. En Reykjavík hlýtur að taka öðr- um eins stakkaskiftum á næstu fimtíu árum, eins og hinum seinustu, eða meiri; kumbalda- smíðinogtimburbjalladótið hlýt- ur að víkja fyrir fyrirbrigðum sem krafist geta rjettar innan vjebanda listarinnar og verð- skuldað að kallast byggingar. í »nýlendu«-fátinu hefir skapast velmegun, og það fer ekki hjá því að sú velmegun ali menn- ingu í fyllingu tímans; menn hætta að tjalda til einnar næt- ur. Snjöllum byggingameistur- um verða fengin fje og ráð, ka- þólskir byggja gotneska dóm- kirkju, mótmælendur aðra í griskum krosstíl o. s. frv. Halldór Kiljan Laxness. hlaðin myndum, eins og tiðkast um vandaðar fræöibækur út- lendar. Bækur í [náttúruvísind- um, á borð við »Naturens Vid- undere« mundu ryðja sjer til rúms, og flest af myndarlausu »ágripunum«, bæði í blöðum og smápjesum, hverfa úr sög- unni. þá yrði betur og skýrar sýnt inn í sögu og líf þjóðanna en áður. Mannkynssagan fengi líf og liti, ef til vill með svip- uðu útliti og »Gyldendals illu- strerede Verdenshistorie«. Og ótrúlega víðtæk og margþættuð fræðsla um framfarir nútímans og uppgötvanir fyrr og síðar — nokkurskonar »Opfindelsernes Bog« — bæri þjóðinni að aug- tim og eyrum. Heimspeki, fag- urfræði, þjóðmegunurfræði, leik- rit, sálvísindi o. m. fl. fengi að koma í föt íslenskunnar smám- saman, betur en orðið er, þólt dálitla nasasjón hafi alþýða fengið af sumum þessum fræð- um. Á öllum sviðum bókment- anna mundi þekkingin vaxa og útsýnið víkka. En þetta yrði ekki í skjótri svipan, hægt og hægt færðist það í áttina, en bráðlega hlytu áhrifm að sjásl: Skilningssvið alþýðu mundi þenjast út með auknum fróð- Ieik; þá yrði bókasmekkur og dómgreind stórum heilbrigðari og skýrari, þegar hugmynda- svæðið víkkaði. Yfirleitt yrði andlegur vöxtur meiri og mátt- ugri en áður; og sannfæring min er það, að hugsunarhátt- urinn yrði göfugri og þjóðin i einu orði sagt: betri. Niðurlagsírð. tslensk þjóð hefir varðveitt frægasta mál Norðurlanda. Iiún hefir eignast þá ritsnillinga, sem mentamenn stórþjóðanna dást að. Og verk þeirra hefir hún varðveitt frá glötun að mestu. Samt hefir hún orðið að búa við sárustu neyð og »dapran deyð« ísa, elds og kúgunar valdsmanna. Og hingað er kom- ið fram á 20. öldina, og útlit fyrir, að frægasta einkennið, bókmentaþroskinn, sje að úr- ættast. Sorablandin Ijettingsrit, »blandi lævi« í hreinar lindir bókmentanna. En þetta má ekki verða. »Á skal að ósi stemma«, og þótt það ltosti dálítið fje, má smá- sálarskapurinn ekki halda um skildinginn, því það er meira í veði en margur hyggur. Sjálfsmentun heimilanna og siðferðisgóðir og fræðandi skól- ar, eru beittustu vppnin því til varnar, að íslenski ættstofninn verði að skríl þegar stundir líða. Margeir Jónsson. Eftirmálsorð. Eftir ósk minni, voru áóurgreindar tillögur tekn- ar til umræðu á fundínum og fengu þær blásandi byr hjá ræöumönnum. Og að tilstuðlan formanns fjelagsins hr. Eysteins Bjarnasonar, var svofeld tillaga borin upp og samþykt í einu hljóði. »Fundurinn samþykkir, að tillögur þær sem hr. Margeir Jónsson hefir borið fram til við- reisnar heilbrigðum bókmenta- smekk íslensku þjóðarinnar beri að styðja og taka til álita sem fyrst af þingi og stjórn«. M. J. + 8íra Brynjólfur Jónsson frá Ólafsvöllum er nýlátinn hér í bænum. Verð- ur hans nánar minst í næsta blaði. Ur Skagaflrði. Brjef úr Skagafirði herma mjög á annan veg frá fundum Jónasar frá Hriflu þar í sýslu en Timinn. Fundirnir voru 2, annar á Lýtingsstöðum en hinn á Hólum. Á Lýtingsstaðafund- inum talaði enginn af hálfu Tímamanna nema Jónas og fundarstjórinn (Sigurður Pórð- arson á Nautabúi), sem að eins sagffi fáein orð undir fundarlok. En gegn Jónasi töluðu þeir Jón alþm. á Rignistað, sjera Arnór i Hvammi, sjera Trgggvi Kvaran á Mælifeili og Eirikur Guðmunds- son bóndi í Ytra-Vallholti. Brjef úr hjeraðinu segja, að andmæl- endur þessir hafi gert harðan aðsúg að Jónasi og hafi hann átt í vök að verjast og neydd- ist meðal annars til að afneita jafnaðarmönnum, en fáir trúðu og þólti sem fortíðin mælti á móti honum. Fundarmenn undruðust mjög er J. J. sagði í ræðu sögu um það, að þegar lækniskona, sem nýflutt er til Reykjavíkur kvaddi vinkonur sinar á Rangárvöllum í Hvolhreppi, hafi hún á ferð sinni milli bæja stundum orð- ið að taka með sjer kaffi, syk- ur og kaffibrauð og gefa vin- konum sínum, til þess að þær gætu aftur gefið henni »kaffi og með því«. Sagðihannsöguþessa sem merki um menningarástand þar sem kaupfjelög væru ekki. Sjera Tryggvi á Mælifelli reis þegar upp og andmælti sögunni harðlega, kvaðst þekkja flesta eða alla bæi á þessu svæði, þar væri menningarástand ágætt og gæti því sagan ekki verið sönn. Erfitt er að skilja, hvað þessi saga kemur landsmálum við, en rjett er að Rangvellingar og Hvolhreppsmenn viti hvernig Jónas talar um þá í fjarlægum landsfjórðungum. Mun það sem betur fer, vera eins dæmi, að maður, sem telur sig sljórn- málamann, noti fundi sína til þess að bera óhróðurssögur landsfjórðunga á milli, en vita- skuld trúir enginn þessari sögu nje öðrum slíkum. Sögumaður er sá eini sem kámast á þessu. Á Hólafundinum munu flestir Tímamenn sýslunnar hafa ver- ið saman komnir, en þóvarþar einnig allsnörp andstaða gegn J. J. Gegn honurn töluðu þar Jónas læknir Krisijánsson og Einar hreppstj. frá Brimnesi. Á fundinum veittist J. J. að Jón- asi lækni að fyrra bragði og minlist meðal annars á áskor- anir þær, sem honum bárust í vetur um að taka aftur umsókn sína um Vestmanneyjalæknis- hjerað. Dró hann í efa að á- skorununum hefði valdið löng- un manna um að halda honum áfram sem lækni, heldur væru áskoranirnar af pólitiskum toga spunnar. En heldur er það ó- viturlegt, að segja Skagfirðing- um þetta, því að enginn er þar, sem ekki veit, að það var hin heitasta ósk Skagfírðinga að hann færi ekki burtu, enda er það ekki ofmælt, að hann sje virtur og elskaður sem læknir og í hávegum hafður sem fjelags- bróðir og maður. Jónas frá Hrifiu hefir í þessu gert sig ber- an um ósannindi i augum allra ibúa læknishjeraðsins og verð- ur þá ekki sagt, að hann hafi til einkis um Skagafjörð farið. Dönsku stúdentasöngvararnír komu hingað á miðvikudags- morgun í björtu og fögru veðri. Mikill mannfjöldi hafði safnast safnast saman á hafnarbakkan- um til þess að bjóða þá vel- komna. Borgarstjóri flutti ræðu til þeirra og söngflokkur K.F.U. M. söng. Formaður Danska Stú- dentasÖDgfjelagsins, hr. Abra- hamsen svaraði af skipsfjöl með snjallri ræðu, þar sem hann lýsti þeirri aðdáun á íslandi, sem verið hefir sterkasta hvötin til ferðar þeirra fjelaga. Sungu þeir svo: »Ó, Guð vors lands«. — Sama kvöld hjeldu þeir íyrstu söngskemtun sína og var þeim tekið af miklum fögnuði af á- heyrendum. Var ungur og frísk- ur þróttur í söng þeirra og öll meðferð lags og Ijóða vönduð og fáguð. Eftir samsönginn hófst kvöldverður á »Hótel ísland«, sem Stúdentafjelag Reykjavíkur hafði stofnað til til þess að fagna söngvurunum. Var þar margment og glalt yfir borðum. Formaður Stúdentafjelagsins, Kristján Albertson, mælti fyrir minni dönsku stúdentanna, en Abrahamsen svaraði og mælti fyrir minni ísl. stúdenta. Próf. Ágúsl H. Bjarnason talaði fyrir minni Danmerkur, en danski sendiherrann, de Fontenag, þakk- aði og mælti fyrir minni íslands. Biigel lögmaður, einn af söngv- urunum, hjelt fyndna ræðu fyrir minni ísl. kvenna o. s. frv. Á eítir borðhaldi var dansað fram undir morgun. — í dag eru söngvararnir á Pingvöllum. Á mánudag hefst för þeirra kring- um land. Er ekki að efa, að þeir muni hvarvetna vekja mikla gleði með söng sínum. Gullbrúðkaup átlu 7. þ. m. merkishjónin Egjól/ur Runólfsson og Vilhelmina Egjólfsdóttir að Saurbæ á Kjalarnesi. Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi er nýkotninn til bæj- arins að norðan. Guðbrandur Jónsson hefir nú í síðasta mánuði unnið að ritgerð sinni um Hólakirkjn, sem byrj- að var að prenta íyrir nokkrum árum í Safni til sögu íslands, og lokið við hana. Fyllir verk þetta stórt skarð í sagufræði- bókmentum vorum. G. J. er hinn lærðasti maður hjerlendur í miðalda-kirkjufræði og mikill fengur í riti hans. Sveinbjörn Högnason frá FIvoli í Mýrdal, hefir lokið embætlis- prófi í guðfræði við háskólann í Kaupmannahöfn með hárri 1. einkunn. Leiðrjetting. í auglýsingu um guðlastsbækling BrynjólfsBjarna- sonar (»Vörn í guðlástsmálinu. íhaldsstjórnin gegn Brynjólfi Bjarnasyni«) í siðasta tbl.stendur, að hann fáist á »afgr. blaðs- ins« — en á að vera »afgr. Al- þýðublaðsins«. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.