Vörður


Vörður - 08.08.1925, Síða 1

Vörður - 08.08.1925, Síða 1
Iil. ár. Reykjavík 8. ágús: S925 33. blað. Lítilmótlegur leiðtogi. Fyrirspurnir mínar til Tr. P. Jeg hafði lengi alið þá von í brjósti, að Tr. Þ. væri í raun- inni ekki svo ljelegur maður að innræti og skapgerð* sem grein- ar hans báru vott um. Jeg hafði haldið að skortur dómgreindar, smekks og persónu hefði valdið því, að hann varð undir fyrir áhrifum illra fordæma í blaða- mensku. — Jeg hafði haldið að hann væri hænsi en ekki ódrengur og að það væri ómaks- ins vert að reyna að vekja hann til umbugsunar um allan ó- þverrann í blaði hans. En svo kom greinin vBorgar sig veh, sem jeg gerði að um- talsefni fyrir skemstu. Hann lýsti þar Íhaldsflokknum og enn fremur þeim Bjarna frá Vogi, Benedikt Sveinssgni, Jakob Möller, Sigarði Eggerz og Hirti Snorra- sgni eins og klíku af úrþvættis- þjóðamála-glæpamönnum, sem með atkvæði sínu um afnám tó- bakseinkasölunnar hefðu ausið stórfje úr fátækum ríkissjóði og »afhent« það »reykvískum og erlendum heildsölum«. Honum datt ekki í hug að gera ráð fyrir því með einu orði, að þessir menn hefðu verið sannfœrðir um það sjálfir, að hyggilegt væri og rjett að afnema einkasöluna. — Þeir frömdu ódæðið með köldu blóði, gegn sannfæringu, að dómi Tr. í*., fjefleltu líkissjóðinn svo að kaupmennirnir mættu auðg- ast af því. Jeg benti þá Tr. P. á það, að ef hann segði rjett frá um hugarfar þeirra manna, sem að afuáminu stóðu, þá yröi það ekki skýrt nema á einn veg — þeir hlytu að hafa þegið mútur af kaupmönnum, — Jeg beindi þeirri spurningu til hans, hvort hann þyrði að halda því fram, að þessir 25 menn væru mútuþrælar, sem af fjárgræðgi hefðu svikið og rænt þjóö sina. I*á sýndi jeg enn að nýju fram á það, hve rætnar og ósvífn- ar væru lygar Tr. Þ. og J. J., um að íhalds-stjórnin hefði farið fram á það, að hlutafje- lögunum í Reykjavík yrðu gefn- ar eftir 613 þús. kr. af tekju- skatti síðasta árs, hve báðir þessir menn hefðu verið tvísaga um þetta mál, ýmist sagt heil- an eða hálfan sannleika eða logið frá rótuin. Jeg vildi gefa Tr. R. kost á því, að verjast þeim röksemdum, sem fram hafa komið gegn skrifum Tim- ans í þessu máli og sem hann enn ekki hafði treyst til sjer að glíma við. Loks mintist jeg á það, að f áðurnefndri grein Tr. Þ. hafði hann sagt, að »ameríski stein- olíuhringurinn gamalkunni og alræmdi« hefði mútað »íhalds- merðinum« til þess að vera með áfnámi steinolíueinkasölunnar, slett í hann nokkrum þúsund- um, til þess að geta okrað hjer á landi eftir vild. Nú vita allir, sem Tímann lesa, sem skilja orðbragð blaðsins, að göfug- mennið frá Hriflu hefir þrásinnis valið Verði uppnefnið »Mörður«. Jeg spurði Tr, Þ. hvort haun vildi heldur hreiðra um sig í skálkaskjóli heigulsins, og lýsa yfir því, að hann hefði ekki átt við Vörð með mútubrígsli sínu, eða þá bera það á miðstjórn í- haldsflokksins, að hún hefði þeg- ið fje af steinolíuhringnum til útgáfu blaðsins, gegn loforðum um að honum skyldi gert fært að okra á íslandi. Svar Tr. P. gegn grein minni birtist í sið- asta tbl. Timans. Það er stutt, en þess vert að verða lesið og skal því tekið hjer upp óstytt: »Siðabótamaðnrinn« Kr. A. sendir ritstjóra Timans hnga kveðju i siðasta y>aðalmátgagni íhaldsinsai.. Hann lýsti því hátið- lega yfir, Kr. A., þá er hann hóf blaðamensku, að hann œtlaði að verða siðbótamaður i starfinu. En mí veit alþjóð að hann er ó- vandaðastur um rithátt allra is- lenskra blaðamanna. í þessari siðustu grein hans koma t. d. fgrir þessi orð, lauslega saman tgnd: vmargfaldar iygara, »lýgh,y>lýgi«, »týgin«, »þjóðmálaglœframenn«, »lýgh, »lygalaupar<i, »lýgur«, »foiherta blaðalggarae, »lands- málafantarn, »rógburðarefni«, »þrœlmenskulegu niðh. — Pannig ritar »siðbótamaðurinn«. i blaða- mensku. Pannig rœkir hann að- alverkefnið sitt. Fer vel á þvi að slikur maður skuti vera ritstjóri »aðalmátgagns lhaldsins« þvi að vel hcefir spónn kjafti. Alt gert á ábyrgð miðstjórnar íhaldsins. — Ættu aðrir í hlut hefði Danski Moggi líklegasagtað slik »siðbót- arstarfsemh gengi »á krukkum«. Kæru framsóknarbændur, jeg sný mjer til ykkar og spyr: Finst ykkur ekki ritstjórinn ykkar svara myndarlega fyrir sig, finst ykkur ekki karlmensku- bragð að þessu svari hans? Finst ykkur ekki til um hina tiginbornu skapgerð, hið frjáls- mannlega drenglyndi í greiuinni »Borgar sig vel« — og eru ekki yfirburðirnir glæsilegir þegar Tr. I*. er að svara andstæðing- um sínum? Þarf hann meira en litla fingurinn til þess að ráða niðurlögum þeirra? Hann er mikill, hann er sann- kallaður foringi, fræðari og leið- togil Lítið dæmi. Hugsum okkur að jeg hefði dróttað því að Tr. Þ. að British Petroleum Co. hefði »slett nokkr- um þúsundum« í Tímann gegn þvi, að blaðið berðist fyrir end- urnýjun steinolíusamningsins við fjelagið. Gerum ráð fyrir að jeg væri of huglítill til þess að nefna Tr. P. rjettu nafni, en veldi hon- um eitthvert lúalegt uppnefni, og gæti engum dulist við hvern jeg ætti. Segjum að Tr. P. svar- aði með allþungorðri grein, kreíðist þess að jeg segði til um það f ljósu og ótvíræðu máli við hvern jeg ætti með brigsli mínu og skoraði á mig að færa sönn- ur á inál mitt. Og hugsum okkur svo að jeg svaraði eitthvað á þessa leið: Ertu frá þjer maður að krefjast þess að jeg taki til orða eins og heiðursmaðurl Og held- urðu að jeg telji mjer skylt að koma með sannanir þó að jeg kalli þig mútuþræl? Heyr á en- demit Þjer væri nær að hugsa um að vanda orðbragð þitt og þjóta ekki svona upp á neí þitt út af þessu litilræði. Má maður ekki ljúga án þess að fá þetta andstyggilega orð »lýgi« framan i sig? Og hvaða meining er í því að kalla níðið »nið« og róginn »róg«? Ertu genginn af göflunum, maður? Væri ekki sigur minn á Tr. P. glæsilegur, væri ekki dýrð- legur ljómi yfir nafni mínu eftir þessa viðureign? Ætti jeg ekki rjett á því að bændur landsins tryðu mjer fyrir málum sinum og styddu mig til valda með atkvæði sínu? »8iðabótamaðnrinn«. Svo kallar Tr. P. mig af því jeg hefi krafist drengskapar af blaðamönnum, og getur ekki fundið mjer neitt annað til for- áttu, en að jeg sje stórorður. Þeir Timamenn hafa áður gripið til þessa þjóðráðs, að prenta upp þung og sár orð úr grein- um minum, þegar jeg hefði sett þá upp að veggnum svo þeir vissu ekki lengur sitt rjúkjandi ráð. Einu sinni las Tr. P. guð- fræði og mun þá hafa lært eitt- hvað um siðabótamanninn Lút- her, Var hann geðlaus og spak- ur í ádeiluritlingum sínum, not- aði hann hógvær orð um blóö- ugar svívirðingar? »Helmingur Þýskalands er eign kirkjunnar og eg undrast að enn skuli vera til einn skild- ingur i landinu handa hinum mýmörgu, óþolandi rómversku þjófum, föntum og ræningjum«, — svona skrifaði hinn mikli siðabótamaður, þegar honum rann i skap. Um páfakirkjuna sagði hann, að innan hennar þrifust »kaup, sala, býtti, hrossa- kaup, gauragangur, lýgi, svik, rán, þjófnaður, óeirðir, saur- lifnaður, óþokkaskapur og guð- nið«. Svipað þessu hafa margir sann- ir siðabótarmenn ritað og talað. Pað sem okkur Tr. P. ber á milli í þessu efni er það, að hann álítur að menn megi bæði ljúga og níða, en ekki viðhafa orðin lýgi og níð. Jeg er á gagnstæðri skoðun. „Langþol íslenskrar lnndar“. Pað sem Tr. P. skrifar væri í sjálfu sjer sjaldan þess virði, að eytt væri orðum að því, ef hann ekki skipaði þá stöðu, sem hann situr í, og gengdi miklum trúnaðarstörfum. Sá maður verður að teljast siðlaus barbari, sem í forustugrein í viðlesnu blaði brigslar fjölda heiðarlegra manna um að hafa látið erlenda auðmenn múta sjer til sviksamlegs og glæpsam- legs athæfis, sem lætur prenta þessi brigsl með feitu og áber- andi letri og reynir þó ekki að færa nokkrur líkur fyrir sann- indum þeirra, sem kastar þess- um aðdróttunum fram án þess að trúa þeim, en í þeirri von að einhverjir vesalingar kunni að glæpast á þeim. Eða halda menn að Tr. Þ. trúi því, að miðstjórn íhaldsflokksins hafi látið ameríska steinolíuhringa bera fje á sig? Pað er auðvitað að ljelegar manntegundir eru til í öllum þjóðfjelögum. En að jafnómerki- legur maður sem Tr. P. skuli vera fyrverandi prestur í fs- lensku þjóðkirkjunni, ritstjóri að stjórnmálablaði, sem flokkur manna i landinu enn tekur H. Krabbe krufði bjer 100 hunda og fann t. e. í 28 þeirra, eða rúmlega fjórða hverjum, ýmsa aðra bandorma fann hann og t. d. tænia marginata (sm veldur netjusullum í fje, cystic- ercus tenuicollis) fanst hún í 75°/o, og í 18°/o fanst tænia coenurus (hún veldur vanka í fje, coenurus cerebralis). Það liggur við, að mann furði á, að ekki var meira en fjórði hver hundur, sem fanst sekur um t. e., eins vel og hlynt var að hundum um sullát i þá daga. En er þetta er athugað nánar, og borið saman, hve oft hver þess- ara 'þriggja tæniutegunda, t. marginata, t. echinococcus og t. coenurus fanst, þá virðast hlut- föllin þar á milli einmitt svara til þess, hve aðgengilegt var fyr- ir hundana að ná í hverja sull- tegund. Þegar slátrað var, þá var venjan sú, að flysja netjusullina úr, um leið og tekið var inn- anúr, og henda þeim til rakk- anna, sem gleyptu þá jafnharð- þarfahundum, alls 6500. Kaupstaða- skattur var kr. 1416,00, af pví var goldið i Rvík kr. 380,00 af 38 óþarfa hundum og kr. 30,00 af 15 þarfa- hundum. Sje sama hlutfall milli þarfra hunda og óþarfra í hinum kaupstöðunum. þáverða kaapstaða- hundarnir als ca. 200 talsins. Hvernig fær fólk sullaveiki? Eftir Matth. Einarsson. (Grein þessi er nýkomin út i Lœknablaðinu, en efni hennarvarð- ar svo alian almenning, sjerstaklega til sveita, að rjett þykir að hún birtist í víðlesnu landsblaði). Pað eru nú liðin 60 ár siðan H. Krabbe og Jón Finsen röktu feril sullaveikinnar hjer á landi. ólu þeir hunda á sullum úr mönnum, drápu þeir svo hund- ana nokkrum mánuðum síðar, og fundu i þeim sömum tænia echinococcus. Allrar nauðsyn- synlegrar varúðar var gætt, svo örugt var að hundarnir höfðu ekki komist í sullæti annars staðar.1 Lamb ólu þeir svo á eggjum úr þessum tænium og fundust örsmáir suliir í lifur þess og lungum, er það var skorið, 3 mánuðum seinna. Ketti reyndu þeir líka að sýkja á sama hátt og hundana, en þag tókst ekki, enda hefir það reynst svo hingað til, að kött- um er ekki líkt þvi eins hætt við að sýkjast af t. e. eins og 1) Má sjá það á því, að ekki fund- ust i þeim tænia marginata eða tænia coenurus. hundum. Pó hefir F. Dévé tek- ist að finna t. e. í þörmum kattar, sem hann ól á sullum, og kom- ið hefir fyrir í önnur skifti að t. e. hefir fundist í kattargörn- um, en sjaldan. Öðrum dýrum en þessum er ekki til að dreifa hjer á landi, sem ætla megi að fóstri t. e., því þótt tófur sjeu af sama dýra- flokki, þá hafa t. e. aldrei fund- ist í þeim, — hjer á landi hefir það ekki verið rannsakað. Dag- leg umgengni fólks við hvor- tveggju dýrin hefir ætlð verið og er, mjög náin, og mikið er af þeim. Hvað margir kettirnir eru, veit jeg ekki, enda riður það ekki á svo miklu, því bæði er það, að þeim hættir síður við að gleypa í sig hráæti en hund- um, og svo þrífast t. e. illa í þeim. Pegar Krabbe dvaldi hjer, 1863, voru íbúar landsins 70,000, en hundafjölda áætlaði hann 15—20,000; verða það rúmir 20 hundar á hvert hundrað landsmanna. Síðan hefir hund- um fækkað og landsmönnum fjölgað, svo að 1922 voru íbúar orðnir 98,000, en hundar þá ekki fleiri en ca. 6,700, tæplega 7 hundar á hvert hundrað lands- manna.2 2) Hundaskattur utan kaupstaða 1922 var kr. 13000,00. Það er alt af

x

Vörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.