Vörður


Vörður - 08.08.1925, Side 2

Vörður - 08.08.1925, Side 2
2 V Ö R Ð U R mark á, þingmaður o. s. frv. — það er vissulega alvarlegt í- hugunarefni fyrir þá, sem dæma vilja siðferðis- og menningarstig íslendinga. Er þaö með öllu óhugsandi að hlenskur stjórnmálamaður geti talað eða skrifað svo lítil- mótlega, að hann fyrirgeri allri virðing sinni, jafnt meðal sam- herja sem andstœðinga? Getur meginþorri Framsóknarmanna haldið áfram ár eftir ári að fyr- irgefa blaðaforingjum sínum lát- lausar lygar og svívirðingar og þrálátan, óupprætanlegan ó- drengskap — að eins vegna þess að hann er þeim sammála um einhver stefnumál? Er eng- inn annar mælikvarði til á stjórnmálamann, en sá, hvort hann segir já eða nei við at- kvæðagreiðslu um afnám tó- bakseinkasölunnar? Ber ekki að krefjast þess af þeim mönnum, sem maður styður til þingvalda og launar til þess að stýra biöðum, að þeir sjeu dreng- menni en ekki dónar? Er ó- mögulegt að ofbjóða þessu »langþoli íslenskrar lundar«, sem Einar Benedikt3son talar um? K. A. Oþaríír leiðtogar. Á stjórnmálafundi, sem hald- inn var við ölfusárbru 2. ág. bjelt Magnús Kristjánsson lands- verslunarforstjóri og einn af for- sprökkum Framsóknarinnar ræðu, sem ælti skilið að geym- ast og verða fræg að endemum. Hann sagði, að það væri merkilegt, hvað menn væru sljóskygnir á það, um hvað eiginlega væri best. Bardaginn stæði sem sje milli kauptúna og sveita. Framsóknarfl. berðist fyr- ir sveitirnar og íhaldsflokkur- inn fyrir kauptúnin. I?ar sem nú Magnús er í Framsóknaifl. hefir hann talið það skyldu sina að halda uppi þessari orustu á fundinum og gefa jafnframt mynd af því, hvernig þeim bar- daga skyldi hagað. I Reykjavík sagði hann að mönnum liði svo vel, að það væri hreint ósköp að vita, þegar maður hugsaði um kvalalífið í sveitinni. Menn byggju þar i íbúðum sem kost- uðu 100000 krónur, eða eins og allar húseignir í heilum bygð- arlögum til sveita (»og jarðeign- ir« skaut einhver apaköttur hans fram í út í mannþrönginni). í Reykjavík drykkju menn eins og svín og spiluðu stundum í fjárhættuspilum út stærri upp- hæð á einu kvöldi en sveitafjöl- skyldur þyrftu til þess að borða heilt ár (»og gjalda eftir bestu jarðir« skaut apakölturin fram f). Sveitamenn ættu því að gæta þess vel að kjósa ekki á þing nema þá menn, sem í þessari baráttu stæðu sveitamegin (með öðrumorðum: fjandmenn kaup- túnanna) o. s. frv., o. s. frv. Magnús Jónsson 'alþm. tók of- an i nafna sinn fyrir þessa ræðu og það að maklegleiLum. Stjetta- rlgur er ávalt skaðlegur í hverju þjóðfjelagi og allsendis óhæfur grundvöllur, til þess að byggja á pólitíska flokkaskiftingu í landinu. En þó á þetta sjerstak- lega heima hjer á landi, þar sem tveir atvinnuvegir gnæfa yfir alla aðra, og baráttan því getur orðið miklu ægilegri ef einhverjum angurgöpum tækist að hleypa henni í bál, heldur en þar, sem atvinnuvegirnir eru fleiri og baráttan þvi dreifist. Hjer er hættara við slíkri bar- áttu en viðast annarsstaðar vegna þess að þessir atvinnuvegir eru svo aðgreindir, sveitirnar gegu kauptúnunum, oghagsmunamál- in fyrir það enn aðgreindari á yfirborðinu. En einmilt fyrir það er ábirgðarleysið enn þá óafsakanlegra hjá þeim mönn- um, sem ekki hirða um það, hvert þeir kasta tundrinu. En sje nánar aðgætt, er kannske hvergi meiri nauðsyn, en ein- mitt hjer, að samvinna geti haldist. Þó að landið sje gott, fiskimiðin auðug, þá þarf þó vissulega hjer meira fyrir lífinu að hafa en í hlýrri og auðugri löndum, og þau skakkaföll og svöðusár, sem af illvígri stjetta- baráttu liljótast, gróa þar fyr en hjer, þar sem svo best verð- ur lifað sæmilega, að hver hönd- in hjálpi annari. Einmitt nú er og sjerstaklega hættulegur timi í þróunarsögu vorri og þeir menn, sem nú vilja ala á stjettaríg milli bænda og sjómanna, sjerstaklega óþarfir menn og skaðlegir. Sjávarútveg- urinn hefir tekið svo stórstígum framförum, að því verður ekki neitað, að hann ber nú um stund landbúnaðinn ofurliði, hirðir bróðurpartinn af veltufje landsins og er yfirsterkari í keppninni um vinnukraftinn. En þetta má ekki verða svo til lengdar og getur ekki orðið svo til lengdar. — Landbúnaðurinn verður að taka svipuðum stakka- skiftum eins og sjávarútvegur- inn og hann gerir það. Hann gerir það þegar möguleikinn opnast að búa að eins á rœkt- uðu landi. Það er jafnmikill piunur á því og á reitingnum, sem hingað til hefir vfðast við- gengist, eins og róðrabátasjó- sókn og þilskipaútgerð og tog- araútgerð. — En einmilt nú stöndum vjer á hinurn hættu- legu timamótum, þegar hlutfall- ið er raskað. Það er gelgju- skeiðið þegar sjúkdómarnir mega síst koma, en ásókn þeirra ein- mitt mest. Þetta er grugguga vatnið, sem allskonar pólitískir æfintýramenn jafnan óska helst eítir fyrir sinn veiðiskap. Þá er svo auðvelt að ala á öfundinni og rógnum. En það getur riðið á lífi þjóðarinnar og velferð, hvort það tekst eða ekki, því að ekki að eins hinum veikari, heldur báðum getur vel blætt út í þeirri viðureign. M. Kr. sagði: Kjósið ekki í- haldmann á þingl Kjósið held- ur framsóknarmann, fjaudmann kauptúnanna I Rógurinn er ósannur. Engum lifandi manni, sem vill lita á málið opnum augum, getur dottið í hug sú fjarstæða, að íhaldsflokkurinn sje sjerstaklega kauptúnaflokkur. í þingiiði þess flokks eru ýmsir allra bestu bændur þingsins. Nefni menn framsóknarbændur, sem taki þeimfram Pórarni á Hjaltabakka, Jóni á Reynistað, Hákoni í Haga og Pjetri Ottesen. Nefni þeir rneiri vini sveitanna utan bænda- stjettar en þá Magnús Guðmunds- son og Árna Jónsson. Nefni þeir úr hópi hinna íhaldsmannanna einn einasta mann óvinveittan sveitunum. En hitt er satt, að íhaldsflokkurinn vill ekki ein- hliða gagn neins parts landsins rða þjóðarinnar. Hann veit að Iíkaminn er svo best heill heilsu að allir parlar hans séu heilir. Athugi menn líka aðalblöð þess- ara tveggja flokka, Vðrð og Tím- ann. Hvort blaðið hefir rætt meira sannarleg áhugamál bænda? — Skoði menn þetta alt rólega og dæmi svo þessa menn, sem ganga um landið og bera róg- burð milli sveitanna og sjáfar- siðunnar, sem vilja telja mönn- um trú um að þá sje bestunn- ið ef hver höndin vinnur gegn annari, og þá verði best áfram komist ef maður reyni að drepa undir sér drógina. Það var ekki nema gott i sjálfu sjer, að skýlunni var svo ófyrirleilnislega kastað á ölfus- árbrúarfundinum. — Þeir sjást kannske eun þá skýrar og af fleirum eftir en áður, þessirlag- legu piltar framsóknarinnar. M. Skjalafölsun. Á síðastliðnu hausti barst af- greiðslumanni Varðar skjal nokk- urt, undirritað af 14 mönnum í Kirkjubæjarhreppi í Vestur- Skaftafellssýslu og 3 mönnum í Leiðvallahreppi í sömu sýslu, og var innihald skjals þessa það, að menn þessir Iýstu þ'í yfir, að þeir vildu ekki kaupa Vörð og neituðu að veita hon- um viðtöku. Afgreiðslunni þótti þetla und- arlegt, því að blaðinu hafði yfir- leitt verið ágætlega tekið víðast á landinu, en þó var hælt að senda mönnum þessum blaðið og það ráð tekið, að biðja kunn- ugan mann að grenslast eftir í kyrþey, hvort menn þessir hefðu í raun og veru undirritað skjal þetta, enda þótti skjalið að ýmsu leyti grunsamlegt og sama hönd virtist á ýmsum nöfnum. Við eftirgrenslan kom það í ljós, að ýmsir menn, sem undir skjalinu stóðu, kváðust ekki hafa undirritað það og söknuðu þess að fá ekki blaðið og skildu ekki í þvi, hvers vegna hætt var að senda þeim það. Þetta varð til þess, að ritstjóri Varðar sendi undirskriftaskjalið sýslumannin- um í Skaftafellssýslu og bað hann að upplýsa með rjettar- prófum, hvort um skjalafölsun væri að ræða eða ekki. Á mannlalsþingum í síðast- liðnum mánuði hjelt sýslumaður próf í málinu og kom þá í ljós, að aðeins einn þessara manna, sem undir skjalinu slóðu, við- an, en lifrar- og lungnasullum komnst þeir ekki að strax, nema þegar líffærin voru svo gegn- sollin, að þau voru álitin alónýt til manneldis; hafa þeir því far- ið á mis við nokkurn hluta þeirra, en netjusulli fengu þeir alla. Enn erfiðara reyndist hund- unum að ná i heilasullina, þá fengu þeir ekki fyr en mörgum dögum slðar, þegar búið var að svíða hausana og kljúfa og voru„ þá vafalaust margir sullirnir danöir. Sama máli var að gegna, er hundar komust í sollin hræ. Samt hefði mátt ætla, að enn meira væri um tæníur í hund- unum, en þá er að gá að því, að tæníurnar eiga sjer sennilega ekki langan aldur, og geta því dáið milli sláturtíða. En í raun- inni er ekki og var ekki fje slátrað hjer nema á haustin, og er það því sá eini tími, er hund- um gefst tækifæri á að ná í sullæti. H. Krabbe dvaldi hjer frá maí — okt. 1863, og hafa því allar tæníur, sem hann fann, stafað frá haustinu áður. Má því gera ráð fyrir, aö prósentu- lala hans sje í rauninni nokk- uð lægri en vera bar, (eða hafi þá verið það), þólt að vfsu lifni ekki tænia í hverjum hundi, sem jetur sull, jafnvel þótt sull- urinn sje lifandi og frjór. Það kom glögt i ljós við tilraunir H. Krabbe og Finsens. Síðan H. Krabbe var hjer, hafa engar rannsóknir verið gerðar, er snerta útbreiðslu sulla- veiki, hvorki á hundum1 eða skepnum, þar til nú í haust, að landstjórnin eftir tilmælum mín- um, i samráði við Magnús Ein- arson dýralæknir, veitir kr. 600,00 til 4alningar á lifrar- og lungnasulium í sauðfje, og fól það dýralæknum landsins fjór- um og tveim hjeraðslæknum.2 3) Sjálfsagt mætti fájnokkra liunda ekki mjög dýru verði. Væri senni- lega nægilegt til þess að fá hug- mynd um breytingar, ef orðið hafa, að hver dýralæknir skoðaði 10 hunda úr sínum fjórðungi 3.-5. hvert ár. — Gott tækifæri gafst hjer í Rvík þegar hundadrápiö fór fram síðastliðið liaust, og var það mi.kil yflrsjón af þeim sem að því hunda- drápi stóðu, að láta ekki kryfja hundana, þvi þótt telja megi víst, að vel hirtir og aldir reykvískir húshundar sjeu tæniu-lausir, þá hafa hlotið að vera innan um að- komnir flækingar, og hefði mátt fá af þeim einhverja hugmynd um á- standið. En of seint er nú að sak- ast um það. 4) Þess ber að geta, að Georg Georgsson læknir Ijet telja sulli í sláturfje á Fáskrúðsflrði 1919 og Jónas Kristjánsson læknir heflr í nokkur ár talið sulli í sláturfje á Sauðárkróki. ÁrangurÍDD af þessari talningu er sem hjer greinir.1 05 r- c-j rH 05 r- to r- a co ta t> ■3 « H 3 a « a io o o O' Sh n h « a í os o -h m h co n N H CO Þ* H <N GM u '> a *o ^ c .h 2 fl § J4 % » M U3 02 s • flC tlfi u7 • O « -3 .£3 53 □ *o M -d £8 M CÖ r—4 o * S a o o " H 03 * fl •rt 5/5 w Uí ‘fl fl tso cz 2 C3 ‘3 73 M a » o •* xn fl fl 2 2 S ^ fl efl h 02 *-< fl C3 - fl fl M O 02 „ £ »2 % os -a fl u w •. •43*'Ö 5 co o 2 £ « M *0 -d « O b M £E a ** a -o . -o >-3 C/D <-> Þarna gætir mikils munar, alt frá 26.1°/o, niður i 2.77°/o, en það er líka sitt á hverju landshorni. Um Austurland er það löngu kunnugt, að mjög 5) Tölurnar eru teknar úr skýrslu Jónasar Kr. í Lbl. 1.—2. '25, skýrslu S. Hlfðar í Frey, des. ’24 og skýrsl- um hinna fjögra hjá dýralækni M. Einarson. lítið er þar um sullaveiki í mönnum og fje (við skoðun á 11—12 hundruð slálurfjár haust- ið 1919 fann Georg Georgsson engan sull), svo að í sjálfu sjer furðar mig ekki svo mjög á þessum misinun (því sennilega hefir margt af því verið fjarða- fje, sem gengur mikið í fjörum, en sjóþvegið þangið er hreint og tæniueggjalaust). Einkenni- legri er sá mikli munur, sem er á Borgarnesfjenu (úr Borgar- firði og af Mýrum) 26.1°/o og Reykjavíkurfjenu (úr Rángár- valla-, Árness-, Gullbringu- og Kjósarsýslum) 3.29°/o. Þar á milli er svo Búðardalsfjeð, 17.9 °/o. Þetta er einkennilega mikill munur, því til þessa hefir það verið álitið, og það senuilega með rjettu, að mjög væri áhölda um sullaveiki í fólki í sveitum þessum. En annarsstaðar er tal- ið svo, að alt fari það saman hlutfallslega í hjeruðum, sollið fje og fólk. Mjer er næst að halda, aö þetta stafi af því, að fjárfjöldinn er svo lítill, sem talið er úr á hverjum stnð, og útkoma taln- ingarinnur því óábyggileg, og að fá megi rjettari útkomu, ef tekið er í einu lagi sláturfjeð úr þessum þremur hjeruðum, Dölum, Borgarfirði og Suður- landsundirlendinu, til saman voru það 5059 kindur, og af því var sollið 15.9°/o, og er það líklega ekki fjarri sanni, og i samræmi við ágiskun próf. G. Magnússonar um það, að hvað rjenun sullaveikinnar sneri, þá standi fjársveilirnar á Suður- landi fjársveitunum á Norður- landi enn að baki. Norðlenska sláturfjeð, sem talið var í, var svo langt um fleiia, og því meira leggjandi upp úr talningunDÍ á því. Þótt ekki sje mikill munur á prósentutölum á Sauðárkróki (11.7) og á Akureyri (12.6), þá tel jeg rjettara, að telja alt i einu lagi, af þvi að það er úr sveitum er liggja saman. Alls var á báðum stöðum talið úr 10670 fjár, og var þar af sollið 12.29%>. Gefur það sennilega rjetta hugmynd um ástandið í þeim landshluta. í sollna fjenu fundust að heita mátli eingöngu lifrarsullir. Að eins örfáir lungnasullir, en skift- ir þar í tvö landshorn. T. d. fundust lungnasullir í 41 kind af 47 sollnum af Reyðarfjarðar- fje, en að eins í 4 af 543 solln- um úr Borgarnessfje. Er þetta einkennilegi, og get jeg ekki gert mér grein fyrir hvernig stendur á þvi. Samkvæmt þessu er þá lifrar- og lungna-sullir í 2.77°/o af

x

Vörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.