Vörður - 22.08.1925, Blaðsíða 1
IJtg-efandi: Miðstjórn íhaldsflokksins.
III. ár.
Reykjavík 22. ágúst 1925.
35. blað.
Sjúkratryggingar
Á alþiogi 1924 flutti Jóq Sig-
urðsson á Reynistað frv. til
laga um sjúkratryggingar, en
þar sem frv. var ekki flutt fyr
en að mjög var áliðið þings, var
því að eins vísað til nefndar, og
nefndarálit kom ekki.
Á þinginu 1925 flutti stjórn-
in frv. þetta með fáeinum breyt-
ingum og lauk málinu þar þann-
ig, að skorað var á landstjórn-
ina að_bera málið undir sýslu-
nefndir og fá álit þeirra áður
það yrði til lykta leitt. Þessi á-
lyktun þingsins var ' svo
seint, að sýslunefndafundir voru
allvíða afstaðnir, svo að málið
getur ekki orðið lagt fyrir næsta
þing. Aftur^ájmótreru likur til
þass, að málið komi fyrir Al-
þingi 1927.
Frumv. þetta mælti svo fyrir,
að í hverjum kaupstaðog hverju
sýslufjelagi á landinu skyldi
stofna sjóð til tryggingar þeim,
sem verða fyrir veikindum. All-
ir menn á landinu áttu að vera
gjaldskyldir til sjóða þessara ef
ekki eru eldri en 65 ára og sjer-
hver skyldi gjalda, þar sem
hann er heimilisfastur. Börn
yngri en 15 ára eiga að gjalda
1 kr. á ári og sama gjald áttu
þeir að greiða á ári sem eru
milli 60 og 65 ára. Karlmenn
milli 15 og 60 ára áttu að greiða
5 kr. á ári, en kvenmenn á
sama aldri 3 kr. Undanþegnir
gjaldi áttu þeir að vera, sem
eru meðlimir í lögskráðu sjúkra-
samlagi og holdsveikir menn og
geðveikir, því að þessir flokkar
manna eru þegar trygðir, að miklu
leyti að opinberri tilhlutun, þótt
reyndar sje töluverður brestur á
þessu um geðveika menn, með-
an geðveikrahælið á Kleppi er
ekki stækkað, en þess mun ekki
langt að bíða, að sú stækkun
verði framkvæmd.
Til eflngar sjóðunum er ráð-
gert að ríkissjóður leggi fram
árlega 2 kr. fyrir hvern mann
á landinu og sveitar eða bæjar-
sjóður 1 kr. á ári fyrir hvern
mann, sem þar er heimilisfast-
ur. Samkvæmt þessu var áætl-
að að árlegar tekjur sjóðanna
yrðu :
1. Úr ríkissjóði . . kr. 185 þús.
2. Úr sveita og
bæjarsjóði... — 93 —
3. Tillög barna . . — 31 —
4. Tillög karla 15—
60 ára .... — 127 —
5. Tillög kvenna 15
—60 ára ... — 81 —
6. Tillög karla og
kv. 60—65 ára — 3 —
Alls kr. 520 þús.
Þessar tölur breytast auðvit-
að eftir fólksfjölda á landinu.
Öll skýrslugerð og innheimta
vegna sjóðanna er ráðgerð mjög
á svipaðan veg og nú er hjá
Ellistyrktarsjóðunum og sýslu-
menn og bæjarfógetar eiga að
vera reikningshaldarar.
Af árlegum tekjum hvers
sjóðs á að úthluta 9/io hlutum
en »/io skal árlega leggja í Söfn-
unarsjóð íslands eða i peninga-
stofnun innan hjeraðs, ef fjár-
málaráðherra telur trygt, og má
ekki skerða þenna hluta nje
vexti hans.
Úr sjóðunum á að úthluta
fjórum sinnum á ári, í febrúar,
mai, ágúst, og nóvember, í hvert
skifti fyrir liðna 3 mánuði. Út-
hlutunina eiga að hafa með
höndum 3 menn í hverri sýslu
og hverjum kaupstað og eru
þeir valdir af sýslunefnd eða
bæjarstjórn.
Sjóðir þessir eiga að styrkja
þá, sem verða fyrir veikindum,
þó þannig, að berklasjúklingar,
sem nú fá styrk úr ríkissjóði,
bæjar- og sýslusjóðum samkv.
14. gr. berklavarnalögannna,
ganga þeir fyrir öðrum sjúkling-
um. Að öðru leyli fer um styrk
úr sjóðunum eftir efnahag og
öðrum ástæðum styrkbeiðenda
og eiga nefndir þær, sem áður
eru nefndar að meta þetta. Kostn-
aður, sem til greina kemur að
bæta er lyf og læknishjálp bæði
í heimahúsum og á sjúkrahús-
um, legukostnaður á sjúkrahús-
um og aðkeypthjúkruní heima-
húsum en ekki annarlegukostn-
aður svo sem fæðiskostnaður.
Sjúklingar, sem styrk fá, eiga að
fá styrkinn greiddan úr þeim
sjóði, er þeir siðast guldu í.
Það sem hjer hefir verið skráð
er aðal-innihald lagafrumvarps
þessa.
Á þinginu var nokkuð rætt
um málið og viðurkendu allir,
að sjúkratryggingar væru hið
mesta nauðsynjamál, en deildar
voru skoðanir um aðferðina
Aftur á móti hefir nokkuð verið
ritað um frv. í blöðum, sjer-
staklega Tímanum og Alþhl. og
því niðrað þar mjög og talið
óalandi og óferjandi vegna þess,
að það væri nefskattafrumvarp,
en til mergjar hefir málið aldrei
verið krufið þar, frekar en venja
er til í þeim herbúðum, þegar
nauðsyn þykir á að rífa niður
verk og hugmyndir andstæðing-
anna. Sumstaðar erlendis hefir
frv. vakið athygli hjá mönnum,
sem fást við tryggingar, og þótt
bera vott um mikla framsýni
og fyrirhyggju.
Það má með rjettu segja, að
í frv. sje gert ráð fyrir nefskatli,
en með því er ekki unt að slá
málið í hel, jafnvel ekki frá
sjónarmiði þeirra, sem eru mót-
fallnir nefsköttum yfirleitt, vegna
þess, að hjer er um tryggingar
að ræða. Tryggingafyrirkomu-
lagið í heiminum er einmitt
þannig, að hver og einn leggur
fram fje, sem nefnt er iðgjald,
til þess að fá svo bættan skaða,
sem fyrir kann að koma. Þetta
iðgjald fer ekki eftir efnahag
manna heldur eftir því hvað
trygt er. Ef litið er á líftrygg-
ingar sjerstaklega gildir hið sama.
Maður sem vill líftryggja sig fyrir
t. d. 2000 kr. verður að greiða
jafnhátt iðgjald hvort sem hann
er rikur eða fálækur. Iðgjaldið
miðast ekki við efnahag hins
trygða, heldur ýmislegt annað,
t. d. aldur hans, heilsufar, at-
vinnu o. fl. Sjúkrasamlagatrygg-
ingarnar, sem vel eru þektar
erlendis og sumstaðar hjer á
landi, eru þannig, að hver með-
limur geldur jafnhátt iðgjald,
nefskatt, og þó eru samlög þessi
talin nytjastofnanir og engum
hefir komið til hugar að berjast
gegn þeim af því, að þau bygð-
ust á nefskatti.
Þetta sýnir, að tryggingafyrir-
komulagið í heiminum er bygt
á nefskatli og mætti því undar-
legt virðast, ef það ætti að verða
þessu frv. að fótakefli, að það
fetar þann feril, sem nú er al-
ment viðurkendur í heiminum
nema þar sem bolsevíkar ráða
lögum.
En þegar sagt er, að frv. sje
bygt á nefskatti, þá er það ekki
nema hálfur sannleikur eða tæp-
Iega það, því að eins og sýnt
hefir verið fram á bjer að framan,
leggur ríkissjóður eftir frv. fram
um 185000 kr. árlega og bæjar-
og sveitasjóðir um 93000 kr.
eða samtals um 280000 kr. ár-
lega, en með nefskatti eiga að
koma árlega um 240000 kr.
Það er því ekki helmingur, sem
kemur í nefsköttum, en ástæðan
til þess, að rjett hefir þótt að
láta hið opinbera leggja fram
svo mikið fje 1 þessu skyni, er
einmitt hin alviðurkenda nauð-
syn trygginganna. Það er hörmu-
legt til þess að vita, ef eyða á
máli eins og þessu vegna póli-
tiskra hleypidóma og hindur-
vitna. Allir vita, að fjöldi manna
hjer á landi er ekki betur efn-
um búinn en það, að veikindi
í nokkra mánuði og ef til vill
skemri tíma, veldur því, að sá
er fyrir þeim verður, neyðist
til þess að leita sveitarstyrks
og missir fyrir það ýms dýrmæt
rjettindi.
Þá hefir því og veriö haldið
fram til andmæla frv., að það
gerir ráð fyrir, að styrkurinn
til berklavarnanna úr rikissjóði
og sýslusjóðum og bæja falli
niður, en þar til er því fyrst
og fremst og fremst að svara,
að ekki verður sagt, að hið
opinbera hlaupi undan baggan-
um, þar sem enn er ætlast til
að það leggi fram um 280000
kr. á ári, til berklavarna fyrst
og fremst og því næst til annars
sjúkrakostnaðar. Berklasjúkling-
um er ekki með þessu neinn
órjettur ger, því að þeir eiga
eftir sem áður að njóta styrks
eftir sömu reglum og áður. En
því verður ekki neitaö, að það
þykir fullvíst, að eftir því fyrir-
komulagi, sem nú er, njóti ýmsir
berklastyrks, sem þess þurfa
ekki vegna efnahags síns og að
ýmsir liggi á sjúkrahúsum, sem
ekki þurfa þess með vegna veiki
sinnar. Þessu mun erfitt, ef ekki
alveg ókleyft, að kippa í lag
með því fyrirkomulagi sem nú
er, en ef um þessar styrkveit-
ingar ættu að fjalla kunnugir
menn i hverju bjeraði, mundi
þetta mjög lagast. Tilgangurinn
með frv. var því alls ekki að
skjóta hinu opinbera undan
rjettmætum byrðum, en hilt er
vitaskuld, að álitamál er, hversu
mikið á að leggja fram og það
er samkomulags-atriði.
Það er kunnugra en frá þurfi
að segja, að sýslusjóðir lands-
ins hafa yfirleitt stunið undan
berklakostnaðinum og það þykir
ekki ólíklegt, að sýslunefndir
mundu verða allfúsar á að reyna
að Ijetta nokkuð þær byrðar,
þar sem þvi er hægt að koma
við, án þess að berklasjúklingar
sjeu sviftir rjettmætum hlunn-
indum eða berklahælta aukin.
Aftur á móti skai það viðurkent,
að vel má vera, að rjettara sje
að láta sýslusjóðina leggja fram
það fje, sem lireppsjóðunum er
ællað að leggja fram eftir frv.,
því að þólt sú regla yrði upp-
tekin mundi lækka um hehn-
ing framlag sýslusjóðanna til
þessara mála.
Eitt af því, sem frv. hefir
verið fundið til foráttu er það,
að gjald einstaklinga sje svo
hátt, að erfitt sje t. d. fyrir fá-
tæka fjölskyldumenn að inna
af hendi. Það er viðurkent, að
þess munu finnast dæmi og þau
ef til vill ekki allfá, enda er
fyrir þessu sjeð í frv., þvi að
þar er gert ráð fyrir, að sveitar-
sjóður borgi fyrir börn fátækra
fjölskyldumanna, án þess að
það teljist sveitarstyrkur. Undir
þenna leka er þvi að miklu
leyti sett með þessu ákvæði, en
þótt svo væri, að ýmsir yrðu
að taka nokkuð nærri sjer til
þess að greiöa þetta gjald, þá
ætti það vissulega að vera til-
vinnandi, því að með þessu ið-
gjaldi hafa einmitt hinir fátæk-
ustu trygt sjer að fara ekki á
vonarvöl, þólt veikindi beri að
höndum og munu flestum þykja
það dýrmæt rjettindi, sem mikið
sje leggjandi á sig fyrir.
Því verður ekki neitað, að
frá tryggingasjónarmiði er veru-
legur galli á frv. og hann er
sá, að allir eiga ekki rjett til
bóta ef veikindi ber að hönd-
um, heldur ganga þeir fyrir,
sem fátækari eru, meðan sjóð-
irnir ekki svo öflugir, að þeir
geti greitt allan sjúkrakostnað.
En ef fullnægja ælti þessu,
mundu iðgjöldin þurfa að vera
svo há, að ókleyft mundi þykja
að leggja þau á. Til þess að
reyna að komast hjá þessum
agnúa með tímanum, er, eins
og áður er vikið að, gert ráð
fyrir f frv. að um 52000 kr.
sjeu árlega lagðar í sjóð, til þess
að ávaxtast, svo að smátt og
smátt verði fleiri og fleiri, sem
geti notið sjúkrastyrks og að
lokum allir, er sjóðirnir eru
orðnir nægilega öflugir.
Engum dettur í hug að neita
því, að þeir sem harðast verða
úti með löggjöf eins og hjer er
um rætt, eru efnaðri mennirnir,
því aö þeim er gert að skyldu
að leggja sinn skerf, án þess
að þeir geti gert sjer von um
að fá nokkuð í aðra hönd fyr
en sjóðirnir eru orðnir mjög
öflugir. Þetta er vitaskuld í
raun og veru ekki rjettlátt
gagnvart hinum efnaðri, en hitt
er auðsætt, að það er mjög illa
til fundið, er Tíminn og Alþbl.
telja frv. þetta sem lið í ægi-
legri auðvalds-skattamálastefnu,
því að það eru einmitt efnaðri
mennirnir, sem verða fyrir barð-
inu á löggjöf eins og þessari,
og það sem rjettlætir hana, er
að með þannig lagaðri löggjöf
er unnið fyrir ókomna tfmann,
unnið að því að safna fje, til
þess að geta smátt og smátt
Ijett meiri og meiri sjúkdóma-
kostnaði af einstaklingunum og
greitt hann úr sjóðunum. Hinir
fátækustu fá hjálpina strax og
svo smáeykst hópurinn uns allir
sitja við sama borð og þá fyrsl
er markinu náð, en hvenær það
yrði, er ekki unt að segja, því
að engar skýrslur eru til um
sjúkrakostnað hjer á landi. En
eftir því sem ráðgert er í frv.
því, sem hjer hefir verið gert
að umtalsefni væru í öllu land-
inu safnaðar í sjóði til þess að
standast sjúkrakostnað
eftir 10 ár um kr. 532 þús.
— 20 — — — 1100 —
— 30 — — — 1700 —
Með frv. þessu er þvi lagður
grundvöllur að mikilli fjásöfn-
un, sem getur komið að góðu
liði til framkvæmda ýmsum stór-
nytjafyrirtækjum. Hugsum oss
t. d. að fyrir hið safnaða fje
væru keypt vaxtabrjef Ræktun-
arsjóðsins að meira eða minna
leyti, þá mundu sjóðirnir auk
síns eiginlega ætlunarverks, vinna
að því að klæða og ræktaland-
ið, sem nú er eitthvert mesta
nauðsynjamál vort, enda hefir
íhaldsflokkurinn tekið þettamál
á stefnuskrá sína og reynslan
mun sýna, að hann lætur þar
ekki lenda viö orðin tóm. Þetta
frv., sem hjer hefir verið gert
að umtalsefni, mætti vel, með
örlítilli breytingu, stuðla veru-
lega að framkvæmdum í því
efni.
a-J-5.