Vörður


Vörður - 03.10.1925, Blaðsíða 1

Vörður - 03.10.1925, Blaðsíða 1
1Jtgeíandi : Miðstjórn íhaldsflokksins. III. ár. Reykjavík 3. okt. 1925. 41. blað. Listamannasjóður íslands Vorið 1906 ákváðu þeir Árni Eiríksson (þáverandi formaður Leikfjelags Reykjavíkur), Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, Sig- uröur Sigurösson frá Arnarholti og Þorkell Þorláksson stjórnar- ráðsrítari að efna til samskola í því skyni að styrkja íslensk- ar listir. Átti Sigurður skáld Sigurðsson frumkvæði þessarar hugmyndar. Var þegar hafin fjársöfnun til væntanlegs listamannasjóðs. Skrárnar yfir hina fyrstu gef- endur til sjóðsins sýna, að með- al þeirra var þorrinn af mentamönnum, embættismönn- um og kaupmönnum Reykja- vikur. Pað fje sem í upphafi var gefið til sjóðsins — hefir síðan legið á vöxtum og nemur nú rúmum 1400 kr. Á hvítasunnudag í fyrra boð- uðu þeir, sem nú eru á lífi af stofnendum sjóðsins, nokkra af hinum fyrstu gefendum til hans á fund við sig. Var þar ráðgast um framtíð sjóðsins og kosin nefnd til þess að semja uppkast að skipulagsskrá fyrir hann. 19. júní sama árs var svo skipu- lagsskráin samþykt á fundi, sem boðaður hafði verið í blöðun- um öllum þeim, er upphaflega gáfu fje til sjóðsins. Er hún á þessa leið: Skipulagsskrá fyrir Lintamaniiasjód íslands. I. Almenn ákvæði. 1. gr. Sjóðurinn heitir Lista- mannasjóður íslands. Hann er stofnaður á hvítasunnudag 1906, af samskotaíje, og nemur nú kr. 1400. Sjóðurinn skal standa undir yfirráðum Stúdentafjelagsins í Reykjavík. 2. gr. Tilgangurinn er sá 1) að styrkja íslenska listamenn til framfara í list sinni, einkum til utanferða, 2) að sæma þá, er fram úr skara, heiðurspeningi úr gulli. II. Um sfcjórn sjóðsins. 3. gr. Stjórn sjóðsins hefir á hendi sjerstök 5 manna stjórn- arnefnd: Stjórn Stúdentafjelags- ins í Reykjavík, ef hún er skip- uð 3 mönnum, en 3 menn úr henni, er hún kýs sjálf, ef hún er skipuð fleiri mönnum, og 2 menn aðrir, annar úr flokki styrkveitinganefndar (sbr. 5. gr.), en hinn úr flokki merkisnefndar (sbr. 10. gr.), og tilnefnir hvor nefnd sjálf manninn. Meðan styrkveitinganefnd er ekki til, skal merkisnefnd kjósa 2 stjórn- arnefndarmanna úr sínum hóp. 4. gr. Stjórnarnefndin skal leitast við að afla sjóðnum fjár á allan þann hátt, er henni þykir við ejga. Hún skal gera stú- dentafjelaginu reikningsskil í febrúarmánuði ár hvert fyrir umliðið almanaksár. Á þeim fundi skal kjósa 2 endurskoð- unarmenn. Ársreikningana skal birta í B-deild Stjórnartíðinda. Fje sjóðsins skal ávaxta í aðaldeild Söfnunarsjóðsins. III. Um styrkveitingar. 5. gr. Á sjdðfundi fjelagsins í febrúarmánuði, sbr. 4. gr., kýs fjelagið 5 menn í styrkveitinga- nefnd, til 6 ára. Styrkveitinganefnd er einráð um úthlutun styrks úr sjóðnum, innan þeirra takmarka, sem sett eru í 6. og 7. gr., sbr. og 2. gr., og á fundum hennar ræður afl atkvæða í öllum málum. Nefnd- in setur nánari reglur um alt, er að styrkveitingum lýtur. í nefndina má kjósa utanfje- lagsmenn, enda vilji þeir takast starfið á hendnr. Nú verður sæti nefndarmanns autt áður en kjörtími hans er á enda, og skal þá kjósa mann í hans stað fyrir þann tima, sem eftir er kjörtímabilsins. Styrkveitinganefnd skal kosin, þegar sjóðurinn er orðinn svo stór, að veita má styrk úr honum, sbr. 6. gr. 6. gr. Styrki má ekki veita fyr en höfuðstóll sjóðsins nemur 50,000 kr. Þá má fara að verja helmingi ávaxta til styrkveitinga. Regar sjóðurinn er orðinn 100,000 kr., má verja s/3 árs- vaxta, en úr því sjóðurinn er orðinn 200,000 kr., má verja 8A ársvaxtanna í þessu skyni. 7. gr. Syrk úr sj'óðnum má að eins veita íslenskum lista- mönnum, skáldum, málurum, myndhöggvurum, leikurum.söng- skáldum, söngvurum, hljómlist- armönnum, húsameisturum. Skulu þeir einir koma tilgreina, er nefndin telur skara fram úr að gáfum og getu, ogmánefnd- in lýsa yfir því, fyrir hvaða verk eða frammistöðu styrkur- inu sje veittur. IF. Um heiðnrspeniDg Lista- mannasjóðsins. 8. gr. íslenska listamenn (sbr. 7. gr.), þá er sjerstaklega skara fram úr öðrutn í einhverri grein, má sæma heiðurspeningi úr gulli, og er svo til ætlast, að sæmdar- merki þetta hljóti afburðamenn einir. Veitingu heiðursmerkisin skal takmarka svo, að þegar fram líða stundir, verði það í mesta lagi 10 menn, sem merkið bera samtimis, aldrei fleiri. 9. gr. Gerð heiðurspeningsins skal vera sem hjer segir: Hann skal gera af gulli. Stærðin skal vera sú, er 1. mynd1) sýnir. Á framhliðina skal marka list- gyðjuna eftir Thorvaldsen, sjá 1. mynd. Á bakhliðina skal marka sveig af birkiblöðum og á hann ártalið 1924, en innan í sveign- um skal letra': Palmam qui meruit ferat, sjá 2. mynd1). Á röndina skal letra nafn þess, er sæmdur er, og ártalið, er hann hlýlur sæmdina. Rennan heiðurspening skal bera í bláu bandi og liturinn hinn sami blái litur og í orðu- bandi Fálkaorðunnar. 10. gr. Á sjóðfundi sinum í febrúarmánuði, sbr. 4. gr., velur stúdentafjelagið 5 manna nefnd, merkisnefnd, og ræður sú nefnd ein og íhlutunarlaust yfir heið- ursmerkinu, veitir það þeim, er henni þykir hafa til þess unnið, þó innan þeirra takmarka, sem sett eru í 8. gr. í þessa nefnd má velja utan- fjelagamenn, ef þeir vilja við taka. Kosið skal í merkisnefnd til 12 ára. Eftir fyrstu 6 árin fara þó 2 nefndarmenn frá, eftir hlutkesti, og 2 nýir menn þá kosnir til 12 ára. Síðan skulu 3 eða 2 menn kosnir á víxl í nefndina á 6 ára fresti. Ef sæti nefndarmanns verður autt áður en kjörtími hans er liðinn, skal kjósa mann í hans stað fyrir þann tíma, sem eftir er af kjörtímabilinu. Heiðursmerki skal því að eins veitt, að 4 nefndarmenn sjeu því samþykkir. 11. gr. Kostnaður allur af heiðurspeningum skal greiddur af vöxtum sjóðsins, umfram þann hluta þeirra, sem gengur til styrkveitinga (sbr. 6. gr.). En meðan svo stendur, að ekki er farið að veita styrk úr sjóðn- um, má verja til heiðurspen- ingsins alt að V* ársvaxta og ennfremur því fje, sem sjóðnum kann að áskotnast sjerstaklega í þær þarfir. V. Um skipulagsskrá sjóðsins. 12. gr. Skipulagsskrá þessari verður því að eins breytt, að samþykt sje með eigi minna en */b atkvæða á sameiginlegum fundi stjórnar-, merkis- og styrk- veitinganefnda, og sæki þann fund að minsta kosti s/i allra nefndarmanna. Enga breytingu má þó gera á næstu 50 árum. 13. gr. Leita skal konungs- staðfestingar á þessari skipu- lagsskrá. Ákvæði um stundarsakir. Stjórn stúdentafjelagsins tekur sjer tvo menn til aðstoðar í stjórnarnefnd sjóðsins þangað til kosning merkisnefndar hefir farið fram, og sú nefnd kosið tvo menn í stjórnprnefnd sam- kvæmt 3. gr. 1 Myndirnar eru enn ógeróar. Stjórn Stúdentafjelags Reykja- víkur skipa nú undirritaður for- maður, Theodor B. Líndal cand. jur. (ritari) og Björn E. Árnason cand. jur. (gjaldkeri). Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum skipulags- skrárinnar hefir stjórnin nú kosið tvo menn í viðbót í stjórn- arnefnd Listamannasjóðsins, þá Ouömund Björnson landlækni og Sigurö Sigurösson skáld. Fyrsta hlutverkþessarar stjórn- arnefndar verður að hefjast handa að nýju með fjársöfnun til sjóðsins. Áður en hún lætur frá sjer heyra, þykir rjett að skýra frá sögu sjóðsins og birta skipulagsskrá hans, svo að mönnum sje málið fullkunnugt. Eru það vinsamleg tilmæli mín til annara blaða i landinu, að þau skýri frá uppruna, tilgangi og skipulagi Listamannasjóðs Islands. Kristján Albertson formaður Stúdentafjelags Reykjavikur. Fimta alþjóða samYinnumótið. Svo sem kunnugt er hafa Bretar verið brautryðjendur í fjelagsmálum. Engin þjóð hefir gefið jafnmikið út af bókum, tímaritum og blöðum um fje- lagsmál sem þeir. Þeir hafa lát- ið sjer ant um íjelagsmálafræðsl- una, ekki einungis heima í Bret- landi heldur og um víða ver- öld. Eftir breskri fyrirmynd hef- ir meginþorri þjóðanna í Ev- rópu sniðið samvinnufyrirtæki sín. Og allar standa þær í mik- illi þakkarskuld við frumherja hreyfingarinnar, þá Robert Owen og William King. Inge Debes norskur hagfræð- ingur hefir á þessu ári skrifað bók eina um samv.fjelagsskap- inn, er Landssambandið í Osló hefir gefið út, er hann nefnir »Forbruker Kooperafionens Hi- storiecc. Þ. e. saga neytenda samvinnunnar. Um Robert Owen segir hann: »1 de fire ár fra 1769 til 1772 födtes en rekke menn hvis navne hörer til historiens ypperste, Goethe, Napoleon, Wellington og Robert Owen hvis gernig har haft den störste betydning«. Þeir, sem best þekkja til sam- vinnunnar í Bretlandi og viðar og þeirra áhrifa, sem hún hefir haft á þjóðlífið yfirleitt, bland- ast ekki hugur um það, að R. O. er einhver hinn mesti vel- gerðamaður mannkynsins. Jeg ætla nú ekki í þetta sinn að skrifa um hann eða um þau áhrif, er hann hefir haft á þjóð- líf hinna einstöku þjóða eða Brellands. Jeg vil með nokkr- um orðum minnast á samv.- mótið í Helsingeyri. Alþjóða samv.mótið í Hels- ingjaeyri er hið fimta í röðinni og stóð yfir frá 25. júlí til 8. ágúst. Fr. Hall prófessor frá Manchester stóð fyrir mótinu. Hefir hann um nokkur ár stað- ið fyrir slikum mótum, er Bret- ar hafa haldið i ýmsum lönd- um Evrópu. Einnig stjórnar hann skóla þeirra i Manchester og er mentamálaráðunautur samv.mannanna bresku. Samv.- mót þetta var einkum ætlað fyrir Norðurlönd, enda var þátt- takan allgóð þaðan. Auk þeirra, er sóttu mótið frá Danmörk, komu um 20 fulltrúar frá bresk- um samvinnufjelögum. Frá Finnlandi komu 13, Svíþjóð 9, Noregi 7, Póllandi 7, Þýska- landi 2. Alls tóku þátt i mót- inu fjórtán þjóðir. Fr. Hall próf. setti mótið með stuttri ræðu og lýsti ánægju sinni yfir góðri þátttöku frá Norðurlöndum, enda var mótið einkum fyrir þau. Þá talaði einnig fyrir hönd samv.fjelag- anna í Danmörku C. Christen- sen borgarstj. í Helsingjaeyri og lýsti ánægju sinni yfir þvi, að fyrsta samv.mótið, er haldið væri á Norðurlöndum, skyldi vera haldið í Danmörku. Sagðist hann vona að af þvi mætti gott eitt leiða fyrir samvinnuna á Norðurlöndum. Yfir allan tim- ann voru flutt um 20 erindi, flest um samvinnuna á Norður- löndum og Bretlandi. Fr. Hall próf. flutti þrjú erindi, tvö um samvinnuna í Bretlandi og eitt um alþjóða samvinnu, mjög fróöleg. Randolf Arnesen ritstj. samv.blaðsins í Noregi tvö er- indi um samv. i Noregi, Axel- sen Drejer tvö um framleiðslu- samv. í Danmörku, P. Dalgaard tvö um neytendafjelögin dönsku, Fr. Voigt tvö um samb. danskra samv.fjelaga, Axel Gjöses tvö um samvinnuna í Svíþjóð. Fjór- ir fyrirlestrar voru fluttir af fulltrúum samv. sambandanna í Finnlandi, þeim A. Aulanko og J. W. Keto. Hagemann Lind- enkrona fulltrúi i ráðaneytinu danska flutti einnig erindi um sögulegt samband milli Norður- landa. Paul Passy prófessor frá Frakklandi var einn meðal hinna snjöllu ræðumanna. Var erindi hans um samvinnuný- lendu þá er hann hefir komið á fót og. starfar enn fyrir. Heflr hann um mörg ár verið kenn- ari við Parisarháskóla, Er hann talinn afburða málamaður. Flutti hann erindi sitt á þýsku og ensku. Sagt var að hann talaði 22 tungumál. tslensku talar hann einnig og skilur hana vel. Hann kom til íslands árið 1885 og kyntist þá ýmsum fræði- mönnum t. d. Birni Olsen rekt- or, Jóni Porkelssyni og Bene- dikt Gröndal og fleirum. Próf- essor Finn Jónsson þekti hann einnig og sagðist hafa miþ

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.