Vörður - 03.10.1925, Blaðsíða 3
V ö R Ð U R
3
Símar:
38. 1438.
Heildsala
Y. B. K.
Símnefni:
Björnkrist.
Smásala.
Vetnaðaryara allskonar mikið úrval. AlUlœði.
Flauil. Kjólatau. Morgunkjólatau. Káputau. Ljereft bl. og
óbl. Lakaljereft. Tvisttau. Lastingur. Nankin. Fóðurtau.
Stormtau. Khakitau. Moleskinn. Sængurdúkur. Yfirsængur-
veraefni. Gardínur. Gardínutau. Borðdúkar.
Ljereít og; prjónafatnaður. Fatatan og
yfirírahkaetni, falleg, sterk og ódýr.
Vetrarsjöl, margar nýjar gerðir.
Saumavjelar, handsnúnar og stignar.
Pappír og ritíöng' svo sem: Verslunarbækur. Nótna-
bækur. Skrifbækur. Tviritunarbækur. Blek. Penna. Umslög.
Brjefabindi. Ritvjelapappír.
Conldins lindarpennar og slsrnutblýantar
ávalt fyrirliggjandi.
Ennfremur hinir góðkunnu Víliiiig-blýaiitar, flestar
tegundir, er hjer eru notaðar.
Ledar og skinn og flestar vörur
tilheyrandi skó og söðlasmíði.
Vörur afgreiddar um alt land gegn póstkröfu.
Viking
skilvindan
reynist best.
Skilur 65, 120,
220 lítra. Næg-
ar birgðir og
varahluti hefir
ávalt fyrirliggj-
andi og selur
og sendir um
land alt, gegn
póstkröfu
Hannes Ólafsson.
Grettisgötu 2. Sími 871. Reykjavík.
ber vinarhug til Á. S. og biður
fyrir honum á kvöldin!
»Komið til mín og lærið af
mjer«, segir I5. í\ ennfremur —
talar um »meistara« sinn Jesús
Krist o. s. frv. »Jeg þakka þjer,
faðir, að jeg er ekki eins og
þessir bersyndugu«, — þessi
orð gætu staðið sem einkunn-
arorð yfir síðasta kaflanum af
grein Pórbergs Rórðarsonar.
Til þessa sanntrúaða postula
Krists eiga prestarnir að koma
og læra auðmýkt fyrir drottni
og fyrirlitning á Mammoni.
Hann segir svo í grein sinni:
»Einn af guðfræðikennurum
háskólans er svo andlegur í
embættinu, að hann er hluthafi
í togaraútgerð.
Hvar eru hlutabrjefin, sem
postularnir Pjetur og Páll lögðu
í atvinnurekstur auðmanna í
Rómaveldi hinu forna ?
Hvar er ágóðahlutur Jesú
Krists af fiskiveiðum öreiganna
í Genezaretvatninu ?«
P. P. lifir á kenslu hjer í
bænum og af styrk úr ríkis-
sjóði, sem honum er veittur til
þess að ferðast um landið og
safna orðum úr alþýðumáli. Við
þetta er auðvitað ekkert að at-
huga frá sjónarmiði bersynd-
ugra.
En getur þessi heilagi vand-
lætari leyft sjer að snerta á
peningum?
Hve nær tók Kristur fje fyrir
fræðslu sína?
Hve nær sótti hann um styrk af
auðvaldinu í Gyðingalandi til
þess að ferðast um landið —
og skammaði svo opinberlega
á eftir þá sem höfðu greitt at-
kvæði á mótí þvi, aðhannfengi
styrkinn ?
y>Dœmið ékki, til þess að þjer
verðið ekki dœmdir, því að með
þeim dómi, sem þjer dœmið, verð-
ið þjer dœmdir, og með þeim mæli,
sem þjer mœlið, verður yður mælt.
En hví sjer þii flísina í auga
að segja: alt þetta gerir hann
samviskulaust, en nagar sig í
handarbökin og iðrast ef hann
hefir látið ónotað gott tækifæri
tíl að syndga.
Af tvennu illu hefði hitt ver-
ið miklu hyggilegra, að í stað
bannlaganna hefðu lög verið
sett árið 1915, sem skylduðu
hvert mannsbarn á íslandi til
að drekka þrjá litra af brenni-
vini á dag. Efast jeg ekki um
að slík ráðsályktun hefði orðið
til að hefja almenna uppreist
gegn drykkjuskap á íslandi.
Hún hefði a. m. k. knúið gáfu-
menn vora til að hugsa, tala og
rita margt viturlega gegn of-
drykkju, í stað þess að bann-
lögin hafa egnt íslendinga til að
sóa maDnviti sínu til varnar
Bakkusi. Úr því sem komið er
sýnist mjer ráðlegast að lofa
nokkrum áratugum að liða, en
vinna kappsamlega að undan-
grefti grundvallarins til íslenskr-
ar brennivínsdýrkunar, en grund-
völlurinn er siðleysi. Að eins
ætti af fagurfræðilegum áslæð-
um að vera lögleyft að skjóta úr
hundabyssu á fyllirúta, sem
flækjast á almannafæri. Fullur
maður er ljót sjón. bað spillir
fegurðarsmekk barnanna að
horfa á svo ljóta sjón.
Drykkjuskapurinn á íslandi
er sem sagt eitt einkenni gelgju-
hróður þíns, en tekur eltki eftir
hjálkanum í auga þínu? Eða
hvernig getur þú sagt við hróður
þinn: Lát mig draga út flísina
úr auga þjer, og gengur svo sjálf-
ur með hjállca í auganu ? Hrœsn-
ari, drag fyrst bjálkann út úr
auga þínu, og þá muntu sjá vel
til að draga út flisina úr avga
hróður þíns«. (Matth. guðspjall
7, 1-5).
Rangindapúkar.
Megnustu andstygð hlýtur pað
aö vekja, jafnt hjá sanngjörnum
bannmönnum sem andbanningum,
hvernig norðanblööin Dagur og
Verkamaður ráöast á stjórnina út
af áfengisverslunum ríkisins. Hræsn-
in og rangindin skina út úr hverju
orði þessara blaða um svínholur
stjórnarinnar« (Dagur), um að
sljórnin »stuðli að og viðhaldi
drykkjuskap í landinu« (Verkamað-
urinn) o. s. frv.
Öllum er kunnugt hvernig það
kom tii, að leyfður var innflutning-
ur Spánarvína. Svo voru ástæður
pær knýjandi, sem til pess lágu,
að allir bannmenn pingsins greiddu
atkvæði með Spánarsamningunum
— að undanteknum tveim (Jónasi
frá Hriflu og Jóni Baldvinssgni).
Hvorugur pessara manna mun pó
svo gjörsneyddur ábyrgðartilfinn-
ingu, að ekki myndu peir hafa
greitt atkvæði á annan veg ef oltið
hefði um úrslit málsins á undir-
tektum þeirra. Atkvæði peirra í
pessu máli ber að skoða sem lodd-
arabragð frammi fyrir ofstækis-
blindum bannmönnum.
Sigurður Eggerz, sem alla tíð
heflr verið bannmaður, var forseti
peirrar stjórnar, sem samdi reglu-
gerðina um innflutning og sölu
Spánarvína, par sem ákveðin er
tala vinverslana í landinu. Með
honum sat í stjórn einn af forvig-
ismönnum hins eldheita og sam-
huga bannmannaflokks, Framsókn-
ar, nefnilega Klemens Jónsson. Ættu
nöfn pessara tveggja manna að
vera trygging fyrir pví, að ekki hafi
verið lengra farið í að stofnsetja
vínverslanir í landinu, en nauðsyn
þótti vegna samninganna við Spán.
Á þingi 1923 kom reglugerðin um
sðlu Spánarvinanna til umræðu.
Sigurður Eggerz varði hana, og
menningarinnar, ofdrykkja er
skortur á góðum siðum; hún er
ekki annað en almennur dóna-
skapur, siðmenningarleysi. Þar
sem heilir menn vaka yfir lýð-
heillum og audleg menniug nær
rótfestu, hverfur slíkur ófögn-
uður. 1 það mund sem kumb-
aldarnir í I’ingholtunum hafa
breyst í lislrænar byggingar og
íslendingar nýja timans fara að
hafa vit á að klæðast í falleg
föt eins og Kjartan Ólafsson,
þá verður ofdrykkjuplágan einn-
ig undir lok liðin á íslandi.
Sjaldan er flas til fagnaðar og
þjóðmentun fer ekki að lögum;
tíminu er sniðugasti meitíarinn.
Ef vjer, sem betur þykjumst
vita, gerum oss það eitt að
kappsmáli að menta þjóöina og
sígum á, þá standa allir hlutir
til bóta. Það verður að ganga
milli bols og höfuðs á skræl-
ingjanum í fslendingnum; því
það er skrælingjaeðli landans
sem er undirlægja áfengisfýkn-
arinnar.
Halldór Kiljan Laxness.
sagði að ef þingið vildi takmarka
sölu vinanna, pá yrði pað að gera
pað á sína ábyrgð. En þingið
treysti sjer ekki til að taka pá á-
byrgð á herðar sjer.
Og nú hamast tvö fyrnefnd norð-
anblöð á núverandi sljórn, sem
ekki hefir samið reglugerðina og i
engu breytt henni, heimta að hún
taki á sig pá ábyrgð, sem þingið
treysti sjer ekki til að bera — segja
að hún wspyrni fæti viö öllum
kröfum bannmanna um endurbæt-
ur á ástandinu« (Verkamaðurinn)
— og stuðli yfirleitt að drykkjuskap
i landinul
Pegar Sigurður Eggerz fyrir
skemstu hjelt stjórnmálafund á Ak-
ureyri, varð hann fyrir árásum fyr-
ir reglugerð sína um sölu Spánar-
vinanna, pó ekki af ritsljórum
Verkamannsins og Dags, heldur öðr-
um mönnum, sem sennilega hafa
tekið mark á skrifum pessara blaða
um »vínholur stjórnarinnar«. Eftir
að hafa varið sig af ámælum peirra
í alipungorðu máli, kvaðst hann
»alt af síðan hann kom á ping hafa
verið bannlagameginn. Hann hafi
greitt atkvæði á móti öllum þeim
breytingum, er fram hafi komið til
pess að veikja pau, og i embættis-
færslu sinni hafi hann unnið ósleiti-
lega að pvf, að bannlögunum væri
framfylgl. En hann hafi verið nídd-
ur og rægður af bannmönnum i
staðinn. Pað hafi verið pakkirnar.
En hann ætiaði að segja þeim nú,
að ef þeir hjeldu áfram sömu að-
ferð gagnvart sjer og öðrum þeim,
sem best hefðu reynst bannmálinu
á pingi, pá gæti svo farið, að hún
kæmi þeim sjálfum í koll. Bardaga-
aðferð þeirra væri ódrengileg, og
pjóöin myndi meta hana og pá
að verðleikum« (frásögn fslendings).
— Ritstjóri Dags heitir Jónas
Porbergsson. Pað er vert að geta
pess, ef það mætti vera honum tii
málsbóta, að hann skrifar mun
sjaldnar af ósvífni en ritstjórar
Timans. Auk pess ritar hann bestan
stíl af blaðamönnum Framsóknar,
síðan Jónas frá Hriflu hætti að
vanda til greina sinna. Að orðfæri
ber hann af Tryggva Pórhallssgni
eins og silfur af blikki.
Ritstjóri Verkamannsins er Hall-
dór Friðfónsson. Hann er maður
sæmilega ritfær, en á pað til að
vera óþolandi gasprari. t einni af
greinum sinum gerir hann að um-
talsefni herferð yfirvaldanna hjer í
Reykjavík gegn smyglurum og vín-
bruggurum í fyrra vetur. »Yfirvöld-
in tóku óvanalega fðstum tökum
á sökudólgunum«, segir hann. »En
sá orðrómur, að ríkisstjórnin hafi
sjeð þessar aðfarir all óhýru auga,
fer alls ekki huldu höfði«.
Sjeð þær all óhýru auga — við
hvað á maðurinn? Svona skrifa
ekki nema óvandaðir fleiprarar.
Hvernig fífl geta látið.
Síra Trgggvi skrifar stórorða
grein í Timann, sem nefnist Hnefa-
högg fjármálaráðherrans í bœnd-
anna garð! Hnefahöggið, sem ráð-
herrann hefir látið ríða af »í garð
bændanna«, er í pví fólgið, að hann
hefir skipað Gunnar Viðar annan
af gæslustjórum Ræktunarsjóðsins,
mann, sem tekið hefir hátt
próf í hagfræði, og sjerstaklega
lagt stund á bankavísindi. »Öllu
meiri litilsvirðingu er ekki hægt að
sýna bændastjett landsins«, segir
síra Tryggvi. Hann heldur því
fram, að G. V. hafi verið skipaður
gæslustjóri »þvert ofan í lögin, sem
leggja svo fyrir a. m. k. annar
gæslustjórinn skuli hafa sjerpekk-
ingu á landbúnaði«.
En dirfist Tr. Þ. pá að halda
því fram, að hinn gæslustjórinn,
Pórður læknir Sveinsson, hafi ekki
pekkingu á landbúnaði — maður
sepa rekur stórt bú með hinni
mestu prýði? Pegar nú lögin mæia
svo fyrir, að ekki þuríi nema ann-
ar gæslustjórinn að hafa pekkingu
á landbúnaðí — hvað var pá eðli-
legra en að skipa í hitt gæslustjóra-
sætið mann með sjerþekkingu í
bankavísindum?
Hnefahögg fjármálaráðherrans i
bændanna garð! — það eru vist
slíkar perlur orðlistar, sem Tr. P.
á við, pegar hann pykist geta »skot-
ið úr fallbyssu« á andstæðinganna.
Að jafnvel pessi pokaprestur skuli
geta látið sjer detta í hug, að orð
hans hafi nokkru sinní dunið eins
og skot úr fallbyssukjaftil
Georg ólafsson bankastjóri hefir
verið kosinn sáttasemjari í vinnu-
deilum af fulltrúum vinnuveit-
enda og verkaiúanna hjer i bæn-
um. Kemur nú í fyrsta sinni til
hans kasta að reyna að koma
á samningum með sjómanna-
fjelaginu og fjelagi togaraeigenda.
Hafa nefndir úr báðum fjelög-
um undanfarið leitast við að
koma sjer saman nm nýja samn-
inga, en gefist upp við að reyna
að ná samkomulagi.
Annie og Jón Leifs spiluðu fyrir
sjúklingana á Vífilstöðum á mið-
vikudaginn, en á fimtudag bjeldu
þau hljómleika hjer í bæ fyrir
börn á aldrinum frá 6—14 ára
og var aðgangur ókeypis. Ljeku
þau auðskilin lög útlend og ís-
lensk þjóðlög. í gærkveldi bjeldu
þau hljómleik fyrir almenning I
Nýja Bíó.
Sigvaldi Kaldalðns hefit gefið
út Fimm s'önglög ný við þessi
kvæði: Stormar (úr samnefnd-
um sjónleik eftir Stein Sigurðs-
son), Vorvísur (eflir Höllu Ey-
jólfsdóttur), Una (eftir Davíð
Stefánsson), Skógarilmur (eftir
Einar Benediktsson) og Leiðsla
(eftir Þorstein Gíslason).
Ný bók: Oestir, skáldsaga eftir
Kristínu Sigfúsdóttir.
Emil Telmany, frægur fiðlu-
snillingur ungverskur, kom
hingað til bæjarins nú í vik-
unni til þess að halda hjer
hljómleika, sem byrja í næstu
viku.
Dánarfregn. 28. f. m. ljesthjer
í bænum Þorgrímur Ouðmundsen
tungumálakennari.