Vörður


Vörður - 03.10.1925, Blaðsíða 4

Vörður - 03.10.1925, Blaðsíða 4
4 V Ö R Ð U R Utan úr heimi. Menningarleyfar i Sahara. — Sahara er á stærð við Evrópu og hefir 300 þús. íbúa. Þetta gífuriega landflæmi hefir ekki alt af verið sandauðn, sem sól og glóðheitir vindar hafa brent og skrælþurkað. Eitt sinn var Sahara frjósamt menningarland. í*ar hafa fundist djúpt í jörðu plógar og eldfornar jurtir, og í vötnunum eru fiskategundir, sem ekki eru til í öðrum ám en Nil og Niger. Einhverntíma hlýtur að hafa verið samband milli þessara fljóta og vatnanna í Sahara, sem Iiggja í þúsunda mílna fjarlægð frá þeim. Á sfð- asta mannsaldri hefir verið grafið i rústir gamalla stórbæja i Sa- hara, t. d. Tamugad (fyrir sunn- an Tripolis), gamals marmara- bæjar með breiðum götum, vatns- leiðslu, skolpræsum o. s. frv. Alt þetta jöfnuðu ýmsir villi- þjóðflokkar, svo sem Vandalar og Saracenar, við jöröu, og brendu um leið víðáttumikla pálmaskóga. Við það hvarf rak- inn i loftinu og í jarðveginum, í glóðheitu sólskininu varð mold- in að ryki, sem vindurinn feykti, árfarvegirnir þornuðu og fyltust af sandi. Svo er talið, að eyði- merkurvindurinn komi frá Man- dshuríinu. Rekja hans fellur í fjöllum Miö-Asíu og á persnesku, arabisku og lýbisku eyðimerk- urnar, en i Sahara rignir að eins 12.—13. hvert ár. Á daginn er hitinn alt að 45° í skugganum, 65° í sólskininu, og á nóttinni fellur hann niður í 2°. Loftið er stöðugt þrungið af fíngerðu ryki, og þar af myndast hin fræga eyðimerkur-tíðbrá (fata morgana). Frakkar eiga nú megnið af Sahara og hyggjast að rækta haöa og gera hana að nýju að menningarlandi. Vafalaust tekur það marga mannsaldra — en hver veit nema að einhverntima í framtíðinni verði voldugt stór- veldi, þar sem nú er eyðimörkin Sahara. Öryggismálin. Rás viðburðanna og alt ástandið í heiminum leggur stöðugt fastar að stór- veldum Evrópu, að reyna að komast að samningum um að láta hvert annað í friði í fram- tiðinni. þjóðverjar þurfa á friði að halda til þess, að geta eflt iðnað sinn og goldið skuldirnar við Bandamenn. Frakkar þurfa líka að tryggja sjer frið til þess, að geta lokið skulduin sínum við Bandarikin og Breta. Eng- lendingar hafa ærið viðfangsefni, þar sem eru deilur vinnuveit- enda og verkamanna, og sú hætta sem iðnaði þeirra stafar af þeim. Og loks valda upp- reisnirnar í Ariku og Kína hvítu þjóðunum margföldum áhyggjum og miklum erfiðleikum. Tilraunir stórveidanna í Ev- rópu til þess að geta orðið sam- mála um öryggissamþykt, er tryggi frið i álfunni, styðjast því við margvislegar og knýj- andi ástæður. í alt sumar hafa stjórnirnar í London, Paris og Berlín unnið að því, að skapa grundvöll til samninga um göm- ul deiluefni, landamæraþrætur o. s. frv. Er nú svo komið að Bretar og Frakkar hafa boðið Þjóðverjum til fundar við sig um öryggismálin í Luzern i Sviss 5. þ. m. í sambandi við fundarboð þelta hefir Bríand, utanríkisráðherra Frakka, látið þau orð falla, að það sje lífs- skilyrði allri Evrópu, að vin- átta og samvinna geti tékistmeð Frökkum og»Pjóðverjum. Nýjustu skeyti herma, að þýska stjórnin setji þau skil- yrði fyrir þátttöku í fundinum, að altsetuliðBandamanna hverfi burt úr Kölnarbjeruðunum og að rætt verði á fundinum um orsakir styrjaldarinnar miklu. En afarkostir þeir, er Pjóðverj- ar urðu að ganga að eftir ófrið- inn, voru með því rjettlættir, að þeir einir ættu sök á stríðinu. Franska stjórnin hefir neitað að ganga að þessum skilyrðum Þjóðverja. Er því enn óvist að af fundinum verði. Skuldir Frakka. Svo sem frá var skýrt í síðasta blaði, er frönsk sendinefnd stödd í Was- hington um þessar mundir, til þess að semja við Bandaríkja- menn um skuldir Frakka. Frakkar hafa boðist til þess, að borga skuldir sinar að fullu á 62 árum, og borgi þeir 25 milj. dollara á ári fyrst um sinn, en síðan hækki árlegar afborganir upp í 80 miljónir. Pessu tilboði hafa Ameríkumenn hafnað og hefir enn ekki náðst neitt sam- Baldvin Einarsson Aktýgjasmiður Hverfisgötu 56 A. — Rvík. Ræktunarsjóður Islands komulag um skuldagreiðslurnar. — Eitt hið frægasta iðnaðar- blað Bandarikjanna hefir þessa dagana látið þau orð falla, að Bandaríkmenn ættu að blygðast sin fyrir að krefja Evrópuþjóð- irnar um skuldir, sem þær hefðu stofnað á neyðarárum sinum, til þess að geta keypt fyrir amerískar vörur með okur- verði. Coólidge forseti hefir vítt blaðið harölega fyrir hin sönnu og drengilegu ummæli þess. tekur til starfa 2. okt. næstk. Skrifstofa sjóðsins er í Landsbankahúsinu 3. hæð, og verður framkvæmdastjóri þar til viðtals hvern virkan dag kl. 11—12 árd. og kl. 2—3 síðd. Afgreiðsla sjóðsins verður fyrst um sinn i afgreiðslustofu Lands- bankans. Vaxtabrjef sjóðsins verða snemma í október mán- uði til sölu í Landsbanka íslands og verða jafnframt send bankaútibúum og sparisjóðum úti um land til sölu. Reykjavík, 28. sept. 1925. Einar H. Kvaran og frú hans eru nýkominn heim eftir 13 mánaða utanveru. Höfðu þau dvalið síðan á nýári í Ameríku og flutti E. H. K. fyrirlestra víðsvegar í bygðum Vestur-ís- lendinga. Var þeim haldið fjöl- ment kveðjusamsæti í Winni- peg áður en þau hjeldu heim- leiðis. í kvöld flytur E. H. K, fyrirlestur í Nýja Bíó um Vest- ur íslendinga. Arni Jónsson frá Múla alþm. fer ulan með Gullfossi í dag á- leiðis til Bandarikjanna. Áhann að vera danska sendiherranum í Washington til aðstððar við fyrirhugaöa samninga um nið- urfærslu á tolli á islenskri ull í Bandaríkjunum. Guðmundur Einarsson frá Mið- dal heldur sýningu þessa dag- ana í Báruhúsinu á málverk- um, raderingum og nokkrum höggmyndum. Sýningin ber ljós- an vott um gáfu listamannsins. Styrkur og svipríki formsins virðist vera höfuðágæti hans frekar en meðferð litanna. Hin- ar nýrri myndir G. E., frá ítal- íu og íslandi, virðast þó benda til aukins þroska, smekks og karlmensku í vali og blæ lit- anna. Pjetur Halldór8son bóksali og bæjarfulltrúi hefirgefið út bækí- ing um gengismálið sem nefn- ist: Oöðæri og gengismál, B.ug- leiðingar stýfingarmanns. Ræktunarsjóður íslands tók til starfa 1. þ. m. Pjetur Magnússon. Þórður Sveinsson. Gunnar Vidar. R e i ð t ý g i margar gerðir, þar á meðal linahkar svo traustir, að tekin er ÍO ára ábyrgð á virkjunum. NpaÖahnakar, aljárnaðir. Handvagnar, hestvagnar, aktýgi, llstlvagna- aktýgi. — Alt af bestu g-erö. Allskonar ólar og lausir hlutir til söðla- og aktýgjasmíða er ávalt fyrirliggjandi. — Beisli, töskur, svipur, keyri, ístöð, bakpokar, veski, klifjatöskur, beislistengur margar tegundir o. fl., o. fl. Ennfremur tjöld, vagna- og fiskyfirbreiðslur og efni í þessa hluti. Landsins stærsta og fullkomnasta fyrirtæki i þessari grein. — Sívaxandi viðskifti sanna að hvergi er betra að gera sín viðskifti en i »Sleipni«. Aögeröir fljótt og vel af lienöi leystar. Vörur sendar gegn eftirkröfn hvert á ,Iand sem er. Símnefni »SLEIPNIR« — Sími 646. Laugaveg 74. — Reykjavík. Vextir lækka. Forvextir hafa lækkað í Landsbankanum nið- nr í 7%, í Islandsbanka nidur í 7V2^/°. Sparisjóðsvextir hafa lækkað i báðum bönkunum niður í 4l/2°/o. pýskur togari strandaði á Mýr- dalssandi 27. f. m. Skipverjar voru 12 og björguðust allir. Prentsmiðjan Gutenberg. V etrarbrant. Sólstjörnur. Sýnilegr birta stjarnanna. 32. Sýnilegum stjörnum var í forn- öld skift í »siærðarflokka« eftir Ijós- magni sinu. Flokkar þessir voru 6 og nefndust 1.—2.-3.—4.—5.-6. stærðarflokkur. í fyrsta flokki voru skærustu stjörn- urnar, svo sem Hundastjarnan (Sirius) Nautsaugað (Aldebaran) og Blástjarnan (Vega) — alls um 20. Til hækkandi tölu svöruðu svo daufari og daufari stjörnur. í 6. flokki urðu loks allar stjörnur sem að eins sjást með berum augum. Tala stjarna vex hröðum fetum með hækkandi tölu. Sjónin rjeði flokkaskifting og var þetta nokkurt haudahóf. Nú styðjast menn við áhald eitt ná- kvæmt, sem ljósmælir nefnist. Hann sýndi að ljósmagn stjarna1 í 2 flokkum með 1 stigs mun svaraði yfirleitt til taln- anna 2.6 : 1. Eigi er víst að saman fari eiginleg stærð og mikið ljósmagn. Fjarlægðin ræður eins miklu. Sýnilegt Ijósmagn stjarna2 telst: í 1. stærðarfl. 1 « 2.----------1 : 2.6 = 0.4 « 3.'---------1: (2.6* 2.6)= O.ie o. s. frv. í sjónfækjum nútímans sjást stjörnur niður að 20. stærðarflokki. Stjarna í þeim flokki ber afardaufa birtu eða að 1) Nautsaugað, sem er rauöleit, stór stjarna, millum Sjöstirnis og Fjósakvenna, heflr um pað bil ljósmagnið 1. 2) Allra skærustu sljörnunum er nú skip- að í 0ta flokk eða ~ 1. flokk. Einnig er birt- an ákveðin í blöndnum tölum. Pannig er: Blástjarnan í O.n st.fl. Hundastjarnan í l.n » Sólin í 26.t » þyrfti því um 1.300 000 000 000 1. fl. stjörnur til þess að yflrstiga birtu sólar hjer á jörð. eins -„-(roiníViniTr af ljósi Nautsaugans. Á bak við alt þetta liggur þó víða gráleit stjörnumóða, sem eigi hefir enn þá tekist að greiða í sundur. Fjarlægðir út til stjarnauua. 33. Ýmsar aðferðir notum vjer í dag- legu lifi, til þess að ætlast á um fjar- lægð hluta. Ein er sú að atbuga hve mikið þeir hreyfast eða gangast fyrir, ef vjer höllum tií höfði eða göngum úr stað. Gangist hlutur lítið fyrir, þá álykt- um vjer að hann sje fjarlægur. Petta er hárrjett og fylgir föstum lög- um sem stærðfræðingar þekkja tilhlýtar. Jörðin rennur ár hvert braut sem hefir 300 milj. km. þvermál. Stjörnurn- ar gangast því eitthvað fyrir, ef þær eru athugaðar frá öndverðum ásendum jarð- brautar, þ. e. með rúml. 182 daga millibili. Pær ættu að renna örlítinn sporbaug á himni, frá jö*ðu að sjá. Er þá miðað við enn fjarlægari stjörnur á bak við þær. Pvermál bauga þessara er þó svo lít- ið að fram yfir 1800 tókst eigi að mæla fjarlægð til neinnar sólstjörnu. Jaínvel Herschel gafst upp á því. Árið 1837 tókst loks Bessel að mæla fjarlægð til stjörnunnar 61 í Svaninum. Afarlítið gangast stjörnur fyrir við hreyfingu jarðar — enginn svo aðnemi 1” eða einum Vso af tunglsbreidd á himni. Tekist hefir að mæla nákvæmt fjar- lægð til að eins 3—400 sólstjarna. Fjar- lægðin er talin er í ljósárum, en ljósið fer 300,000 km. á sek. eða nálega 10 bilj. km. á ári. Hjer skulu sýnd fáein dæmi: Gengst Fjarlægð Nafn fyrir um. í Ijósárum. Alfa í Finngálkni 0".76 4.8 Hundastjarna 0".38 8.6 Alfa í Svani 0".8t 10.6 Blástjarna 0".o« 36.i Pólstjarna 0".06 62.o Pó að vjer gætum falið sólkerfi vort í lófanum (1 dm. í þvermál) þá yrðu samt eftir sama mælikvarða 44.4 km. til næsta sólkerfis út í rúminu. Á. M.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.