Vörður - 31.10.1925, Síða 2
2
V Ö R Ð U B
fOOOOOOOOOOOOOOOOOOCOOO#
o VÖRÐDRkemurút ^
O álaugardögum
5 Ritstj órinn:
g Kristján Albertson Túngötu 18.
O Simi:
8 U52.
9 Afgreiðslan:
O Laufásveg 25. — Opin
5—7 síödegis. Sími 1432
8 Verð: 8 kr. árg..
8 Gjalddagi 1. júli.
♦OOOOOOOOOQOOOQOOOOGOOOÍ
□ema 50°/o af þvf, sem fyrir
það var gefið í upphafi. Og svo
mætti lengi rekja.
Hvar á að festa krónuna? Á
að gefa út nýjar seðilkrónur,
er haldi 80, 70, 60, eða 50 aura
gulls hver? Gera mun helst
mega ráð fyrir því, að krónan
yrði fest sem næst því gengi,
sem hún hafði, þegar lagafrum-
varp um stýfingu yrði samþykt
á alþingi, t. d. að hún skyldi
innleyst með 80 aurum gulls.
Og til skilningsauka verður
hjer eftir gert ráð fyrir stýfingu
með 80 gullaura-krónu.
Verkanir stýflngar.
Stýfing þannig framkvæmd
verkar svo á eldri skuldir, að
þær færast niður að nafnverði
um 20°/«. Lánardrottinn, sem t.
d. á 1000 kr. skuldakröfu að
nafnverði, fær að eins 800 kr.
Á pappírnum verða þá lánar-
drottnar 20% fátækari, að því
er til krafna þeirra tekur, og
skuldunautar að sama skapi
efnaðri. Um innlenda lánar-
drottna og skuldunauta skiftir
þetta engu um þjóðarauðinn.
Skuld skuldunauts minkar um
það, sem eign lánardrottins
minkar. En gagnvart erlendum
skuldunautum skiftir þetta þar
á móti miklu máli, ef greiða
skal í islenskum krónum. Ef
islenska krónan hjeldi áfram
að hækka og kæmist upp í 100
gullaura, þá mundu þessir út-
lendu skuldunautar verða að
greiðaskuldirsinartilíslands með
krónum, þar sem hver hjeldi
100 gullaura. En vegna stýfing-
arinnar komast þeir af með að
greiða með jafnmörgum krón-
um, þar sem hver heldur 80
gullaura.Þeir fá, með öðrum orð-
um eftirgjöf á skuldum sínum, er
nemur 20%, eöa einum fimta
hluta. Nú kunna menn að segja,
að þetta muni litla Jrýðingu
hafa, því að erlendir menn
skuldi íslandi lítt eða ekki. En
svo er alls ekki. Meginið af öll-
um vátryggingum, liftrygging-
um, brunatryggingum og sjó-
tryggingum, er enn hjá erlend-
um firmum. Og mundi stýfing-
in skifta mjög miklu máli að
þessu leyti einkum um greiðsl-
ur á líftryggingum og bruna-
tryggingum. Maður hefir t. d.
keypt sjer 10 000 kr. liftrygg-
ingu árið 1900. Hann hefir all-
an tíman greitt iðgjöld og lengst-
um með 100 gullaura krónum.
Ef hann deyr eftir að stýfing
krónunnar fór fram, þá fær t.
d. kona hans einungis % hluta
tryggingarinnar eða 8000, 100
gullaura krónur. Hún hefði, ef
krónan hefði fengið að hækka
upp í 100 gullaura, fengið upp-
haflegt gullverð tryggingarinnar.
Með stíjingunni yrði erlendum
skuldunautum að líkindum gefn-
ar álitlegar upphxðir.
Með stýfingu yrði aUmargir
menn sviftir lögmœtri eign sinni.
Peir menn sem lánað hafa ríki
eða öðrum fje áður en krónan
byrjaði að falla, hafa þá látið
ríkið o. s. frv. fá 100 gullaura
krónur. En eftir stýfinguna
greiðir ríkið ekki nema 80 gull-
aura krónur jafnmargar. Hjer
fer því fram eignarnám endur-
gjaldslaust um % hlutaafkröfu
hverri, sem svona er ástatt um.
Fyrir hverjar 1000 kr. eru raun-
verulega að eins goldnar 800 kr.
Um þetta athuga menn, að lán-
ardrottinn hefði þó ekki orðið
betur settur, ef krónan hefð
aldrei hækkað upp úr 80 eða
ef til vill aldrei komast svo
hátt meðan skuldin stóð. Þetta
er að vísu satt, en sá er mun-
ur, að vegna stýfingarinnar var
honum lögvarnað að krefja nokk-
urn tíma meira en 80% af
kröfu sinni, en ef ekki hefði
veriö stýft, þá beigði hann sig
einungis fyrir járnhörðu við-
skiftalögmáli, sem engum hefir
enn tekist að ráða við til nokk-
urrar hlítar. Það mætti að minsta
kosti orða það, hvort sú aðferð
að færa þannig niður eignir
manna, færi ekki algerlega í
hága við 63. gr. stjórnarskrár-
innar, sem segir, að eignarrjett-
urinn sje friðheilagur ogaðeng-
inn verði skyldaður til að láta
af hendi eign sína, nema al-
menningsþörf krefji, og gegn
fullu endurgjaldi. Pað verður
ekki betur sjeð, en að hjer yrði
menn svittir eign sinni endur-
gjaldslaust. En það er einmitt
bannað með 63. gr. stjórnar-
skrárinnar.
Nauðsyn brýtur að vísu lög,
og þá líka stjórnskipunarlögin.
En er landinu svo rík nauðsyn
á því að ljetta af sjer %
innlendum skuldum sínum, að
það þurfi að koma svona ná-
lægt stjórnarskránni. Er landið
. — og bæjarfjelög—svoilla statt,
að það þurfi að taka til þessa
bragðs? Og þessi skuldaniður-
færsla landsins mundi nær ein-
göngu koma niður á innlend-
um lánardrottnum þess. Útlendu
lánardrottnarnir fá flestir sitt
fje greitt í gjaldmiðli sínslands.
Dönsku lánin og vextir af þeim
eru greidd með dönskum krón-
um og breska lánið er greitt
með sterlingspundum. Stýfingin
girðir fyrir það, að landið geti
unnið nokkuð á gengishækkun
krónunnar í þessu sambandi.
Eftir stýfinguna þyrfti Vb fleiri
krónur en þurfa myndi til að
greiða vexti og afborganir af
útlendu skuldunum, ef krónan
fengi að kornast upp í lOOgull-
aura. Vera má að þetta skifti
ekki miklu máli eftir að nokk-
uð er liðið síðan stýfingin var
lögtekin, því að ríkið verður þá
að reikna með Vs fleiri krónum
í öllum búskap sínnm en áður
en gengishækkunin hófst. En
vinningsmöguleiki af áframhald-
andi gengishækkun í þessu sam-
bandi, er algerlega útilokaður
með stýfinguni.
Hins vegar verðurþvf ekki neit-
að, að stýfing krónunnar með
skuldniðurfærslu getur verkað til
rjettmæts ávinnings öllum þeim
skuldunautum, sem stofnað hafa
skuldir meðan krónan var und-
ir 80 gullaurum. En rjettlætinu
verður alls ekki náð til nokk-
urrar hlítar, eins og fyr var
bent á. Maður, sem tók lán,
þegar krónan stóð í 50 gullaur-
um, þyrfti að fá 50 gullaura
krónur, þegar hín nýja skipun
yrði sett á laggirnar. Annarætti
að fá 60 gullaura krónu o. s.frv.
fslendingar eiga margar miljón-
ir króna í sparisjóðum. það er
sparifje, sem margir fátækir
menn hafa dregið saman með
súrum sveita, bæði bændur,
verkamenn og starfsmenn hins
opinbera. Það má aö minsta
kosti orða það, hvort það sje
rjettlátara eða þjóðfjelaginu holl-
ara að færa niður með lögum
eign þessara manna, og þar með
færa niður skuldir þeirra, sem
skulda. það mundi oft vera það
sama sem að taka fje úr vasa
vinnusama spsrsemdar- ogreglu-
mannsins beinlínis til þess að
stinga því í vasa spekúlanta, og
annara sem ekki ættu það skil-
ið. Auðvitað yrði þetta svo að
vera, ef alþjóðarnauðsyn krefði.
En ef sú nauðsyn er ekki fyrir
hendi, er þá.rjett að gera það?
England hefir fest pund sitt
í sama gullgildi sem það haíði
fyrir styrjöldina. Bandaríki Norð-
ur-Ameríku hafa lika fest sinn
dollar með^ sama hætti. Krónan
í Svíþjóð stendur Iíka í gullgildi
sínu. En um norsku og dönsku
krónuna er svipað að segja og
íslensku krónuna. f*ær eru ekki
festar, hvorki með stýfingu nje
með sama gildi sem þær höfðu
fyrrum. Meðan Danir og Norð-
menn hafa ekki fest sína krónu,
virðist íslandi varla ráðlegt að
stýfa sína, vegna þess að ísland
hefir mikil skifti við þessi lönd,
og firrir sig þar með möguleika
til þess að njóta góðs af hækk-
nn sinnar krónu í hlutfalli við
danska og norska krónu. Ef Is-
land hefði t. d. stýft sina krónu
í fyrra vetur, þá hefði það orð-
ið að bera allan þann halla, er
hækkun norsku og dönsku
krónunnar í sumar hefði leitt
af sjer i skiftum við þessi lönd.
Ef t. d. íslenskur maður hefði
keypt vörur i Danmörku 15.
júní í vor, gegn greiðslu 15.
sept. — eftir 3 mánuði — þá
hefði komið á skuld hans um
20% viðauki vegna hækkunar
dönsku krónunnar, ef islenska
krónan hefði þá verið fest. En
af því að íslenska krónan gat
líka hækkað, þá mun gengis-
hallinn í dæminu ekki hafa orð-
ið nema nálægt 10%. Og svo
efast margir um það, hvort ís-
land eigi að reka sjálfstæða
»myntpólitik« að svo stöddu.
Satt er það að vísu, að út-
koman í dæminu hefði orðið
enn verri, ef fslenska krónan
hefði lækkað en ef hún hefði
veriö stýfð. En nú munu menn
fremur vonast eftir, að hún
lækkiekkiúr þessu, og auk þess
mætti spyrja, hvort unt yröi að
halda henni fastri, þótt venju-
leg gulltrygging yrði bak við
hana og hún yrði innleysanleg ?
Er þá ekki nein hætla á því,
að gullið yrði rifið út úr bank-
anum, ef ill ár kæmi og hagur
landsins versnaði aðmun?Gæti
ekki sú saga, sem gerðist 1914,
endurtekið sig.
Menn hafa spáð miklum hörm-
O
o
c
8
Bókarfregn.
Gannar Benediktsson: Niður bjarn-
ið. Akureyri 1925.
Eigi er mjer kunnugt um, hvort
saga þessi er frumsmið höf. eða
eigi, en liklegt þykir mjer að
svo sje.
Sagan segir frá sveitastúlku,
er útþrá og ástarþrá dregur til
hins syndum spilta höfuðstaðar.
Ratar hún þar í mörg og mis-
jöfn ástaræfintýri, og leitar að
síðustu hælis í sveitinni á ný,
mædd og meydómi svift. I>ar
hitti hún ungan mann úr Rvik,
Gest að nafni, er lengi hefir unn-
að henni, þrátt fyrir alt, og
skiljum við við þau á þröskuldi
hjónabandsins.
Eigi verður sagt, að hjer sje
um frum/egt eða stórfenglegt
efni að ræða, enda þótt miklu
skáldi hefði vel getað orðið mik-
ið úr. En eigi verður sagt að
svo hafi orðið hjer. Þó má Iáta
höf. njóta þess sannmælis, að
Iýsingar hans á atburðum sög-
unnar eru allflestar eðlilegar og
ýkjulausar og mannlýsingar flest-
ar einnig, enda þótt hversdags-
legar sjeu. Gestur, hin eiginlega
söguhetja, er frumlegasta per-
sóna höf., en jafnframt þoku-
kendastur. Sá blendingur mann-
legrar ástar og kristilegs kær-
leika, sem þar er látinn koma
fram, mun næsta fátíður og
tæplega eðlilegur.
Fað má og telja höf. það til
gildis, að hann hefir allgott lag
á að draga athygli lesendanna
að atburðum sögunnar, og afia
söguhetjum sínum samúðar.
Umburðarlyndi höf. er einnig
virðingarvert á þessum upp-
gangstíma fascisma og katólsku,
hvað sem nú Sig, Nordal segir
um fyrirgefningarkenninguna.
Málið á bókinni er látlaust og
sæmilegt.
Pað, sem höf. hafa einkum
verið mislagðar hendur um, eru
samtölin í bókinni. þau eru víða
alt of löng og óeðlileg og líkj-
ast fremur mærðarskrafi mál-
rófspresta en orðalagi hins ó-
breytta fólks, sem þau eru lögð
í munn. Jeg minnist t. d and-
látsorða húsfreyjunnar í Hvammi
og þó einkum síðasta kaflans í
sögunni, þar sem Gestur slepp-
ur ekki með minna en 9 bls.
í allstóru broti, í einni lotu, til
að játa stúlkunni ást sína. í
mfnum augum er sú romsa
mesta andstreymið, sem kemur
fyrir veslings stúlkuna í allri
sögunni.
Það er annars ekki nýtt, að
ísl. skáldsagnahöfundar geri
sig seka í því sama og höf.
gerir hjer í niðurlagi sögunnar
og reyndar víðar. Pað hefir
löngum viljað við brenna, að
einhverri sögupersónunni er
lagður i munn mórall og til-
gangur höf. í nokkurskonar á-
gripi, eins og til að gera lesar-
anum ljóst, hvað hann hjer af
megi skilja og læra. Sama hend-
ir og mörg Ijóðskáld, er á þenn-
an hátt hafa oft hnýtt ferlegum
hala við laglegt kvæði.
Eigi verður sagt um, hverja
framtfð höf. muni eiga fyrir
sjer á sviði sagnagerðar. Þó
treysti jeg honum, mörgum
öðrum fremur, til að skrifa lát-
lausar og eðlilegar lýsingar at-
burða og einstaklinga. Hins er
eigi að vænta, að hjer sje neinn
brautryðjandi á ferð.
En takist honum að forðast
mærðþáog prjedikaratón, er um
of hefir spilt þessari sögu, en
láta atburðina tala sinu máli,
án frekari skýringar, má vænta
góðs af honum, — en tæplega
mikils. z. z.
Enski aðailinn.
Nýlega hafa verið birt vestan
hafs brjef Walter H. Page, fyr-
verandi sendiherra Bandaríkj-
anna, til Wilsons forseta. Hjer
er kafli úr brjefi, sem hann reit
forsetanum frá Panshanger,
Hertford, heimili Cowper-fjöl-
skyldunnar, í júlí 1914, þegar
frska deilan stóð sem hæst:
»í bókasafns-herberginu hanga
myndir af tólf lávörðum af
Cowper-ættinni og allir hafa
þeir aukið við myndasafn og
við bókasafn hússins, svo að
bæði söfnin eru fræg fyrir auð-
legð þeirra.
Peir hugðu að verk þeirra
myndi standa enn um langt
skeið. Hvar sem einhver grein
fjölskyldunnar hefir fest rætur,
og hún hefir dreifst um víða
veröld, þá gleyma niðjar henn-
ar aldrei ættaróðalinu, og synir
yngri sona margra kynliða koma
til Englands til þess að sjá það
og kynnast ætlingjunum heima.
Og þessi bönd held jeg að sjeu
hin sterkustu, sem binda ný-
lendurnar við móðurlandið.
I þessari ætt fæddist einn af
mestu eðlisfræðingum heimsins;
í þessari ætt fæddust miklir sjó-
\
liðsforingjar, herforingjar og
stjórnendur. Pað er aðalsblóð í
ættinni, og enskur aðall úrkynj-
ast ekki fyr en seint og siðar
meir. Ef honum auðnast að
læra af lifinu, þá mun hann
enn um langt skeið halda völd-
um og virðingu. Sumt er eins
og hann þverskallist við að
læra. En sá sem heldur að
enskur lávarður sje flón, hann
mun brátt komast að raun um
misskilning sinn, eftir að hafa
verið einn eða tvo daga gestur
á ensku herrasetri og jafnan
lotið í lægra haldi í viðræðum.
Lávarðurinn veit meira en
hann um listir og kúabúskap
og útlönd og eðlisfræði og veðr-
áttuna í Indlandi, hann er hon-
um fremri sem veiðimaður,
skytta, golf- eða tennisleikari
og á kvöldin mun hann vinna
af honum í poker, ef svo ber
undir. Og eftir að hafa lalað
af viti og þekkingu um guðfræöi,
þá hefir lávarðurinn það til að
bölva Lloyd George svo hressi-
lega, að hver cowloy myndi
dást að því.
Konan hans ber ef til vill
fleiri gimsteina en okkur þykir
smekklegt, en hún myndi ekki
hika eitt andartak við að selja
þá alla, til þess að hjálpa Ulster,
ef hún hjeldi að Ulster þyrfti