Vörður


Vörður - 14.11.1925, Blaðsíða 1

Vörður - 14.11.1925, Blaðsíða 1
t Útgefandi: Miðstjórn íhaldsflokksins. III. ár. Reykjavik 1 4. nóv. 1925. 47. blað. Flokkaskiftingin Eftir Jön Þorláksson. I. í síðasta Ibl. »Tímans« ritar Jónas alþrn. frá Hrillu langa grein um »Stjettasamtök og landsmálastefnur«. Ritstj. Varð- ar hefir mælst til þess að jeg ritaði nokkur orð um afstöðu llokkanna, svo sem til andsvara þessari grein Jónasar. Jeg hefi ekki viljað skorast með öllu undan þessu, en tek þó fram, að mjer linst umrædd grein hr. J. J. æði ómerkileg og í raun- inni ekki fremur svaraverð en flest önnur blaðaskrif hans. Til þess að unna J. J. sann- mælis skal jeg þó strax gela þess, að ein smellin setning er í grein hans. Hann segir um Sjálfstæðisflokkinn núverandi: »En liann er aðeins efstu tind- ar af solcknu meginlandk. Með þessari stuttu samlíkingu er gefin skýr mynd af einstæðings- skap foriugjanna, sem höf. hefir viljað lýsa, og um leið veitt vel- vildarfull viðurkenning á því, hvað flokkurinn hafi verið áður fyr. En mpðfæddur lausalopahált- ur í hugsun höfundarins leyfir honum ekki að láta þessa sam- líkingu njóla sín, því að i næstu linunum þurkar hann þessa mynd út, og setur aðra marg- þvælda í staðinn, meginlandið sokkna verður að skútu og hæsti tindurinn að skipstjóra á henni. I meginmáli greinar sinnar leitast höf. við að sýna fram á að þeir þrír flokkar, sem nú liaíi fylgi hjá kjósendum lands- ins (íhalds-, Framsóknar- og Alþýðuflokkurinn) sjeu »allir í insta eöli sínu stjettaflokkar«. Hann kannast þó við það að íhaldsflokkurinn telji sig ekki stjettarílokk, en sjálfur þykist liann finna þar þrjár tegundir mannfólks, nefuilega 1. Emb- ætlismenn og starfsmenn lands- ins, 2. kaupmenn og 3. togara- eigendur og stærri útvegsmenn. Þessar þrjár »stjettarfylkingar« segir hanu, að haíi runnið sam- an og myndað íhaldsflokkinn. IJó getur hann þess, að »uokkrir bændur« fylgi einnig íhalds- ílokknum. Næstan telur hanu Alþýðullokkinn, er sje stjettar- flokkur verkamanna í bæjun- um, »hagsmunasamband« þeirra, er hann nefnir svo. Og síðast telur hann Framsóknarflokkinn, stéttai flokk bænda. Þó finnur hann þær veilur á þessu hjartabarni sínu, að í þeim llokki er bara hinn »þroskaðasti hluti bænd- anna«, en »allmargir« þeirra »átta sig ekki á málinu eða eru of lílilsigldir til að þora að vera með sínum stjetlarbræðrum«. En ofurlitla bót í böli finnur höf. þó í því, að nokkrir »mið- stjeltarmenn« í bæjunum bæti flokknum upp fylgisleysi bænd- anna. Eins og vænta mátti er það ekki bændastjettin ein, sem verður fyrir lítilsvirðandi og niðrandi ummælum höfundar- ins. Starfsmenn hins opinbera, kaupmenn og útgerðarmenn fá hver silt, höf. slær ólæpt á gamla slrengi lortrygni og úlf- úðar gegn þessum nauðsynlegu og nytsömu borgurum þjóðfje- lagsins. Eina stjettin, sem hann ininnist á í greininni án þess að bera hana neinum illmæl- um (fyrir utan þessa fáu »mið- stjeltarmenn« sína), er verka- mannastjetlin í bæjunum. Sýnir höf. þar enn á ný hvar hugur hans sjálfs og hjarta eiga heima- land, og er ekkert aðfinsluvert í því, en hitl er lítilmannlegt af honum, að afneita kærleikum sínum á Alþýðuflokknum hve- nær sem á þá er minst opin- berlega, eins og hann gerði nú siðast á Borgarnesfundinum. Niðurstaða höf. er sú, að sljett- arhagsmunir einir saman eigi að ráða skiftingu mannaí stjórn- málaflokka. Lítið vanti á að þetta sje orðið svona, bæjar- mennirnir sjeu búnir að skifta sjer, verkamennirnir i Alþýðu- llokkinn, hinir í íhaldsflokkinn. Að eins eitt sýnist honum vera ógert; hann segir: »Nú er svo komið, að stjórnmálabaráttan í landinu er háð um þann liluta bœndasijetlarinnar, sem jram að þessu hefir eklci liafl rækt til sinnar stjeilar, eða skilning á stranmum samlíðarinnara! II. Mikill ertu munurl Meöan Heimastjórnarflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn deildu kappi í landsmálum hjer, bygðist flokkaskiftingin eingöngu á mismunaudi skoðunum um málefni, er vörðuðu heill al- þjóðar. Fram til síðustu ára hefir það verið talið öldungis sjálfsagt, að flokkaskiftingin ætti að byggjast á mismunandi skoð- unum um slik þjóðmálefni, og að óleyfilegt væri að byggja hana á nokkru öðru. Baráttan hefir verið um málefni og skoð- anir. Vopnin hafa frá báðum hliðum verið rökscmdir, sem áttu erindi til allra landsmanna jafnt. Sigrar flokkanna vorusigr- ar skoðana þeirra. Markmiðið var sameiginlegt, heill alþjóðar. Þess vegna áttu þessir flokkar engin ágreiningsefni eftir, þegar setlu marki var náð. Ný flokka- skifling hlaut að koma. Bænda- sljett landsins hefir fram á þenn- an dag liaft pólilíska valdið í sínum höndum, sakir fjölmennis og fornrar aðstöðu. Landinu befir nú i hálfa öld farnast vel að liandleiðslu þessa valds. Hjá bændastjettinni inátti því búast við pólitískri reynslu og þar af leiðandi þroska öðrum stjetlum framar. Ress mátti fastlega vænta að hún síst allra stjetta misti sjónar á sjálfsögðu marki flokka- skiftingar og stjórnmálalífs, heill alþjóðar. Það var afsakanlegra þótt nýmynduð sljett, eins og t. d. verkmannastjett bæjanna, misti sjónar á markinu um stund vegna þroskaleysis í stjórn- málum. En þó er nú svo komið, að flokksforingi, sem telur sig fyr- irsvarsmann bændastjettarinnar, kveður upp úr með það, að þjóðin eigi að skiftast í stjórn- málaflok'ka eftir atvinnugreinum eingöngu, og stjórnmálalífið eigi að verða hagsmunareiptog milli þessara »stjetla«, ekkert annað. Um heill alþjóðar á enginn að sinna. Að dæmi barna þeirra, er svo mæla sein vilja, heldur hann því svo fram, að þessi skifting sje nú þegar á komin, svo að ekki vanti annað á en að leiðbeina nokkrum »lítil- sigldum«, ræktarsnauðuin og skilningsskorlandi bændum um það, hvar borgi sig best fyrir þá að skipa sjer í flokk. þetta er ekki rödd þeirrar bænda- stjettar, sem ráðið hefir málum landsins undanfarnar aldir, ým- ist ein eða í þófi við erlent vald. Rað er hjáróma lödd só- síalistans, sem bergmálar er- lent hatursóp undirokaðs náma- og verksmiðjulýðs, er aldrei var til í þessu landi. III. Það er ekki mitt að bregða skildi fyrir Framsóknarflokkinn. Og þegar foringi flokksins segir að hann sje og eigi að verða áfrain stjettarhagsmunaflokkur, verða menn víst að taka það trúanlegt, En ekki munu feður hans og fyrstu fóstrar hafa ætlað honum svona óvirðnlegan sess. Uin það leyli, sem saintök þau gerðust, er Framsóknar- ilokkurinn óx upp úr, var til hjer þingílokkur, sem hjet »Bændaflokkurinn«. — Nafnið sagði til um stefnuna, hún var sú sama sem J. J. eignar Framsóknarflokknum nú. En frumherjar Framsóknarflokksins gengu til sinna fyrstu kosninga í fullri andstöðu við »Bæuda- flokkinn«, sjerhagsmunaflokk bændastjettarinnar. »Bændafl.« fjekk skjótan dauðdaga, bænda- stjettin vildi skiftast í flokka eftir mismunandi skoðunnm á velferðarmálum alþjóöar, og ekki eftir neinu öðru. Nýja flokknum var geíið »Fram- sóltnar« nafnið og feykilöng stefnuslcrá, sem gleymd er öll- um fyrir löngu. Hvorki nafnið nje stefnuskráin bendir til ó- virðingarsætis þess, sem J. J. ætlar flokknuin nú. Svo var flokknum komið í fóstur til þeirra Tímaritstjór- anna, Tryggva og Jónasar. Þeir hafa verið fyrirsvarsmenn flokks- ins síðan. Og þeim hefir tekist framúrskarandi vel að sýna hver hætta landi og þjóð, öll- urn stjettum jafnt, er af því búin, ef heill alþjóðar er um- hirðulaust fyrir borð borin í þjóðmálum, en stjettarhagsmun- um veifað, þessu framferði til afsökunar. Rúmið leyfir ekki að nefna nema fá af mörgum dæmum þessu til sönnunar, og hvert i sem fæstuin orðum. 1 vatnamálunum var svo komið 1918, að erlendir spá- kaupmenn höfðu náð undir sig svo að segja öllum nýtilegum fallvötnum til stórvirkjunar hjer á landi. En þeir höfðu auðvit- að ekki öðlast annan eða meiri rjett yfir þeim, en landeigendur höfðu áður átt og gelað selt þeim. Meiri hluti fossanefndar vildi nú ganga svo frá nýrri löggjöf um þetta, að rjettur út- lendinganna yrði síst meiri en áður var hann. Ástæða þeirra var umhyggja fyrir velferð al- þjóðar, sú, að þegar landsmenn verða þess umkomnii að veita ljósi, hita'og afli úr fallvötnun- um um bygðir landsins, þá verða þeir að kaupa aftur úr höndum útlendinganua þann rjett til vatnsins, sem þeir hafa öðlast. Því rikari sem sá rjelt- ur er gerður með löggjöfinni, því erfiöari verður aðstaða lands- manna í framtíðinrii til að veita sjer umræddar lífsnauðsynjar. En Tímaritstjórarnir og Sveinn í Firði lögðust á sveifina með útlendingunum. Þeir vildu auka rjett þeirra yfir vatninu svo mjög, að ríkari juði en í nokkru öðru landi veraldar. Þeir sveip- uðu sjer skálkaskjól úr þeim sjerhagsmunum »bændastjettar- innar«, að einhverjir landeig- endur kynnu enn þá að eiga óseld fallvötn, og þeir gætu sennilega fengið nokkrum krón- um meira fyrir þau frá útlend- ingunum, ef rjettur þeirra væri aukinn. Það þurfti ekki nema þriggja stunda umræður i Nd. með skýringum fráokkur Bjarna Jónssyni, tíl þess að álta alla þingmenn deildarinnar, að und- anteknum Sveini í Firði, og einum ónefndum, ef jeg man rjetl, á því, að lieill alþjóðar álti að ráða, og hana ljetu þeir slýra hönd sinni þegar samþykt var höfuðtillaga okkar B. J. í rnál- inu. í Ed. varð Jónas ámóta fá- liðaður. Ef Sveinn og Tímarit- stjórarnir hefðu fengið að ráða, væri frumburðarrjeltur íslend- inga til fallvatnanna í þeirra eig- in landi nú að fullu og öllu útlendingum í hendur seldur. Verndun fiskiveiðarjetlinda landsmanna hefir frá þvíámið- öldum verið eitt af mestu vel- ferðarmálum þjóðarinnar. Það hefir löngum verið tíska að hallmæla Danastjórn fyrir með- ferð okkar mála á umliðnum öldum, en í þessu efni hefir hún staðið vel á verði fyrir okkur. Hún hefir ávalt bannað þegnum erlendra ríkja fiskiveið- ar í landhelgi, oft fiskveiðar á fjörðum og flóum, sem eru svo víðir að þeir njóta ekki friðun- ar nú. Hún hefir alloft látið verja landhelgina með herskip- um. Hún hefir margsinnis synj- að umsóknum voldugra og vin- samlegra ríkja um leyfi til að hafa fiskverkunarstöðvar álandi hjer. Hún hefir með árvekni brýnt fyrir íslenskum yfirvöld- um að útlendingum væri jafn óheimilt að verka og hagnýta afla í landhelgi eða á höfnum ínni, sem að veiða í landhelg- inni. Núverandi sendiráðsfor- stjóri vor i Khöfn, J. Krabbe, hefir meðal annars sagtmjer, að þegar hann kom sem aðstoðar- maður í íslensku deild dóms- málaráðuneytisins danska fyrir mannsaldri síðan, þá hafi það verið meðal sinna fyrstu verka að afgreiða áminningarum þetta til stjórnarvalda hjer heima. Þarf ekki að lýsa því, að þess- ari aðgæslu eigum vjer það að þakka, að landið var ekki orð- ið fiskiver útlendinga áður en þjóðin vaknaði aftur til með- vitundar um tungu sína, þjóð- erni og sjálfsstjórnarrjett. Engin stjórn og enginn stjórn- málafiokkur hafði viljað Ijá sig til að bera fyrir borð heill al- þjóðar i þessu velferðarmáli frá upphafi landsins bygðar og til ársins 1922. Þá hlupu þeir upp Tímaritstjórarnir og buðu Norð- mönnum upp á friðindin. Þeir áttu að vita og vissu óefað, að flestum ríkjum Norðurálfunnar var með samningum trygt hvað eina, sem eitt ríki fengi afþess- háttar ívilnunum. Aftur var of- in skikkja úr »stjettarhagsmun- um bænda« til að skýlaskömm- inni. Norðmenn höfðu svo að segja| i ógáti, í sambandi við aðrar breytingar á tollalöggjöf sinni, hækkað óeðlilega mikið tollinn á ísl. saltkjöti. Fyrir þetta þótti Tryggva og Jónasi sjálfsagt að bjóða afsal þeim til handa — og þar með alment afsal — á fiskiveiðarjettindum landsins. Þessu afstýrðu þeir menn á þingi, sem meta meir alþjóðarheill en nokkra stjeltar- hagsmuni. En hugsum okkur að Framsóknarforkólfarnir hefðu fengið sínu framgengt. Þá væri Noröurland nú þegar orðið ver- stöð norskra og sænskra síld- veiðimanna, ogallarhafnirsunn- anlands og vestan orðnar að veiðistöðvum breskra, þýskra, frakkneskra, hollenskra og í- talskra togara. Ætli það væri ekki farið að fækka fólkið á ein- hverjum sveitabænum áður en allur sá floti fengi nógþjónustu-

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.