Vörður


Vörður - 14.11.1925, Qupperneq 3

Vörður - 14.11.1925, Qupperneq 3
V ö R Ð 0 R 3 yfir fjall, en hann ljetti ekki fyrri en hann kom í Borgarnes, þar sem »Suðurlandið« ætlaði að fara að ljetta, og náði hann í það í sama augnabliki og akkerið var úr botni. Ljetti honum mikið við það, því að annars hefði hann orðið stranda- glópur, en ekki hafði hann ljetst í ferðinni og ekki ljetti á »Landinu«, þegar það hafði innbyrt hann og slagsíðu mun það hafa haft, þegar það lagð- ist upp að bolvirkinu í Reykja- vík. Annars ætlaði jeg ekki að fara að segja ferðasögu hans, hana getur hann sjálfur sagt, og fróðleg er hún, það veit jeg. Ekki var skipstjóri fyrr kom- inn á land, en hann var þotinn upp að Reykjum, enda var ekki lokið við að snurfunsa »Skallagrím«, og þegar það var loksins búið, í lok júlí, kom »Dana« og tók mig í viku. Einn daginn, sem hún var inni, lá hún við hliðina á »Skalla«, hun nydelig, som en dansk Ungmo, hann karlmaunlegur og uppstrokinn, eins og hann væri á biðilsbuxunum; litu þau út eins og nýbakað kærustupar og það mjög myndarlegt. Daginn áður en jeg fór út á »Dönu«, fór »Skallagrímur« vestur, en Guðmundur skip- stjóri hafði falið Kristjáni rnági sinum æðst völd á skútunni og sat sjálfur eða lá sem fast- ast uppi á Reykjum. Var nú loku skotið fyrir það, að jeg mundi komast á Halann næsta hálfan mánuð og þar með, að jeg fengi að sjá miðnætursólina. Svo kom jeg heim frá »Dönu« og viku siðar kom »Skalla- grímur« að vestan, »með góðan afla«, eins og sagt er í blöðun- um, þegar þau vita ekkert hve mikill aflinn er. Eftir stutta viðdvöl átti hann að fara aftur vestur og Guð- inundur taka við stjórninni og vildi jeg nú ekki bíða lengur, manna um stjórnmál. Þeir voru óvenju margir, sem höfðu ráðið það við sig, að þarna væri nú þingmannsefnið þeirra. En svo bóngóður maður sem Pjetur annars er, þetta þýddi ekki að nefna við hann. Þingmenskuna hefir hann til þessa ekki viljað, og óvist hvort hún finnur nokkurntíma náð fyrir augum hans. Pjetur er bannmaður í heit- asta lagi. Pegar »Spánarmálið« var á döfinni skyldi hann hvað í húfi var. Áreiðanlega hefir fá- um sviðið sárar en Pjetri, að láta svínbeygja íslendinga og fótumtroða það málið, sem hon- um var hjartfólgnast. En hann horfðist rólega í augu við veru- leikann, og tók afleiðingunum sem þrekmaður. Hann reis upp og skrifaði lauga og merkilega greinargerð, og sýndi fram á, að okkur væri sá kosturinn nauðugur, að leyfa innflutning vína. Síðan hafa fá stórmál verið á döfinni með þjóð vorri, þar til nú að gengismálið er á hvers manns vörum. Má með sanni telja það eitt stórvægilegasta mál, sem komið hefir til þings- ins kasta. Pá heyrist að nýju hljóð úr hovni. Maðurinu, sem ekki þvi aö jeg þurfti meðal annars að athuga ufsa þar vestra og var það í síðustu forvöð, að gera það á þann liátt, er jeg þurfti með, kominn 18. ágúst. Jeg hafði fengið samþykki út- gerðarinnar til að fara með og skipstjóri hafði svo að segja ráðið mig fyrir löngu — en hann sat sem sagt uppi á Reykjum og »púlaði þar upp á kúgras og kartöflur« og klukk- an var orðin tvö, en um kveldið átti skipið að fara. Pað var svo sem auðsjeð að skip- stjóri var að ganga yfir í bændaflokkinn úr fiskimanna- flokkinum. — Pað var ekki »huggulegt« fyrir Kveldúlf og nú voru góð ráð dýr. En Kveldúlfi verður sjaldan ráða- fátt, og í þetta skiíti hilti hann eina ráðið, sem dugði: Hann fónaði til mín og bað mig að sækja skipstjóra, hvað sem það kostaði — bauð mjer jafnvel allan karfann, sem mundi afl- ast í túrnum — og koma með hann (skipstjóranu) nauðugan viljugan fyrir náltmál til borg- arinnar, sagðist setja undir mig stóra bílinn (hann er lokaður) o. s. frv. »Allright«, sagði jeg, »jeg skal nokk settla þetta«. Klukkan fjögur var bíllinn kominn að taka mig og var nú ekki beðið boðanna, jeg inn í bilinn og svo var þotið af stað »full speed« yfir fen og foræði, eggjagrjót og urðir — eins og Mjallhvít forðum — og alt annað það sem getur orðið fyrir manni á íslenskum ak- vegi, innan höfuðborgar og ul- an, í loftköstum yfir Elliða- árnar og Grafarvog; við kom- um fyrst verulega til jarðar í Korpúlfsstaðalandi, bugðuðum okkur eins og áll fram hjá Álafossi — Sigurjón ætlaði þá einmitt að fara að renna niður siðasta sopanum af eftirmið- dagsdrykknum, en svelgdist á; svo bilt varð honum við, þegar vildi verða þingmaður, getur ekki á sjer setið þegár stórmál- in eru á döfinni, finst hann verða að leggja orð í belg, þegar hann heldur að þjóðin sje að villast. Pjetur hefir ritað og gef- ið út smábók um gengismálið og sent hana flestum þeim, er hann telur líklega til áhrifa í málinu. Jeg álít ekki að Pjetur hafi fært þeim nýjan sannleika, sem lesið hafa rit erlendra vísinda- manna um gengismálið. En hann hefir dregið flest höfuð- rök stýfingarmanna saman i í stutt mál, bætt við ýmsum athugunum og hugleiðingum trá eigin brjósti, og greitt götu margra lil að kynnast á hag- kvæman hátt þessari hlið geng- ismálsins. Fyrir það á Pjetur þökk, en miklu meir fyrir á- hugann. Peim mætti fækka, sem af framhleypni og metorðagirnd hengja sig á mál eins og sam- vinnu, ungmennafjelagskap.bind- indismálin o. fl., sem álitið er vænlegt til fylgis, en hinum fjölga, sem líkt og Pjetur hafna hinum svokölluðu viröingarstöð- um, en eru samt stöðugt á verði um velferð þjóðar sinnar. __________ M. Q. hann sá þessa fimbulferö, og er hann þó engin skræfa. Síð- asta sprettinn rann bíllinn á kostum eftir eggsljettum melum og grautfúnum brúm, upp með Varmá, »unz Suður-Reykjahúsin há hilti við suðurloftin blá«; já það var satt, það var virki- lega blált heiðríkjugat i hásuðri, beint á bakvið húsin á Reykj- um, og heiðríkjublettur var fyrirbæri, sem maður tók eftir, þegar það sást á Suðurlandi, sumarið 1925. Nú hilti líka undir sjálfan húsbóndann þar sem hann stóð »ved hojen Mast i Rög og Damp«, eins og Krist- ján kongur forðum, en við nánari aðgæslu var það hrífa, en ekki mastur, sem hann stóð við. Loks beygði bíllinn upp að »slotinu« og rann síðustu hundrað metrana fram hjá rófna- og hafraekrum, blóm- káls-, salats- og lifkubeðum og hafnaði sig á hlaðinu, og höfð- um við verið 45 mínútur á leiðinni. Guðmundur kom og tók á móti mjer með sínu hýrasta brosi, en annars ekkert sjómannslegur, moldugur upp fyrir axlir. Jeg sagði honum sem skjótast er- indið, en hann ljet sem hann heyrði það ekki, bauð mjer að bíða eftir kaffi og með því, tók mig út á »góssið« og sýndi mjer alt sem búið er að gera á Reykj- um — og það er ekki svo lítið; en það er efni í aðra sögu, mundi Kipling segja, og þá sögu verður einhver garðyrkju- maður að segja. — Jeg ætla að eins að minnast á vermihúsið. Fað er alt úr gleri og þar þró- ast allskonar suðrænn gróður og blóðrauð ástarepli (tómatar) hjengu þar töfrandi, eins og eplin frægu, sem mesta gerðu ólukkuna í heiminum. En hjer var engin Eva og enginn blaða- maður og tómatar freista mín ekki. Já, nú var kaffið tilbúið og urðum við að fara að drekka það. Skipstjóri ræddi um alt milli himins og jarðar, nema sjó og sjóferðir, virtist verager- samlega búinn að gleyma Skalla- grími og Halanum. Mjer fór ekki að lítast á þetta, hjelt að jeg ætlaði að fara erindisleysu, og að hann væri tapaður fyrir fiskveiðarnar. Jeg fór að tala í kring um þetta og fjekk að sjá búreikninga hans og gat fljótt sýnt honum fram á, að hann væri altaf að tapa og að það væri miklu arðvænlegra að toga karfa vestur á Hala. En það hreif ekki verulega. Jeg treysti mjer heldur ekki almennilegatil að taka hann með valdi og bil- stjórinn hafði ekki skipun um annað en aka bílnum, með því sem í honum væri — og það gerði hann líka snildarlega. — t*á datt mjer ráð í hug. Jeg fekk frúna í lið með mjer. Hún er Breiðfirðingur að ætt og upp- runa, vön sjónum frá barnæsku og ekkert spent fyrir moldar- róti mannsins; hún þurfti ekki annað en líta á hann og tók hann viðbragð líkt og Skalla- grímur, þegar skipherrann kem- ur við stýrishjólið. Hann leit á klukkuna, hún var orðin sex. Já, já, ætli það sje ekki best að fara að hugsa um að kom- ast af stað sagði hann? Jú, það veitir líklega ekki af þvf, sagði jeg. Og svo stigum við um borð í bílinn og frúin með svona til tryggingar. Jeg var heldur ekki öruggur og til vonar og vara tók jeg síra Hálídán með, til þess að minna skipstjóra á skyld- urnar, ef einhver afturkippur skyldi koma í hann. Prestur tók með sjer gamla Balle, átta-kapí- tula-kverið, sem jeg lærði. Jeg vissi að margt gott er sagt í því, einkum í 6. kap., um skyldurn- ar. En það kom ekki til, að á því þyrfti að halda, sem betur fór, því að við nánari íhugun sáum við, að þar gat ekkert staðið um skyldur togaraskip- stjóra — svo framsýnn hafði gamli Balle ekki verið. Framh. B. Sœm. Hækkun tolla á dönskum land- búnaðarafurðum í f’ýskalandi, Á stríðsárunum afnam Fýska- land toll áj innfluttum matvör- um. En nú hefir það aftur tekið upp tollpólitík keisaradæmisins, eins og hún var fyrir stríðið, en þó hækkað tollana að mikl- um mun, einkum á landbúnað- arafurðum frá Danmörku. Fað eru þýsku bændurnir og iðnrekendur, er heimta háa verndartolla til stuðnings at- vinnugreinum sínum. Eftir nýju tollögunum þýsku, eiga Danir mestu ókjörum að sæta. Tollur á lifandi peningi, fje, svínum og nautpeningi, hefir hækkað geypilega, borið saman við það, er var fyrir stríðið. Af fje og svínum til slátranar skal greiða 13 gullmörk fyrir 100 ;kg. og eftir 31. júlí 1926 18 gullm. og 90 kr. at grip, er vigtar 500 kg. Fyrir stríðið var tollurinn 8 gullm. fyrir 100 kg. (lifandi vigt). Fyrir kjöt er tollurinn 24 gullm. og eftir 31. júli 1926, 45 gullm. fyrir 100 kg. — Er það geysihár tollur. Aftur á móti er fryst kjöt frá Argentínu undanskilið tolli og innflutningur þaðan til Þýska- lands nemur 70% af kjötinnfl til landsins. lnnfl. tollur á hest- um frá Belgíu er nú 140 guilm. En fyrir stríðið var tollurinn á belgiskum hestum 50 gullm. og dönskum 72. í tilefni af þessum háu toll- um á dönskum landbúnaðaraf- urðum, hefir landbúuaðarráðið í Danmörku skorað á landbún- aðarráðherrann, að vinna að þvi. að tollur á dönskum land- búnaðarafurðum verði lækkað- ur í Þýskalandi, og vill þá um leið slaka til með toll á þýsk- um iðnaðarvörum til Danmerkur. Pess er vænst, að þingið í Danmörku nú í vetur athugi tolllöggjöfina, einkum með tilliti til Þýskalands. Verði ekki af tilslökunum af hendi Þýskalands, viðvíkjandi landbúnaðarafurðum Dana, þá er ekki annað sjáanlegt, en þyng- ist fyrir fótínn bjá Dönskum bændum. Svo sem kunnugt er, selja Danir megnið af landbúnaðar- vörum sinum til Bretlands, En þar er einnig erfiðleikum að mæta, því Bretar vilja fyrst og fremst kaupa frá nýlendnm sin- um og Argenlínu, en láta Dani setja á hakanum. .Alfoaas* XIII Spánarkonungur er í bili sá aí pjóðhöfðingjum Evrópn, sem mest er um ritað og um deilt. Telja sumir hann einlægan föðurlandsvin og glæsimenni, halda því fram að hann hafi á stríðstimunum beitt sjer í kyrþey, en svo um munaði, fyrir eflingu liknarstarfsemi k vig- völlunum og tekist jafnframt prýði- lega að vernda hlutleysi lands sins. En aðrir telja hann spiltan mann og lítilmótlegan, úrkynjaðan fáráðl- ing, sem víli ekki fyrir sjer að bregðast þjóð sinni og hagsmunum hennar, ef hanu geti sjálfur auðg- ast á því. Á þessa leið lýsir hon- um spánska skáldið Blasco Jbanes i bók þeirri, sem hann hefir ritað um konung og áður hefir verið getið hjer í blaðinu. — Alfons XIII. er fæddur 17. maf 1886. Faðir hans hafði látist 25. des. 1885, og stýrði móðir hans, sem var austurísk að ætt, rikinu uns liann náði lögaldri 17. mai 1902. Hann kvæntist 1906 Victoríu Eugeniu prinsessu frá Battenberg. Á brúðkaupsdag þeirra var kastað sprengju á eftir vagni þeirra, er þau óku gegnum Madríd, hvorugt brúðhjónanna sakaði, en fjöldi nærstaddrá drapst. Síðan hefir Alfons konungi hvað eftir annað verið sýnt banatilræði, og á þessu ári tvívegis. Danir flytja út árlega land- búuaðarafurðir fyrir nálægt því 1500 milj. kr. Pað er 85% af öllum útfl. Pað er þvi skiljan- legt, að til vandræða geti dreg- ið fyrir dönsku þjóðinni, ef Bretar draga sig f hlje með kaup á landbúnaðarafurðum þeirra. Það, sem trygt hefir sölu landbúnaðarafurða Dana, ergæöi vörunnar. Pað hefir engri þjóð enn tek- ist að keppa við þá á því sviði og í því liggur styrkur þeirra og von um að vel úr rætist. S. S. Uían úr heimi, Locarno-samþyktln. Eftir sím- fregnum að dæma hefir örygg- issamþyktinni, sem gerð var í Locarno, verið tekið með ein- róma fögnuði i öllum löndum, sem að henni standa, nema Pýskalandi. Var og fyrirsjáan- legt að æstustu afturhaldssinn- um þar í landi myndi falla þungt að varpa fró sjer allri von um hefndir á óvinunum í stríðinu mikla og endurvinning- ar þeirra landshluta, sem teknir voru af Þýskalandi. Nýjustu fregnir herma, að flokkur þýskra »nationalista« sje klofinn i mál-

x

Vörður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.