Vörður


Vörður - 27.02.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 27.02.1926, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgð- - armaður' \_ Kristján A(t>érf$Öti 'T#ngötu\jti..' Afgreiðslu- og inn- vheimtumaður * Ásgeir Magnússon ' kenmríf TJtg-of liMcli : JVIiÖst jóni ílialdæflokljtsius. IV. ár. Reykjavík 27. febr. 1926 9. blað. Nýi sáttmáli. Bók Sigarðar Þórðarsonar »Nýi sáttmáli« varð útseld og gat sjer landsfrægö á fáum vikum. AUir virðast vera sammála um, að þakka höf. ritið, nema þeir menn einir, sem harðast verða fyrir árásum hans. 1*0 að sumar kenn- ingar haps eigi eflaust lítið eða ekkert fylgi með þjóðinni, og þó að menn kunni að greina á um einstök atriði i ádeilu hans, þá dylst fæstum, að ritið er verk al- varlega hugsandi heiðursmanns •ög drengskaparmanns, ágætt að djörfung og gáfulegri ihugun á þvi, sem fram fer í opinberu lífi hjer á landi. Auk þess er það vel ritað, stillinn skýr, gagnorð- ur, viða skemtilegur, alstaðar yandaður og slerkur. Sigurður Þórðarson kemur viða við og ber að vona að orð bans yeki meira en stundarat- iygli, leiði til aukinnar hugsun- ar um ýms vandamál hins unga itslenska ríkis. Ekkert viðlit er að vikja i stuttri blaðagrein að ¦öllum þeim mörgu úrlausnar- einmn, sem S. Þ. ræðir i bók sinni. Að þessu sinni skal að eins minst á höfuðefni hennar, en það greinist í tvo þætti — hugleiðingar um sjálfstæði Is- lands og ódeila á stjórnarfar og rjettarfar i landinu. 5. Þ. heldur því fram, að ó- viturlegt hafi verið að gera Is- iand að sjálfstæðu ríki, þjóðin sje of vanmáttug og mannval hennar of lltið til þess að vjer getnm með sóma borið það heiti. Honum virðist sem Isjendingum hefði verið nær að snúa sjer fyrst af alhug að hinum van- ræktu þjóðarverkefnum sínum, ræktun landsins og efling þjóð- legrar menningar, en að »tylla sjer á tá og látast vera« það sem vjer ekki erum og getum ekki verið, nefnilega fullvalda bjóð. Enda þótt virða beri þá megin- hugsun S. Þ., að viðurkenning fullveldis lslands megi ekki glepja oss frá rjettum skilningi á því, hve stórlega er enn ábótavant nienningar- og efnahagsástandi þjóðarinnar, þá fá víst fæstir skilið, að fullveldisviðurkenn- ingin leggi neina steina i fram- farabraut þjóðarinnar. Þær mis- fellur i stjórnarfari voru, sem S. Þ. gerir að umtalsefni, stafa á engan hátt af þvi, að Isiand gerð- ist fullvalda ríki. — Þótt stjórn- skipulag vort og staða til Dan- merkur hefði haldist óbreytt frá því vjer fengum heimastjórn og fram á þennan dag, þá benda engin rök til þess, að innan- iandsmálum vorum hefði' verið betur ráðið eftir 1918, en raun hefir á orðið. Það virðist þvert á móti auðsýnt, að áhugi og starfskraftar þjóðarinnaf hljóti frekar að hafa beinst af alhag að viðreisnarstarfinu ettir að endi var bundinn á hina löngu deilu um sambandsmálið. Hins vegar hefir álit þjóðar- iunar út á við áreiðanlega fremur vaxið en hitt, eftir að vjersigr- uðum i sjálfstæðismálinu. Það er meðal annars augljóst af þvi, hve mjög hefir breyst tónninn í dönskum blaðaskrifum um ís- land, siðan fullveldi þess var viðurkent. Það er gagnslaust að segja við 25 ára gamlan mann, að hann kunni ekki að fara með kosn- ingarrjett sinn og ámæla honum fyrir, að hann hafi ekki haldið á- fram að vera tvítugur. Og það er jafu gagnslaust að ámæla ts- lendingum fyrir, að nafa tekið við fullveldi sínu — þroski og metnaður þjóðarínnar kröfðust þess, að oss væri ekki lengur gagnvart umheiminum skipað á bekk með negrunum á vestur- indversku eyjunum og skræl- ingjunum i Grænlandi, sem danskri hjálendu. En þó að jeg sje ósamdóma skoðunum S. Þ. á fullveldinu, þá sje jeg ekki að þær geti gefið tilefni til harðra árása á hann. Þær eru ekki líklegar til að hafa nein áhrif, hvorki inn á við nje út á við. Sigurður Egg- erz bregður honum um landráð. Slikt tal nær auðvitað engri átt og það þvi síður sem alt ritið ber fagran vott um sterka ætt- jarðarást — skrumlausa, fagur- galalausa og alvöruþrungna til- finningu fyrir sóma og heill ts- Iand.i', órólega og krófuharða þrá eftir siðferðislegri og menn- ingarlegri framför hins íslenska þjóðfjelags. Meginkafli »Nýja sáttinála« (nálega 2/» hlutar bókarinnar) er óvægin og rækilega rökstudd á- deila á ásælni flokkanna og sjerstaklega einstakra þingmanna og ráðherra i fje ríkissjóðs, á ýmislegt sleifaralag, einbeitnis- og dugnaöarfeysi, sem átt hefir sjer stað á sfðari árum i stjórn- arfari og riettarfari hjer á iandi. Sumt í þessum kafla kann að virðast ór]ettmælt, annað smá- vægilegt, eða reist á úreltum skoðunum, en of langt mál yrði að fara hjer út í einstök atriði, enda ástæðulaust. Engum óhlut- drægum heilbrigðum manni get- ur blandast hugur um, að S. Þ. gerir hjer makleg skil mörgu hneykslismáli og margvíslegum ósóma, að ádeila hans i heild sinni er aðdáunarverð að rjett- sýni og þori, þungvæg að efni og hin alvarlegasta áminning til forráðamanna þjóðarinnar í framtiðinni. En svo traustum fótum sem ummæli S. I\ flest standa, er að einstökum tilfellum lúta, þá keyra öfgar hans og bölsýni víða úr hófi, þegar hann talar alment, t. d. um spillingu Al- þingis. Hann Virðist halda þvi fram, að þingmenn aleggist á eitt um að gæða á þvi (þ. e. fje ríkissjóðs,) sjer, vandamönnum sínum, vinum, kunningjum, skjólstæðingum og kjördæmum.a Hvað sem liður kappi þing- manna á að útvega kjördæmum sinum fjárveitingar, þá er hitt víst, að þeir þingmenn, sem hafa hagnast af þingsetu sinni, eru og hafa alla tíð verið undan- tekningar. Hið besta í riti S. Þ. er ádeila hans á meinleysi og roluskap þings, stjórnar og blaða, þegar um afbrot og hneyksli er að ræða. Hlifnin og þagnargildið um vítaverða framkomu manna i opinberu lifi þróast hjer í »landi kunningsskaparins« og láta mönnum haldast uppi ámælalaust alskonar ósvinnu og jafnvel óheiðarleik. l'að er mannlegur breyskleiki að skirr- ast við að leika þá menn hart, sem manni er persónulega vel til, en í skjóli þessa breyskleika þrífst ýmiskonar óhæfa, frið- helg og óáreitt. Sigurður Þórðarson hefir kosið að standa utan við flokkadeilur og ihuga fyrirbrigðin i þjóðlifi voru af hlutleysi og réttsýni. Hann hefir sjeð að eitt af meginmeinum vors opinbera lífs er vægðin og einurðarleysið i »landi kunningsskaparins,« skorturinn á sterkum og ber- söglum raustum, sem trúnaðar- mönnum þjóðarinnar stæði ótti af. Honum hefir sviðið í augum hve margvislega ósvinnu var hægt að fremja hjer á landi án þess nokkur hreyfði andmælum— og hann hefir varpað frá sjer öllu miskunsemdar-tilliti til einstáklinga og flokka óg skrifað bók, sem hlýtur að styrkja ábyrgðartilfinning þjóðarfulltrú- anna, og leiða til þess, að menn treysti síður bjer eftir en hingað til á sljóleikann og kunnings- skapar-samábyrgðina. Fyrir þetta á hann skilið þökk og virðingu íslensku þjóðarinnar. K. A. Gríska lýðveldið. Siðan Grikkland eftir ófriðinn gerðist lýðveldi hefir stjórnarfariö löngum verið i mesta ólagi, hver' hendin upp á móti annari, stjórn- irnar skammlífar og þingið úrræða- lítið og athafnalítið. Loks fór eins þar og í ítalíu, þingræöiö var smám saman afnumið af hervaldinu með Pangalos general í broddi fylking- ar. Hann rauí' þing i september siðastliðnum og lýsti þvi svo yfir um nýárið, að hann ætlaði sjer að stjórna landinu einn fyrst um sinn, með aðstoð hersins, frelsa það út úr fjárhagsógöngum og hefja vald þess og virðingu að nýju. Nýjum kosningum frestaði hann um óá- kveðinn tima. Síðustu fregnir herma að völd Pangalos sjeu ótraustari miklu en hann hafi haldið og hyggist hann nú að leysa vandræðin með þvi að gera Grikkland að konungdæmi að nýju og lyfta á veldisstól Andreas prinsi, yngra bróður Konstantíns fyrv. kon- nngs. Kn mjög er talið vafasamt að griska þjóðin fallist á þessa ráðstöfun, og ekki óliklegt að nágrannaþjóðirnar, Bulgaria og Tyrkland, hreyfi mót- mælum. Stórveldin hafa vakandi auga á stjórnmálahorfunum i Grikklandi, enda alment búist við stórtíðindum þaðan á næstunni. Andreas prins. Dómenda- feekkiinin. Eftir Bjðrn í'órðarson. Bankamálanefndin. Meiri hluti hennar, Sveinn Björnsson, Magn- ús Jónsson, Jónas Jónsson og Ásgeir Ásgeirsson, hefir gefið út álit sitt, og er það allmikið rit. Leggur hún til að Landsbank- inn verði gerður að seðlabanka og starfi í þrem deildum, banka- deild, sparisjóðsdeild og veð- deild. Frá miníti hlutanum, Benedikt Sveinssgni, mun bráð- lega von á áliti. Framh. Pað má fullyrða það, aðeng- inn þeirra manna, sem á síð- asta þingi gaf þvi atkvæði sitt, að dómendnm vaeri fækkað i hæsta- rjetti, hefði gert það, ef hann hefði ekki talið það hættulítið rjettarfari voru. En eftirþvísem fram leið þingið, og siðan, hefir þeim stöðugt fjólgað, sem telja þetta hin ískyggilegustu rjettar- spjöll, sem brýn nauðsyn ber til að sporna við, svo að þjóð vor hljóti ekki af þvi tjón og vansa. Og allsherjarnefnd Nd. hafði opin augun fyrir þessari hættu. En hún hyggur að bjarga megi málinu með miðdómstigi enda komi lögin ekki til fram- kvæmda fyr en það er stofnað. Nefndin skoraði því einróma á stjórnina að undirbúa til næsta þings stofnun þessa miðdóm- stigs, þó án tilfinnanlegra út- gjalda fyrir ríkissjóð, Mjer er ekki kunnugt um, hvernig stjórn- in hefir vikist við þessu, eða hvað hún ætlast fyrir um það. Hugmynd þessi um miðdóm- stig var borin fram og talið ýmislegt til gildis af hæstarjett- ardómara Lárusi H. Hjavnason í ritgerð í Andvara 1922. Er því að vænta, að fyrir allsherjarnefnd- inni hafi vakað eitthvað líkí og þar er greint. En tillagi hæsta- rjettardómarans virðist alls ekki borin fram í þeim tilgangi að spara rikissjóði fje, því að hann segir að eins, að þrem dómstig- um mætti koma á »með sömu framlögum úr rikissjóði og nú til 2 dómstiga, og jafnvel fyrir minna«. Eu sá einasti tilgangur þingsins með breytingunni, og allsherjarn. Nd. líka, var að spara, svo það má ætla, að nefndin hafi ekki til nokkurrar hlitar hugleitt það, hversu sam- ræma mátti hugmynd hennar um miðdómstig við sparnaðar- áform þingsins. Hrj.d. L. H. B. telur miðdómstig leiða tilsparn- aðar á öðru sviði. Hann hygg- ur með því bætt úr þeim höf- uðbresti, sem hann telur hafa verið á hæstarjettarlögunum, dýr- leika málflutningsins, og þar að anki fáist með miðstigi stórnm aukin von um örugga og vand- aða úrlansn mála á æðsta dóm- stiginu, i hæstarjetti, sem hann telur þá nægilega vel skipaðan með 3 dómendum. Ef það er nú svo, að með miðdómstigi megi ávinna þetta þrent, sem allsherjarn. annars- vegar og hrj.d. L. H. B. hins- vegar gera ráð fyrir, sparnað fyrir rikissjóð og málsaðilja og að auki tryggari og vandaðri úrlausn mála Í3jamannahæsta- rjetti en nú á sjer stað í fimt- ardóminum, má telja líklegt að þing og stjórn hverfi að þessu ráði áður en langt nm líður. Það er nauðsynlegt að athnga þessa lausn málsins dálitið nán- ara. Sparnaður rikissjóðs af döni- endafækkuninni nemur á sinum tima 16—20 þús. kr. á ári. Hversu má nú kosta miðdóm- stól af þessari uppbæð, en þó spara af henni verulega fúlgu. Allsherjarn. Nd. hefir hugsað sjer það. Ekki verður 3 yfir- dómurum launað af upphæð- inni, til þess hrekkur hún ckki. Tveimur dómurum má launa af henni eins og nú, en þá er hún uppurin, og sparnaðurinn eng- inn. Ef hann á að verða nokk- ur, má kostnaður ríkissjóðs við miðdómstólinn tæplega nema meira en svarar launum eins dómara og nefndin hefir ekki getað hugsað sjer, að þessilaun væru verulega lægri en laun hæstarjettardómara nú. Nefndin hugsar sjev miðdómstigið sett í samband við bæjarfógetaem-

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.