Vörður


Vörður - 27.02.1926, Síða 3

Vörður - 27.02.1926, Síða 3
V Ö R Ð U R 3 Konungur vor og drottning heimsækja ísland í sumar. Dóms- og kirkjumálaráðoneytið tilkynnir: Konungurinn og drottningin koma að forfallalausu til íslands í sumar á beitiskipinu »Niels Juel«, en á skipinu verður Knútur prins starfandi sjóliðsforingi. Gert er ráð fyrir að komið verði til Reykjavíkur 12. júní, og eftir stutta viðdvöl þar er ferðinni heitið kringum land með viðkomu á ísafirði, Akureyri og Seyðisfirdi. gjarnan bera meiri svip drykkju- rútsins. Brynjólfur Jóhannesson leik- ur prest, og gerir það aðmörgu leyti mjög vel, en ekki er laust við það, eins og stundum áður, að röddin sviki, er hann kemst i geðshræringu. Þetta eru nú alt ungir leik- endur, en sem vænta má góðs af, ef þeir vanda sig og fá þau hlntverk, sem fyrir þeim liggja. Friðönnur leikur fjármála- mann, sem altaf hefir rutt öll- um hindrunum úr vegi sinum miskunnarlaust og sloppið und- an rjettvísinni. Fram á sfðustu stund heldur hann dauðahaldi i þá von, að sje takist að vefja rannsóknardómaranum um fing- ur sjer. — í*ó þetta sje ekki hlutverk, sem Friðfinnur á í raun og veru heima í, leysir hann það óaðfinnanlega af hendi og gerfi hans er ágætt. Ungfrú Emilfa Indriðadóttir leikur gamla, einkennileka konu, olnbogabarn heimsins, og gerir það vel, eins oghennar ervandi. Frú Kvaran, er leikur útlifað kvenskass, og Ágúst Kvaran er leikur þjón, eina manninn á skipinu, sýna bæði enn, hve fjölbreyttum leikarahæfileikum þau eru gædd. Yfirleitt er samleikurinn prýði- legur og öll meðferð leiksins Leikfjelaginu til sóma. Fyrsta kvöldið er leikrit þetta var sýnt i Kanpmannahöfn, klappaði enginn að leikslokum. j Áhorfendurnir fóru úr leikhús- inu þögulir — og hrifnir. Svo djúptæk eru áhrifin, og óvenjuleg. A. G. P. Sigfús Sigfússon þjóðsagnaf æðingur. Sakir þess, að Vörður hefir oft drengilega tekið málstað þeirra, er lifa fyrir hugsjónir sinar, og hafa löngun tii að verða að gagni bókmentum þjóðarinnar, ætla jeg að senda yður, herra ritstjóri, línur þessar í þeirri von, að þjer birtið þær í blaði yðar. Austur á Vesldalseyri við Seyðisfjörð býr nú einn af rit- færustu og einkennilegustu mönnum þessarar þjóðar — i raun og veru sannur listamaður á sina visu. Hann hefir alt i frá æsku gengið i spor kynslóðarinnar, sem var að hverfa frá ári til árs, og týnt npp og safnað sam- an perlunum, er voru að glat- ast og hverfa undir svörðinn með fólkinu. Og hann hefir gert meira. Hann hefir hreinsað þær og fágað, greypt þær inn i umgerð, er lætur þær njóta sin, og lagt til í hana efni frá sjálf- um sjer. Þessi maður er þjóðsagna- fræðingurinn og safnandinn, Sigfús Sigfússon. þetta er nú sú hlið málsins, er öllum er auðsæust og flestir þekkja. En hitt mun fæstum ljóst, að þessi maður, er auðg- að hefir bókmentir þjóðar sinn- ar á borð við þá er best hafa gert, á við svo þröngan kost að búa, að slikt er ótrúlegt á þess- um timum. Og þjóðin á sann- arlega nóg á samviskunni af vanrækslusyndum gagnvart sin- um bestu ljósberum, þótt eigi bætist sú við, að Sigfús sje lát- inn deyja útaf i kröm og svelta. Fyrir tæpum 6 árum var jeg búsettur á Seyðisfirði, og var þá svo heppinn, að siðasta árið sem jeg dvaldi þar, bjó jeg i svo rúmgóðum húsakynnum, að jeg gat eftirlátið Sigfúsi ofurlitla kompu til að búa í vetrarlangt. Fann vetur vann Sigfús kapp- samlega sem endranær að þvi að skrásetja nýjar sagnir, er honum bárust i handritum eða í frásögn, og einnig að þvi, að koma skipulagi á hið geysi- mikla safn sitt. Var þó siöur en svo, að þessi kompa væri boðleg slikum manni, og mig tók það oft sárt að geta ekki hlúð að honum belur sakir minnar eigin fátæktar. En síðan hefir Sigfús verið okkur bjónum ótrúlega þakklátur fyrir jafn- litilsverðan greiða, þvi hann er Ijúfmenni hið mesta, lítillátur og trölltryggur. 8. janúar siðastliðinn skrifar Sigfús mjer brjef. Þar segir svo: »Af mér er það að segja, að »eins og forðum hefir mig skort »herbergi til að geta unnið »nokkuð . . . Eg get varla sagt, »að eg hafi getað skrifað sendi- »bréf fyrir þvi, að eg hefi orð- »ið að vera mjer sjálfum alt, »en er slirður til inniverka. annari skoðnn Iíklega, og með það fyrir augum skrifa jeg þetta um kaflann. Næsti kafli um heilbrigðis- skýrslur er ágætur. Mætti leggja meiri áherslu á að læknar noti spjaldskrár. Annars er kaflinn eingöngu fyrir lækna. — þá kemur siðasli kafli »nokkr- ar lífsreglur.« Hann er ef til vill mikilsverðasti kafli bókar- innar, þó að ekki sje nema 5 bls. Það eru spakar ráðlegging- ar hins góða læknis og marg- reynda manns. Um framkomu við sjúklirtga skrifar höf. með- al annars: »hvernig sem starf læknisins er þarf hann að taka á sig gerfi glaða, úrræðagóða mannsins. Hann þarf að geta vakið traust og von hjá rauna- mæddum sjúklingum, helst geta látið þá fara glaöa burtu sem komu hryggir og bnuggnir. Vel væri ef við læknar færum eftir þessu. Ættum við jafnan að hafa hugfast að við þurfum að lækna sjúklinginn, ekki ein- göngu sjúkdóminn, og að flestum líkamlegum meinum fylgir andleg veiklun á einhvern hátt. þetta vita allir skottulækn- ar. þeir eru oft meiri sálarfræð- ingar en við læknarnir. Þess vegna verður þeim stundum töluvert ágengt. Merkir amerískir læknar hafa sagt að. besta ráðið til að halda velli fyrir skottulæknum og kraftaverkamönnum, væri að kenna læknum rneira sálfræði og sálarlækningar. Nú minnist höf. á voitorð. Ekki verður nógsamlega brýnt fyrir læknum að vera varkáiir með vottorðin. Mig grunar að læknar á íslandi sjdu gálausari f þessu efni en læknar erlendis. það er svo um mörg vottorð, að þau eru jafn mikið vottorð um þann, sem gefur þau, sem þann er þau hljóða upp á. t*á skrifar höf. um borgun fyrir læknishjálp Flestir lækn- ar álandinu hafa svipaðan taxta. Hann ætli auðvitað að lögfesta. Ætti það að vera auðvelt, því að alþjóð hefir samþykt hann með því að gjalda læknum eft- ir honum. Höf. finnst sanngjarnast að taka fyrir útlenda sjúklinga sem næst þvi er tíðkast i landi þeirra. En fyrst og fremst vita nú lækn- ar það ekki, og svo er það sið- ur i ölium löndum að taka meira af erlendum sjúklingum en innlendum eins og siður er að taka meira á sjúkrahúsum af utansveita sjúkl. en innan sveitar. Auðvitað eiga menn að gæta hófs og sanngirni gagnvart út- lendingum. Sagt er að erlent togarafjelag láti stundum slá ramma um reikninga frá ís- lenskum læknum oghafiframmi til merkis um okur þeirra á er- lendum sjómönnum. Það er gott að fá enskt gull en við megum ekki selja æruna fyrir. Um hjeraðslœkna og hjer- aðsbúa er alt viturlega sagt. Læknar á Islandi eiga þvi láni að fagna að almenningur her meira traust til þeirra en tiðk- ast viða erlendis. Þeir geta haft meiri viðkynningu og betri tök á hjeraðsbúum en nokkrir aðrir. Feir eru víða meiri prestar en hempuklæddir kirkjuþjónar, meiri yfirvöld en einkennisbún- ir sýslumenn. Læknastjettin er á ýmsa lund áhrifamesta stjett landsins. Hjerað ber þess lengi merki ef þar hefir verið góður og á- hugasamur læknir. Fyrir þvi gætum við staðið hetur að vígi um mörg heilbrigðismál en margar aðrar þjóðir. Læknar geta auðveldlega komið á ýms- um heilsusiðum og þagar lækn- irinn talar, hlýða allir á. »Og ritstörfin hafa orðið illa »unnin af þvi að eg varð að »brenna og frjósa á mis . . .« Þetta, og fleira er hann kvart- ar um í brjefi þessu, veit jeg að ekki er ofmælt, því svo mikið þekki jeg til þessa manns, að honum líður ekki ve), er hann hefir um svo þung orð, því maðurinn er skapdulur og ó- kveifinn og ekki gjarn á að kvarta nje láta svo mjög uppi tilfinningar sinar. Nú veit það öll þjóðin, að út er að koma frá hendi þessa gamla manns stórvirki, er frægt mun verða, og ótæmandi brunn- ur þeim að ausa af, er slík fræði vilja stunda er timar liða. En Sigfús hefir aldrei haft við að styðjast nein föst laun, eins og samherji hans, Jón Árnason, hafði á sínum tíma. — Hann hefir unnið eins og húðarklár — andlega og líkam- lega: Andlegu störfin ekkert gefið i aðra hönd, en langmest- an timann tekið, enda verið honum hugleiknust. Likamlegu störfin, sem áttu að halda i honum lífinu, hafa ekki gefið bonum meiri arð en svo, að á þeim hefir hann rceð naumind- um getað dregið fram lifið þótt kröfurnar hafi ekki verið hærri en svo, að hann hefir látið sjer nægja þótt varla hafi hrokkið til hnifs og skeiðar, og mjög skort á, að jafnan hafi vel verið í þeim efnum í seinni tíð. Hann hefir marga sárbitra vetrarvökuna sitið við það loppinn af kulda, að bjarga frá glötun ýmsum perlum þjóðar- innar. Hann hefir margoft sitið í ofnlausum, hjeluðum þak- kornpum, skrifað á bókakoffort- inu sinu meðan hann þoldi við og blásið í kaun á milli. þann- ig hefir hann unnið slindrulaust fyrir þjóð sína í meir en manns- aldur — unnið kauplaust og sjaldan fengið önnur laun en spott og spjehlátra afglapanna, Það verður að leggja alla á- herslu á að vanda til læknanna, vanda læknakenslu og lækna- val, svo að stjettin geti verið hjer eftir sem hÍDgað til eftir- lætisstjett þjóðarinnar. Siðasta greinin er um sam- vinnu meðal lœkna, lœknafje- lag íslands og drengskapar- reglur lœkna (Codex ethicus). Greinin er stutt og laggóð, en eftirtektarverð, og eftirbreytnis- verð fyrir alla lækna. Jeg hefi nú lauslega drepið á efni bókarinnar og farið út í ýmsa sálma út af því. það vita allir að Guðmundur próf. Hann- esson skrifar gott mál og þýð- an stíl. Jeg man að hann sagði einu sinni um kollega : »Stein- grimi er Ijett um að skrifa. Jeg mundi öfunda hann ef mjer væri ekki líka ljett um að skrifa þegar vel liggur á mjer«. í*að virðist hafa legið vel á höf. þegar hann reit bókina, og það má liggja vel á hverjum sem les, því að lesturinn verð- ur öllum að gagni. Skúli Guðjónsson. 4. tbl. I. árg. 'Vardar ósk- ast keypt á afgreiðslu blaðsins. er alt meta til krónugildis og kviðfylli. Einhvern ofurlítinn styrk mun þó Sigfús einhverntima hafa fengið frá rikissjóði, en hann mun hafa verið svo lílill, að fremur hafi það verið til hneysu en sóma þjóð og þingi. Nú á þjóðin tvo afburðamenn i sagnfræðum sinn á hvoru landshorni. Og ætli sjeu ekki lik kjörin beggja? þeir verða liklega látnir deyja drotni sinum úr elli, kröm og kulda, alslausir og yfirgefnir, með sárbeiska meðvitund um vanþakklæti þings og þjóðar í hjarta sínu. En hverju tapar þjóðin á því skeytingarleysi og þeirri blindni fulltrúa sinna, ef báðir þeir, Sighvatur og Sigfús, deyja löngu fyrir örlög fram? Vill nokkur meta það til verðs? Er það ekki grátlegur smá- sálarskapur að skera svo við nögl sjer styrk til slikra manna, að hann komi að lillu sem engu haldi? Ekki mun Sigfús nú vera lengur fær um að vinna fyrir sjer við engjaslátt eða torfristu eða sjóróðra eða eyrarvinnu. Hvað munar rikissjóðinn um að leggja honum bæfilegan ár- legan framfærslueyri, ekki er vist, að hann eigi svo langt eftir ólif- að. Jeg hygg að enginn alþýðu- maður, hvorki til sjós nje sveita, mundi telja þá aura eftir. Þessar fáu línur eru eingöngu skrifaðar i þeim tilgangi, að benda þingmönnum á þá þakk- arskuld, er þjóðin er f við þenna mann, þótt þess ætti í rauninni ekki að þurfa. Og enn- fremur eiga þær að minna hátt- virta þingmenn á það, að þeir hefðu átt að vera búnir aö þessu fyrir löngu, og — að betra er seint en aldrei. Það munu aldrei verða taldar eftir þær krónur — af þjóðinni. Hún veit að þær verða hvort sem er ekki nema litilfjörleg af- borgun af þeirri inni-eign, sem öldungurinn á hjá henni fyrir vel unnið þjóðþrifaverk. Að endingu: Er þið lesiö þessar línur, þá minnist BólUr Hjálmars og Sigurðar Breið- fjörðs, að ekki sjeu fleiri nefndir. Siglufirði, 15. febr. 1926. Sigurður Björgólfsson, kennari. Styrkur tíf skálda og listamanna. Honum er nú úthlutað fyrir þetta ár, 8000 kr. og skift svona’: Rithöfundarnir Jón Björnsson, Guðm. G. Hagalln, HalldórKilj- an Laxness og Helgi Hjörvar fá 400 kr. hver og frú Kristín Sigfúsdóttir 500 kr., Friðfinnur Guðjónsson leikari 400 kr. Mynd- listamennirnir BrynjóFur Þórð- arson og Guðm. Einarsson 300 kr. hvor, Ásm. Sveinsson 400 og Gunnl. Blöndal og Jón Þorleifs- son 500 hvor. Tónlistarmenn- irnir Einar E. Markan, Guðm. Kristjánsson, Jón Ásgeirsson, Markús Kristjánsson, Þórarinn Jónsson og Þórður Kristleifsson 300 kr. hver, Sig. Birkis ogSig. Skagfeld 400 kr. hvor. Jón Leifs og Sigvaldi Kaldalóns 450 kr. hvor.

x

Vörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.