Vörður


Vörður - 03.04.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 03.04.1926, Blaðsíða 1
it^ Ritstióri og ábyrgð- • .armaðui"' Krisiján AfÉérfsQti 'TjíngötuílS. Afgreiðslu- og inn- i^heimtumaður ' Ásgéir Magnússon Jcennarij.' XJtg-eíandl : iVIiÖfstjófm ílialclsflolílisiiis. IV. ár. Reykjavík 3. aprll 1926. 15. blað. Símasamningurinn nýi. »Til lítils hjer en einskis þar«. 27mi7wl0.okt.i925. Samningur sá, um lagningu og rekstur sæsimans, sem Hann- « Hafstein geröi við Mikla norræna ritsímafjelagið árið 1905, var gerður til 20 ára, frá því síminn tæki til starfa. Þessi 20 ár verða liðin 1, sept. í haust og þess vegna fól síðasta þing 'stjórninni að leita nýrra samn- inga um sæsimasambandið við útlönd, og skyldu þeir samn- ingar, sem gerðir yrðu, bornir undir Alþingi til synjunar eða samþyktar. Magnús Guðmundsson atvinnu- málaráðherra fór svo utan í haust er leið til þess að semja við Mikla norræna ritsimafjelag- ið og kom aftur með samning þann, er lagður var fyrir þing- ið, þegar er það kom saman. Hafa nú báðar deildir þingsins samþykt samninginn og gengur hann í gildi 1. sept. i haust. Það má nýlunda teljast, að mál er stjórnin flytur og ber veg og vanda af, sæti engum andmælum á Alþingi. Enginn af srjórnarandstæðingum treysti sjer til þess að finna neitt að samningunum. Þetta sýnist ó- tvíræður úrskurður um, að samningar þessir sjeu íslandi hagstæðir fram úr öllum von- um. Enginn getur efast um, að hinir þrefgjörnu og smámuna- sömu andstæðingar stjórnarinn- ar mundu ekki hafa talið eftir sjer að deila 'á hana fyrir samningana eða eitthvað í þeim, ef þeir hefðu með nokkru móti sjeð sjer fært. Sum af bíöðum þeirra hðfðu brýnt það mjög fyrir lesendum sínum, hve mik- ilvægir þessir samningar væru og var auðfundið, að þau biðu þess með óþreyju að geta gert þá að árásarefni á stjórnina. En þeim varð ek'ki kápan úr því klæðinu — ekkert blað hef- ir treyst sjer til að hreyfa að- flnnslum að samningnum. Pað getur tæpast talist um- talsvert, þótt Dagur á Akureyri rjeðist á samningana, áður en nokkur vitneskja um ákvæði þeirra var fengin, því svo kvað ramt að fjarstæðunum í árás- um þessum, að ritstj. sá sjer ekki annað fært, en gera yfir- bót og leiðrjetta. Enh er í fersku minni hin mikla deila um símasamning- ana 1905. Hjer skal enginn dóm- ur & það lagður, hvort árásirn- ar á þá hafi verið á rökum bygðar eða ekki, en engum blandast hugur um, hve óheilla- yænlegt þaa hefði verið, ef mál- ið hefði að þessu sinni aftur orðið slíkt sundrungarefni sem það þá var. Er því vert að þakka þeim, sem að samning- unum stóðu, giftusamlega úr- lausn þessa máls, sem í eðli sínu er viðkvæmt og því auð- velt að nota það til blekk- inga. Má í rauninni ótrú- legt þykja, að tekist hefir að gera samningana svo úr garði, að jafnvelleiknir blekkingamenn og lærðir og þaulreyndir sjón- hverfingamenn í stjórnmálum, skuli ekkert atriði hafa í þeim fundið, sem gæfi þeim færi á að sýna listir sínar. Heiðurinn af hinum fádæma hagstæða og vel gerða samningi ber auðvitað fyrst og fremst Magnúsi Guð- mundssyni, svo sannarlega sem hann hefði orðið að standast á- rásirnar, ef illa hefði tekist. Ef nokkur efast um að Tim- anum myndi hafa þótt mikið í varið að geta ráðist á M. G. fyr- ir samningana, þá lesi hann ummæli blaðsins 10. okt.ihaust. Atvinnumálaráðherra var nýfar- inn utan. Tíminn flutti þá grein um hina fyrirhuguðu samninga og var niðurlag hennar á þessa leið: »En hins er ekki að dylj- ast, að ýmsa grunar að sannist hið fornkveðna um ferðalanginn þennan (c. atv.málaráðh.); »TiI lítils hjer en einkis þar« (o: við samningana erlendis). Þessar voru . árnaðaróskirnar, þessi kveðjan, þessi velvildin, þegar ráðherrann fór utan til mikil- vægra samninga fyrir ísland, og er auðfundið á orðum blaðsins, að það var þess albúið, að nota símasamninginn til árása á M. G., þegar hann yrði birtur. En þegar Tíminn sá að engin leið var að finna neitt aðsamningn- um — þá tók hann þann kost, að nefna hann ekki á nafn. Enda hafði enginn við því búist að þetta blað sýndi nokk- urn tíma andstæðingi þá sann- girni, að viðurkenna að hann hefði gert góðan samning er varðar hag ríkis og almennings. Hjer í blaðinu hefir áður verið skýrt frá höfuðákvæðum simasamningsins og skulu þau að þessu sinni ekki gerð að umtalsefni. Rjett er þó að geta þess, að Forberg landsímastjóri, sem ásamt umboðsmanni Is- lands í Kaupmannahöfn Jóni Krabbe, átti mikinn og góðan þátt , í samningunum, eftir því sem atvinnumálaráðherra skýrði frá í þinginu, hefir talist svo til, að með hinum nýju samning- um hafi Island hagnast um 300 þús. kr. á ári, eða um 2x/2 milj. kr. ef samningarnir standa til 1934, eins og verða mun, ef þeim verður ekki sagt upp. Helmingur þessarar fjárhæðar eða sem næst því, rennur til símanotenda við Iækkun síma- gjalda, en hinn helmingurinn til rikissjóðs. Við þenna'útreikn- ing landsimastjóra hafði Kle- mens Jónsson, framsögum. sam- göngumálanefndar Nd., ekkert að athuga. En þegar sýnt er að samn- ingar þeir, sem atvinnumálaráð- herra hefir útvegað, færa land- inu miljónahagnað, hvað verð- ur þá úr hrakspám þeim, er Tíminn sendi í kjölfar hans þeg- ar hann fór utan í haust? Blaðið hefir áreiðanlega ekki meiri heiður af þeim, en af flest- um fyrri tilraunum sinum að hnekkja trausti þjóðarinnar á Magnúsi Guðmundssyni. Henry Ford og verkamenn hans. Fyrirlestnr eftir Stgr. Matthfasson. Meðan jeg dvaldi vestan hafs, átti jeg einu sinni tal við auð- Henry Ford. ugan verksmiðjustjóra í Banda- ríkjunum. Hann var að segja mjer frá þvi, hvehátt verkakaup hann borgaði fólki sínu. T. d. höfðu sumar stúlkurnar alt að 50 dala kaup á viku og gátu þess vegna gengið til fara eins og drotningar i fristundum sín- um. Hann sagði mjer, að gald- urinn við að halda fólkinu á- nægðu 1 vistinni, væri að gjalda nógu hátt kaup. Og þess vegna væru einlæg verkföll austur í Evrópu, að kaupið væri stöð- ugt skorið við nögl. Jeg leyfði ínjer að draga í vafa að þeim lánaðist lengi auðmönnunum vestra, að halda verkamönnum sínum ánægðum með kaupinu einu, því reglan væri sú, »að mikið vill meira«. Hann sat nú samt við sinn keyp og sagði að- alatriðið væri að sjá umaðþeir hefðu nóg að borða. Þessu tilárjettingarsagði hann mjer sögu af einum þingmann- inum í Washington, sem einnig er auðugur verksmiðjueigandi. í þinginu fóru fram umræður um verkamannaóeirðir og lögðu þingmenn ráð sin saman um Ung ver jal and. Seðlafölsunarmálið ungverska virðist nú til lykta leitt — en þó á annan veg en við hefði mátt búast. 26. f. m. hermir skeyti að þingið í Buda- Pest hafi úrskurðað með örlitlum meiri hluta, að i?ef/iZen-stjórnin hafi hreinar hendur í seðlafölsunarmálinu. Og þó hafði það sannast fyrir rannsóknarnefndinni, að nokkrir af ráðherrunum höfðu haft vitneskju um seðlafölsunina löngu áður en hún varð almenningi kunn og ekkert gert til þess að stððva hana, að sonur forsætisráðherrans haföi tek- ið þátt í henni og ferðast um Ev- rópu með stjórnarvegabrjef til þess að skifta fðlskum 1000-franka seðl- um og loks að fölsunin hafði verið framkvæmd i rikisstofnun sem stóð undir eftirliti stjórnarinnar, nefni- lega landabrjefaprentsmiðju ríkis- ins — o. s. frv. Skömmu áður en rannsóknarnetndin lauk starfi sínu voru hinir seku hver af öðrum farnir að hóta því að fleirum en þeim skyldi verða hætt ef þeim yrði ekki hlift, og var það alment skilið sem hótun um að koma upp um Betblen. Þegar hann var í Genf í fyrra mánuði á Þjóðabandalagsþinginu var honum sýnd almenn fyrirlitn- ing af fulltrúum allra ríkja, engir heimsóttu hann, hann var um ekk- ert spurður og hafðist mest við i hótelherbergjum sínum, sem hann ljet gæta vandlega af leynilögreglumönnum. Foringi stjórnarandstæðinga í ungverska þinginu, Vaszovyi lögmaður, er Gyðingur að ætt. Hann ritaði álit minni hluta rannsóknarnefndar og krafðist stjórnarskifta með þungum rökum, en þau virðast ekki hafa sann- fært þingið. Nokkrum dögum áður en hann skrifaði álit sitt var honum sýnt banatilræði um hábjartan dag fyrir utan þingið. Tveir menn réðust á hann, annar reiddi gúmmibarefii til höggs en hinn dró upp skamm- byssu. Vaszovyi tókst að víkja undan höggi annars og slá um leið byss- una úr hendi hins. í sama mund hlupu menn af götunni til og hand- sömuðu illræðismennina. Þeir voru fluttir í fangelsi, en daginn eftir á geðveikrahæli og þaðan var þeim gefinn kostur á að sleppa litlu siðar. Verður ekki sjeð að seðlafölsunarmálið hafi skotið ungversku valdhöf- unum skelk í bringu, enda virðist enn sem þeir ætli að standast áhrif þess og halda sessi. Vaszovyi. hvernig komið yrði í veg fyrir þær. Hann hjeltþásmellnaræðu til að skýra frá' skoðunum sín- um. Hann hjelt þvi fram, að eina ráðið væri að ala vel öll sín hjú — gefa þeim vel að borða, þá yrðu þau ánægð. Með því eina móti væri friðurinn trygður og árangurinn yrði æ- tíð sá, að þá — »ljeki sjer með ljóni lamb í Paradis«. Og til á- rjettingar þessari skoðun sinni sagði hann frá tilraun, sem hann hefði gert og gefist hefði vel. En tilraunin var þessi: Hann keypti sjer ljón og gaf því vel að borða. Síðan setti hann lítið lamb inn í búrið hjá ljóninu, og sjá: — Ljónið snerti ekki við lambinu heldur ljet það í friði og seinast Ijek það sjer við lambið. Ljónið hafði enga lyst á því, þar sem nóg var annað gott til að borða. Svo mörg voru þessi orð, og samtalinu var slitið. En orðin voru ekki nóg til að sannfæra mig. »Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði«, jafnvel þó vjer meinum þar með daglegtbrauð og þar með bæði fæði og klæði, hús og heimili o. s. frv. einsog kverið kendi okkur. Það þarf Hka að gefa andlegt brauð að auki — samúð og skilning. Kröfurnar til lífsins fara óð- fluga vaxandi, með vaxandi menningu. Það verður smám saman örðugra og örðugra að metta allar þarfirnar. En sá kemst lengst sem sýnir verka- mönnum sínum að hann leggur alúð á að skilja þarfir þeirra og fullnægja þeim eftir því, sem ágóði hans leyfir. Lengra kemst þó sá, sem gefur þeim ákveðna hlutdeild í ágóðanum og kemur þannig ábyrgðarþunganum til að hvíla einnig á þeirra herð- um. Þetta hafa þeir gert LordLe- verhulme á Englandi og Henry Ford í Bandarikjunum, en fleiri og flciri munu i þann veginn að gera slíkt hið sama. Þetta þykir sæta góðum tíðindum. Jeg fjekk um daginn í hend- ur eina af þeim bókum, sem jeg hafði ánægju af að lesa. Það var æfisaga Henry Fords, sögð af honum sjálfum. Jeg hafði heyrt margt gott af Ford, en eftir lestur bókarinnar skil jeg það betur, hvers vegna hann er af mörgum talinn ein- hver allra merkasti maður nýja tímans. Það er af því, að auk þess sem hann er maður vell- auðugur, er hann einnig auð- ugur af andans gulli, þ. e. mann- úð og fögrum hugsjónum. Jeg skal núsegjafráþví helsta sem vakti athygli mina í bók- inni. Ford er fæddur 1863. Hann byrjaði sem fátækur smíðasveinn, lærði síðan verkfræði og fjekk

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.