Vörður


Vörður - 07.08.1926, Blaðsíða 2

Vörður - 07.08.1926, Blaðsíða 2
2 V O R Ð U R 40 o. v. — Á hinn bóginn held- ur höf. því fram, að „landnám- in hafi verið einkafyrirtæki“, en játar að vísu, að hjer hafi það sama gilt á íslandi sem vestra. *— Þetta leiddi beinlínis af fornlögum íslendinga. En með þessu óljósa yfirliti og ó- samkvæmu ályktunum hefur al- menningi orðið óljóst og torskil- ið hvernig málefni þetta horfir við. Stjórnarskipun er blandað saman við rikisrjett. Af því er t. d. ályktað að rikisstaða Græn- lands hafi brejttst þegar æðsta framkvæmdarvald, konungs- valdið, var stofnað í löndum ís- lendinga. Þetta villir menn og leiðir út í ógöngur. Ríkisstaða íslands var hin sama eftir 1262 sem áður. Það hefur allur heim- ur viðurkent. En eins og semja varð milli fjórðunga og hjer- aða á eina hlið og konungsvalds- ins á hina, hjer á íslandi, eins varð það og að gerast á Græn- landi með beinu samkomulagi milli erindreka konungsins vestra og einstakra höfðingja á Grænlandi. Ekkert sýnir glögg- legar ríkiseining beggja land- anna, heldur en Gamli sáttmáli. Stjórnarskipun og ríkisrjett- ur voru tvenn glögglega að- greind rjettarsvæði, einnig í fornskipun vorri. Hið innra fyrirkomulag breytist við sátt-. málann, en hið ytra helst óskert. Fyrir því er nú óhagganlegur dómur sögu og alþjóðaálits. Engin furða er, þó mönnum falli erfit að skilja, hversvegna stofnun framkvæmdarvalds þurfti fremur að leggja Græn- land undir riki Norðmanna heldur en ísland sjálft. — Jeg hygg efalaust, hvað snertir framsetning hr. Ó. L., að ástæð- an sje sú, að misskilist hafa af sumum nokkrar greinar eftir ís- landsvininn mikla, Konrad Maurer. Fyrir honum er ís- lenska „fríríkið“ það sem það Fyrir nokkru var í umsögn um nýtt kaþólskt tímarit veist að Prestafjelagsritinu, og átti víst dýrð hins að verða við það meiri. Þetta var mjög ómaklegt, því að Prestafjelagsritið hefir jafnan frá upphafi verið prýði- lega vandað að öllum frágangi. Hitt má öllum vera ljóst, að verulegar skrautútgáfur skara þar fram úr. Og er dæma ætti eftir slíku prjáli einu, þá væru reyfaramagazín bestu bækur í heimi. Jeg vildi nota hjer tæki- færið til þess að vikja að þessu, og er það á engan hátt til þess að amast við hinu vandaða ka- þólska tímariti. Prestafjelagsritið byrjar að þessu sinni með mjög ítarlegri ritgerð um Helga lektor Hálf- dánarson í minningu um hundr- að ára afmæli hans, eftir son hans, dr. Jón Helgason biskup. Var vel til fundið að láta minn- ingu þessa ágæta kennara og kirkjuhöfðingja fá heiðurspláss- ið í þessum árgangi ritsins, því varla hefir á siðari tímum verið hjer á landi ástsælli maður af öllum kennilýð landsins en síra Helgi var. — Ritgerðin er og var, allsherjarríki höfðingja, er höfðu sjálfir valdstjórnina í höndum. Þettaa „ríki“ leið und- ir lok með sáttmálanum — en það breytti í engu stöðu hins íslenska ríkis, hvorki í móður- landi nje nýlendu. Stjórn inn á við og ríki út á við — hafa ofist saman í ýms- um hálfyrðum og yfirborðs- skoðunum. Þessvegna hefur stofnast á pappírnum „drauma- ríkið“ grænlenska og hugvillan um „innlimun“ íslensku nýlend- unnar í Noreg. Einar Benediktsson. Hvaö skilur? I. 1 fyrrasumar fór Jónas frá Hriflu um landið þvert og endi- langt til þess að boða bændum fagnaðarboðskap framsóknar- innar, eins og hún birtist í gerfi sambandsflokksins íslenska. Jónas var málugur, laut að litlu, fór með söguburð og ljek á fund- um þeim, sem hann hjelt, sama hvíslingaleikinn við „hjarð- menn“ flokksins og alkunnur er síðustu árin úr sölum Alþingis. Éf einhver hreýfði andmælum hljóp Jónas undir eins upp með hroka og illyrðum og bríxlaði mönnum um heimsku og menn- ingarleysi. Hafa samvinnumenn, svo sem öllum er kunnugt „blót- að Jónas og trylt" svo að af- dramb hans stappar, nú orðið, na^rri brjálssemi. Árangur af starfsemi Jónasar síðastl. sumar var og þveröfugur við það, sem til var ætlast. Flokksmenn hans firtust hann og vildu hvergi við hann kannast. Andstæðingarnir voru ánægðir. Fleiri en einn í- haldsmaður hafa í alvöru talað um það, að vel væri varið fje af hálfu íhaldsmanna til þess að samin af hinum alkunna fróð- leik biskupsins og er mjög skemtileg. — En sögulega hefir hún ef til vill mest gildi vegna þess, hve þar er nákvæmlega sagt frá því, hvernig sálmabók vor er til orðin og það eftir frumheimildum, sem ekki verða vjefengdar. Mynd af Helga Hálf- dánarsyni og rithandarsýnishorn er framan við heftið. Þá er birt mynd af hinum þjóðkunna prestaöðlingi, síra Magnúsi Andrjessyni, sem ný- lega er hjeðan farinn og nokkur brjef frá honum til dr. Valdi- mars Briem, vígslubiskups um ýms kirkju- og kristnidómsmál, svo sem sálmabókina, eilífa út- skúfun o. fl. Þá er erindi eftir ritstjórann, prófessor Sig. P. Sívertsen um kirkjuguðrækni, hliðstætt því, sem í síðasta árgangi var um heimilisguðrækni. Er í erindi þessu margt orð í tíma talað, t. d. um það, hve mikið brestur víða á, að söfnuðir hegði sjer svo undir guðsþjónustunni, sem nauðsynlegt er til þess, að hún geti náð tilgangi sínum til fulls sem kyrlát og hátíðleg tilbeiðslu- kosta Jónas til þess að ferðast um landið. Flokksmenn hans hjer í Reykjavík hafa líka skilið þetta. Þeir komu Jónasi undan til Parísar og sendu Tryggva. Var svo um mælt, að Tryggvi ætti að vinna inn aftur það, sem Jónas tapaði fyrir flokknum í fyrra sumar. Eflaust hefir þetta verið hyggilega ráðið. Tryggvi hefir marga kosti fram yfir Jónas. Hann er fjörugur ræðumaður og áheyrilegur, og á fundum drengilegri í skiftum en ætla mætti, ef dæma skyldi hann ,að- eins eftir blaði hans. Vitanlega dregur hann nokkurn dám af þeiin pólitíska fjelagsskap, sem hann hefir verið í, svo að hann lætur hvorki dómgreind sína nje sannleiksást ná að hefta þær fullyrðingar, sem hann álítur heppilegt að koma fram með í það og það skiftið. Hann er held- ur ekkert feiminn við að skjalla áheyrendurna og bændur eiga það sammerkt flestum öðrum ófullkomnun mannanna börn- um, að geta ekki algerlega lok- að eyrunum fyrir sltjallinu. Þeim þykir lofið gott, flestum. Tryggvi ferðaðist sveit úr sveit kringum alt land nú fyrir Iandskjörið. Eflaust hefir för hans borið góðan árangur fyrir flokkinn. Viðast var svo, að fá- ir voru til að andmæla, og þá var Tryggvi fyrst verulega í essinu sínu. Hann er svo ákaf- lyndur, óefagjarn og ógagnrýn- inn að eðlisfari, að ef hann fær að halda fram sömu staðhæf- ingunum ómótmælt nokkrum sinnum, þó verða þær fyrir hon- um sem heilagur sannleikur, hvernig sem þær eru tilkomnar upphaflega. Þetta er styrkur hans þegar hann talar við fá- fróða menn, ekki síst ef það eru ákveðnir floklcsmenn, sem lagt hafa niður alla skoðun en lifa aðeins í trú. En svo er um fjöld- an allan af flokksmönnum Tr. athöfn, og sömuleiðis um kirkju- húsin. Ættu menn að lesa erindi þetta með athygli, og ekki láta það fara áhrifalaust fram lijá sjer. Þá er Hallgríms-minning eftir sama. Er það mest um minnis- merki tvö, Hallgrímsminnismerki Einars myndhöggvara frá Galta- felli og Hallgrímskirkju í Saur- bæ. Eru birtar 4 mjög vandaðar myndir af minnismerki Einars. Þá eru frásagnir af kirkju- þinginu mikla í Stokkhólmi, eft- ir þá síra Bjarna Jónsson, dóm- kirkjuprest, og síra Friðrik Rafnar á Útskálum, vekjandi frásagnir og áhrifamiklar. Það er vel að Prestafjelagið tekur nú í strenginn með um friðun sunnudagsins. Sú hreyf- ing, sem nú er vöknuð á þessu máli á ekki að falla niður, því málið er miklu stærra og víð- tækara en í fljótu bragði sjest með því að líta á yfirborðið eitt. Eru hjer tvær góðar greinar um málið, önnur eftir prest og hin eftir lækni. Síra Þorsteinn Briem ritar um sunnudagshelgina og heimilin. Sýnir hann þar, hvern- ig heimilin fá ekki staðist ef helgidagshaldið fer í vanrækslu, en á heimilunum byggist þjóð- fjelagið. En Árni Iæknir Árnason í Búðardal ritar um helgidaga- Þ. Þeir Jónas og hann eru búnir að ala upp æði sóran hóp bænda, sem árum saman hefir verið skamtað i „alla mata“ hlut- drægar frásagnir, órökstuddar staðhæfingar og níð um ein- staka menn. Eftir slíka „fóður- blöndu“, er tæpast að búast við miklum þrótti til röksamlegrar hugsunar. Og það er heldur ekki að búast við miklum vilja til hlutlausrar yfirvegunar hjá hin- um ómannaðri flokksbræðruin Tryggva. Því, éf hin margendur- tekna setning Jónasar er rjett, að skoðanir hversdagsmannsins sjeu ekki annað en endurskin af hagsmunavon hans, þá er skilj- anlegt, að skuldugir fjelagsmenn glúpni fyrir sjónum kaupfje- lagsstjórans, þegar hann reigir sig og þembir gúlana og býður þeim í nafni páfans og hinnar einu sáluhjálplegu trúar að gera þetta eða hitt. Það er ekkert dul- arfult fyrirbrigði, þótt kaupfje- lagsbændur viða um land hafi klappað Tryggva lof í lófa, eins og alt er i pottinn búið. Gæti Tryggvi sagt með Einari flugu: „Ekki kann ek þat í frásagnir at færa, herra, þó at vér knúskim bú-Finna eðr fiskimenn“. Þar, sem Tryggvi mætti þekk- ingu á málunum og rökstuddum andmælum, naut hann sín ver. Aðalumræðuefni hans á fundun- um var flokkaskiftingin. Klifaði hann þar í því, sem jafnan stendur í Tímanum, lofi um framsóknarmenn og lasti um í- haldsmenn. Taldi hann það skifta flokkum í landi hjer, að framsóknamennirnir vildu auka menningu og velmegun í sveit- um landsins, en andstæðingar þeirra, íhaldsmennirnir, skeyttu ekkert um framfarir landbúnað- arins. Þeir hugsuðu aðeins um útgerðarmennina, sem alt væru að setja á hausinn, braskaralýð- inn og búðarlokurnar. Þeim er þetta ritar, gafst tæki- færi til þess að ræða þetta mál vinnu og heilbrigði og sýnir, að helgidagshaldið er .nauðsynlegt fyrir heilsu þeirra, sem vinna, hvort sem vinnan er „líkamleg“ eða „andleg“. Þá kemur erindi prófessors Haralds Níelssonar um sýnir dejrjandi barna. Er einkum síð- asta og lengsta sagan áhrifamik- il. Daisy litla lifir 3 dagana fyr- ir andlátið í stöðugu sambandi við annan heim, og svo voldug verður þessi 10 ára gamla telpa fyrir þt'lta samband, að það minn ir á hina miklu trúaarbragðahöf- unda. Ró hennar, gáfur og guðs- traust gerir hana að reyndum kennara og föðurlegum fræðara eldra fóllcsins. En sem sannanir fyrir öðru lífi verða þessar sög- ur eins og aðrar, misjafnlega sterkar eftir hugarfari þess sem les. Sá sem tekur hljóðfærið sundur og rannsakar efnafræði- lega finnur seint músíkina i því. Síra Ásmundur Guðmundsson skólastjóri og Baldur Andrjes- son kennari á Eiðum rita um föstuguðsþjónustur, sem þeir hafa haft, ræða um form þeirra guðsþjónustu og birta fagurt tónlag við Jes. 53. Er hjer minst á merkilegt mál, sem miklu meira þarf að ræða. Ætti að taka það til alavarlegrar íhugunar, hvort ekki væri fært, að taka upp við Tr. Þ. á fundi fyrir noltkr- um vikum síðan. Það var aðeins á einum fundi af öllum þeim aragrúa, sem Tr. Þ. hjelt. Vegna þeirra manna, sem þar voru, er engin ástæða af minni hálfu til þess að fara inn á málið að nýju. En vegna hinna, sem aðeins hafa lilýtt á einhliða framsetningu Tr. Þ. þykir rjett að hefja um- ræður um málið fyrir alþjóð manna. Það má ekki minna vera en að menn geri sjer fulla grein fyrir því hvaö skilur flokkana. Verður mál þetta rætt nokkru nánar í næsta blaði á þeim grundvelli, sem Tr. Þ. lagði á fundum sínum í sumar. Hjeraösmótiö viö Þjórsárbrú. Skýrsla og leiðbeiningar. Niðurl. Hjeraðsmótið eigið þið að binda við ákveðnar, nokkrar íþróttagreinar, og altaf þær sömu, eða skifta um ár frá ári, eftir föstum reglum. Af hlaupum getið þið bund- ið ykkur við 100 metra og 800 metra, eins og nú. En svo þurfið þið endilega að bæta við einu löngu hlaupi, t. d. 5 kíló- metra. Og væri best að það væri* víðavangshlaup, flokka- hlaup. Sendi hvert fjelag 4—5 bestu hlaupara sína í það hlaup, en 3 fyrstu menn fjelagsins, sem inn koma gæfu stigin. Hlaupið væri því 3 manna flokkahlaup. Þetta mundi fjörga mikið mótið og ætti að geta vakið kapp meðal fjelag- anna. Af stökkum ætti aðeins að hafa hástökk og langstölck. En svo er nauðsynlegt að fá inn eitthvert kast. Og á meðan þið hafið þennan leikvöll, sem nú guðsþjónustur oftar en á sunnu- dögum. í stórum kaupstöðum ætti í raun rjettri messuembætti að fara fram á hverjum degi. En þá er ekki hægt að ætlast til ræðu í hverri guðsþjónustu. En guðsþjónusta ætti altaf fram að fara. Þá eru umsagnir um fjölda guðfræðisbóka eftir ritstjórann, biskupinn, síra Bjarni Jónsson, síra Ólaf Magnússon, sira Ófeig Vigfússon og síra Ragnar Ófeigs- son. Ritstjói’inn, sem einnig er formaður Prestafjelagsins ritar um starfsemi fjelagsins og und- irritaður getur um kirkjumál á þingi. Loks eru prentuð lög síð- asta Alþingis um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar. Yfirleitt finst mjer Presta- fjelagsritið sjaldan hafa verið betra, líflegra og meira vekjandi en nú. Væri óskandi að það væri eins útbreitl og það á skilið. Að visu mun það fara talsvert víða, en alment munu menn ekki vita, að hjer er eitt af læsilegustu og bestu tímaritum landsins. Mun nafn þess eiga nokkurn þátt í því, að villa mönnum sýn svo að þeir halda, að rit þetta sje að- eins prestum og guðfræðingum ætlað, en það er fjarri sanni. Magnús Jónsson. Prestafjelagsritið, 8. ár. 1926.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.