Vörður


Vörður - 07.08.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 07.08.1926, Blaðsíða 4
4 V Ö R Ð U R j365tu sherry port- víp eru frá firmariu CONZÁLEZ 8YASS & Co. Jerez & Oporto. Biðjið ætíð um þau. móðirin þurft að ná í námsmey sína í skyndi, svo að hún geti sem best orðið aðnjótandi hinn- ar verklegu kennslu. Þetta, sem hjer hefir verið sagt og tekið fram, er fullrar athug- unar vert, þegar litið er til þess, hve ^rfitt muni fyrir stúlkurnar að endurgreiða sinn mikla náms- kostnað, með litlu ljelegu laun- unum, sem núgildandi lög mæla fyrir. Enguin er kunnugra um það en okkur ljósmæðrum, sem er- uin kennarar skólans, fyrir hve sárum vonbrigðum stúlkurnar verða, þegar þær fara af þekk- ingu að athuga málið. Þær, sem hafa byrjað með glæstum von- um og einlægum áhuga fyrir starfinu, liggur við að láta hug- fallast við að halda áfram, er þær sjá hve mikið fje þær þurfa sjálfar að leggja fram, — flestar verða að taka það að láni, — og með hverju á að borga? — Einkum virtist mikið bera á þessari sáru óánægju síðastlið- inn vetur, eftir að fullsjeð var hver afdrif launamálið fjekk á Alþingi. Það eru því vinsamleg tilmæli frá stjórn Ljósmæðrafjel. ís- Jands, til allra er kynnu að vita um einhvern lilvonandi nem- enda að benda henni á þessar upplýsingar, því þær eru með öllu hinar nauðsynlegustu. Stjórnin. Ásrún. Ferðapistlar. Eftir Stcin Emilsson. I. Lýsir af degi því lyfta munu bjargstyrk ástamögu eyju vorri. Lítfu upp á fjallstindinn, sem er beint beint á móti bænum þínum Ásrún, og hugsaðu um sólbrendan mann og veðurbar- inn, sitja þar með bók og blý- ritil í hendi. Enn er það sjaldgæft, að menn ritfesti hugsanir sínar á háfjöllum, en er stundir líða, munu fleiri fara að dæmi hins bergrúnafróða manns, er sækir upp brattar brekkur, hvílir sig á klettaþröm — heljarþröm hugleysingjans —, sneiðir upp þvergníptar girðingar, og litast loks uin á efsta tindinum. Viðsýnið eykur vitsku hans. Hugsanir koma skyndilega að- vífandi í tignarldæðum, rímað- ar við dali og hliðar, blóm og grænar grundir, ár og læki, kletta og kalda jökla. Hann sjer dökkgræna smá- bletti í dölum. En þó kaldur gustur leilci um tindinn, hugs- ar hann furðu hlýtt til frænda sinna, þeirra er rækta jörðina, og lúta konungi þeim, er út- hlutar verðskuldaðri uppskeru.' ----— Jeg stend á háum fjalls- tindi og svipast um. Brátt skyggir hafsbrún fyrir sól, og bláhvolfið, guðvefur náttúrunnar, sýnir hina feg- urstu hverfiliti. Mjer verður starsýnt á Snjó- fellsjökul í þVílíkri umgjörð: Draumfagt-ir litir leika um hann — logar á hverri bungu. Fótstallur jökulsins, grár og stórhruflóttur tilsýndar, — og berangurslegur þegar úrigt er og gustmikið hið efra —, er í kvöld vafinn blárauðum lýsandi hjúpi. Gil og lækjadrög eru barma- full af blámóðu. Sunnanundir Jökli er logn, en til sólaráttar má líta gullhærðar bárur fylkja liði og flýta sjer að landi. — Ómur af þungum brimgný berst til mín með storminum. Þegar hins.tu sólargeislarnir loguðu í augum mjer Ásrún, sendi jeg þjer yfir fjöll og dali hin fegurstu huldumál. Jeg' sný heim á leið ljettur í lund því fjallaburstirnar svip- miklar og brúnaþungar horfa á eftir mjer niður í dalinn. Þegar jeg var lítill drengur í foreldrahúsum, kom oft til okkar gömul kona, Guðrún blinda að nafni. Sagði hún sögur í rökkrinu og man jeg margar enn. Eift kvöld sagði hún söguna af smalanum með lýsigull í hendi: „Einu sinni var kóngur og drotning í ríki. Áttu þau eina dóttur, sem bæði var góð og fögur. En hún gat ekki grátið og átti því fjarska bágt. Vitringarnir sögðu kon- ungi, að hún myndi ekki tár- fella, fyr en hún fengi seúdi- brjef, sem væri degi bjartara og sólu varmara. Kóngsdóttirin fjekk dag- lega mörg brjef, en ekkert þeirra var henni til skap- Ijettis. Loks fjekk hún hrjef einn hjartan sumardag. Sólskinið var óvenjulega hlýtt, en kóngsdóttirin gat ekki grátið af gleði, og átti því mjög bágt. En þegar hún las brjefið, virtist henni einhver leggja hönd á höfuð sjer, og hún grjet skínandi tárum. Ekki var brjefið frá rík- um kóngssyni, heldur fátæk- um smala í garshorni, — en hrjefið hafði hann skrifað með lýsigulli í hendi.“ — Jeg hefi oft hugsað um þessa sögu, en ekki varð mjer ljóst fyr en á fullorðinsárum, að það væri málið, — „innsigli guðs á tungu þjóðanna“, — sem gamla hlinda konan hefði nefnt Iýsigull.------Ásrún, jeg vildi óska að jeg hefði lýsigull í hendi, því nú æfla jeg að gera að þínu skapi, efna gamalt lof- orð, og segja þjer frá ýmsu er fyrir augu bar á ferð minni um Snjófellsnes og Breiðafjörð. 1. BrimiIöVallahreppur. Eins og þjer er kunnugt, fór jeg vestur á Snæfellsnes til að feta í fótspor Dr. Helga Pjeturs, og^ kynnast bergrúnum þeim, ér hann á sínum tíma fjekk ráðið þar vestra. Var ferðin mjer til mikillar gleði, því hinar vitru athuganir dr. Helga, vöktu eftirtekt mína á mörgum alleinkennilegum bergrúnum, og hepnaðist mjer að ráða nokkrar á stuttum tíma. Sannast hjer enn, það sem þeir fjelagar Jónas og Konráð skrifuðu í Skírni fyrir tæpri öld: i „Andi hvers einstaks, hversu vel sem hann er af guði gjör, verður að engum þrifnaði, nema hann njóti annara að og taki birtu af hugum annara“.------------- — Þá er nú þar til að taka, að jeg kom með Esju að Ingj- aldssandi 27. maí árla dags. Það var austan svelgjandi, og órólegt við skipsfjöl. Þó varð skipið afgreitt, — en það mun ekki hafa verið í fyrsta sinni, að Sandmenn þurftu að róa snertiróður til að ná landi. Á Sandi fjekk jeg morgun- hressingu og lagði svo af stað gangandi inn til Ólafsvíkur. Þegar jeg kom inn fyrir Ingj- aldshól, varð ‘mjer starsýnt á samanhrundar gryfjur í sand- inum. Svo sagði mjer bóndinn á Ingjaldshóli, er jeg fann að máli, að mótekja væri góð und- ir sandinum, 7—8 skóflustung- ur, en sandruðningur væri meir en mannhæð. Sandur þessi, er nú þekur fornengjar, hefir fok- ið með austanstormum frá sjó og yfir Harðakamb. Þegar jeg kom inn undir Ól- afsvíkurenni, hrikalegt og ein- kennilegt þursabergsfjall, fann jeg í fjörunni ljómandi fallega. brimsorfna gabbróhnullunga, — en eins og þú veist, Ásrún, er islenskt gabbró sú bergtegund, er enn þá hefir verið minstur gaumur gefinn, þó göfugust sje. Jeg klifraði upp um alt Enni, bjóst jafnvel við að finna gabb- róhnullunga í þursaberginu, — en svo varð ekki. Hjelt jeg síð* an leiðar minnar inn í Ólafs- vík, heimsóttti HaJldór lækni Steinsson og hafði af honum góðar viðtökur. Jeg gat ekki gleymt gabbró- hnullungunum. Þótti mjer ólík- logt sökum fjarlægðar, að þeir væru lir gabbrófjölluift dr. Helga, Þórgeirsfellshyrnum og Lýsuhyrnu. En þegar jeg fann samskonar hnullunga í þursabergi undir sjávarleirlagi með skeljum í Hrcifnabjörgunum upp af Ólafsvík, þá hló mjer hugur í brjósti, hugsaði jeg til þín, Ásrún, og óskaði, að þú gætir tekið þátt í gleði minni. Mjer dvaldist talsvert í Hrafna- björgum á 100 m. hæð yfir sjáv- aríleti. Safnaði jeg tálsverðu af skeljum, tók þrjár myndir af Tvífossagili, og ritfasti í ferða- hók mína hinar skrítnustu skýr- ingarmýndir af þessum hömr- um. Duldist mjer ekki, er jeg líkti þeim við þverskurðarmynd dr. Helga af Máfahlíð, að jeg væri nú kominn yfir landamær- in og í ríki hans. Virtist mjer nú ráð mitt vænkast, því landvættir Helga hvísluðu að mjer leyndarmál- um, sögðu mjer til vegar, og satt að segja bjóst jeg við á hverri stund, að sjá í gegn um holt og hæðir. Fylgdi jeg nú leirlaginu inn fyrir Bugsmúla, og blasti þá við mjer hlýleg Fróðársveitin; en jeg fjekk brátt annað til at- hugunar en engjafegurð, því þegar jeg kom að Bugsgili, varð jeg þess var, að skeljarnar vorn horfnar úr leirlaginu, en um það alt lwisluðust smáar, vel tærar silfurbergsæðqr. Myndbreyting kolsúra kalks- ins er þarna deginum ljósari. — Ritfesti jeg vandlega athug- un þessa og skýringarmyndir í feðabók mína, handljek talsvert myndavjelina, og hjelt áfram þakklátur landvættum og sigri hrósandi. — Að vestan verðu við Arnar- hól (jörðin er í eyði!), eru grjóthólar miklir, og eru i þeim — auk blágrýtis —, bæði líparit- og gabbi'óhnullungar. Skýra bautasteinar þessir ljóst frá afreksverkum Jökuls, þá er hann var í jötunmóði, reif niður fjöll til grunna og ruddi Fróðárdalinn. Líparítgangar koma viða í ljós í Fróðárgilinu, upp af Klettakoti og Brimilsvöllum, — en vita máttu, Ásrún, að þessir líparítgangar eru neðanjarðar- gos, er ekki gátu brotist upp til yfirborðsins. — Líparítið storknaði á leiðinni, og komst löngu síðar út í birtuna. — Meðan jeg var á gangi austur að Máfahlíð og Búlands- höfða, sem takmarkar Brimils- vallarhrepp að austan, rifjuð- ust upp fyrir mjer helstu at- riði Eyrbyggju. Er leitt að vita til þess, að káþólskir ofstækis- trúarmenn skuli á sínum tíma hafa afskræmt svo hina stór- merku viðburði, er gerðust í þessari sveit, að þeir þyki nú ótrúlega hlægilegir. — En það mun sannast, að áður en langt um líður, munu enn gerast um þessar slóðir allmerkileg tíð- indi. — — Búlandshöfði er víðfrægur orðinn vegna skelja þeirra, er dr. fann þar fyrir rúmum 20 árum á 140 m. hæð. Sá fundur varpaði óvenjulega mikilli birtu yfir islenska jarðfræði. Máfahlíðarmegin við Þræla- skriðu, sm er utan í höfðanum, koma í Ijós, fyrir neðan kletta í sjó, þrír stórir blágrýtisgang- ar; geisla þeir út frá miðdepli, V Ö R Ð U R kemur út á laugardögum. Ritstjórinn: Kristján Albertson, Túngötu 18. Sími: 1961. Afgreiðslan: Laufásveg 25. Opin 5—7 síðdegis. — Sími 1432. V e r ð: 8 kr. árg. Gjalddagi 1. júlí. -I- I Síra Eggert Pálsson, alþingismaður á Breiðabólsstað andaðist í gær í Khöfn eftir langvinna van- heilsu. Þessa þjóðkunna merkis- manns verður nánar getið í næsta blaði. sem falinn er undir miðri höfðahlíðinni. Munu gangar þessir verða allfrægir, og mynd- ir af þeim birtast í erlendum jarðfræðiritum. Máfahlíðin, sem er vestur- hlið höfðans, er mjög eftirtekt- arverð fyrir unga jarðfræðinga, og skilningsraun nokkur. Inst í hlíðinni neðanverðri, er stór bleikrauð líparítshella. Hefur eldri jarðfræðingum orðið star- sýnt á þetta líparít sökum þess hve stórkornótt það er. — ■*— -----Það hallar degi, og jeg sný heim á leið til Ólafsvíkur. — Þrátt fyrir viðburðaríkan og blessaðan sólskinsdag, er jeg dapur í lund. Jeg geng yfir víðlend tún- stæði og mosavaxin auðæfi. Jeg hugsa um íslenskan landhúnað, þessa niðurbældu og misskildu atvinnugrein, sem í þúsund ár hefir haldið lifi í merkum ætt- stuðli. Jeg stansa við Fróðártúnið. Dauðaþögn grúfir yfir góðri jörð. — Hvar er heimilisfólkið? Hvar eru börnin? Hvar eru skepnur í haga? ------- Ásrún, þú sltilur mig. En sætir þú við hlið mjer þessa kvöld- stund, gæti jeg sagt þjer hvers- vegna íslensk þjóð hefir getað varðveitt söngeyra sitt og brag- eyra og fegurðarlund i þúsund ár. (Frh.) Sveinn Björnsson sendiherra kom til Kaupmannahafnar á mánudaginn ásamt fjölskyldu sinni. Til bráðabirgða hefir hann fengið sjer aðsetur i skemtibú- stað Jóns Krabbe, stjórnárfull- trúa. Blöðin í Khöfn flytja greinir um Svein Björnsson og birta samtöl við hann, og fagna þvi hjartanlega að hann skuli kom- inn aftur. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.