Vörður


Vörður - 18.09.1926, Side 3

Vörður - 18.09.1926, Side 3
VÓRÐ'UR 3 vísindaleg efni í þann búning, að við alþýðuhæfi sje. Er hann og gagnkunnugur högum alþýðu og skilur þarfir hennar hæði andlega og lílíamlega manna hest. Auk þess, sem Jónas læknir hefir rækt embætti sitt og fræði- grein með nálega dæmalausum dugnaði og ósjerplægni, hefir hann jafnframt verið athafna- inaður mikill á verklegum svið- um. Búsýslumaður hefir hann verið hinn mesti. Átti hann mik- ið og gott bú þegar hann var eystra og var talinn í röð dug- legustu og hagsýnustu hænda. Hann hefir jafnan staðið framarlega í fjelagsslcap bænda. Hefir hann jafnan verið fram- arlega i flokki samvinnumanna og átt sæti á Sambandsfundum. Mörg ár hefir hann átt sæti í stjórn Kaupfjelags Skagfirðinga. En ,þó Jónas sje samvinnumað- ur, hefir hann altaf haldið sjer utan við , flokksöfgar þeirra manna, sem mest hafa að því gert að gera samvinnuhugsjón- ina að sundrungarefni í þessu þjóðfjelagi. Jónas læknir er formaður í Framfarafjelagi Skagfirðinga, og er það aðalfjelagsskapur bænda þar í sýslu. Jónas læknir, er einhver ein- lægasti bindindisfrömuður hjer ú landi. En víðsýnni er hann þar ýmsum fjelagsbræðrum sinum. Yfirleitt er það uin Jónas lækni að segja, að hann er hag- sýnn, duglegur og einarður framfaramaður, andlega heil- brigðnr, víðsýnn og öfgalaus. — Sæti hans verður vel skipað á þingi. Málefnum allrar alþýðu er borgið í höndum hans. Einar Helgason er líka bónda- sonur, fæddur að Leifsstöðum í Eyjafirði, af góðu bændafólki, náfrændi Þórhalls heitins bisk- ups. í uppvexti sínum var hann við nám hjá Guðmundi Hjalta- syni, en gekk í Búnaðarskólann á Eiðum árið 1885. Að afloknu námi vann hann að jarðabótum í Eyjafirði árin 1887—94. En •var þó um tíma hjá Shierbeck landlækni við garðyrkju og tún- rækt. Var Shierbéck eins og kunnugt er, einhver mesti jarð- ræktarfrömuður hjer á landi á sinni tíð. Haustið 1894 fór E. H. utan mest fyrir áeggjun Þór- halls biskups og landlæknis. Gekk hann á garðyrkjuskólann í Villvorde á Sjálandi, er þá var tálinn með bestu garðyrkju- skólum Dana. Útskrilaðist það- an 1897 með ágætum vitnis- burði. Þegar gróðrarstöðin var stofn- sett hjer í Rvík varð Einar sjálf- kjörinn forstöðumaður hennar. Veitti hann henni forstöðu í ná- lega fjórðung aldar, all til þess er Ragnar Ásgeirsson tók við því . starfi nú fyrir fáum árum. Jafn- framt því var hann starfsmaður Búnaðarfjelags íslands, ritari þess í mörg ár, og ferðaðist víða um land á vegum þess til þess að leiðbeiná bændum í garð- rækt. Á vori hverju voru haldin námskeið í gróðrarstöðinni og nutu þar tilsagnar Einars ungir menn víðsvegar að af landinu. Leikur ekki á tveim tungum, að bæði hafi E. H. verið manna ■áhugasamastur í starfi sínu og hafi auk þess unnið trúlega að því að innræta öðrum sama á- huga. E. H. var einn af stofnendum bændablaðsins „Freys“ og aðal- starfsmaður þess i mörg ár. Auk þess hefir hann ritað fjölda greina í blöð og timarit, um garðrækt, túnrækt, heimilisiðn- að. Ágætar bækur hefir hann sam- ið um blómrækt og trjárækt og nú fyrir skemstu bók um garð- rækt. Hafa bækur hans allar náð alþýðuhylli. Einar Helgason er skapfestu- og greindarmaður. Drengur hinn besti og fjölmentaður. Manna kunnugastur í öllum hjeruðum þessa lands. Engum getur dulist, að baðir þessir menn eru mjög heppilega valdir. Báðir þjóðkunnir ágætis- menn, víðsýnir unyiótamenn, þektir að mannkostur, ósjer- plægni og dugnaði. íhaldsmenn munu fjölmenna að kjörborð- inu. Úrslitin ætti ekki að orka tvímælis. Eljen! Eljen! Ritstjóri „Tímans“ er bæði sagnfræðingur og guðfræðingur. Báðar þessar fræðigreinar hafa mótað hina riddarlegu lifsskoð- un hans. Siðgæðið sækir hann í Sturlungu og trúarstyrkinn í hefni-trú Gyðingdómsins. Guð Israelsmanna sendi engil dauð- ans í herbúðir óvinanna, þegar illa stóð á fyrir drottins útvöldu þjóð. Nú hefir Jahve Framsókn- armanna gert sínum útvöldu sömu skil. Ritstjórinn hælist nýlega um í blaði sínu yfir mannfallinu í ó- vinaliðinu. Það er „engu likara en að forsjónin hafi tekið í taumana" til þess að Framsókn verði kleyft að koma sínum „persónuin“ im^ á Alþingi, seg- ir guðsmaðurinn. Menn eru ýmsu vanir úr „Tímanum“, en þó hafði fæsta grunað, að maður með ætt og uppeldi ritstjórans, gæti lagst svona lágt. Þessi hugsunarháttur hins skriftlærða Jónasar-kumpána minnir á visu eina, sem kveðin var fyrir nokkrum árum. Nið- urlagið er svona: „Það hressir andann af og til yfir þeim standa dauðum. Maðurinn, sem þetta kvað, var ekki lánsmaður að sama skapi og hann var hæfileika- maðuf. Ritstjóri Tímans er láns- maður meiri en hæfileika. Beiskja hins fyrra er skiljanleg og því ekki eins hneikslanleg. Sigurgleði hins síðara verður ekki rakin til æfikjaranna. Menn brjóta heilann um hvaða tegund riddaralegrar lífsskoðunar kem- ur þessum mjólkurþambandi lóðaspekulant til að hefjast á loft og þakka Jahve af hrærð- um hug. Sá sem yfir er hlakkað er varamaður Jóns heitins Mag- nússonar. Ef sá maður hefði lif- að, hefði ekkert landskjör þurft að fara fram, og Framsókn þar með verið útilokuð fi*á því að sýna „yfirburði“ sína. Og hver var svo þessi mað- ur? Maðurinn var þjóðkunnur vegna þess að hann hafði helg- ( ( \ að landbúnaðinum alla starfs- krafta sína. Hann var þjóðkunn- ur vegna áhuga og ósjerplægni í þágu landbúnaðarins. I þessu ljósi verða ummælin verðugt sýnishorn af hinni riddaralegu lífsskoðun höfundarins. Vorið 1916 fórst enska her- skipið Hampshire nálægt Orkn- cyjum. Þar týndist Kitchener lávarður, sem verið hafði her- málaráðherra Breta, sá maður, sem fjandmönnum Bandamanna stóð mestur ótti af, og þeir höt- uðu mest. Þegar fréttin um at- burð þennan barst til Ungverja- lands, stóð svo á, að verið var að leika í þjóðleikhúsinu í Búda- Pest. Gleðitíðindin voru tilkynt milli þátta. Múgurinn ærðist, hló og grét af fögnuði. Dynjandi fagnaðarópin: Eljen! Eljen! gullu við svo húsið nötraði. „Forsjónin hafði gripið í taum- ana“: Eljen! Eljen. Þessi fagnaðarlæti hins suð- ræna múgs mæltust hvarvetna illa fyrir. Og þó áttu Ungverjar um sárt að binda. Þeir höfðu út- helt blóði vaskra sona í barátt- unni við þá þjóð, sem hinn ftrllni hershöfðingi var foringi fyrir. Ófriðnum var ekki lokið. Nýir menn komu í stað hinna föllnu. Þrátt fyrir kafbátahernað og eiturgas urðu Miðveldin gersigr- uð. Þegar ófriðnum lauk hróp- aði nugverski múgurinn ekki Eljen! Eljen! Enn er of snemt að fagna. „Persónurnar" eru ekki komnar að. Þá fyrst er ástæða til að hlakka, þá fyrst er ástæða til að veifa barðastóra hattinum og belja af öllum lífs og sálar kröft- um: Eljen! Eljen! Örstutt svar til Tr. Þ. Raun er að koma í ráðaþrot. Það sannast átakanlega á rit- stjóra Tímans. Tvær tilraunir hcfur hann gert til þess að svara greinum þeim, sem undanfarið hafa birst hjer í blaðinu og er þó varla kominn að efninu. Hann hafði hálfs mánaðar um- hugsunarfrest til hinnar síðari ritsmiðar, og sjást þess merkin. Öfgafyllri og ósvifnari langloka hefur sjaldan birst. Það var draumur gullgerðar- manna um margar aldir, að vinna gull úr ógöfugri málm- um. Draumur Tíma-ritstjórans er miklu djarfari. í grunnfærni sinni þykist hann hafa fundið. aðferð til þess að breyta ósann- indum í sannleika. Aðferðin er ofur einföld. I dag finnur liann upp einhverja firru. Á morgun trúir hann henni sjálfur. Á þriðja degi er hann i einu kófi af sannfæringarkrafti að prédika ný sannindi. Með hávaða og bæxlagangi bælir hann niður þanii litla vott sannleilcsástar, sein kann að Ieynast í fari hans. Þessvegna rýkur hann á eins og norðanbylur þegar 1 mestu öfg- arnar þeytast frá honum. Þess- vegna undirstrikar hann í blaði sinu ósannindin og illkvitnina. Þetta „selt sem gull“ sannleik- ans hefur verið pólitískur gjald- miðill Tímans siðan Tr. Þ. tók við ritstjórninni. Ritstjórinn veður fram með þeirri rætni, sem aðeins tak- markast af ófrjóu ímyndunar- afli og lítilli greind. Get eg að vísu látið mjer árásir hans Þggja í ljettu rúmi, því sagt get jeg, líkt og haft er eftir presti einum fyrir vestan, að mjer þykir last Tr. Þ. betra en lof tíu annara. Hinsvegar finst mjer óþarfi að láta þessu grunnfærna lítil- menni haldast uppi að vaða elg- inn ómótmælt. Tr. Þ. liggur á því lúalagi, að draga nöfn látinna ættmenna inn í pólitiskar skammagreinar. Lægi því beint við að gera sam- anburð á honum og föður hans. Er það ekki á almæli, að Tr. Þ. sje föðurbetrungur og mundi hann ekki vaxa af þeim saman- burði. En mig hryllir við að fara út í þá sálma. Jeg vil láta Tr. Þ. njóta göfugs uppruna síns og ekki bæta á þá háðung, sem hann hefir gert ætt sinn með öllum skrílshætti sínum i ræðu og riti. Sný eg mjer þá að ásökunum Tr. Þ. og mun svara þeim stutt- lega hvorri um sig. Fvrsta ákæra Tr. Þ. er sú, að jeg liafi hætt námi og telur hann að til þess hafi legið metnaðar- leysi. Orsökin var önnur. Tr. Þ. hefir enn á ný ástæðu til að þakka forsjóninni. Eftir, að jeg hafði stundað nám einn vetur hjer við háskólann dó faðir hiinn. Mjer voru ekki eftirlátn- ar víðáttumiklar lóðir. Náminu varð tæplega haldið áfram nema með tilstyrk vandalausra. Má hver sem vill virða injer það til metnaðarleysis og svívirðu, að jeg kaus heldur að fara að vinna fyrir mjer strax. Tr. Þ. segir að jeg hafi heldur kosið, að ganga á mála hjá þeim mönnum, sein nánustu ætt- ingjar mínir hafi varið æfi sinni til uð brjóta niður. Þetta er ein- hver þau svörtustu ósannindi, sem sögð verða. Saryileikurinn er sá, að jeg gekk i þjónustu þess manns, sem faðir minn hafði starfað fyrir í langt árabil, þess manns, sem allra útlendra kaup- sýslumanna hefir verið best kyntur hjer á landi, þess manns sem kaupfjelögin meðal annara hafa öðrum fremur þakkað við- gang sinn og þrifnað á fyrstu erfiðleikaárunum. Öll þau ár, sem jeg starfaði við verslun, var jeg ýmist beint i þjónustu þessa manns, eða fyrirtækja, sem að mestri leyti voru hans eign og undir hans stjórn. Þessi maður var Louis Zöllner konsúll í New- castle og get jeg vísað til lof- samlegra ummæla um hann, bæði í tímariti samvinnumanna og sjálfum Tímanum. Þetta kallar Tr. Þ. að „svíkja hugsjónir föðursins", maðurinn sem gerði verkfall í „víngarði drottins*, eftir að faðir hans hafði legið aðeins nokkra mánuði í moldinni, og hefir síðan fengist við þá tegund blaðamensku, sem víðfræg er að endemum svo vítt, sem islcnsk tunga er töluð. Þá gefur Tr. Þ. í skyn, að jeg hafi sett á höfuðið verslun þá, er jeg stjórnaði og dreg- ur af því þá ályktun, að jeg sje ófær um að sitja í núverandi starfi mínu. Þetta er vist eitt- hvað í ætt við það sem kallað er atvinnurógur. En ekki ætla jeg þó að hafa svo mikið við Tr. Þ. að stefna honum fyrir ummæli þessi, nje aðrar ærumeiðingar í grein hans. En i þessu sambandi vil jeg minna Tr. Þ. á það, aS hann lýsti fyrir nokkrum miss- irum síðan — af fyrra bragði og við mig sjálfan — velþóknun sinni á því, að jeg tæki að mjer starf, sem jeg þykist vila, að hann telji ekki óveglegra en það sem jeg hefi nú með höndum*. Þá kemur Tr. Þ. enn að sendi- för minni til Ameríku, í haust eð var. Jeg hefi áður skýrt það mál frá mínu sjónarmiði og ætla ekki að endurtaka það hjer. Jeg vil aðeins benda á afstöðu Timans til málsins. Blaðið hefir altaf talið sendiför þessa óþarfa. Frá blaðsins sjónarmiði getur það tæplega talist vottur sjerstaks metnaðarleysis, að hætta við að fara óþarfa för, eða þá hitt að endurgreiða farareyri, sem lagð- ur hefir verið fram til farar, sem óþörf er talin. Að endingu skal jeg stuttlega svara þeirri ásökun, að jeg hafi koiflist á þing „undir fölsku flaggi og með slcoðanafalsi“. Það er að bera í bakkafullan lækinn að lýsa Tr. Þ. ósanninda- mann. Jeg get vitnað til hinna mörgu, sem á mig hlýddu á framboðsfundunum, um það að jeg bauð mig fram sem íhalds- maður. Lýsti jeg allstaðar yfir þeirri skoðun minni að stofnun íhaldsflokks væri nauðsynleg og mundi standa fyrir dyrum. Ef jeg hefði ekki gengið í íhalds- flokkinn þegar hann var stofn- aður, hefðu kjósendur mínir haft ástæðu til að bera á mig „skoðanafals". Jeg hefi þá svarað „hinum þungu ásökunum" Tr. Þ. Verð jeg að biðja lesendurna að af- saka að nokkuð af rúmi blaðs- ins er tekið til þess að eltast við persónulegt níð greindarlítils frunta. Tilgangur hans er vitan- lega sá að leiða athyglina frá öngþveitinu, sem hann er kominn i og til þess grípur hann til þessa óskaráðs götustráksins, að gera óp að andstæðingnum. En Tr. Þ. kemst ekki undan. Það litla í grein hans, sem snertir málefnið sem um er rætt, verð- ur athugað í næsta blaði. Á. J. „Persónurnar". Satt um manninn segja ber sjálfs að efnum bjó ’ann. Engum gerði ’ann ilt af sjer, eða gott. Svo dó ’ann. Gamall húsgangar. Eftir bollaleggingarnar og bruggið, leynimakkið og lang- seturnar undanfarnar vikur um sameiginlegan frambjóðanda Framsóknar og Jafnaðarmanna, höfðu menn búist við að nú yrði spilað út stóru trompi. Menn höfðu gert sjer í hugarlund, að því aðeins legðu flokkarnir af sjer grímu ósamþykkis og sundurleitra skoðana, að um væri að velja mann, sem vegna viðurkendra persónulegra yfir- burða gæti safnað um sig liði. Mönnum hafði skilist, að svo mikið djúp væri staðfest milli flokkanna, að ekki yrði yfir reft, nema með kjörviði. Ýms- ir „raftar“ voru þá og tilnefndir og sumir álitlegir. En altaf voru. gallar á viðnum. Ýmist voru kvistir og þverbrestir, eða þá að hann þótti ekki nægilega þurr. Fjörurnar voru aftur og aftur

x

Vörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.