Vörður


Vörður - 13.11.1926, Blaðsíða 2

Vörður - 13.11.1926, Blaðsíða 2
á árinu 1925, en þó verið skatt- frjáls lögum samkvæmt. Ætl- aði jeg Jónasi að tala digur- barkalega um slík lagaákvæði, og það hefir hann nú gert. Með- al annars segir hann: „Þegar þessi vitneskja er fengin verður inanni óskiljan- Jegt hvers vegna Ólafur skrif- aði sina fyrri grein um óbæri- Jeika eigna- og tekjuskatts á íslandi. Ef Ólafur hefir greind á við aumasta kjósanda sem glæpst hefir á að kjósa hann á þing, þá hlýtur hanh að sjá að ísland er Gosenland í skatta- málum fyrir hann og hans líka“. Menn sjá nú þegar í stað, að i þessum orðum felst játning alþingismannsins á því, að hon- um hafi með öllu verið ókunn- ugt um helstu ákvæði þeirra laga, er hann deildi um, en við athugun kemur jafnframt í Ijós, að þótt mjer hafi tekist að kenna honum lagaákvæðin, lief- ir hann enn eigi öðlast skilning á eðli þeirra. Við skulum nú í ró og næði athuga málið. Það horfir nú þannig við, að dæma á um hvort l'jögur ákveðin lagaákvæði sjeu óhóflega mild, jafnvel vilhöll, eða hvort þau sjeu að eins eðli- leg og sjálfsögð. Á því veltur hvor okkar Jónasar fer incð rjett mál, eða svo jeg noti hans orð, hvor okkar það er sem ineð „venjulegri framhleypni byrjar að vaða elginn til þess að aug- Jýsa sem mest kjánaskap sinn“, hvor okkar það er sem skortir „greind á við aumasta kjósanda sem glæpst hefir á að kjósa hann á þing“ (Jónas er landkjörinn þingmaður). Það verður þá fyrst fyrir að leysa lir því, hvort eðlilegt sje að draga megi innborgað hluta- fje frá skattskildum eignuin hlutafjelagsins. — Jeg mintist nokkuð á þetta í síðustu grein minni. Kjarni málsins er sá, að II. í Genf 14.—18. sept. Woodrow Wilson varð að beita miklu harðfylgi og taka á allri sinni festu til þess að fá því framgengt, að Þjóðbanda- lagið yrði stofnað jafnframt því sem friður var saminn í Versöl- um 1919. Margir kraftar unnu í upphafi gegn þessar hugsjón hans, efgirni og vantraust á gildi hennar er til framkvæmda kæmi, ofmetnaður sigurvegar- anna og rótgróin, arfþegin trú á að í skiftum þjóða gæti aldrei annað ráðið en herstyrkur og of- urefli. Og þegar ekki tókst að hindra stofnun bandalagsins, þá beittust þau öfl, sem trúa á vopnin ein til stórræða, fyrir því að rira sem mest frá öndverðu vald þess og verksvið. Þjóðbandalagið er ef til vill nii komið yfir hin örðugustu fyrstu ár. Menn eru hættir að velja því hæðiyrði, kalla það pappírshöllina miklu, styrktar- stofpun fyrir hótelcigendur í Sviss o. s. frv. Það hefir hvað eftir annað sannað tilverurjett sinn með heilladrjúgum afskift- um af misklíðarefnum og vanda- málum — starfsemi þessi er orðin örlagaþáttur í lífi mann- kynsins. i raun og veru er innborgað hlutafje skuld fjelagsins við hluthafa, og er því rjettlált að fjelagið jafnt og einstaldingur- inn dragi skuldir i frá eignum sínum. í dagle'gu máli er að visu með „eign hlutafjelags“ oft átt við eign fjelagsins að meðtöldu hlutafje. Er það eðlilegt vegna þess, að sú eign varðar alment talað viðskiftamenn fjelagsins og segir til um styrk fjelagsins út á við. En slikt mega menn eigi láta villa sjer sýn. Því að þegar um er að ræða fjelagið sem skattstofn, verður að minn- ast hins, að eigendur hlutafjár- ins greiða eignaskatt af hluta- brjefunum, alveg á sama hátt og sá er lánað hefir öðrum fje tel- ur kröfuna til eigna og greiðir eignaskatt af henni. Ef nú hluta- fjelögum væri meinað að draga hlutafjeð frá skattskyldri eign, væri það hliðstætt því að hinn skuldugi mætti eigi draga skuld- ir frá eignum, en með því ýrði eignin ýmist tví- eða margskött- uð. Er hjer fallið fyrsta vígi Jón- asar, því hann hefir sjálfur við- urkent að „tvöfaldi skatturinn" sje óhæfur og hvað mun þá um hinn „margfalda“? Við komum þá að tekjunum. 340 þúsundir sýndi jeg Jónasi að Kveldúlfur hefði getað grætt á árinu 1925 án þess að greiða tekjuskatt, og nú finst Jónasi keyra um þvert hak. Ýtarleg skýring mun færa honum frið og ró. Við skulum rifja upp hvernig á því stóð að slíkar telcj- ur Kveldúlfs gátu verið skatt- frjálsar. a. Fjelagið greiddi á árinu 220 þúsundir í útsvar og tekju og eignaskatt. h. Hefði fjelagið lagt afganginn 120 þús. i varasjóð, er % eða 40 þús. kr. skatfrjáls. c. Þær 80 þús. sem þá eru eftir eru skattfrjálsar vegna þess Á skrifstofum þess í Genf vinna allan árSins hring um 800 manns, að því að rannsaka og greiða úr minni og meiri háttar deiluefn- um ríkja í milli. Varla liður svo vika að ekki komi saman í Genf, fyrir tilstilli bandalagsins, ein- hver fundur þjóðafulltrúa til þess að ráða fram úr slíkum á- greiningsefnum. Og á ársþingi bandalagsins hittast fulltrúar 56 þjóða, 4 frá hverri. í veislu, sem friðarstofnun Carnegies hjelt heimsþingi blaðamanna á Hótel des Bergues í Genf 16. sept., sagði forstjóri hennar, dr. Houdson, frá þvi, að hann hefði nýlega spurt Austen Chamberlain að því, hvað hon- um þætt inest vert um í þeirri reynslu, sem hann hefði af árs- þingum þjóðabandalagsins. Ut- anríkisráðherra Bretaveldis svar- aði því, að hann teldi sjer það ómetanlega mikils virði, að eiga þar kost á að kynnast utanrík- isráðherrum 14 annara ríkja og geta rætt mál og viðburði við þá persónulega. J)r. Houdson lauk ræðu sinni með því að varpa frarn þeirri spurningu, hvort hugsanlegt væri að eitt mannsmorð hefði geta orðið upphaf styrjaldgr að þær jafngilda 4% af 2 milj. króna, sem er innborgað hlutafje Kveldúlfs. Er nú að athuga lagaákvæðin sem að þessu lúta. a. Fyrsta spurningin verður þá sú, hvort rjettlátt sje að heiinila hlutafjelögum og öðr- um, að draga útsvar og tekju- og eignaskatt frá skattskyld- um tekjum. Þetta ákvæði var samþykt á þinginu 1923. Jónas sat á því þingi. Magnús Jónsson, ráðherra Framsóknar, „yfirmaður“ Jónas- ar, bar málið fram og Jónas studdi það með atlcvæði sínu. Þeim til leiðbeiningar, sem ekki telja þessa sögu málsins neina almenna sönnun þess, að hjer sje um sanngirni og rjettlæti að ræða, get jeg þess, að þetta varð að lögum með samhljóða atkvæð- um deilumanna. En annars get- ur hver maður tekið hendi i sjálfs síns barm um þetta, því á- kvæðið nær til allra. b. Er heppilegt eða nauðsynlegt að veita skattaivilnun á þeim gróða hlutafjefags, sem lagður er í varasjóð? Það var núverandi ríkisstjórn sem fyrst hreyfði þessu máli á þinginu 1925. Flokksbræður Jón- asar munu ef til vill krefjast frekari sannana fyrir ágæti þess, en mjer er umhugað um að sannfæra þá eigi síður en aðra. Umsögn einhvers af „ógætis- ihönnum“ þeirra væri mjer því mikill fengur, og nú legg jeg í leitina. Jeg rekst stráx á þingskjal 524 (A-deiId Alþt. 1925). Þetta þing- skjal er nefndarálit, undirskrif- að af Jónasi mínurn' sjálfum, og nú er að heyra hvað Jónas sagði um málið áður en liann reidd- ist rökum mínum í þessari deilu okkar: Nefndin segir: „Ákvæðið um varasjóð telur nefndin til bóta .... atvinnu- um heim hálfan, — ef þjóða- bandalagið hefði verið til 1914, átt að haki sjer nókkurra ára- tuga reynslu í sáttagerð þjóða í niiíli og notið virðingar og sið- ferðilegs stuðnings alls mentaðs mannkyns. Hann kvað það að minsta kosti víst, að þegar í upp- hafi myndi hafa verið leitað hjálpar þess til að skirra vand- ræðum. Fyrsta mánudag í september hverjum hefst þing Þjóðbanda- lagsins í Genf, og meðan það stendur er bærinn pólitísk höf- uðborg heimsins. Frá svölum og yfir gluggum hótelanna á Quai du Mont Blanc drúpa þjóðfánar hinna mörgu fulltrúasveita, sein komnar eru yfir höf og meginlönd, úr öllum álfum. Á Quai Président Wilson gefur að líta alla mannlega hör- undsliti, fjölmargar tungur og fjarskyldar hljóma þar af vörum stjórnvitringa heimsins, sem ræða vandamál og hugsjón- ir mannkynsins, — á bökkum hins blálygria vatns og i augsýn sjálfs Mont Blancs, sem rís drif- hvítur og voldugur að^haki lág- fjallanna, sem lykja um bæinn. Þingstaðurinn er vel valinn, Genf er fallegur bær í svip- miklu landi, hæfilega stór til þess að gela veitt öll þægindi vestrænnar menningarborgar, vegur þessi er svo áhættusamur, en hefir jafnframt svo verulega þýðingu fyrir fjárhagslega framtíð þjóðarinnar að full nauðsyn er á því að löggjöfin með ákvæðum sínum ýti undir varfærni í þeiin atvinnuvegi eft- ir því sem hægt er. Samkvæmt þessu vill nefndin fara enn Jengra í þessa átt, með þvi að leggja til að V3 af því sem lagt er í varasjóð sje skattfrjálst“.. Nú er Jónas ekki myrkur í máli. Hjer er nú ekki hálfvelgj- an. Það er ekki látið nægja að samþykkja uppástungu ríkis- stjórnarinnar, en hún var að % hluti þeirra tekna, er hlutafjelög legðu í varasjóð, skyldi skatt- frjáls, heldur er gengið lengra og lagt til að y3 slíks fjár sje skatt- frjáls. Þetta er svo alveg rjetti- lega rökstutt með því, hvc þessi atvinnurekstur sje áhættusamur en jafnframt þjóðfjelaginu nauð- synlegur. Hjer er svo sem ekki verið að dylgja um „snikjur“, „skattabelt" o. s. frv. O, sussu nei. Hjer er einu sinni ekki gef- ið í skyn að um valdi sjerstak- lega umhyggja fyrir hlutafjelög- unum, sein þó auðvitað eiga kröfu á vernd jáfnt og önnur fyrirtæki í landinu. Nei, hjer er skýrt og skorinort kveðið svo á, að af þjóðarnauðsyn sje heppi- legt að lögleiða þessa skatta- ivilnun. Hjer er talað af hlut- lausri alvöru. Svona rjettlátur getur Jónas verið þegar liann sleppir sjer. c. Er rjettlátt að hlutafjelögum heimilist að draga 4% af inn- borguðu hlutafje frá skatt- skyldum tekjum? Þetta ætla jeg óþarft að þraut- ræða. Ef menn hafa það hugfast að liJutafjeð er skuld fjelagsins við hluthafa, er hitt augljóst að sjálfsagt er að fjelagið jafnt og hver annar inegi draga vexti af skuld sinni frá skattskyldum tekjum. hæfilega lítill til þess að ys og þys bæjarlífsins fái ekki teygt hug- ánn út og suður og spilt vinnu- friði1). Ef skaplega viðrar er enn sumar og hlýtt i lofli á þessum slóðum í sept. mánuði og gott til útivistar undir laufþökum JiinnÝi breiðri og fögru stræta á vatnsbökkunxun, þar sem full- trúar ríkjanna ganga sjer til hressingar. Loftið er þrungið sterkri angan frá slcógarhlíðum og blómgörðum. Sumarbúin æska rær l'yrir landi í Ijettum, fínlegum eykarkænum, blakkir útiteknir líkamir kasta sjer til sunds og kljúfa kvikuna er skellur undan Icinnungum hvítra gufubáta, sem Jeggja að með fullskipað á þilfari og í lyflingum af glaðværu ferðafólki. Otsýni og mannlíf mynda hjer í sameining hrífandi mynd af heilnæmri síðsumarfegurð. Hún blasir við fulltrúum hins nýja tíma, sem talandi tákn þess, að mannkynið er enn ungt og sterkt og elskar þá jörð, sem það lifir á. Hún eggjar þá á sínu þögula en sldra og sterka máli til þess að halda vörð um þróun og lífs- nautn á jarðriki, hún særir þá til þess að þyrma komandi kyn- slóðum. — Fæst af því er fram lcom í 1) Genf hefur 131 þús. íbúa. Að lokum minni jeg á að um það er deilt, hvor okkar Jónasar það er sem „auglýsir kjánaskap sinn“, jeg sem hefi talið fram- anskýrð lagafyrirmæli sann- gjörn, eða hann sem nú telur þau svo hliðholl hlutafjelögun- um, „að ísland er Gosenland í skattamálum“. Málið liggur nú svo skýrt fyr- ir, að sökudólgnuin verður ekki undankomu auðið. Og jeg er ekki smeykari við málstað minn en það, að jeg fel Jónasi sjálfum að dæma. En af því jeg þekki hlutdrægni dómarans, þá skýt jeg því að honum, að felli hann málið á mig, verður hann jafnframt að .auglýsa kjánaskap* þess Jónasar frá Hriflu er sat á þingunum 1923 ogl925, því eins og jeg hefi sýnt að framan er sá Jónas mjer prýðilega sammála. Þetta er spauglaust Jónas. En svona er að vera óskarpur á gildi þeirra röksemda sem teflt er fram, og þar á ofan málugur, ósannsögull og gleyminn. Ólafur Thors. Sandkorn í metaskál. Tímanlegu málgögnin rausa margt um það, að sveitafólkið muni verða kyrt í sveitunum, ef Framsókn komist til valda með nýjar lánveitingar og lága vexti nýrækt og nýbýlum til handa, og hefir þessi spádömur þeirra lát- ið miklum látum nú fyrir síð- ustu kosningar. Vera má, að frumvörp og tilburðir og tillög- ur Framsóknar kynnu að orka einhverju í þeirn efnum, en ýins dagsönn dæmi benda þó í gagn- stæða átt. Jeg ætla að nefna fá- ein dæmi úr grendinni við mig, sem sýna það, að ungir menn fara frá álitleguin jarðnæðum; uinræðum á heimsþirigi hlaða- manna (um aðferðir til að afla blöðunum frjetta, um blaða- mannaskifti, um ritfrelsi, sjer- skóla fyrir blaðamenn o. s. frv.) á erindi til íslenskra lesenda. Að mínum dómi var þingið merkast fyrir þá sök, að það var haldið í Genf í septem- ber-mánuði, og gaf okkur blaða- mönnum þannig kost á að kynn- ast Þjóðbandalaginu af eigin raun, þó að sú kynning hafi auð- vitað verið skammvinn og ófull- komin. Því miður var höfuðviðburð- ur þjóðaþingsins, inntaka Þýslca- lands í bandalagið, um garð genginn áður en fundur blaða- manna hófst. Þeir Stresemann og Briand hjeldu við það tækifæri heimsmerkar ræður, sem vöktu hina rnestu athygli um víða ver- öld, alstaðar nema á íslandi (þar sem menn eru svo á kafi í inn- lendri pólitík, að þeim finst al- varleg blöð gleyma skyldum sín- um, ef þau flytja útlendar frjett- ir svo nokkru nemi). Sjerstak- lega þótti ræða Briands aðdáun- arverð að snild og guðmóði. Hann bauð Þjóðverja velkomna til samvinnu við liina fornu fjandmenn sína, með fölskva- lausri lilýju og bjargfastri sann- færing á traustleilc þess verks, sein unnið hefði verið í Locarno Tvö blaðamannaþing.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.