Vörður


Vörður - 18.06.1927, Blaðsíða 4

Vörður - 18.06.1927, Blaðsíða 4
4 V Ö R Ð U R Bajersktöl Maltöl, Pilsner. Best — ódýrast. Innlent. ekki að efast um efndirnar. Jeg bjóst við, að geta sýnt alþjóð fram á, til hvers refirn- ir væru skornir með gaura- gangi yðar út af skipaskoðun- inni. Þjer hafið bætt spítala- málinu við, og það gleður mig að dóinstólarnir fjalla um það mál. Ól. Ó. Lárusson. íslendingasögur. Fyrir forgöngu Jóns Ásbjörns- sonar hæstarjettarlögmanns var í vor kallaður saman fundur nokkurra manna hjer í bæ, er áhuga hafa á mentum, til þess að ræða um nýja, vandaða út- gáfu íslendingasagna og annara merkustu fornrita vorra. Fund- armenn voru á einu máli um að nauðsyn bæri til að stofna til slíkrar útgáfu. Þeir Jón Ás- björnsson, Ólafur Lárusson prófessor og Pjetur Halldórs- son bóksali voru kosnir í nefnd til þess að annast framkvæmdir í málinu, en þeir kvöddu til samvinnu við sig Matthías Þórð- arson fornminjavörð og Sigurð Nordal prófessor. Það er nú fastráðið að byrjað verður á þessari nýju útgáfu íslendingasagna og hefir stjórn hennar verið falin Sigurði Nor- dal. Verður byrjað að gefa lit hinar merkustu af sögunum, en ætlast til að síðar fylgi önn- ur ágætisrit fornbókmenta vorra. Allur ytri frágangur út- gáfunnar verður hinn vandað- asti. Hverri sögu eiga að fylgja landabrjef af sögustöðvum og góðar myndir af merkustu sögustöðum, vandaðar efnis- skýringar, vísna- og kvæða- skýringar o. s. frv. Þá munu og smám saman fylgja myndir af fornum húsakynnum, búning- um og vopnum. Yfirleitt verð- ur útgáfan svo úr garði gerð, að hún megi sem best hjálpa nútímalesanda til skilnings á efni hinna einstöku sagna, á lífi, háttuin og menningu for- feðra vorra. Fjárframlaga verður leitað hjá einstaklingum til þess að hrynda fyrirtækinu af stað og kosta útgáfu fyrstu ritanna, en af ágóða þeirra er ætlast til að framhald hennar verði kostað. Hafa allinargir menn hjer í bæ þegar lofað frá 100—500 kr. íramlagi til fyrirtækisins. Vjer teljum sjálfsagt að þeim, sem kunna að vilja styrkja útgáf- una og þar með flýta fyrir henni, beri að snúa sjer til einhvers af nefndarmönnum. Fyrirtæki þetta má vera þjóð vorri fagnaðarefni hið mesta og hafi þeir menn þökk og heið- ur, sem gerst hafa frumhvata- menn þess! „Fornbókmentir íslands eru aðalsbrjef vort meðal þjóða Ev- rópu“, sagði Georg Brandes eitt sinn, þ. e. a. s. þær eru þau skilríki, sem sanna heiminum kyngöfgi norræna stofnsins. Sög- urnar eru dýrasti heilsubrunn- ur islensku þjóðarinnar, mann- gildi hennar og þjóðernistil- finning mun sækja styrk i þær öld eftir öld. Oss er því skylt að eiga þær i veglegri útgáfu, sem sje þannig úr garði gerð að efni þeirra verði sem aðgengilegast, auðskildast og mest heillandi öllum almenn- ingi. Utgáfa sú, er nú er til stofn- að, hlýtur eðlilega að verða kostnaðarsöm — en A'jer viljum skjóta þvi til stjórnenda fyrir- tækisins að sjá svo um að ritin verði samt sem áður seld svo ódýrt, að allur þorri manna geti veitt sjer þá gleði að eignast þau. Virðist sjálfsagt að ríkið hlaupi undir bagga með fyrir- tækinu í þessu skyni. Dönsk heimsókn. 30 danskir verkfræðingar komu hingað í kynnisför um síðustu helgi og dvelja hjer frain í miðja næstu viku. Fara þeir víða um Suðurláglendið og nágrenni Rvík meðan þeir standa við. Verkfræðingafjelag- ið danska hefir gengist fyrir förinni og er formaður þess H. Neergaard með í henni. Jóhannes Larsen, einn af fremstu málurum Dana, er nýkominn hingað til lands og dvelur hjer fram eft- ir suinri. Hefir hann fengið styrk hjá Carlsberg-sjóðnum til þess að ferðast hjer um land og gera pennateikningar af frægustu sögustöðum vorum, en þær eiga siðan að prýða hina fyrirhuguðu vönduðu útgáfu Gyldendals af íslendingasögum. Eins og drepið var á hjer í blaðinu í vetur ritaði Gunnar Gunnarsson hvassyrta árás á þýðingu þá á sögunum, er til þessa hefir verið lesin í Dan- mörku, og benti á nauðsyn þess að þýða sögurnar að nýju á dönsku. Hófst af þessu blaða- rimma mikil, en árangurinn varð sá að Gyldandal ákvað að fá til þess ýmsa af betri rit- höfundum Dana að þýða sög- urnar að nýju og gefa þær síð- an út í fallegri útgáfu. Meðal þeirra er nú hafa verið ráðnir lil að þýða sögurnar eru Jo- hannes V. Jensen, Sophus Clausen, Knud Hjortö, Ludvig Holstein, Thöger Larsen, Tom Kristensen — allir í tölu hinna nafnfrægustu skálda Dana. 17. júní var hátíðlegur haldinn hjer i bæ í gær með svipuðu móti og nú er orðin venja. íþrótta- fjelögin stóðu fyrir hátíðahöld- unum, búðum og bönkum var lokað og allir fánar við hún í bænuni og á höfninni. Guð- mundur Finnbogason flutti við leiði Jóns Sigurðssonar þá hina ágætu ræðu er vjer birtum á öðrum stað í blaðinu í dag. Kl. 3 hófst Afreksmerkjamót í. S. 1. á iþróttavellinum. Áxel Tulinius setti mótið með nokkrum orð- um, en að því loknu flutti kappinn Jóhannes Jósefsson hvatningarræðu um tungu vora og íslensku glímuna, það tvent í arfleifð íslendinga sem hann taldi hafa mest gildi fyrir þjóð- erni vort. Er hann áheyrilega máli farinn og talar snjalla ís- lensku. Að því loknu hófst i- þróttasýning. Kl. liðlega 4 kom hlaupagarpurinn Magnús Guð- brandsson inn á völlinn og hafði stokkið frá Þingvöllum á rúmum fjórum tímum — 50 kilómetra! Var honum fangað vel af áhorfendum. Stórstúkuþingi er nýlokið hjer í bæ. 164 full- trúar sátu þingið. Stórstúkan var flutt til Rvíkur og fóru kosn- ingar svo: Stór-Templar Sigurð- ur Jónsson skólastjóri. Stór- Kanslari Pjetur Zóphóníasson, Stór-Varatemplar Gróa Ander- MJ0LL Mjöll er búin fil úr ágætri íslensltri kúamjólk. Hún er soðin niður með bestu og nyjustu tækjum. Hún er laus við öll óviðkomandi efni og tekur því fram allri erlendri mjólk. — Sfyðjið inn- Iendan iðnað! Kaupið Mjöll! Aðalumboðsmaður: Sig. B. Runólfsson, Reykjavik. son, Stór-Gæslumaður Ungtempl- ara Magnús V. Jóhannesson, Stór-Gæslum. Löggjafarst. Jóh. Ögm. Oddsson, Stór-Fregnritari Jón Brgnjólfsson, Stór-Fræðslu- stjóri Hallgr. Jónsson kennari, Stór-Gjaldkeri Ricliard Torfa- son, Stór-Kapílán sr. Árni Sig- urðsson, Umboðsmaður Há- templars Borgjwr Jósepsson. Einar Hjaltested söngvari söng í Nýja Bíó 10. þ. m., nýkomin frá Ameriku þar sem hann hefir dvalið ár- um saman. Hefir hann mikla rödd og á köflum glæsilega, en undarlega misfagra og ótamda. Meðferð lags og ljóða var og stórgölluð. Áheyrendur voru margir og klöppuðu óspart. Dánarfregnir. Frú Kristrún Sveinsdóttir, móðir Jóns Björnssonar blaðam. og þeirra systkyna, andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri 10. þ. m. Benedikt Magnússon hrepp- stjóri og kaupfjelagsstjóri í Tjaldanesi, Dalasýslu andaðist 11. þ. m. Háskólapróf Lagaprófi hafa nýlega lokið Gissur Bergsteinsson með h eink., 140 st. (þriðja hæsta lagapróf sem tekið hefir ver- ið á háskólanum hjer), Gunn- laugur Briem. með I. eink., 131 ]/3 st., Kristján Iiristjánsson með I. eink. 131% st. og Jóh. Gunnar Ólafsson með II .eink. betri, 112 st. Guðfræðisprófi hafa lokið: Eirikur Brgnjólfsson með I. eink., 120% st., Sig. Z. Gísla- son með II. eink. betri, 79% st., Ól. Ólafsson með II. eink. betri, 75% st. Ný bók: „Hvar eru hinir níu?“ saga frá Krist dögum eftir norskan höfuiul, Erik Aagaard. Árni Jóhannsson bankaritari hefir þýtt hana, en síra Bjarni Jóns- son ritað loflegan formála. — Verð 3 kr. Gifting: Ungfrú Lára Sigurðardóttir og Friðrik Ólafsson skipherra á Þór. Framboðin. í Regkjavík hafa þessir þrir listar Jíomið fram: A-listi, frá jafnaðarmönnum: Hjeðinn Valdimarsson, frkvstj., Sigurjón Ólafsson, form. Sjóm.- fjelagsins, Ágúst Jósefsson, heil- br.fulltrúi, Kristófer Grímsson, búfræðingur. B-listi, frá ihaldsmönnum: Magnús Jónsson, dócent, Jón Ólafsson, frkvstj., Sigurbjörg I Þorláksdóttir, kenslukona, Ste- fán Sveinsson, verkstj. C-listi, frá frjálslyndum mönnum: Jakob Möller, banka- eftirlitsmaður, Páll Steingríms- son, ritstjóri, Baldur Sveinsson, ritstjóri. Borgarf jarðgrsýsla: Pjetur Ottesen (íh.), Björn Þórðarson, dr. juris (ut. fl.). Mýrasgsla: Jóhann Eyjólfs- son (ih.), Bjarni Ásgeirsson, bóndi Reykjum (frams.). Snæfellsness- og Hnappadals- sýsla: Halldór Steinsson (íh.), Styrktarsjóður ekkna og munaðarlausra barna íslenskra lækna. Úr sjóðnum koma kr. 700.00 til úthlutunar á þessu ári. —- Skipidagsskrá sjóðsins mælir svo fyrir, að styrkur, sem veitist ekkju, skuli að jafnaði eigi vera minni en kr. 300.00, en kr. 100.00 handa munaðarlausu barni. — Skriflegar umsóknir um styrk úr sjóðnum sendist formanni sjóðsins, Þórði lækni Tfaor- oddsen, fyrir 15. ágúst næstk., og fást lijá honum eyðublöð undir styrkbeiðnir. Reykjavík, 1. júní 1927. Þórður J. Thoroddsen Þórður Edilonsson p.t. formaður. p.t. ritari. Gunnlaugur Claessen p.t. gjaldlceri. Starf sauðfjárræktarráðunautar Búnaðarfjelags íslands er laust til umsóknar. Byrjunarlaun 3000 kr. á ári, auk dýrtíðaruppbótar, sem er sú sama og annara starfsmanna ríkisins. Launin hækka á þriggja ára fresti um 300, 300 og 400 kr. upp í 4000 kr. Umsóknarfrestur til 1. september n. k. Búnaðarfjelag íslands. Hannes Jónsson, dýral. (frarn- s.), Guðm. Jónsson, fyrv. kaup- fjelagsstj. (jfm.). Dalasýsla: Síra Ásgeir Ás- geirsson (íh.), Sigurður Eggerz (frjálsl.), síra Jón Guðnason (frams.), Þorsteinn Þorsteins- son, sýslum. (ut. fl.). Barðastrandasýsla: Hákon Iíristófersson (íh.), Pjetur A. Ólafsson, lconsúll (ut. fl.), And- rjes Straumland (jfm.), Sig- urður Einarsson (frams.). Vestur-ísaf jarðarsýsla: Böð- var Bjarnason, prestur (íh.), Ásgeir Ásgeirsson (frams.). ísafjörður: Síra Sigurgeir Sigurðsson (ut. fl.), Haraldur Guðmundsson (jfm.). Norður-ísafjarðarsýsla: J. A. Jónsson (íh.), Finnur Jónsson (jfm.). Strandasýsla: Björn Magnús- son (íh.), Tryggvi Þórhallsson (frams.). Vestur-Húnavatnssýsla: Egg- ert Leví, bóndi á Ósum (íh.), Hannes Jónsson, kaupfjelags- stj. á Hvammst. (frams.). Austur-Húnavatnssýsla: Þór- arinn Jónsson (íh.), Guðmund- ur Ólafsson (frams.). Skagafjarðarsýsla: Magnús Guðmundsson og Jón Sigurðs- son (íhald), Brynleyfur Tobí- asson og Sigurður Þórðarson bóndi á Nautabúi (framsókn). Egjaf jarðarsýsla : Sigurjón læknir Jónsson og Steingr. Jónsson sýslum. (íh.), Bern- harð Stefánsson og Einar Árna- son (frams.), Halldór Stefáns- son og Steinþór Guðmundsson (jfin.). Akuregri: Björn Líndal (íh.), Sigurður Hlíðar, dýralæknir (frjálsl.), Erlingur Friðjónsson (jfm.). Suður-Þingcgjarsýsla: Sigur- jón Friðjónsson (ut. f].), Ing- ólfur Bjarnason (frams.). Norður-Þingegjarsýsla: Pjet- ur Zophoníasson (íh.), Benedikt Sveinsson (frams.). Norður-Múlasýsla: Árni Jóns- son frá Múla og Gísli Helgason í Skógargerði (íh.), Halldór Ste- fánsson og Páll Hermannsson (frams.), Jón Jónsson á Hvann- á og Jón Sveinsson bæjarstj. á Akureyri (frjálsl.). Segðisfjörður: Jóhannes Jó- hannesson, bæjarfógeti (íh.), Karl Finnbogason, skólastjóri (ut. fl.). Suður-Múlasýsla: Sigurður Arngrímsson ritstjóri og Þor- steinn Stefánsson (íh.), Sveinn Ólafsson og Ingvar Pálmason (frams.), Arnfinnur Jónsson og Jónas Guðmundsson (jfm.). A ustur-SkaftafellssýsIa: Páll Sveinsson (íh.), Þorleifur Jóns- son (frams.), Sigurður Sigurðs- son frá Kálfafelli (ut. fI.). Claes-prjónavjelar eru vafalaust þær bestu á ís- lenskum markaði. Nú þegar er margra ára reynsla fengin fyrir ágæti þeirra, jafnt lijer á landi sem anriarstaðar. Nauðsynlegt verkfæri á hvert íslenskt sveitaheimili. Eru sjer- lega vel lagaðar fyrir íslenskt band og frágangur allur á þeim hinn vandaðasti. Eru með hinu svokallaða „viðauka“-áhaldi, — sein aðrar vjelar hafa ekki. Fyrirliggjandi með mismun- andi nálafjölda hjá undirrituð- um aðal-umboðsmanni verk- smiðjunnar á Islandi. Vestur-Skaftafellssýsla: Jón Kjartansson (íh.), Lárus Helga- son (frams.}. Rangárvallasýsla: Einar Jóns- son og Skúli Thorarensen (íh.)-; Klemens Jónsson (frams.), Sig- urður Sigurðsson, búnaðarmála- stjóri (frjálsl.), Björgvin Vig- fússon, sýslum. (ut. fl.), Gunn- ar Sigurðsson frá Selalæk (ut. fl.). Árnessýsla: Einar prófessor Arnórsson og Valdimar Bjarna- son í Ölvesholti (íh.), Jörund- ur Brynjólfsson og Magnús Torfason (frams.), sr. Ingimar Jónsson (jfm.), Sigurður Heið- dal (frjálsL). Gullbringu- og Kjósarsýsla: Björn Kristjánsson og Ólafur Thors (íh.), Stefán Jóh. Ste- fánsson og Pjetur G. Guð- mundsson (jafnm.), Björn B. Birnir í Grafarholti og Jónas Björnsson í Gufunesi (frams.). Vestmannaegjar: Jóh. Þ. Jó- sefsson (íh.), Björn Bl. Jónsson (jfm.). Dánarfregnir. 11. þ. m. andaðist í Bolungar- vík Jón Þorvaldsson frá Kross- um, fyrrum bóndi á Hofi í Svarfaðardal. Nýlátinn er Jón Jónsson bóndi í Purkey á Breiðafirði. Prentsmlðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.