Vörður - 28.01.1928, Síða 1
7a*ST
VORÐUR
"Útg^eÍEindi : Miöstiórn íhaldsflokksius.
VI. ár.
Refkjavíh. 28. ]anúar Iö2i.
4. blaö.
Einræöisbröltiö.
Stjórnin tók við völdum á
mesta annatíma landsmanna.
Það var heppilegt fyrir stjórn-
ina en ekki fyrir landsmenn.
Flestir voru þá svo önnum
kafnir, að þeir gáfu sjer ekki
tíma til að líta um öxl sjer og
ihuga, hvað var að gerast. Ef
ekki hefði staðið þannig
á, hefði stjórnarmynduninni
sjálfri ekki verið tekið með
slíku tómlæti, sem raun
varð á Menn hefðu and-
mælt öflugar fyrstu lögbrot-
unum og óhæfuverkunum, sem
eftir hana liggja. Dómsmálaráð-
herrann hefir skoðað þetta tóm-
læti þjóðarinnar sem þegjandi
samþykki á lögleysu athöfnum
sínum og vott þess, að þjóðin
feldi sig við að hann skipaði
tignaráessinn, sem flokkar
hans, Jafnaðarmenn og Fram-
sókn, skutu undir hann.
í mörgum löndum Norðurálf-
unnar er nú fullkomið einræði.
Þar er ekki viðurkend nema
ein skoðun, skoðun valdhaf-
anna. Almenningsálitið er iög-
skipað. Andstæðingarnir eru
sviflir málfrelsi, hneptir í fjötra
eða reknir í útlegð. Þegar slíkt
einræði kemst á, er það vottur
þess, að lýðræðið er ek'ki vax-
ið hlutverki sínu, að eínstak-
lingarnir leggja árar í bát og
hætta að neyta þess rjettar,
sem þeim ber, um íhlutun á
stjórnarfar landsins. Enginn
reynir að brjótast til valda á
þann hátt, nema að hann hafi
Þá trú, að hann geti svift þorra
manna rjettindum sínum mögl-
unarlítiö, að menn láti kúgast.
Einræðisbröltið á þvi æfinlega
rót sína að rekja til ótrúar á
vakandi frelsismeðvitund þjóð-
arinnar. Það er vottur fyrirlitn-
ingar á helgustu rjettindum
einstaklinganna, og því móðgun
hverjum frjálsbornum manni.
Hjer á landi er hverjum heil-
skygnum manni 1 jóst hvert
stefnir. Völdin hafa verið þar
til þing kom saman í höndum
manns, sem ekki fer leynt með
það, að hann virðir að vettugi
lög og fyrirmæli þings og þjóð-
ar, þegar honum bíður svo við
að horfa. Hann hefir valið þá
leið að liefja lagabrotin með
frainkvæmd mála, eða van-
rækslu á framkvæmd mála, þar
sem hann telur sjer visan
stuðning einhvers ákveðins
hluta kjósenda í landinu til
ósvinnunnar, vegna eiginhags-
muna þeirra. Hann þreifar fyx'ir
sjer, gefur einum þetta öðrum
hitt, meðan hann er að sljófga
rjettarmeðvitund þjóðarinnar.
Því þegar þjóðin er kornin inn
á þá braut, að viðurkenna að
lögbrot sjeu rjettlætanleg vegna
nokkurs rnáls, hversu gott sem
þjóðinni kann að virðast það í
raun og veru, þá er ekki langt
að bíða þess, að hún verði að
sætta sig við hvaða lögbrot,
sem valdhafanum í það og það
skiftið kann að þóknast að hafa
í frammi.
Auk lögbrotanna, sem dóms-
málaráðherrann hefir haft í
frammi, má af ýmsu marka
hvert hugurinn stefnir. Tíminn
fer ekki dult með það, að póli-
tískar skoðanir stjórnarsinna
eigi að ráða, þegar valið er í
opinberar stöður. Blaðið segir
raunar, að lífsskoðanir eigi að
ráða, en þegar því er jafn-
framt haldið fram, að stjórn-
málaskoðanirnar sjeu ímynd
lífsskoðananna, verður það eitt
og hið sama.
Og nú er sýnilegt, að blaðið
hefir lullan hug á því að tak-
marka málfrelsi andstæðing-
anna, sem frekast er unt. Allir
vita undan hvers rifjum þessar
kenningar blaðsins eru runnar.
Það eru skoðanir einræðis-
mannsins, fyrsta sporið til
þeirra takmörkunar hugsana-
frelsis og athafna, sem að er
stefnt.
Það er eftirtektarvert, að
helstu harðstjórar Norðurálf-
unnar hafa flestir verið jafn-
aðarmenn. Það er eftirtektar-
vert, að fylgispökustu stuðn-
ingsmenn lögbrotaráðherrans ís-
lenska eru líka jafnaðarmenn.
Þessa rnenn klýgjar ekki við að
bera fram lagafrumvörp
um rýmkun kosningarjettarins,
soniu dagana, sem þeir róa að
.því öllurn árum að brotinn sje
skýlaus vilji kjósenda í laiíd-
inu. Blekkingarnar og rang-
sleitnin eru runnar þeim svo í
blóðið, að blygðunarsemin er
algerlega horfin.
Meðan þetla er skrifað stend-
ur yfir úrslitasennan á Alþingi
um kosningu Jóns Auðuns.
Flokksmenn dómsmálaráðherr-
ans hhfa gert sig seka í full-
kominni lítilsvirðingu á ský-
lausum vilja kjósendanna í
Norðui’-Isafjarðai’sýslu. Mælt er
að ýmsir þeirra hafi gengið
nauðugir að því verki. Vitað er
að jafnaðarmenn vilja traðka
vilja kjósendanna til hlítar. En
búist er við, að Framsóknar-
menn treysli ekki svo á ó-
mensku og þrælslund íslenskra
kjósenda, að þeir sjiii sjer fært
að láta nokkurn flokksmann
leggjn hönd að fullkomnun
einhvers nxesta svívirðingarat-
hæfis, sem til hefir verið stofn-
að á Alþingi Islendinga. Ef
Framsóknarmenn samþykkja
kosningu Jóns Auðuns, er það
gleðilegt ttxkn þess, að harð-
stjórnartilhneiging dómsmála-
ráðherrans hafi orðið að lúta,
er til alvörunar konx — í þessu
máíi.
Fjárlagafrv. stjórnarinnar
fyrir árið 1928.
Gjöldin í 17. gr. (almenn
styrktarstarfsemi) eru óbreytt
að kalla. Á 18. gr. (eftirlaunin)
er 7500 kr. lækkun, stafandi af
lækkun dýrtíðaruppbótar.
Tekjurnar eru áætlaðar alls
9 808 600 kr. en gjöldin tæpum
29 þús. kr. lægri.
Tekjuáætlun er svipuð og í
núgildandi fjárlögum. Á þess-
um liðum er áætlunin lækkuð
frá því sem er:
Tekju- og eignask.
Afengistollur . . . .
Tóbakstollur . . . .
Verðtollur .........
um 150 ])ús. kr.
— 150---------
— 100---------
— 250 ----------
Víneinkasalan .... — 50 — —
Aftur eru nokkrir aðrir lið-
ir hækkaðir dálítið, svo að
tekjurnar eru í heild áætlaðar
urn 640 þús. kr. lægri en í nú-
giklandi fjárlögum.
Gjaldamegin er lækkun á 7.
gr. (vextir og afborganir lána)
um 68 þús. kr. Áætlunin um
alþingiskostnað er lækkaður úr
219 niður í 204 þús. kr., og
er hætt við að sú lækkun svíki.
Til ríkisstjórnaiinnar, þar á
meðal sendiherra í Khöfn og
skrifstofu hans, er áætlað að
heita má alveg sama upphæð
og nú. Til dómgæslu og lög-
reglustjórnar er áætlað 50 þús.
kr. lægra en nú, og þar af stafa
15 þús. kr. af lækkun dýrtíð-
aruppbótar, en 35 þús. af Jækk-
aðri áætlun um útgjöld til land-
helgisgæslu. Eftir að vita hvort
hún heldur. Ekkert er áætlað
til að launa lögreglumönnum
þeim, sem stjórnin hefir sent
xit. Skrifstofukostnaður sýslu-
manna og bæjarfógeta er lækk-
aður um eitt þús. kr.
Útgjöldin í 12. gr., til lækna-
skipunar og heilbrigðismála, eru
í heild lækkuð úr 876 niður í
611 þús. kr. Kemur sii lækkun
nær öll fram á hinum verklegu
framkvæmdum samkv.' þessari
grein (byggingum sjúkrahúsa
og sjúkraskýla), því að til
þeiria eru ætlaðar einungis
100 þús. kr., en 333 þús. kr.
í núgildandi fjárlöguin. Til
byggingar Landsspítala eru
þessar 100 þús. kr. ætlaðar,
„samkvæmt samningi milli rík-
isstjórnarinnar og stjórnar
landsspítalasjóðs íslands“, segir
í frv., en eftir þeim samningi
má framlag ríkissjóðs 1929
ekki vera minna en 200 þús.
kr., og þarf líldega að vera
meira til þess að spítalinn verði
fullgjörður 1930, svo sem skylt
er eftir samningnum. Er’ því
annaðhvort stórkostleg villa
hjer í frv., eða stjórnin ætlar
að taka lán til spítalabygging-
arinnar. Styrkur til að reisa
sjúkraskýli og læknisbústaði er
alveg feldur niður. Ekki er
neitt fje ætlað til starfrækslu
á hinni nýju viðbót við geð-
veikrahælið á Kleppi, sein á að
rúma fleiri sjúklinga en gamli
spítalinn allur, og á að verða
fullgjör á yfirstandandi ári. Er
þetta auðsæ vöntun í frv.
I 13. gr. er til póstmála ætl-
að 10 þús. kr. meira en nú. En
útgjöldin til vegamála eru
lækkuð um 72 þús. kr. (til brú-
argerðar lækkun 90 þús. kr„ til
sýsluvega 5 þús. kr„ en viðhald
þjóðvega hækkar um 25 þús.
kr.). Framlag til nýrra síma-
lagninga er lækkað um 110 þús.
kr. (úr 260 niður í 150), en
önnur útgjöld hækkuð dálítið,
svo að símaáætlunin í heild
lækkar einungis um 82 þús. kr.
í áætluninni um vitamálin eru
fjárframlög til þess að reisa
nýja vita alveg feld niður. Sá
liður nemur í núg. fjl. 84 þús.
kr„ en hækkanir eru á öðrum
liðum, svo að lækkun vitamála-
fjárins nemur einungis 19
þús. kr.
í 14. gr. er til andlegu stjett-
arinnar áætlað að heita má al-
veg eins og í núg. fjl. Til
kenslumála eru áætlaðar 1 milj.
72 þús„ og er aðeins 7 þús. kr.
lægra^ en í núg. fjl. Helst má
það vekja eftirtelct, að samkv.
frv. er Gagnfræðaskólinn á Ak-
ureyri ennþá óbreyttur, að öðru
en því, að styrkur „til fram-
haldsnáms fyrir nemendur, sem
lokið1 hafa gagnfræðaprófi“ er
hækkaður úr 4500 upp í 10
þús. kr.
Gjöld samkv. 15. gr. til vís-
inda, bókmenta og lista, lækka
um tæpar 14 þús. kr„ úr 198
niður í 184, og stafar lækkunin
af burtfellingu ýmsra náms- og
utanfararstyrkj'a til einstakra
manna, sem þingið setti inn í
núg. fjl„ og má ætla að eitt-
hvað slíkt komi inn í frv. einnig
á þessu þingi, ef að vanda
lætur.
I 16. gr. er feld niður fjár-
veitingin til framhalds land-
mælinga, 40 þús. kr„ og fram-
lög til beinna verklegra fram-
kvæmda, aðallega hafnarbóta og
lendinga, lækkuð úr 68 þús.
kr. niður í 15 þús. kr. Fram-
lag til Bf. ísl. er hækkað úr
200 þús. kr. upp i 230 þús. kr„
og til Fiskifjelagsins úr 65 þús.
upp í 70 þús. kr. Á liðnum til
dýralækna stendur „laun handa
4 dýralæknum 10.000 kr.“, en
í núgildandi fjárl. eru laun
þeirra 18995 kr. Er frv. í þessu
efni hvorki í samræmi við gild-
andi lög nje við frv. stjórnar-
innar um fækkun dýralæltna.
Alls nemur lækkunin á grein-
inni ekki nema rúmum 25 þús.
kr„ eða ekki þriðjungi þess,
sem dregið er af verklegu
framkvæmdunum (sem er alls
93 þús. kr.).
Nýmæli til framfara munu
torfundin í þessu frv. Heildar-
svip fær frv. fyrst og fremst af
stórkostlegum niðiirskurði verk-
legrn framkvæmdn. Samanburð-
ur á þeim fjárveitingum samkv.
frv. við núgildandi fjárl. lítur
þannig út:
Frv. Fjl. 1928
þús. kr. þús. kr.
12. gr. Sjúkrahús m. m. Í00 333
13. gr. Vegir og brýr . . 415 517
Nýir simar .... 150 260
Nýir vitar .... „ 84
14. gr. Prestsetur .. 20 24
Skólar ............. 85 81
16. gr. Ýmsar framkv... 155 248
Samtals 925 1547
Af einni miljón fimm hundr-
uð fjörutiu og sjö þús. kr. til
verklegra framkvæmda núgild-
andi fjárl. eru 622 þús. kr. eða
fullir %' feldur burtu. Af öll-
um útgjöldum samkv. núgild-
andi fjárl. fara rjett við 15%
til verklegra framkvæmda, ann-
ara en viðhalds. Frumvarp
stjórnarinnar ætlar tæplega
9%% gjaldanna til verklegra
framkvæmda, og er þá skamt
til kyrstöðu.
J. Þ.
Meinleg örlög.
Hjer í blaðinu birtist yfirlit
yfir frumvörp stjórnarinnar.
Menn munu sjá að Iítið bólar
þar á sparnaðarviðleitni þeirri,
sem kjósendum hafði verið
heitið. Kjósendur „bændaflokks-
ins“ hafa þráð sparnaðinn
öðru fremur, og fullyrða má,
að ekkert hafi aflað Framsókn-
arflokknum einlægara fylgis í
sveitum landsins, en fyrirheitin
um sparnaðinn.
Nú flytur stjórnin fjölda
frumvarpa, svo sem um sund-
höll í Reykjavík, byggingar fyr-
ir opinberar skrifstofur, ríkis-
rekstur víðvarps, gagnfræða-
skóla i Reykjavík, betrunarhús
og letigarð o. s. frv„ alt mál
sem vitanlega auka útgjalda-
byrði ríkissjóðs svo hundruð-
um þúsunda króna skiftir. Og
til þess að halda nú öllu í jafn-
vægi hefir stjórninni aðeins
hugkvæmst eitt ráð til sparn-
aðar, að þvi er séð verður þeg-
ar þetta er ritað. Það er fækk-
un dýralækna.
Samkvæmt lögum um dýra-
lækna frá 1915, eiga að vera 4
dýralæknar á landinu. einn í
hverjum fjórðungi. Engum hef-
ir til hugar komið, að þeim
mundi verða fækkað, og lítið
eða ekki á það minst í sparn-
aðarumræðum undanfarinna