Vörður - 24.03.1928, Blaðsíða 2
2
V Ö R Ð U R
Gekk svo fram á stríðsárin.
En 1917 náðu Sjálfstjórnar-
menn 11 þingsætum á Lögþingi
og varð þá J. Patursson Lands-
þingsmaður. En á Fólksþinginu
sat sambandsmaðurinn A. Sam-
úelsen. Reyndi hann að sýna
Dönum fram á, að þrátt fyrir
meiri hluta Sjálfstjórnarmanna
á Lögþingi væri Sambandsmenn
fltýri í Færeyjum og bæri að
fara eftir þeirra skoðun. Fekk
því Patursson engu áorkað.
Reyndi hann að fá stjórnina til
að leggja fram frumvörp, er
Lögþingið hafði samþykt, en
hún neitaði. Lagði hann þau
þá sjálfur fram, en þau voru
svæfð i nefnd. Þetta voru frum-
vörp um að færeyska yrði
skólamál, um aukið vald Lög-
þingsins, um hvalveiðar (um
veiði smærri hvala máttu þeir
sjálfir setja lög„ en stórhvel-
unuin urðu Danir að ráða), um
skattamál og um stofnun stýri-
mannaskóla.
Á stríðstímunum teptust all-
ar samgöngur við Danmörku
og urðu Færeyingar þá að snúa
sjer til íslands, er þá sótti vör-
ur til Ameriku, og gátu þeir
þannig fengið vörur með því
að sækja þær lil Reykjavíkur.
En sá var hængurinn á, að
Englendingar tóku öll skip, er
komu út fyrir landhelgi og
fluttu til Orkneyja til skoðun-
ar. Gat þetta valdið miklum töf-
um. Sneri Lögþingið sjer þá til
amtmannsins í Færeyjum,
Rytters, og bað hann um að fá
hjá ensku stjórninni frjálst
siglingaleyfi til íslands. Því
neitaði hann og samdi Lögþing-
ið þá sjálft við ensku stjórn-
ina um siglingaleyfið íyrir
milligöngu danska sendiherr-
ans í London. — Varð út af
þessu mikill úlfaþytur i danska
þinginu eftir að stríðinu var
lokið og var skipuð 11 manna
nefnd til þess að rannsaka
málið. Sat sú nefnd heilt ár á
rökstólum og vildi stefna fyrir
sig ýmsum mönnum í Færeyj-
uin, er við málið höfðu verið
riðnir. En þeir svöruðu að
„engar utanstefnur víldu þeir
hafa“ og gætu menn komið til
Færeyja, ef þeir vildi eitthvað
við sig tala. Árangurinn af
starfi nefndarinnar var sá, að
J. Patursson væri „næstum því“
landráðamaður, og hinir flokks-
menn hans dálítið skárri, er
þeir hefðu ekki snúið sjer til
Dana, sem þeim var neitað um
af danska amlmanninum, og
verslað við aðra en Dani, sem
var óhjákvæmilegt og bjargað
sjer þannig frá hungri eða
neyð.
Snemma á árinu 1923 skrif-
aði Norðmaður nokkur grein í
norskt blað, þar sem hann með
svörtum litum málaði harð-
stjórn Dana i Færeyjum og
kvað Færeyinga helst mundu
vilja ganga undir yfirráð Nor-
egs, enda væri þeir norsk þjóð.
Skrifaði þá Oliver Effersöe
grein á móti í dönsk blöð og
kvað Færeyinga vera af dönsk-
um uppruna og væri þeir í alla
staði ánægðir með danska
stjórn. Tóku þá norsk blöð aft-
ur upp „leiðrjettingu" Effersöe.
Svo vildi þá til, að Patursson
var staddur í Noregi um þess-
ar mundir í fyrirlestrarferð.
Mótmælti hann þá í blaðagrein
staðhæfinguin Effersöe’s um
danska upprunann og skýrði
nokkuð frá stjórn Dana i Fær-
eyjuin. Þetta var hið svokallaðá
Noregsmál og reyndi Effersöe
að nota það til að fá fylgis-
menn J. Paturssonar á Lög-
þinginu til að segja skilið við
hann og setti það síðan injög
á oddinn við kjósendur 1924,
en l'lokkur Paturssonar hafði
þessa viðleitni Effersöe að engu.
Þá var það er Lögþing stóð
1924, að Moltke utanríkisráð-
herra Dana stýrði til Færeyja
á herskipi einu mildu með
fríðu föruneyti og með tvo
kafbáta í förinni. Riðu þá af
skot mikil, svo undir söng í
fjöllunum. Steig síðan Moltke
á land og gekk til Lögþingsins.
Las hann þar fyrir mönnurn
boðskap er ekki einungis kæmi
frá dönsku stjórninni, heldur
stæðu þar allir flokkar og öll
danska þjóðina á bak við. Var
boðskapurinn sá, að dönsk
grundvallarlög skyldu gilda fyr-
ir Færeyinga, og dönsk tunga
vera mál þeirra. Færeyjar væri
einungis amt úr Danmörku,
Færeyjaamt.
Þessu svöruðu Sjálfstæðis-
inenn í Færeyjum því einu.^að
þeir bættu við stefnuskrá sína:
í Færeyjum skulu Færeyingar
ráða. — Bar siðan ei til tíðinda
fyr en á árinu 1926. Mál JFær-
eyja höfðu til þess tíma ÓIl
heyrt undir sama ráðuneytið
(Justitsministerium) en nú
barst Færeyingum sá boðskap-
ur, að málum þeirra slcildi
skift niður á allar dönsku
stjórnardeildirnar, 11 að tölu.
Þessu mótmæltu þó báðir flokk-
arnir þegar í stað, en við svo
búið situr enn.
Ástandið er þá þannig í Fær-
eyjuin nú, að í Real-skólanum
eru 6 timar í dönsku á viku,
1 i færeysku, sem þó er ekki
skyldunámsgrein, því að í þess-
um eina tíma mega þeir læra
sænsku, ef þeir kjósa heldur.
í barnaskólum er danskan
kenslumál.
I kirkju geta prestar fengið
leyfi til að prjedika á færeysku,
en aðrar kirkjulegar athafnir
skulu fara fram á dönsku og
danska sálma skal syngja.
Stýrimannaslcóla hafa þeir nú
loks fengið leyfi til að hafa, en
skólastjórinn skal vera danskur
og kent skal á dönsku.
Til búnaðarlána i Færeyjum
fengu Færeyingar frá stjórninni
500 krónur og er það þótti
nokkuð lítið fengu þeir 150 kr.
í viðbót til rekstrarkostnaðar.
Til slcipasmíða hafa Færey-
ingar getað fengið lán frá Dan-
mörku, og fóru því fram á, að
úr fje því er þeir gæti fengið
þaðan væri myndaður sjerstak-
ur sjóður, er þeir legðu í 50
þúsund krónur, og hefði þeir
sjálfir yfirráð yfir sjóðnum.
Við slíkt var ekki komandi, en
landbúnaðarráðherra Dana á að
segja fyrir um gerð skipanna
og þau skulu bygð í Danmörku.
Varðskip hafa Danir við Fær-
eyjar, en svo þykir strandgæsla
þess, að Færeyingar munu helst
hugsa sjer að reyna að gjöra út
sjálfir skip til strandvarna.
Énda þótt ekki verði borið
á móti því, að ýms vandkvæði
sje á stjórn Dana á Færeyjum,
kveðst Joannes Patursson ekki
efast um, að ef Færeyingar eru
sjálfir á einu máli um að rjetta
við hag sinn, þá muni Danir
verða þeim góðviljaðir og ekki
láta sitt eftir liggja, enda sje
það von sín að hægt sje að ráða
málunum til lykta á friðsemd^-
ar- og velvildar-grundvelli.
ir vænta menn þess, að hann
hugleiÓi hvort starfsbróðir hans
í fjármálaráðuneytinu sje við-
eigandi stafnbúi í fjármálum
þjóðarinnar, eftir þessi afrek
sín.
Umvandanir Tímans.
rjettmæt. Yfirleitt er það svo,
að hjer í blaðinu munu and-
stæðingar fá að njóta sannmæl-
is. Eina ráðið til þess, að lýs-
ingarnar á þessu átrúnaðar-
goði Tíma-ritstjórans, verði á
annan veg er það, að dóms-
málaráðherrann sjái að sjer og
bæti ráð sitt.
Annars er rétt að það komi
fram, að þrátt fyrir þessi harð-
yrði um dómsmálaráðherrann,
fer mjög fjarri þvi, að hér í
blaðinu hafi þessi maður ver-
ið víttur um skör fram. Það er
þvert á móti svo, að alvarleg-
ustu ávirðingar hans hafa ekki
•verið gerðar hér að umtals-
efni. Skal það fúslega játað, að
þögnin um þessi mál stafar
ekki af neinni hlífð við ráð-
herrann, heldur af því, að ef
ýms óvegin ununæli hans væru
höfð eftir opinberlega, gæti
það haft hinar alvarlegustu af-
leiðingar fyrir sjálfstæði þjóð-
arinnar. Dómsmálaráðherrann
situr í þeirri stöðu, að erlendar
þjóðir geta ekki látið ummæli
hans eins og vind um eyrun
þjóta, hvað sem okkur líður
hér heima fyrir. Verður að
gera þá kröfu til flokksmanna
ráðherrans, að þeir hlutist til
um að hann sýni framvegis
meiri gætni en verið hefir, i
þeim málum, sem að erlend-
um þjóðum vita.
Siðleysi kunnings-
skaparins.
Fyrir skömmu síðan birtist
grein hjer í blaðinu með þess-
ari fyrirsögn þar sem ofurlítið
var vikið að ræðukafla einum,
sem dómsmálaráðherrann hafði
flutt á eldhúsdegi. Nefndi dóms-
málaráðherrann sem dæmi þess
er hann kallaði „siðleysi kunn-
ingsskaparins" það, að ná-
komnir venslamenn manns eins,
sem bendlaður hafði verið við
fjárpretti höfðu beðið mann-
inn undan ákæru og verið fús-
ir til að færa f járhagslegar
fórnir í því skyni. Eitthvað hafa
ummæli þessi komið illa við
kaun ráðherrans, þvi að hann
fer sjálfur á stúfana í síðasta
Tímanum og þykist ætla að
hrekja ummælin með tilvitnum
í danskan lögfræðing, sem ný-
lega hefir átalið vægð þá, sem
dönslc stjórnarvöld sýndu ýms'-
um afbrotamönnum. Én það vill
svo illa til að þessi danski lög-
fræðingur knjesetur fyrst og
fremst dómsmálaráðherrann.
Farast honum svo orð m. a.:
„Síst þarf að undra þótt ætt-
ingjar og vinir leitist við að
hjálpa afbrotamanni, sem
tengdur er böndum frændsemi
og kunningsskapar“.
En það var einmitt þetta, sem
dómsmálaráðherrann var að
býsnast yfir og átelja. Það sem
danska lögfræðningnum þykir
eðlilegt og sjálfsagt, þykir ís-
lenska dóinsmálaráðherranum
vítaveit siðleysi. Danski lög-
fræðingurinn staðfestir því al-
gerlega skoðun „Varðar" í
þessu máli.
Ráðherrann telur að „vina-
hói>ur Árna frá Múla“ hafi
viljað láta breiða yfir þetta
mál. En sannleikurinn er sá, að
sú manneskja, sem einna mest
mun liafa rætt við ráðherrann
um þetta mál var ekki mál-
kunnug Árna frá Múla, fyr en
eftir að umrædd grein kom út
hjer í blaðinu.
í þessu sambandi er rjett að
leiðrjetta þá missögn, sem var
hjer í blaðinu, að gengið hafi
verið að tilboði ættingjanna um
fjárframlag og manninum hafi
Tvær sjóðþurðir.
Dómsmálaráðherranum hef-
ur orðið tíðrætt um sjóðþurð-
armál Brunabótafélagsins í
Tímanum. Hefur alt sem hann
hefur um það ritað verið sam-
boðið sannleikksást og góð-
girni þess heiðursmanns. Fyrir
nokkrum vikum kvaðst Magn-
ús Guðmundsson fús til að
upplýsa gang þess máls, ef til-
efni gæfist. Síðan hefir dóms-
máiaráðherrann ekki á það
minst — undir nafni. En í
Tímanum birtist nýlega klausa
undirskrifuð af A, þar sem les-
endur eru fræddir á því enn á
ný, að ritstjóri þessa blaðs,
hafi sem forstjóri Brunabóta-
fjelagsins „látið“ 30 þús. krón-
ur af landsfje tapast á tveim-
ur árum. Orðalagið sver sig
svo í ættina, að tæplega verður
vilst á faðerninu.
Dómsmálaráðherrann hefur
haldið þessu fram, sem full-
sönnuðu máli hvað eftir ann-
að, svo að almenningur hlýt-
ur að gera ráð fyrir að hann
hafi alveg órækar sannanir
fyrir þessari fullyrðingu. Það
gæti þó ekki sakað, að dóms-
málaráðherran ljeti uppi skýrt
og skorinort á hverju hann
byggir þessa fullyrðingu sína.
Dómsmálaráðherranum þykir
það illa viðeigandi að slíkur
maður, skuli gerast leiðtogi
fhaldsmanna í fjármálum og
landsmálum yfirleitt.
Ritstjóri „Varðar“ getur tek-
ið undir með forsætisráðherr-
anum: Jeg er ekki fjármála-
ráðherra. Fjármálaráðherrann
er leiðtogi allra Iandsmanna í
fjárinálum. Dómsmálaráðherr-
ann gerir tæplega minni kröfu
til hans en ritstjóra andstæð-
ingablaðs, sem hann virðir ekki
meira en það, að hann fær sig
aldrei til að nefna það réttu
nafni.
Menn vita að fjármálaráð-
herrann er mesti heiðursmaður,
en þó hefir hann hent það, að
hann hefir „látið“ verða undir
stjórn sinni á Landsversluninni
sjóðþurð hjá einum af útbú-
stjórum Landsverslunarinnar.
Og sú sjóðþurð var ekki 30 þús.
heldur þrisvar þrjátíu þúsund
og vel það. En sá var munur-
inn á fjármálaráðherranum nú-
verandi og forstjóra Bruna-
bótafjelagsins, að fjármálaráð-
herrann tók á sig að semja um
sjóðþurðina við hlutaðeigandi
útbústjóra og lét hann fara ér-
fram með allar fjárreiður út-
búsins, eins og ekkert hefði í-
skorist, en forstjóri Brunabóta-
fjelagsins skaut málinu til að-
gerða landstjórnarinnar, og fól
starf hlutaðeigandi starfsmanns
þegar öðrum manni, er uppvíst
varð um sjóðþurðina.
Næst þegar dómsmálaráð-
herrann skrifar um sjóðþurð-
Hjer í blaðinu var því nýlega
beint að forsætisráðherianum,
að hann hefði skrifað undir
dulnefni svæsna árásargrein á
fyrverandi flokksbróður föður
síns, gamlan mann, sem legið
hefir rúmfastur undanfarið ár,
ekkert skift sjer af islenskum
stjórnmálum síðasta hálfa
mannsaldurinn, og engan kost
ætti þess að verja sig, fyrir á-
rásum, einmana í fjarlægu
lahdi. í grein þessari var meðal
annars komist svo að orði:
„Mikil raun er að slíkur maður
skuli hafa fæðst á íslandi".
Mönnum fánst allur ritháttur
og andi þessarar greinar með
þeim hætti, að menn áttu bágt
með að fella sig við þá hugsun,
að forsætisráðherrann væri höf-
undur hennar. Forsætisráðherr-
ann hafði ærna ástæðu til þess
að bera af sjer þetta ámæli.
Hann hefir haft tækifæri til
þess, því nokkur blöð hafa ltom-
ið út af Tímanum síðan áskor-
unin birtist hjer i blaðinu til
hans um að bera af sjer á-
mælið, ef hann væri hafður
fyrir rangri sök. Hann hefir
ekki gert það. Ef ályktað er á
þá leið sem dómsmálaráðherr-
ann er vanur að gera, mundi
því slegið föstu, að forsætisráð-
herrann hefði orðið að sam-
þykkja áburðinn með þögninni.
Mönnum hefði síður komið
það á óvart, þótt undirmaður
forsætisráðherrans, dómsmála-
ráðherrann yrði bendlaður við
slíka ritsmíð en að sjálfur for-
sætisráðherrann skyldi gera sig
sekan í slíkri óhadlu. Það er
sem sjer alþjóð vitanlegt um
dómsmálaráðherrann, að hon-
um er annajð tamara en prúð-
menska í orðfæri, hvort heldur
sem er í ræðu eða riti. Og þó
er oflast andinn á bak við orð-
in snögt um óprúðari en orðin
sjálf. Það er eins og „orðin
vanti í málið“ til þess að
allar hugrenningarnar fái þar
búning við hæfi. „Tíminn“
hefir tekið að sjer það
hlutverk að verja gerðir þess-
ara tveggja nefndu ráðherra og
framkomu. Ritstjóri Tímans
vandar mjög um við andstæð-
inga sína fyrir óprúðan rit-
hátt. En nær stæði honum að
gera fyrst hreint fyrir sínum
eigin dyrum og húsbænda
sinna.
Hann ber sig aumlega yfir
því að dómsmálaráðh. var ný-
lega kallaður hjer í blaðinu
„valdagráðugur snápur“ og
„endemi“. Honum er líklega
ekki kunnugt um það, að sami
virðulegi ráðherra kallaði and-
stæðing sinn í sömu ræðunni
heimskingja, götustrák, skræl-
ingja og negra!
Ritstjóri „Varðar“ 'finnur
enga hvöt hjá sjer að afsaka
þessi ummæli um dómsmála-
ráðherrann. — Þau voru undir-
bygð með rölcum og fyllilega