Vörður - 24.03.1928, Qupperneq 3
V Ö R Ð U R
3
|iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!i!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimiiiiiii!ii!iiii!iiiiiiiimmiiiig
| Veðdeildarbrjef. |
= ^itiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin i ii i iiiiiiiiiiiiiiiii iiiiitmft =
Bankavaxtabrjef (veðdeildarbrjef) 7. |
flokks veðdeildar Landsbankans fást §
keypt í Landsbankanum og útbúum 1
| hans. |
| Vextir af bankavaxtabrjefum þessa |
| flokks eru 5°/o, er greiðast í tvennu
| lagi, 2. janúar og 1. júlí ár hvert. |
Söluverð brjefanna er 89 krónur
fyrir 100 króna brjef að nafnverði. |
Brjefin hljóða á 100 kr., 500 kr.,
1000 kr. og 5000 kr. |
| Landsbanki ÍSLANDS. |
= =
iiiiiiiiiiiimiimiiiiiiimiiiiiiiiiimiimiiimiiiimiiiiiiiiiiiiimtimiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmiimmiiiiiimmiimif
þess vegna verið slept lausum.
Sannleikurinn er sá, að enska
lögreglan taldi hann ekki hafa
unnið svo til salta að rjettlæt-
anlegt væri að hepta för hans.
En þessi missögn er komin frá
dómsmálaráðherranum sjálfum,
því rjett var farið með orð
hans hjer í blaðinu, að dómi
manna, sem á hann heyrðu.
Engin ástæða er þó til að ætla
að dómsmálaráðherrann hafi
vísvitandi fárið rangt með að
þessu sinni. Hann var þá í svo
úfnu skapi, að jafnvel sann-
orðum manni hefði getað orðið
missögn á, ef hann hefði verið
búipn að missa þannig taum-
hald á skapsmunum sínum.
Dánarminning.
14. mars síðastl. ljest Arn-
ljótur Kristjánsson sjúkrahús-
i'áðsmaður á Sauðárkróki. Var
hann maður liðugt fertugur að
aldri og lætur eftir sig lconu og
tvö börn.
Oft er hljótt um fráfall þeirra
manna, sem unnið hafa starf
s>tt í Ryrþey og ljpð gefið sig
að opinberum málum. En þó er
það svo, að oft er það sæti er
þeir skipuðu vandfylt og frá-
fall þeirra skilur eftir auðn og
niikinn söknuð í hugum þeirra
sem mest hafa umgengist þá.
■árnljótur Ivristjánsson var einn
slikur maður. Hann var ó-
vanalega hugþekkur maður,
^tiýr i viðkynningu, vakti sam-
hð og traust þeirra, er hann
Umgekst, enda var hann sjer-
1ega vel gefinn og fáeætlega
góður drengur.
^■rr*ijótur hafði barist við
beilsuleysi frá því hann var
barn að aldri og sjaldan verið
vel beilþrjggur) hafði oít legið
iangar legUr á sjúkrahúsum.
Þratt fyrir auan þann kostnað,
sem heilsuieySi balcaði honum,
var efnaleg afkoma hans all-
góð. Hann var sparsamur og
fór vel með fje sitt, og sýndi
jafnan að honunr var sýnt um
að fara með fje.
Síðustu árin var hann ráðs-
maður við sjúkrahúsið á Sauð-
árkróki. Fór honum sá starfi
einltar vel úr hendi. Hann hafði
verið svo oft sjúklingur sjálf-
ur, og vissi vel hvað þeim kom
best. Hann umgekst sjúkling-
ana á sjúkrahúsinu mikið og
hresti þá og hughreysti með
sínu glaða viðmóti og innilegu
samúð, og var þá bæði skemti-
legur og oft smáglettinn. Hjer-
aðslæknar, sem sjúkrahús hafa,
verða vanalega af æfa einhverja
menn sjer til aðstoðar við upp-
skurði og mega þá þykjast
góðu bættir ef þeir ná i fólk til
þess, sem er skilningsgott og
handlagið. Arnljótur aðstoðaði
mig við slcurði flest árin eftir
að hann varð ráðsmaður
sjúkrahússins, og sýndi í því
jafnán sjerlega góðan skilning,
rósemi og handlægni, þó hann
vantaði alla undirbúningsment-
un til þess. Reikningshald fór
honum svo vel úr hendi og
snyrtilega, að margir sem sjer-
mentunar hafa notið í því,
munu ekki -hafa tekið honum
fram í því.
Jeg býst við að þeir sjeu nokk-
uð margir, sem salcna Arnljóts
Kristjánssonar. — Sjúlcrahúsið
hefur beðið hnekki í fráfalli
þess manns. Þeir eru orðnir
nokkuð margir sjúklingarnir,
sem legið hafa á sjúkrahúsinu
á Sauðárkróki siðustu 7 árin
og undantekningarlaust höfðu
þeir allir sjerlega miklar mætur
á honum. Þori jeg að fullyrða,
að hann hafi verið einhver hinn
allra vinsælasti maður í Skaga-
firði. *
Mín ummæli um Arnljót heit-
inn eru þau, að hann hefi verið
einhver hinn allra mætasti mað-
ur og besti drengur, sem jeg
hefi átt kost á að kynnast. Tel
jeg injer það lán að hafa
kynst honum. Geymi jeg í huga
mínum Ijúfar og hlýjar endur-
minningar um hann.
Er mikill harmur kveðinn að
konu hans, sem sjer á bak á-
gætum eiginmanni.
Jónas Kristjánsson.
Innlendar frjettir.
Slysfarir á sjó.
Hina síðustu viku hafa orðið
óvenjulega mörg slys á sjó hjer
við land.
Á laugardaginn var fórst bát-
ur úr Vogum með 6 mönnum
á. Höfðu 3 bátar róið árla
morguns. En skömmu síðar
hvesti skyndilega og gerði byl.
Tveir bátarnir sneru við og
náðu landi. En þriðji bátur-
inn hafði náð í net sín og taf-
ist við þau, og því lent í versta
óveðrinu. Báturinn var róðrar-
bátur með hjálparvjel. Menn-
irnir sem fórust voru:
Bjarni Guðmundsson frá
Bræðraparti í Vogum, formað-
ur, 28 ára gamall, kvæntur fyr-
ir hálfum mánuði,
Kristján Finnsson frá Hábæ
í Vogum, ókvæntur, 37 ára.
Áttu þeir Bjarni bátinn i fje-
lagi.
Ingimundur Ingimundarson
frá Reykjavöllum í Biskups-
tungum, 38 ára. Lætur eftir sig
ekkju og fimm börn, hið elsta
á 7. árinu, í mikilli fátækt.
Einar Gíslason frá Torfa-
stöðum í Grafningi, 17 ára
gamall, elstur af 10 systkynum,
og aðalfyrirvinna foreldra
sinna.
Ólafur Gíslason frá Kiða-
felli í Kjós, ókvæntur, 24 ára.
Sigurður Guðmundsson frá
Eyjarhólum i Mýrdal, 23 ára,
ókvæntur.
Ekki vita menn með hverj-
um hætti slysið hefir borið að
höndum, en geta þess helst til
að báturinn hafi fest á dufli.
Eftir helgina varð færeysk
skúta, „Katrín“ frá Þórshöfn,
fyrir árekstri af enskum togara.
Sökk skútan þegar en skips-
menn björguðust upp á togar-
ann.
Á þriðjudagsnóttina strand-
aði enslcur togari Max Pember-
ton frá Hull, á Kílsnesi á Mel-
rakkasljettu. Mannbjörg varð.
Enn barst sú fregn hingað á
fimtudaginn, að Jón Hansson
skipstjóra á enska togaranum
„Lord Devonport“ hefði tekið
út af skipinu og druknað. Jón
Hansson mun hafa verið ættað-
ur hjeðan úr bænum, en hafði
verið búsettur í Englandi og
skipstjóri á enskum togurum
árum saman, miðaldra maður
og dugnaðarmaður mesti.
.
Loks kom færeysk skúta
„Akorn“ frá Klakksvík hingað
til bæjarins á fimtudagskvöld
ineð lík 6 skipverja og 3 menn
særða.
Hafði skipið verið austur á
Selvogsgrunni á þriðjudaginn.
Kom þá alt í einu sjór mikill
yfir skipið, svo að það hentist
á hliðina og munaði litlu að
það færist með öllu. Rann sjór
ofan í hásetaklefann, en 9 há-
setar voru þar niðri. Karbid-
dúnkur stóð á hyllu í háseta-
klefanum, en við áfallið, sem
skipið varð fyrir fjell dunkur-
inn niður og sprakk. Komst þá
sjór í karbidinn og myndaðist
við það gasloft. 1 klefanum log-
aði ljós á lampa og varð klef-
inn nú i einu vetfangi eitt ljós-
haf af sprengingunni. Af háset-
unum, 9, sem í klefanum voru,
dó einn þegar. Hinir 8 komust
upp ur klefanum allir meira og
minna brendir. Dóu tveir þeirra
mJÖ8 bráðlega, en 3 önduðust
á leiðinni hingað. Þrír komust
hingað með lífi, og voru flutt-
ir á sjúkrahús. Eru þeir allir
hættulega brendir, en þó ekki
svo, að vonlaust sje um að
þeim verði lífs auðið.
Eldinn tókst að slökkva fyrir
frábæran dugnað skipverja,
sem á þilfari voru.
Jóannes Patursson
hjelt heimleiðis með „Lyru“ á
fimtudaginn. Hafði hann flutt
erindi í ýmsum fjelögum, eins
og áður er frá skýrt hjer í blað-
inu. Að tilhlutun blaðamanna-
fjefagsins hjelt hann fyrirlest-
ur um sjáifstæðisbaráttu Fær-
eyinga í Nýja-Bíó á þriðjudags-
kvöldið. Patursson hefir eign-
ast hjer marga vini. Er fram-
koma mannsins, öll hin við-
feldnasta, blátt áfram og
drengileg. Hann var í boði hjá
forsætisráðherra ásamt al-
þingismönnum og á laugardags-
kvöldið var, var honum haldið
opinbert samsæti. Voru þar há-
skólakennarar, ráðherrar, þing-
menn og ýmsir fleiri. Voru
margar ræður fluttar, af Bene-
dikt Sveinssyni alþingisforseta,
Árna Pálssyni, Dr. Sigurði Nor-
dal, Guðmundi landlækni o. fl.
En heiðursgesturinn þakkaði
boðið og samúð þá sem Islend-
ingar sýndu sjer og færeysku
þjóðinni.
Sveitabyliö.
167
168
169
l'ræið sem keypt er þessi ár nægir hvergi nærri i
Rna byltu nýrækt, og auk hennar er svo töluvert al
lunasljettunum, plógræktum, sem ekki er rist ofan ai
°g Þarf að sá í. Eins og allir vita, sem nokkuð þekkji
i Jarðræktarframkvæmda í sveitunum, 'er ræktaí
töluveit inikið með sjálfgræðslu án grassáningar. Hir
bylta nýrækt í búnaðarskýrslunum er als ekki rjett-
m mælikvarði þess hvað sáðræktinni miðar áleiðis
að er heillavænlegra að horfast í augu við sann
e| ann, að ennþá sem komið er kunna bændur yfir
e|tt ekki tökin á saðræktinni, og reyna að bæta úi
'V1 seiu miður fer, en að hampa misjöfnum sjálf
græðsluftöguj^ sem sáðrækt og sönnun þess hvaí
r*ktunin breytist og batnk
Völtun. . Völtunin er síðasti liðurinn við plóg-
r«cktunina. Þó að gagnsemi hennar sje oft lítið áber-
‘UKl’ skyldi enginn ætla að hún sje lítils virði og ó-
°r Stölfin styðja hvort annað, sje eitt vanrækt
11 l)að áiangji iúnnaj þþ ag þau sjeu vei unnin.
rænfóðuiáiin, þegar einggngU er ræj{fað grænfóður
i flaginu, ei æfmlega valtað á eftir, þegar búið er að
erfa niður hornið. Vanaiega er valtað strax á eftir
j erfingunni, en ef moldin er svo vot að hætt sje við
að klessisl á valtaiinn, verður að bíða með völtunina
>angað til þornar í flaginu. Þó að grænfóðrið sje
&llð aö koma upp gerir það ekkert til. Árið sem
g^asfræinu er sáð, er valtað að lokinni frasfræ-sán-
þagU’ eða Þegar búið er að herfa grasfræið niður, sje
ta 8ert- Þegar valtað er yfir grasfræið verður að
•■v a bess mjög vel, að flagið sje ekki of blautt, ef
valtarinn festir við sig, verða skellur í sljettunni þeg-
ar fræið kemur upp.
Fyrsta veturinn, eftir grassáninguna, er oft hættu-
legur fyrir sáðsljetturnar, þótt vel hafi verið unnið,
mikið borið á, og fræið sje harðgert og gott. Um-
skifti frosta og þýðu leika rætur nýgræðingsins hart.
Holklakinn lyftir þeim upp og slítur þær. Þegar vor-
ar liggur oft mikið af rótunum hálflaust ofan á hol-
klakaskáninni. Þeim er dauðinn vís, ef vorþurkarnir
ná þeim, þannig á sig komnum. Besta ráðið ráðið til
að laga þetta, er að valta nýju sljetturnar á heppi-
legum tíma snemma á vorin. Valtinn þrýstir rótun-
um niður og mold að þeim. Mold og rætur þorna
síður og rakinn helst betur og jafnar í jörðinni fram
eftir vorinu. Auk þess er völtunin áhrifamikil til
þess að sljetta og jafna sljetturnar, varna því að
hnjúskar myndist og ójöfnur. Af þessum ástæðum
á það að vera ákveðinn siður að valta sljetturnar
fyrsta vorið og líka annað vorið, ef þess sýnist þörf.
Græðisljettunum er líka þörf á völtun, ekki síð-
ur en sáðsljettunum, bæði að lokinni vinslu, og ár-
lega meðan þær eru að gróa. Þær gróa fyr og bet-
ur og verða sljettari ef þær eru vel valtaðar. Að
ganga frá fullunnum flögum, sem eiga að gróa, að
meira eða minna leyti, af sjálfu sjer, er blátt áfram
að gera leik til þess að ræktunin mistakist og verði
ljeleg.
Með góðum valta er einnig hægt að laga gamlar
sljettur furðu mikið, jafnvel gamlar þaksljettur.
Bestu valtarnir, miðað við verð, eru steinsteypu-
valtar. Þeir eru auðgerðir, endast vel, og eru þung-
ir. Helst þurfa þeir að vera svo þungir að þeir sjeu
fyrir 2 hesta. Þvermál þeirra má ekki vera minna
en 50 cm. Hver lengdarmetri i steinsteypu-valta,
sem er 60 cm. í þvermál, vegur 550 kg. Vaiti sem
er 60 cm. í þvermál og 1,20 metra langur er full-
kominn dráttur fyrir 2 hesta.
Hirðing sáðsljettnanna — fyrstu árin er mikils
varðandi um gæði þeirra og afrakstur. Völtunin hef-
ur verið nefnd. Varslan er annað aðalatriðið og hið
þriðja er áburðurinn.
Nýjar sáðsljettur þola ekki beit, sjerstaklega fer
sauðfje og hross illa með þær. Mest er um vert að
vernda sljetturnar fyrir ágangi fyrsta haustið og
veturinn og fram að slætti næsta sumar. Úr því eru
sljetturnar ekki jafn viðkvæmar. En þó má altaf
gera ráð fyrir því að ágangur og beit stytti sáðgres-
inu aldur og varni því að njóta sín, og stuðli þann-
ig beint og óbeint að gróðurskiftum. Sáðgresið
hverfur og venjulegur túngróður tekur við.
Hafi verið borinn nægur búfjáráburður i flögin,
leiðir það af sjálfu sjer, að það verður tilbúinn á-
burður sem notaður er á sljetturnar fyrstu árin,
ef hann er notaður á annað borð. Hafi flögin feng-
ið skorinn skamt af búfjáráburði, eða sje sú grótt
af honúm að hann nægi bæði í flög og til breiðslu
á túnið er rjett að sáðsljetturnar njóti hans eigi
síður en aðrir hlutar túnsins. Er þá borið á sáð-
sljetturnar strax að haustinu árið sem sáð var í
þær. Áburðinum er dreyft mjög vel og jafnt yfir
áður en jörð frýs. Næsta vor eru sljetturnar ekki
slóðadregnar — það getur skemt þær — en þær eru
valtaðar vel og vandlega eins og fyr var nefnt.