Vörður


Vörður - 24.03.1928, Page 4

Vörður - 24.03.1928, Page 4
4 V Ö R Ð U R Nýjar bækur Fræðafélagsins Hrappseyjarprentsmiðja (1773- 1794; saga hennar eftir dr. ]ón Helgason.) Bók þessi er mjög mikilsverður skerfur til íslenzkrar bókmentarsögu. Verð 3 krónur. Ársrit, 9. árgangur. Ávalt frá því er Ársritið hóf göngu sína hefir það verið eitt hinna allra beztu tímarita íslenzkra, og það er nú sem endranær mjög ijölskrúðugt að efni. Verð 4 krónur. Athygli skal vakin á því, að nýir kaupendur Ársritsins geta nú í bili fengið alla eldri árgangana (átta) fyrir einar 15 krónur. Bækurnar sendi ég gegn póskröfu þegar þess er óskað. Heiðraðir viðskiftavinir eru beðnir að athuga að frá næstu mán- aðamótum verður bókaverzlun min í Austurstræti 4, (næsta hús við Hótel Island) og þar verða að jafnaði miklar birgðir af erlendum bókum, einkum enskum; sömuleiðs pappír og ritföngum. Reykjavík, 21. marz 1928. Snæbjörn Jónsosn. O/ivQ Radioverzlun Islands Pósthölf. Símar: 1317 & 1957. REYKJAVÍK Radiotæki frá stærstu verksmiðjum í Ameríku, Englandi, Belgíu, Þýskalandi og Czeckoslovakíu. ÓDÝRARI en þekst hefir áður. — Leitið tilboða hjá okkur, áður en þjer festið kaup annarstaðar. Verðlisti sendur gegn 20 aura frímerki. Guðmundur skáld Friðjónsson á Sandi er hjer staddur um þessar mundir. Ætlar hann að halda hjer erindi í kvöld um „höfðingshátt í ræðu og riti“. Nýlega hafa smásögur eftir Guð- mund verið þýddar á dönsku. Er þýðandinn dönsk kona, Gyrithe Muller og hefir hún komið tvisvar hjer til lands. Gráskinna er nafn á safni af ýmsum islenskum fróðleik, sem Þor- steinn M. Jónsson á Akureyri gefur út. Sjá þeir prófessor Sig- urður Nordal og Þórbergur Þórðarson um útgáfuna. Er gert ráð fyrir að árlega komi eitt hefti út. Útgáfa þessi fer afbragðsvel á stað. Vaknið börn Ijóssins heitir bók guðspekilegs efnis, sem nýkomin er út. Hefir frú Svafa Þórhallsdóttir á Hvann- eyri þýtt bókina. Jarðarför Haraldar Nielssonar fór fram á mánudaginn. Hófst hún með kveðjuathöfn á Laugarnesspítala og talaði þar síra Friðrik Hallgrímsson. Síð- an var líkið flutt í Háskólann og hjelt Sigurður prófessor Sí- vertsen ræðu. Þá var líkið flutt í Fríkirkjuna og töluðu þar Einar Kvaran rithöf. og síra Friðrik Hallgrímsson. Söngfje- lag stúdenta annaðist sönginn. Líkfylgdin var afarfjölmenn. Póstþjófnaður. Á „Esjunni“ var á suðurleið stolið ýmsum pósti, brjefapósti •og verðpósti. Er talið að um 4000 krónu hafi verið stolið og vita rnenn ekki hver valdftr muni að glæpnum. • Dáinn er Thalbitzer verkfræðingur, sem mörgum er kunnur hjer á landi, síðan hann var hjer árin 1906 og 1907 til þess að gera rannsóknir vegna FlóaáveitUnnar. Thal- bitzer var deildarstjóri fyrir Sjálandsdeild Heiðafjelagsins danska og bjó í Slagelse. Var hann í mjög miklum metum meðal landa sinna. Hann dó úr lungnabólgu, eftir inflúensu, að eins tæpra 50 ára að aldri. Thalbitzer var hér á ferð i sumar sem leið, ásamt dönsku verkfræðingunum. Erlendar frjettir. Ófriður niilli arabiskra kyn- flokka og Breta. Wahabitar er nafn á kyn- flokki einum í Arabíu, og er nafnið dregið af arabískum trú- inála og sjálfstæðisleiðtoga Abd- el-Wahab. Wahabítar þessir rjeðust snemma í þessum mán- uði inn í Irak og áttu í skær- um við herlið Breta þar í landi. Hedjaz konungur í írak kallaði saman höfðingja Wa- habíta og hét þeim stuðningi til þess að heyja trúarbragða- stríð gegn Transjordaníu. Sagði hann síðan Transjordaníu stríð á hendur. En her Breta bjóst til varnar. Telja Bretar að nauðsynlegt sje að Irak og Transjordanía sé varin gegn innrás Wahabíta. Hefir Bret- um með flugvjelum tekist fram að þessu að hakla Wahabítum inn í eyðimörkinni. Tvær bresk- ar flugvjelar hafa verið skotn- ar niður. Bresk herskip hafa sett lið á land i borginni Ko- wit, er stendur við persneska flóann. Eftir síðari fregnuin að dæma hefir Hedjaz konungur neitað því að hann styðji Wa- habíta gegn Bretum. Vopnasmyglun til Ungverja■ lands. Hjer í blaðinu hefir áður verið skýrt frá vognasmyglun þeirri til Ungverjalands, er mikið umtal vakti fyrri partinn i vetur. Þjóðbandalagið hefir haft mál þetta til meðferðar og hefir samkvæmt kröfu Rúmenu ákveðið að láta fara frani rannsókn í því. Örygismálin. Fundi öryggisnefndar Þjóða- bandalagsins er lokið í bráð, en ráðgert að nefndin komi sam- an að nýju í júnímánuði. — Nefndin hefir samið ýms frum- vörp að samningum, og er merkast talið frumvarp uin gerðardóm og sáttatilraunir í deilumálum milli ríkja. Enn- fremur hefir nefndin samið uppkast að öryggissamningum milli ríkja. Vafasamt er talið að þessi störf nefndarinnar komi að tilætluðum notum. Jjirðsk jálfti. Nýlega hefir orðið allmikill jarðskjálfti á Sikiley og hús víða skemst. Kosningar i Póllandi. eru nýlega gengnar um garð. Fóru þær á þá leið að flokkur Pilsudskis varð hlutskarpastur þótt ekki hafi hann meiri hluta þingsæta. Er búist við að Pilsudski muni fara áfram með völd með tilstyrk vinstri manna. Samsæri gegn kommúnistum. Nýlega hefir uppgötvast stór- kostlegt samsæri í námuhjer- uðunum við ána Donez, sem rennur í Don. Var tilgangur- inn talinn sá, að eyðileggja iðn- aðinn i Donezhjeruðunum. — Nokkkrir menn hafa verið handteknir, þar á meðal nokkr- ir þýskir verkfræðingar, er nú hefir verið slept aftur úr varð- haldinu. Hefir verið grunt á því góða milli Þjóðverja og Rússa út af málum þessum upp á síð- kastið. Vatnsflóð í Kaliforníu. Vatnsflóð hefir orðið 300 manns að bana í Santa Klara- dalnum í Kaliforniu. Fjártjón- ið inetið í miljónatugum doll- ara. Flugslys. Enskur flugkapteinn, Hin- cliffe að nafni flaug nýlega frá Englandi. Vissu inenn ógerla um fyrirætlanir hans, en talið er að hann hafi, einn af átján, ætlað að flúga vestur um At- lantshaf. Siðan hefur ekki til hans spurst og er hann talinn af. Kvenmaður hafði flækst með honum út í þetta feigð- arflan. Brcskir sjóliðsforingjar á Malta hafa nýlega gert sig seka í mótþróa við yfirboðara sína. ^Hefir málið vakið geysi- athygli um heim allan. Englend- ingar gera þó lítið veður út af því og kenna um persónulegri óvild, eingöngu. Mussolini hefir verið að smálaga kosn- ingalögin á ítaliu i hendi sjer síðan hann komst til valda. Fyrir áramótin ákvað stórráð Fascista, að í stað neðri-mál- stofu þingsins skyldi koma ný þingdeild og væri Fascistar ein- ir kjörgengir til hennar. Átti stórráðið í fjelagi við atvinnu- rekendur að tilnefna frambjóð- endur, og framleiðendur einir atkvæðisbærir. ítalska þingið hefir lagt blessun sína yfir þessar ráðstafanir Fascista. En stjórnarandstæðingar láta illa yfir og þykir enn óvænkast sitt ráð. Ve'rkfall i Svíþjóð. Eftir nýkomnu skeyti hefir orðið verkfall í sykurverksmiðj- um í Sviþjóð nú i vikunni út af launadeilu. Prentsmiðjan Gutenberg. 170 Haustbreiðslan getur haft mikla þýðingu að skýla nýgræðingnum yfir veturinn og fyrsta vorið. Þau not verða hin sömu þótt áburðurinn sje Ijeleg- ur, afrak og þ. h. Því meira sem borið hefur verið í flögin, og því meir sem ræktunin hefur verið vönd- uð að öðru leyti, þess minni þörf er á haustbreiðslu til skjóls og verndar gróðrinum. Sje ræktunin rekin af kappi verður að telja það eðlilegt og rjett að láta allan búfjáráburð í flögin og leifa cngu til yfirbreiðslu. En hvernig sem þessu er hagað verður að hafa' það hugfast að góður og þroskamikill sáð- gresisgróður þarfnast mikillar næringar, mikils á- burðar. Uppeldi hans er svo dýrt, að það borgar sig illa að horfella hann á besta skeiði, eða knapp- fóðra gróðurinn svo, að hann nái ekki eðlilegum þrifum þess vegna. Ræktunarkostnaður. Hvað kostar þetta? Hvað kostar að rækta hektar- ann? Það er hægt að svara þvi á ýmsa vegu. Mörg svör geta verið jafnsönn. En ekkert svar getur orð- ið alsherjarsvar sem gildi alstaðar. Það er hægl að reikna ræktunina því verði sein hún fæst framkvæmd fyrir í ákvæðisvinnu. Það er hægt að meta ræktunarkostnaðinn eftir þeim regl- um sem jarðabætur eru mældar og metnar eftir, og reikna svo dagsverkið einhverju vissu verði. Enn- fremur getur bóndinn reiknað ræktunarvinnuna 171 því verði sem hann verður að greiða fyrir hana ef hann bætir við sig mönnum aðallega til þess að framkvamia vinnuna. Engin af þessuin nefndu reikningsskiluin eru rjettlát ef að ræktunin er að miklu leyti framkvæmd af þeim starfskröftum — mönnum og hestum — sem vegna annara hluta og annara starfa eru bundn- ir við býlin og búskapinn. Sje þess gætt hve ljeleg og kröpp afkoman er hjá öllum þorra bænda, þrátt fyrir það þótt kröfurnar, sem gerðar eru til lífs- þægindanna, sjeu viðast litlar, verður ljóst, að bænd- ur, skyldulið þeirra og aðrir, sem bunjdnir eru við búskapinn, bera ekki hátt kaup úr bitum, fyrir hverja starfsstund, hvorki fyrir sig nje hestana sem notaðir eru sem vinnuafl. Því miður er svo fátt um glögga búreikninga, að það er ekki hægt að segja lwe lítið það er, en heildarafkoma sveitanna talar sínu máli og bendir til þess, að tímalaunin sjeu lág. Hugsum okkur bónda, sem hefur búið við skarð- an hlut og litlar tekjur, og^ ekki gert neinar jarða- bætur. Hann fer að rækta, án þess að bæta við sig liði umfram það sem hann áður hafði, eða án þess að greiðá hærra kaup en hann hefur orðið að greiða að jafnaði fyrir þau störf sem áður hvíldu á heim- ilisfólkinu. Honum ber ekki að reikna sjer eða hest- um sínum hátt kaup við ræktunarstörfin. Honum ber ekki að reikna sjer sarna kaup og hann ef til vill gæti fengið dag og dag, eða skainman tíina, við vegavinnu og þess háttar. Með ræktuninni er hann að tryggja sjer og sínum bætta afkomu í framtíð- inni. Bóndanum ber ekki að reikna sjer hærri dag- laun við að vinna að þeirra öryggisráðstöfun og 172 gengishækkun bús síns, en hann hefur að jafnaði borið úr býtuin við hin venjulegu viðhalds og um- hirðustörf. Það er sanngjarnasta kostnaðarmatið. Sje það notað verður ræktunarvinnan ódýr. En sem betur fer er það áreiðanlegt að skynsamlega fram- kvæmd ræktun greiðir bændum furðu fljótt hærri laun en þeir yfirleitt hljóta frá ári til árs við ein- hliða óræktarbúskap eins og hann gengur og gerist. Því miður er ekki hægt að gera neinar greini- legar áætlanir um ræktun, nema að telja í krónum. Og krónumatið á vinnu og afurðum er ekki jafn- gilt alstaðar, það ætti að fara eftir markaði og fram- leiðsluaðstöðu o. fl. o. fl. Hjer eru birtar tvær áætlanir um ræktunarkostn- að og tekjur. Krónutölunum í þessum áætlunum er auðvelt að breyta eftir áliti og eigin reynslu og að- stöðu. Meta vinnuna meira eða minna. Mjólkur- pottinn hærra eða lægra o. s. frv. Hitt varðar mestu, að frumtölurnar, vinnumagn, áburður og eftirtekja sje rjett áætlað eða sem næst því. Það sem bændur þurfa að veita mesta athygli, hver hjá sjer, er hvað það þurfi mörg dagsverk manna og hesta til þess að rækta kýrfóður eða ærfóður fram yfir það sem áður hefir fengist af hinu ræktaða landi. Og hvað kosti áburður og fræ til þeirrar ræktunar. Áætlan- irnar eiga að hjálpa mönnum til að álta sig á þessu. þær eiga ekki að skoðast sem óbifanlegur mæli- kvarði sem eigi alstaðar við. Áætlanirnar éru að miklu leyti gerðar eftir upplýsingum frá Magnúsi Þorlákssyni bónda á Blikastöðum i Mosfellssveit, en upplýsingar hans eru eðlilega mest sniðnar eftir

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.