Vörður


Vörður - 31.03.1928, Blaðsíða 3

Vörður - 31.03.1928, Blaðsíða 3
V Ö R Ð U R 3 Innlendar frjettir. Um kjördœmaskipunina var rælt á fundi í stúdenta- fjelagi Reykjavíkur á fimtu- dagskvöldið. Var málshefjandi Thor Thors lögfræðingur og i'lutti hann stórfróðlegt erindi um kjördæmaslcipuna hjer á landi og víða annarsstaðar. Er vonandi að erindið birtist opin- ijerlega. Enskur togari strandaði 20. þ. m. við Kíls- nes á Melrakkasljettu eins og frá hefur verið skýrt hjer í blaðinu. Var mjög tvísýnt, að mönnum yrði bjargað, en þó tókst það fyrir frækilega og einbeitta fram- göngu þeirra, sem í landi voru. — Mikið dimmviðri var, stór- viður á norðaustan og sjór brimaður mjög. Gerði skips- höfnin aðvart með því að blása í eimpípu skipsins, og kallaði það menn af næstu bæjum saman til hjálpar og björgunar. Var þegar brugðið við á vjel- bátum og tilraun gerð að ná mönnunum, en þó komust bát- arnir ekki nær skipinu en það, að um 50 faðma leið var á milli. þeirra og þess. Hamlaði storm- ur og brim. Var nú leitað lags allan daginn að ná mönnunum, en tókst ekld, fyr en undir kvöld. Náðust 'þá sex menn í skipsbátinn og var hann dreg- inn lil Iands,. en á leiðinn út að skipinu brotnaði hann. Var þá úti um björgun þann daginn. Daginn eftir voru tveir bátar útbúnir með flotbelgjum, og tókst þá að bjarga 9 mönnum, sem eftir voru. Vossöm reynd- ist þessi aðferð. Fylti bátana hvað eftir annað og drukku bátsmenn sjó, en hrestust fljótt, er í Iand lcom og þurftu ekki læknishjálpar. Þykir það hin mesta mildi, að þessum xnönn- Um varð bjargað. Þegar síðast frjettist var mikill leki kominn að botnvörpungnum, og er sennilegt, að hann liðist sundur þar á skerjunum. ,,Draugaskipið“. í fyrrayetur kom upp sú saga hjer í bæ, að dularfult skip hefði sjest sigla hjer inn á höfnina, en hverfa svo skyndi- lega án þess nokkur maður vissi hvað af þvi hefði orðið. „Alþýðubl." flutti langa grein um málið, færði rnörg rök — en sem nú er komið i ljós, að hafa verið miður góð — fyrir því, að þarna hefði verið -um yfirnáttúrlegan fyrirburð að ræða, og sagan komst í erlend blöð. Var skipið alment hjer kallað „di-augaskipið“. Nú er leyndardómurinn kominn upp. Fyrir stuttu kom hingað fær- eysk skúta. Hún hafði komið hjer í fyrra, fór hjeðan aftur til veiða, sama dag og „drauga- skipið“ átti að sjást. En er komið var út að Gróttuvita, var eins mannsins saknað. Snjeri skipið því við aftur inn til hafnar, náði í manninn, hafði svo sem 10 mín. viðstöðu og Ijet þegar út aftur. Verða vænt- anlega betri heimildir fyrir næstu draugasögu „Alþb.“. Gjöf til fornritaútgáfunnar. Nokkrir menn hjer í bæ hafa bundist samtökum um það, að hrinda af stað útgáfu fornrita. Á sú útgáfa að vera vönduð og fullnægja þörfum leikra og lærðra, hjer og erlendis. Fje til útgáfunnar á að safna með frjálsum samskotum fyrst og fremst en jafnframt er ætlast til þess að rikissjóður leggi af mörkum til slíks inenningar- verks. Nýlega hafa konungur vor og drotning gefið 1200 kr. til útgáfufyrirtækisins og tjáð sig fús til að vera verndarar fyrirtækisins. Fjársýki og lungnadrcp hefur gert vart við sig all- víða á Austurlandi. Á Seyðis- firði hefur t. d. drepist um 70 fjár í vetur. Jón Pálsson dýra- læknir hefur athugað veikina, og hallast menn að þeirri skoð- un, að þar muni vera um smit- andi lungnabólgu að ræða. Drulcniin Jóns Hanssonar skip- stjóra. Frá því var sagt í síðasta blaði „Varðar“, að Jón Hansson hefði tekið út af skipi sínu, tog- aranum „Lord Denenport". En nánari fregn hefur borist um það, að druknun hans hefur ekki borið að með þeim hætti. Skipið strandaði í Orkneyjum, og druknuðu 8 menn af togai’- anum auk Jóns. Um Möðruvallaprestakall hefur heyrst, að þessir prest- ar sæktu: Guðbrandur Björns- son í Viðvík, Páll Þorleifsson, að Skinnastöðum og Stanley Melax á Barði í Fljótum. Vígslubislcupsem bættið ngrðra. Sjera Hálfdán Guðjónsson prófastur á Sauðárkróki hefur fengið konungsveitingu fyrir vígslubiskupsembættinu nyðra, og verður hann vígður í Hóla- kirkju 8. júlí í sumar. Dagana áður eða 5.—7. júli fer fram á Hóluin prestastefna fyrir alt landið. Haraldur Björnsson leikari er fyrir nokkru kominn hingað til bæjarins til þess að stjórna sýningu á og leika í leikriti því eftir Ibsen, „Villi- öndin“, sem Leikfjelag Reykja- víkur ætlar að sýna í minningu um 100 ára afmæli hins norska skáldjöfurs. Á sunnudaginn var las Haraldur upp í Nýja Bio æfintýri eltir H. C. Andersen, „Jól“ eftir Matthías Jochums- son, kafla úr óprentuðu leik- riti eftir Jóhann Sigurjónsson og forleikinn að „Lyga-Merði“ eftir sam höfund. Haraldur er ágætur upplesari, smekkvís, viss og næmur á hið mismunandi líf þess, sem hann fer með, og hei'ur pi-ýðilega tamda og sveig- janlega rödd. Má óhætt full- yrða, að tæpast hafi heyrst hjer betri framsögn en hjá Haraídi. Er auðheyrt, að hjá honum fara saman meðfæddar fram- sagnargáíur og mikil tamning á rödd og íasi. Væntanlega les Iiaraldur hjer upp aftur síðar. Tvo þijska togara kom Óðinn með hingað fyrir stuttu og voru þeir báðir sekt- aðir. Var skipstjóri á öðrum dæmdur í 12225 kr. og veiðar- færi og afli skipsins gerður upptækur. Skipstjórinn á hin- um hafði áður orðið brotlegur við landhelgislögin, og verið sektaður, og var hann því dæmdur í 15000 kr. sekl nú, og upptækur afli og veiðarl'æri. Háskólinn. Ásmundur Guðmundsson skólastjóri á Eiðuin mun verða settur dócent við guðfræðideild Háskólans í stað Magnúsar Jónssonar. En hann tekur við prófessorsembætti Haralds Ní- elssonar. Aflabrögð, Hina síðustu daga hefir afl- ast ágætlega á báta af Akra- nesi. Annars hafa gæftir verið stopular og afli misjafn þang- að til um síðustu helgi. Póstþjófnaðurinn i Esju. Frá honum var sagt í síð- asta blaði Varðar. Fyrir nokkru fundust vestarlega hjer í bæn- um almennu brjefin, sem þjóf- urinn hafði teldð, ennfremur tvö peningabrjef, með 150 kr. í hvoru — og það sem nýstár- legra þykir: skrá yfir peninga- upphæðir þær, er piltungur þessi hafði tekið, gerð af hon- um sjálfum. Þykir þetta frum- leg aðferð og alleinkennileg. Ekki mun hafa hafst upp á þjófnum enn. Erlendar frjettir. A fvopnunarmálin. Fundur afvopnunai-nefndar- innar stendur nú yfir í Genf, og hefur á honum nýlega verið rætt um þær till. sem Rússar hafa borið fram í málinu. Gerði fulltrúi þeirra á fundinum, Litvinov, grein fyrir þeim, lcvaðst vænta ákveðins svars um það, hvort önnur ríki væru einhuga um það að koma á af- vopnun á þeim grundvelli, sem tillögurnar bygðust á. Fulltrúi Þýskalands ljet það uppi, að andinn i tillögunum væri sam- kværnur markmiði nefndarinn- ar. En þó lýsti hann ekki yfir fylgi sínu við þær, aftur á móti hafa fulltrúar ítala og Frakka andmælt tillögunum, en fulltrúi Breta gerði hvorki að styðja þær nje hvetja til að þær yrðu feldar. Siðustu frjettir herma, að fundurinn hafi álit- ið tillögurnar óframkvæman- legar eins og nú væri háttað vígbúnaði þjóðanna. En aðal- kjarni tillagnanna var fullkom- in eða alger afvopnun innan fjögra ára. Þegar Litvinov hafði sjeð, að árangurslaust var að halda þessuin tillögum til streitu, bar hann fram nýja tillögu þess efnis, að stórþjóð- irnar minki vígbúnað sinn um helming en smærri þjóðir um fjórðung í hlutfalli við það sem nú er. Uppþot i Sljesíu. Þar hefur bændum og lög- reglu lent saman undanfarið. Er ástæðan sú, að bændur eiga þar við allmikla örðugleika að stríða í atvinnurekstri sínum, en hafa sumstaðpr brugðist við því á nokkuð herskáan hátt, að haldin væru hjá þeim nauðung- aruppboð, sem fyrirskipuð hafa verið vegna ógoldinna skatta. Mikið mun ekki hafa kveðið að þessum uppþotum, en í er- lendum skeytum, sem hingað hafa komið um þetta efni, er þau nefnd bændaóeyrðir. Finnur prófessor Jónsson segir af sjer embæiti. Nýlega hafa dönsk blöð sagt frá því, að Finnur prófessor Jónsson hafi beðið um lausn frá embætti. En ástæðan er sú, að hann verður 70 ára i mai n. k. en eldri maður en sjö- tugur má ekki sitja í embætti i Danmörku. Talið er víst að eftirmaður hans verði Jón Helgason doktor, sem nú er forstöðumaður safns Árna Magnússonar. Þjóðabandalagið og Spánn. Ein þeirra þjóða, sem gekk í þjóðabandalagið á fyrstu ár- (J. J.) er að gorta af þessari gjöf, þá lætur hann um leið líta svo að breska heimsveldið hafi staðið á öndinni útaf þeim 8000 kr„ sem vátryggingarfjel. átti að greiða ríkissjóði, en þetta er svo brosleg frásögn að það er óþarfi að nefna hana sínu rjetta nafni. En hví gaf ráðh. (J. J.) ekki vátryggingar- fjelaginu sjálfu eftir upphæð- ina, fyrst honum finst óviður- kvæmilegt, að hún væri gi’eidd? Þá hefði hún að hans áliti komist í rjettar hendur. Monti hæstv. ráðh. (J. J.) út af ensk- um blaðaummælum er ekki á- stæða til að svara. Hann skoð- nr sig sem stórkostlegan vel- gerðamann heimsveldisins kreska og er varla gustuk að ræna hann þeim skýjaglóps- kugniynduin. Hæstv. ráðh. (J. J.) nefndi nokkur dæmi þess, að erlend ríki hefðu gefið eftir björgun- arlaun. Jeg rengi þetta ekki/ en þetta sýnir einmitt, að þessi riki telja sig hafa átt kröfu á kjörgunarlaunum, því að ann- ars Var ejtiíert ag gefa effir. nginn getur gefið eftir það, ein hann á engan rjett á. Það hrfVÍtleysa. Hæstv. ráðh. (J. J.) að Ul .. Þessu sannað það, q,.i áttum vjer á björgun- num og með þessu greitt arlau sinum rothögg. e,gin málstað greinilegt Eftir ummælum hæstv. ráðh. (J. J.) er jafnvel á honum að skilja, að við þurfum lielst að friðmælast eitthvað eða frið- þægja Englendinguin, af því að við sektum hjer lögbrotatogara. En þetta er rangt á litið. Eng- lendingar eru iniklu meiri menn en svo, að þeir átelji, þótt sekir togarar þeirra sjeu sektaðir. Umræður hafa tals- vert oft orðið uin þetta í breska þinginu og þá hefur breska stjórnin ávalt sagt skýrt og skorinort, að hún taki ekki til greina kvartanir frá hinurn seka og fyrsta krafan, sem Bret- ar verði að gera til þegna sinna sje sú, að þeir hlýði lögum og er full ástæða til að minna • hæstv. dómsmálaráðh. (J. J.) á þetta með tilliti til aðbúðar hans við íslenslc lög, sem hann þó er settur til að gæta. En til þess að sýna, að fyrv. stjórn hefur sýnt Bretum mak- lega vinsemd og greiðasemi, skal jeg benda á, að breska stjórnin fór eitt sinn fram á, að við ljetum varðskip leita um hafið fyrir norðan ísland að breskum togara, sem ekki hafði spurst til um lengri tíma, og var þetta þegar í stað gert. Leitaði varðskipið lengi og var engin borgun fyrir tekin, enda kom beiðnin frá stjórninni. Hitt er aftur á móti hin mesta ó- svífni einmitt gagnvart Bret- um sjálfum, að gefa það í skyn hjer á þingi, að þeir ætlist til að ríkissjóður kosti björgunar- starfsemi til hagsmuna fyrir stórauðug váti-yggingarfjelög. Thorcilliis jóðurinn. Jeg kem þá að uminælum hæstv. dómsmálaráðh. (J. J.) urn Thorcilliisjóðinn og ráðstöf- un mína, er hann snertir. Um þetta mál fór ráðh. með svo mikil ósannindi og staðleysur, að engu var líkara, en að hann vildi sjálfur reyna að færa sannanir fyrir rjettmæti hinna landsfleygu ummæla, sem Sig- urður Þórðarson hafði um hann fyrir nokkruin árum, i riti sem hann gaf út. Ráðh. segir í stuttu máli þannig frá: Thor- cilliisjóðurinn hefur verið af- hentur leynifjelagi (Oddfellow- fjelaginu) og konungssamþykki verið fengið til. Sjóðurinn geti því farið til útlanda hvenær sem er og vilji gefanda sjóðs- ins sje með þessum ráðstöfun- um virtur að vettugi. Þetta er held jeg aðal innihaldið í á- sökunum hans og ætla jeg nú að rekja sundur þenna vef blekkinga og ósanninda, en nrun ekki hirða þótt jeg verði noklcuð langorður, því að mjer þykir í rauninni gott að fá tækifæri til að sýna hjer á þingi hvernig hæstv. ráðh. (J. J.) leyfir sjer að misþyrma sannleikanum. Thorcilliisjóðurinn er mynd- aður með gjöf Jóns Þorkels- sonar Skálholtsrektors í erfða- skrá hans 1759 til þess að koma upp stofnun til uppihalds fá- tækum og þurfandi börnum i Kjalarnesþingi hinu forna (G,ullbr.- og Kjósarsýslu, Reykjavílc og Hafnarfirði). Sjóður þessi var um skeið not- aður til þess að halda uppi barnaskólum, en því er fyrir löngu hætt eftir að ríkið tók að sjer barnafræðsluna. Hefur sjóðurinn lítið starfað hin síð- ari árin og er nú rúmlega 100000 kr. Eftir reglugerð sjóðsins, sem er staðfest af konungi, eiga að stjórna hon- um stiftamtmaðurinn á íslandi og biskupinn á Sjálandi í Danmörku. Löngu eftir dauða gefandans var stjórn sjóðsins lögð undir stiftsyfirvöldin hjer og með tilskipun konungs dags. 23. ágúst 1904 var sjóðurinn settur undir stjórnarráðið. I stjórnarráðinu hafði landritari stjórn sjóðsins á hendi, en eftir afnám landritaraembættisins, tók við þessu starfi slcrifstofu- stjórinn í dómsmálaráðuneyt- inu. Þetta stutta yfirlit sýnir, að oft hefur verið breytt um yfirstjórn sjóðsins, og að til- gangur sjóðsins er að hjálpa fátækum og þurfandi börnum á áðurnefndu svæði. í frásögn ráðh. (J. J.) kast- aði fyrst tólfunum, þegar hann fór að lýsa Oddfellowreglunni. Hann lýsti henni sem erlendu leynifjelagi og gaf í skyn eða jafnvel sagði beinlínis, að hún hefði með röngu dregið sjer fje frá Vífilstaðahælinu. Vegna þessara gífurlegu og mann- skemmandi ósanninda, get jeg ekki komist hjá ða skýra nokk- uð frá starfsemi reglunnar hjer á landi. Ráðh. (J. J.) sagði að fjelagið væri leynifjelag. Það er leynifjelag á sama hátt og t. d. Goodtemplarareglan, en eins og allir vita að Goodtemplararegl- an starfar að bindindisút- breiðslu, eins vita allir, að Oddfellowreglan starfar að margskonar líknarstarfsemi og hefur komið þar miklu til leið- ar. I þessu efni ætti að nægja að minna á Holdsveikraspítal- ann, Radiumsjóðinn og Vifils- staðahælið. Alt eru þetta stofn- anir, sem Oddfellowreglan hef- ur beitt sjer fyrir og komið á- fram með mikilli fórnfýsi og fjárframlögum og það er hart að þurfa að verja þann fjelags- skap, sem hefur átt forgöngu að öllu slíku, fyrir svívirðing- um og auraustri dómsmálaráð- herra landsins. Jeg fer þó ekki langt út í þetta mál, því að bæði eru störf þessa fjelags alkunn og nöfn þeiri-a manna, sem einna fremstir hafa staðið í

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.