Vörður


Vörður - 21.04.1928, Blaðsíða 2

Vörður - 21.04.1928, Blaðsíða 2
2 V ö R Ð U R Það mun og gefa hugmynd um stjórnmálaþroska íslendinga um það leyti sem þeir voru að búa sig undir að halda 1000 ára af- mælishátið íslensks stjórnar- fars, — þegar sú stofnun, sem á að gæta rjettvísinnar í land- inu, á að tryggja þegnana gegn meiðslum á mannorði og eign- um, lífi og limum, — sjálft dómsmálaráðuneytið, — sýnir einni stjett þjóðfjelagsins, læknastjettinni, þá 'velvild og kurteisi að lýsa þorra hennar opinberlega á prenti sem lygur- um, ágirndarseggjum og — svo orðrjett sje eftir haft — sem „reglulegum flónum og frömuð- um vínnautnar, siðleysis og margvíslegrar ógæfu“ (bls; 50). Núverandi dómsmálaráðherra var svo hagsýnn að tryggja hinu íslenska ríki rithöfundarhæfi- leika sira B. Þ., að sögn fyrir 400 krónur á mánuði. Sira B. Þ. þarf því ekki að segja sig til sveitar á meðan hann hefur þessi skáldalaun í viðbót við eftirlaun sin, en getur látið sjer nægja að ráðleggja oklvur lækn- unum að lifa á sníkjum eða leita sveitarstyrks, eins og hann gerir á bls. 50 i skýrslu sinni. Það er ekki úr vegi 3Ö geta þess, að á sama tíma sem fje ríkissjóðs er varið til útgáfu þessa rits síra B. Þ. og til rit- launa handa honum, þá er stjórnin að reyna að kúga okk- ur launalausu læknana til að vinna í þarfir hins opinbera .eftir 20 ára gömlum kauptaxta hjeraðslækna. Samkv. honum eigum við að fá 30 aura í kaup á klst. að degi til, en 50 aura að nóttu i læknisferðum handa þeim sjúklingum, sem hið op- inbera stendur straum af, Eftir því geta tölvísir menn reiknað út, hvers mikils hún metur líf hvers þurfalings. Það á vel við, að „einn af átj- án“ kvitti fyrir þá lýsingu, sem síra B. Þ. gefur af okkur, og vil jeg gera það hjer með, með því að jeg hef bæði árin lent í þeim flokki. Síra B. Þ. segir, að við ausum áfengi í fólkið (bls. 50). ávísum áfengi gapalega (bls. 50), talar um „ávísunará- kafla“, „ávísunaráfergju“ (bls. 46), „ávísunarfargan" o. s. frv. Hver sem ekki þekkir til, hlýtur að skilja þetta svo, sem 'við læknar reynum að koma sem flestum áfengisávís. út,—sjeum líklega oft að bjóða þær til sölu á strætum og gatnamótum. Jeg skal nefna dæmi, sem sýnir hver tilhæfa er fyrir þessu: Hjer í Vestmannaeyjum eru um 3300—3400 heimilisfastir íbúar, en á vertíð 4500—5000. Hjer eru tveir læknar og báðir bæði árin á svarta listanum hjá síra B. Þ. Við erum m. ö. o. báðir í tölu þeirra lækna, sem mestu áfengi ávísa. Þessi ár sem skýrsla síra B. Þ. nær yfir, höf- um við báðir til samans ávísað sem svarar 200 lítrum að spíri- tus á ári. Það verður, ef með- alibúatala er reiknuð 4000, 1/20 úr 1. eða 42 grömm á mann á ári. Sje blandað úr þessu öllu brennivín — síra B. Þ. getur ekki' skilið að spíritus sje not- aður til neins annars — þá verður það tæpur hálfpeli á mann á ári eða einn Iítill brennivínssnaps á ársfjórðungi. Ef konur og börn eru dregin frá og áfenginu öllu skift niður á uppkomna karlmenn ein- göngu, þá verður það sem svar- ar ein teskeið af brennivíni fyr- ir hvern karlmann á viku. — Dettur 'nú nokkrpm í hug, að Vestmannaeyingar sjeu svo lystarlausir á brennivín, að ekki væri ha^t að koma í hvern uppkominn karlmann meiru en einni teskeið á viku, ef við læknarnir ávísuðum „gapalega“ og værum uppfullir af „ávísun- arákafa" og „ávísunaráfergju" eins og síra B. Þ. vill vera láta? Nú er það aðgætandi, að spíritus er notaður af læknum til margs annars en í brennivin. Við alla stærri skurði notar maður hann til þess að hreinsa á sjer hendurnar með og oft er hann notaður til hreinsunar á ýmsum áhöldum og til geyinslu. Sjálfur hef jeg árum saman notað hann í umbúðir og bakstra við hundruð af fingur- meinurn og ígerðum, enda þótt maður verði að draga úr þeirri notkun eftir því sem meiri hömlur eru lagðar á að hægt sje að úóta hanii. Flestir læknar munu hafa sömu söguna að segja af því, hvernig þeír hafa oft og einatt orðið að standa í argi og illind- um vegna þess, að þeir hafa ekki viljað láta mönnum í tje áfengi. Það er því óneitanlega hart, að læknar alment skuli vera brigslað um „ávísunará- fergju“. Annaps virðist ekki þurfa inikla „ávisunaráfergju“ til þess að komast á svarta list- ann hjá síra B. Þ. fyrir lækna í fjölinennuin hjeruðum, eins og t. d. hjer í Vestmannaeyjum, þar sem aðalatvinna manna er þannig háttað, að oft getur ver- ið full ástæða og jafnvel brýn þörf á að láta mönnum i tje á- fengi sem læknislyf. Samkv. skýrslu síra B. Þ. hefir einn af dýralæknum lands- ijis ávísað handa sjálfum sjer annað árið, sem skýrslan nær yfir, 114,6 kg. eða 136,4 lítra af spíritus. Það er dálítið bros- legt, að landsstjórnin hefir sýnt þeim manni inikið traust og virðingu á sama tíma og hún er að gefa út opinberar skamm- ir uin okkur mannlæknana fyr- ir það, að við höfum ekki kom- ist af með rúmlega þann skamt, eða 150 litra, handa hjeraði þar sem mannfjöldinn er að meðaltali um 4000 einstakling- ar. Hin heilaga vandlieting virð- ist því vera nokkuð mismun- andi eftir því, hver í hlut á. Eitt dæmi, sem sýnir ljóslega sanngirni síra B. Þ., er það, að hann telur upp ýmsa „lækn- linga“ eða stúdenta, sem ekki höfðu lokið læknaprófi, en þó gefið út áfengisávísanir. Þess er ekki getið í skýrslunni, að þess- ir menn voru settir af heilbrigð- isstjórninni til þess að gegna læknisstörfum í forföllum lækna, og höfðu því fulla heim- ild til að ávísa áfengi eins og hverju öðru lyfi. Þeir sem ekki vita þetta, hljóta því að skílja skýrsluna þannig, að ávísanir „læknlinganna" hafi verið gefn- ar út í heimildarleysi. Hjer virð- ist því vera að ræða um vísvit- andi tilraun til þess að sverta þessa ungu og óþektu menn í augum almennings og eitra fyr- ir þá í framtíðinni, enda miða spádómar þeir, sein síra B. Þ. hnýtir við þennan kafla skýrsl- unnar, bersýnilega í þá átt. — Þetta er blessunin, sem hinn aldni embættismaður og kirkj- unnar þjónn gefur hinum ungu og upprennandi mönnum í veganesti, þegar þeir eru að leggja út í eitt hið vandamesta og erfiðasta lífsstarf. Þó er einna viðbjóðslegastur sá kafli skýrslunnar, þar sem síra B. Þ. tekur fyrir gamlan skólabróður sinn, — mann, sem stóð á sinni tíð í fremstu röð íslenskra lækna — og heldur lirókaræðu yfir honum þess efnis, að hann sje nú kominn á grafarbakkann og þurfi að fara að hugleiða, hvort hann hafi ekki gert einhverja að „of- drykkjumönnum, að siðferðis- þroluin (sic), að reglulegum ræflum og auðnuleysingjum“. Gamli skólabróðirinn er ekki spurður að þessu undir fjögur augu í alvarlegri samræðu og hefði þó slík aðferð ekki verið lakari, ef sþurningunni var ætl- að verða honum til sálarheilla, heldur er þessum notalega sleggjudómi í spurningar- formi slengt framan í hann frammi fyrir öllum lands- lýð. Þegar jeg las þetta, þá datt mjer i hug einn alþektur fyrir- rtennari síra B. Þ., fariseinn í dæmisögunni. Síra B. Þ. var fenginn til að gefa opinbera skýrslu. Slíkar skýrslur eiga að vera hlutlaus- ar, eða að minsta kosti ekki að halla rjettu máli. í stað þess að fylgja, þeirri sjálfsögðu reglu þá gerðist hann bæði saksókn- ‘ari og dómari í garð okkar læknai Vafalaust kysi hann einnig að vera böðull okkar. P. V. G. Kolka. Hæítan af olíumálinu heitir löng og þvæluleg grein, sem dómsmálaráðherrann skrif- ,ar í síðasta blað „Tímans". Ger- ir hann þar ýmsar tilraunir til að leiða athygli manna frá því, sein um hefir verið rætt, með ýmsum almennum hugleiðing- um og bollaleggingum um olíu- verslunina hjer á landi. En þó greinin eigi að vera yfirklór, þá verður hún þó í rauninni fremur öllu árjetting á því, sem íhaldsmenn hafa haldið fram um ummæli dómsinálaráðherr- ans. Hann segir meðal annars svo í þessari umræddu grein: „Ef stríð kæmi upp meðal stórþjóða heimsins, er baráttan engu síður háð á hafinu en á landi. Þá væri olíustöðvarnar við Skcrjaf jörð hentugt tæki fgrir /)jóð, sem hefði flotaað- stöðu í norðurhluta Atlants- hafs“. (Leturbr. vor). Hvaða ríki er þetta. sem „hefir flota aðstöðu i norður- hluta Atlantshafs“? Þessi um- mæli eru í beinu framhaldi af þvi, sem haft hefir verið eftir dómsmálaráðherranum i er- lendum blöðum. Þau eru á- rjetting af þeim dylgjum hans, sem hver þjóðhollur maður vít- ir. Og þau verða enn svívirði- legri þegar þess er gætt, að i sömu andránni er hann að gera olíustarfsemi þjóðar, sem hefir „flotaaðstöðu í norðurhluta Atlantshafs“ að þjóðnytjafyr- irtæki. Hjer í blaðinu hefir verið sýnt fram á, að geymar Shellfjel. við Skerjafjörð eru ekki nema við hæfi, þegar tekið er tillit til fyrirhugaðrar veltu fjelagsins og vaxandi olíunotkunar lands- manna. Það hefir jafnframt verið frá því skýrt, að Shell- fjelagið er að dóini frjettarit- ara þýska blaðsins, sem oft lief- ir verið vitnað í, einkum hættu- legt fyrir það, að eitthvert sam- band kunni að vera á milli þess og Brilish Petroleum-fjelagsins, en í B. P. eigi* breska ríkið meiri hluta hlutafjárins. Hvers vegna minnist dóms- málaráðherrann ekki enn á þetta olíufjelag. Hvers vegna talar hann enn um forgöngu- menn þess, sem hina mestu bjargvætti þjóðar sinnar, jafn- framt því sein hann velur hin- um íslensku hluthöfum Shell- fjelagsins hin hraklegustu orð. Er liættan minni af því að ríki „með flotaaðstöðu í norður- hluta Atlantshafs“ er stærsti hluthafinn í B. P. fjelaginu. Er hættan minni af því að geymar B. P. fjelagsins eru inni í miðri liöfuðborg lardsins. Eða stafar þögnin af því ið ráðherr- ann sjálfur og stjórn lians, hef- ir veitt leyfi til að reka hjer starfsemi fjelagi, sem að hans dómi hlýtur, vegna hlulafjár- eigendanna, fgrst og jremst að teljast hættulegt sjálfstæði voru. Væri okkur sjerstakur stuðn- ingur að þvi, ef til ófriðar kæmi, að samverkamenn ríkis sem „hefði flotaaðstöða i norð- urhluta Atlantshafs", ncri jafn- fram í ráðherrastöðu hjer á landi eða mikilsráðardi stjórn- málaleiðtogar? Hjer vegur flónskm og ger- ræðið, ósvífnin og tlutdrægnin svo salt, að hvergi hillar. Hætt- an af olíumálinu lefii' aldrei verið sú, sein dónsmálaráð- herrann hefir viljaí vera láta. Hættan af olíumáliru er sú, að sambúð vor við helstu og merk- ustu nágrannaþjóðir vorar fari út um þúfur, þegar menn í æðstu tignarstöðum gera þeim upp illar hvatir og fjandsam- legar sjálfstæði voru. Sú hætta vex en minkar ekki meðan hlutaðeigandi ráSherra hefir ekki ábyrgðartiljinningu, vit eða drenglund til þess að játa að honum hafi skjátlast, og lát- ið ofmælt vegna heiftrækni sinn- ar við pólitískan andstæðing og ótaminna skapsniuna sinna. Dómsmálaráðhertann vill að landið fari aftur að reka verslun meí steinolíu þeg- ar „tiltækileg reynsla er fengin um hin hættulegu erlcndu á- hrif“. Eftir þessu á að bíða þess, að útlendingar brjóti sjálf- stæði vort áður en snúið er aft- ur að þessu fremsta bjargráði hans og annara einokunarpost- ula. Vel hugsað! Fyrir opnum tjöldum. Skömmu eftir að stjórnin tók við völdum ritaði J; J. erein í „Tímann“ ineð þessari fyrir- sögn. „Vörður laga, rjettar og siðgæðis" var þá, að byrja skeið sitt, sem hinn mikli uinbóta- maður í opinberu lífi íslend- inga. „Rjettar og laganna sverð“ var dregið úr slíðrum og blikaði í hendi siðgæðispost- ulans. Vei yður, þjer sem eitt- hvað hafið aðhafst, sem illa þolir dagsins ljós, tjöldin eru dregin frá. Hjer eftir verður krafist fullrar birtu yfir öll verk inanna, hver sem í hlut á. Vafalaust hefir fjöldi manna fagnað þessum yfirlýsingum ráðherrans. Enda er ekkert nema gott til þess að segja, að tekið sje föstum tökum á glæpamáluin og yfirsjónum op- inberra starfsmanna. Þeir, sem þektu fortíð dómsmálaráðherr- ans höfðu þó litla trú á því, að ekki yrðu undantekningar frá því, að mál yrðu rædd „fyrir opnum tjöldum". Þeim var t. d. kunnugt um það, að cftir að hann varð æðsta ráð i Sam- bandinu, var algerlega brotin sú regla, sem komist hafði á fyrir tilstuðlan hinna fyrri for- göngumanna kaupfjelaganna, að birta árlega reikninga fjelag- anna og sem itarlegastar skýrslur um starfsemi þeirra. I raun og veru hefir dómsmála- ráðh. gert alt, sem unt var til þess að gera Sambandið að „leynifjelagi", svo að nú er svo komið, að fæstum fjelagsmönn- um mun fyllilega kunnugt um tölu fjelagsmanna í Samband- inu nje um fjárreiður fyrirlæk- isins til neinnar hlítar. Þeir vita aðeins að þeir eru í ábyrgð- um, en hve háar þær ábyrgðir eru, er sjálfum ábyrgðarmönn- unum ókunnugt um. Þeir, sem vissu, að J. J. hafði gert sitt til að bregða huliðshjálmi yfir starfsemi þessa fyrirtækis, sem áður hafði rekið hana „fyrir opnum tjöldmn" höfðu litla trú á að orð hans reyndust annað en gjálfur eitt. Og svo hefir það og orðið. J. J. hefir sjerstaklega hælt sjer fyrir afskifti sín af Hnífs- dalsmálinu og sjóðþurðarmáli Brunabótafjelagsins. Aftur á móti hefir hann látið önnur samkynja mál alveg afskifta- laus. Hann hefir hylmað svo vandlega yfir pólitískt falsana- mal í Skaftafellssýslu, að hann hefir verið ófáanlegur til að láta málsskjölin í tje þótt eftir hafi verið leitað. Og ekki er heldur vitanlegt, að dómsmála- ráðherrann hafi gert. neitt til þess að athuga sjóðþurðina, sem orðið hefir hjá forstjóra útibús steinolíuverslunarinnar, á Seyðisfirði þrátt fyrir það þótt yfirskoðunarmenn landsreikninganna, þar á með- al mikils metinn flokks- bróðir ráðherrans, Pjetur Þórð- arson, gerðu mjög harðorða at- hugasemd um þetta mál og töldu ærið rannsóknarefni þingi og stjórn; enda verður því ekki neitað, að það mál virðist vera mjög alvarlegt. Hvers vegna sýnir nú dóms-

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.