Vörður


Vörður - 21.04.1928, Side 3

Vörður - 21.04.1928, Side 3
V Ö R Ð U R 3 málai áðherrann svona mikla röggsemi í Hnífsdalsmálinu. Er það af því, að hann hjelt, að með rannsókn þess gæti hann náð sjer niðri á íhaldsmönnum. Hvers vegna gengur hann svo röggsamlega frain i rannsókn Brunabótaf jelagsins eftir að hann hafði gert forsætisráðherr- ann, sjálfan sig og stjórnina ó- inerka orða sinna i því máli. Er það af því, að hann hugsaði sjer að leita þar fangs á rit- stjóra þessa blaðs? Hvers vegna á ekki að ræða falsanirnar af Síðunni „fyrir opnum tjöldum“? Er það vegna Lárusar í Klaustri? Og hvers vegna er gætt hinnar mestu þagnar um sjóðþurðarmál steinoliuverslunarinnar á Seyð- isfirði. Er það vegna Magnúsar Kristjánssonar, sem hafði „lát- ið“ útbússtjórann hirða 100 þús. kr. af opinberu fje, siðan samið við liann um greiðslu sjóðþurðarinnar og tekið tryggingar í skjaldaskriflum og baugabrotum, að því þúnu látið útbússtjórann halda stöðu sinni, eins og ekkert hefði iskorist, og loks að því er mælt er, látið út- bússtjóranum haldast uppi að fara áfram með fje landsversl- unar eins og hann ætti það sjálfur, svo að landsverslunin hefir jafnvel ekki haft reikning í bönkum austanlands, heldur munu olíugreiðslur til útibúsins hafa gengið inn á reikning út- hússtjórans sjálfs í bönkunum. Með þessu sem hjer er sagt, er það sýnt og sannað, að dóms- málarúðherrann vill því að eins að málin sjeu rædd „fyrir opn- um tjöldum“ að von sje um að gera andstæðingi mein. Sje hinsvegar hætta á að skuggi falli á flokksmenn hans, er engin fimari að draga tjöldin fyrir. Það eru lítil takmörk fyrir rangsleitni mannsins, og hvorki verður hann sjálfur öfundsverð- ur nje þeir fylgismenn hans, sem sýnt hafa þjóðinni þá ó- heyrðu lítilsvirðingu, að styðja hann til valda, þegar öll hans pólitíska framkoma verður rædd „fyrir opnum tjöldum". „Ðannsettur negrinn“. Hvarvetna þar sem hvítir menn og blámenn búa saman, eru blámennirnir í litlum met- um hafðir. Orðið „negri“ er þar versta skammaryrði og hvítum mönnum er fátt ver gert en vera kallaður slíku nafni. En svo hafa negrarnir lært orðið af hvitum mönnum og „bauna“ því óspart hver á annan þesar þeir reiðast. Þykir afar hlægilegt að heyra tvo fok- vonda blökkumenn fást við og kalla hvor annan „bansettan negra“. En þó þykir skörin þá fyrst færast upp í bekkinn, er blámennirnir fara að brígsla libitum mönnum með því að þeir sjeu negrar. Manni dettur ósjálfrátt í hug þessi siðastnefnda, ósvífnasta tegund blámannanna þegar dómsmálaráðherrann fer að brígsla um föðurlandssvik þeim mönnum, sem af umhyggju fyrir heill alþjóðar hlífast við að nota sárbeittasta vopnið, sem þessi ófyrirleitnasti stjórnmála- maður íslensku þjóðarinnar hefir lagt þeim upp í hendur. íhaldsblöðin þögðu viku eftir viku um landráðakent munn- fleipur ósvífins og ábyrgðarlít- ils- gasprara í hárri stöðu. Þau hafa margskorað á ráðherrann að láta rannsaka málið, því þess á að krefjast af hverjum skynbærum íslendingi, að hann komi ekki þjóð sinni í bobba ineð því að hafa eftir slík um- mæli manna í háum stöðum, sem hjer um ræðir — jafnvel þó ósvífnasti andstæðingur eigi í hlut og maklegur þungrar refsingar. Hjer hefir verið áður sýnt fram á það, að jafnvel þótt ummælin hafi ekki verið höfð orðrjett eftir .í erlendum blöð- um, hnigu orð dómsmálaráðh. nákvæmlega í sömu átt. Þegar hann því hrópav að andstæð- ingum sínum, sem í raun og veru hafa hylmað yfir með þessu skuggalega stjórnmálaaf- broti: föðurlandssvikarar, verð- ur að gefa honum sama ráðið og hvítir menn eru vanir að gefa blámönnúnum, líta í spegil. Blámennirnir hafa venjulega þann vott sómatil- finningar og aðgætni að þeir hrópa ekki: „bansettur negr- inn“ strax á eftir. Dómsmála- ráðh. á eftir að sýna, að hann standi ekki að baki þess- uin þeldekkri bræðrum sínum. Alþingi. Kosningar i sameinuðu þingi. Á mánudaginn var fóru fram kosningar í sameinuðu þingi. / utanríkismálanefnd voru kosnir: Jón Þorláksson. Sig- urður Eggerz og ólafur Thórs, af hálfu íhaldsm. og Frjálsl. Benedikt Sveinsson, Ásgeir Ásg., Bjarni Ásg. (Framsókn) og Hjeðinn Valdimarsson (jafn.). Yfirskoðunarm. landsreikn- inga: Árni Jónsson, Gunnar Sigurðsson, Pjetur Þórðarson. Mcntamálaráð: Árni Pálsson, Ingibj. H. Bjarnason (íhm.), Sig. Nordal, Ragnar Ásgeirss., Stef. Jóh. Stefánsson (Frams. og Jafnm.). Þingvallanefnd: Magnús Guð- mundsson (íh.), Jónas Jónsson og Jón Bald. (Frams. og Jafn.). Landsbankanefnd: Jón Þor- láksson, Magnús Guðmundsson, Ól. Thórs, Ingibj. H. Bj., Hall- dór Steinss. og Björn Kr. (íh), Sveinn Ól., Þorleifur, Guðm. Ó1., Lárus Helgason, Ingólfur Bjarnas., Einar Árnas. (Fr.), Hjeðinn V. og Haraldur (jafn.). Varam.: Pj. O., ,1. A. J., Jónas Kr., Jóhann Jós., Hákon og Jón á Reynist. (íh.), Bj. Ásg., Gunnar, Bjarni Bjarnason kenn- ari, Hafnarfj., Björn Birnir, Hannes dýralæknir og Helgi Bergs. (Frams.). Milliþinganefnd í tolla- og skattamálum: Jón Þorláksson (íh.), Halldór Stef. og Har. Guðm. (Framsókn & Co.). Síldarútvegsnefnd: Bj. Lín- dal (íh.), Böðvar Bjarkan og Erlingur (Fr. og jafnm.). Vara- menn: Guðm. Pjet. Ak. (íh.), Jakob Karlsson Ak. og Guðm. Skarphjeðinssin, Sigluf. (Fr. og jafnm.). Bankaráð Landsbankans. Á fundi landsbankanefndar- innar á miðvikudaginn voru kosnir í bankaráð Landsbanka íslands til næstu 4 ára Jón Árnason framkvæmdastjóri og alþingism. Jóhannes Jóhannes- son, Jón Baldvinsson og Bjarni Ásgeirsson. En varamenn voru kosnir í bankaráðið til sama tima þeir Metúsalem Stefánsson búnaðar- málastjóri, Árni Jónsson rit- stjóri, Hjeðinn Valdimarsson al- þingismaður og Bjarni Bjarna- son bóndi að Straumi. Þingslit fóru fram á miðviku- daginn með venjulegum hætti. Yfirlitsfrjettir þær, sem boðað- ar hafa verið af störfum Al- þingis, munu hefjast með næsta blaði. Söngskemtanir. Sigurður Birkis hefir haldið uppi söngkenslu hjer í bænum síðastliðna vetur og hefir bæj- arbúum gefist kostur á að sjá nokkurn árangur af starfi hans. Á annan í páskum hjeldu nokkrir nemendur hans söng- skemtun í Gamla Bíó. Var að- sókn hin besta og söngmönn- um klappað lof í lófa. Mátti þar heyra margar góðar raddir, og yfirleitt var auðheyrt, að nemendurnir höfðu „skólast" undir handleiðslu Birkis. Þessi skemtun var endurtekin seinna í vikunni. Síðastliðinn sunnudag hjelt svo einn af nemendum Birkis, Jón Guðmundsson, sjálfstæða söngskemtun í Gamla Bíó og þótti mjög vel takast. Er Jón kunnur mönnum hjer í bæ sem söngvari, þótt hann hafi ekki sjálfur haldið söngskemtun fyr en þetta. Hefir Jón sungið mörg ár í K. F. U. M.-söngfjelaginu og verið einhver mesta stoð þess ágæta fjelags. Jón hefir mjög háan og hreimmikinn tenór og þótti syngja glasilega ýms erfiðustu hlutverkin. Páll ísólfsson aðstoðaði við söng- skemtanirnar. Sigurður Birkis á mestu þakkir skyldar fyrir áhuga sinn á söngment, og vafalaust á hann eftir að leggja af mörkuin góðan skerf til fegrunar sönglífi hjer á landi. Tvo bYSgingarfjelög. Á undanförnum þingum hef- ir Jón Baldvinsson alt af verið að burðast með styrk handa fjelagi nokkru hjer í bænum, sem nefnist Byggingarfjelag Reykjavíkur. Fjelag þetta hefir þótt lítið fyrirmyndar fyrirtæki, þótt stjórn þess hafi verið í höndum jafnaðarmanna. Hefir það m. a. að því er mælt er vanrækt innheimtu á húsaleigu svo að talið er í tugum þús- unda. Nú fann þessi álitsrýri fjelagsskapur jafnaðarmanna náð fyrir augum Framsóknar- manna í Ed. eins og vitanlegt var, þar sem Jón Baldvinsson bar málið fram. En svo kom önnur beiðni fyrir þingið, ekki um styríc heldur um lánsheimild handa stjórninni til húsbygginga, frá starfsmönnum rikisins, og þeirri beiðni var neitað, á alveg ó- 179 180 181 Kr. Kr. Kr. Kr. Vinna við herfingu, l maður og 3 Áburður, 150 hlöss, er tekinn frá hestar í 120 tíma: túninu, í staðinn þarf að kaupa 1 maður í 120 tíma á 0/60 .... 72.00 tilbúinn áburð á 3 ha. af túninu. 360 hestavinnustundir á 0/25 . . 90.00 6 sekki þýskan kalksaltpjetur á 162.00 27/00 162.00 Tilbúinn áburður á túnið í staðinn • 6 sekki superfosfat á 10/25 .. 61.50 fyrir 270 hlöss af búfjáráburði, 3 sekki kalíáburð á 20/25 . . 60.75 sem fer i flagið (sbr. kostnaðar- 284.25 áætlun I) 511.65 Sáðvörur, 120 kg. korn og 40 kg Korn, 250 kg. á 0/50 125,00 grasfræ. Vinna við sáningu, sáðherfingu ög 120 kg. korn á 0/50 60.00 völtun: 40 kg. grasfræ ú 4/50 180.00 1 maður i 17 tíma á 0/60 .... 10.20 240.00 26 hestavinnustundir á 0/25 . • 6.50 Vinna við sáðningu, sáðherfingu 16.70 og völtun. Heyskaparkostnaður 100.00 1 maður í 23 tíma á 0/60 .... 13.80 26 hestavinnustundir á 0/25 . . 6.50 Kostnaður alls fyrsta árið .... kr. 970,35 20.30 Heyskaparkostnaður 100.00 Annað árið. Kostnaður alls annað árið kr. 758.55 Vinna' við plægingu, 1 maður og 2 hestar í 30 tima. Þriðja árið. 1 maður í 30 tíina á 0/60 .... 18.00 Tilliúinn áburður á 1 ha.*) 60 hestavinnustundir á 0/25 .. 15.00 2% sekkur þýskur saltpjetur á 33.00 27/60 67 50 Vinna við herfingu, 1 maður og 3 2 sekkir superfosfat á 10/25 .. 20.50 hestar í 60 tíma. 1% sekkur kalíáburður á 20/25 24.30 1 maður í 60 tíma á 0/60 .... 36.00 112.30 180 hestavinnustundir á 0/25 .. 45.00 *) Fjóröa árið má geta ráð fyrir meiri áburði og meiri 81.00 uppskeru en þriðja árið. Kr. Kr. Vinna við að bera á og valta, 1 maður í 18 tíma og 2 hestar í 10 tíma. ' 1 maðpr í 18 tíma á 0/60 .... 10.80 20 hestavinnustundir á 0/25 . . 5.00 ----- 15.80 Heyskaparkostnaður ............... 100.00 Kostnaður alls þriðja árið kr. 228.10 Kostnaður alls öll árin .... kr. 1957.00 T e k j u r . Fyrsta árið. Vinnusparnaður við að nota 270 hlöss af búfjáráburði í nýrækt- ina í st^ð þess að bera þau á * túnið, sbr. kostnaðaráætlun I.: Slóðadráttur á 5,4 ha. 1 maður og 2 hestar í 50 tíma. 1 maður í 50 tíma á 0/60 .... 30.00 100 hestavinnustundir á 0/25 .. 25,00 Hreinsun 5,4 ha. 1 kvenmaður í 100 tíma á 0/30 ............\ 30.00 Uppskera 1% kýrfóður, 1% kýrnyt 3375 lítrar á 0/18 ................ 85.00 607.50 Tekjur alls fyrsta árið .... kr. 692.50

x

Vörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.