Vörður


Vörður - 21.04.1928, Blaðsíða 4

Vörður - 21.04.1928, Blaðsíða 4
4 V Ö R Ð D R venjulegan og óviðeigandi hátt. Till. var borin fram við 3. umr. fjárlaganna í Ed. eftir að stjórn- arliðið hafði ákveðið að ganga að fjárlögunum óbreyttum, er þau kæmi aftur til Nd. Þetta var því úrslitaatkvæðagreiðsla. Af- brigði þurfti til að tillagan gæti komist að, og getur fjórði hluti deildarmanna komið i veg fyr- ir að afbrigði sjeu veitt frá þingsköpum. Nú var vitanlegt að meiri hluti deildarinnar var tillögunni fylgjandi og var þá gripið til þess ráðs, að láta Pál Hermannsson berjast fyrir því að synja afbrigða. Voru honum fengnir tveir liðsmenn til fylgd- ar og tókst þeim sameiginlega að hindra framgang málsins með þessari eindæma fyrirlit- legu aðferð. Og hvernig lítur svo framferði þessara manna út, þegar það er borið saman við stuðningin við stijrkveitingu til byggingarfjel. jafnaðarrnanna? Jú, hjer eiga starfsmenn rikis- ins hlut að máli, þeir menn sem ríkinu ber öðrum fremur skylda til að greiða fyrir. Menn kvarta yfir háuin launum til þessara manna. En hjer í Reykjavík er húsaleigan sá liðurinn, sem framar öllu ræður launakröfum embættismannanna. Fyrir þá menn, sem vilja lækka laun þeirra, er því sjálfsagðasta að- ferðin sú, að gera einhverjar ráðstafanir til að bæta úr hús- næðisvandræðunum. Hjer var farið fram á það eitt, að stjórn- in fengi heimild til að veita þessum mönnum lán gegn full- um tryggingum. Það var ekki farið fram á neina gjöf. En þó fór það svo, að þeir sem sam- þyktu gjöfina til hins vafasama fyrirtækis jafnaðarmanna’ synj- uðu með ofbeldi, svo ekki sje sagt fölsuðum þingvilja, starfs- mönnum ríkisins um lánið, til þess að halda þar með við hinni óhæfilegu húsaleigu og kaup- kröfum embættismanna um alt land. Árstíðaskrá Heilsuhælisins o. fl. Út af ummælum, sem fram hafa komið á Alþingi og í frá- sögn bl aða um umræður þar viðvíkjandi Oddfellowfejlaginu og fje því, er safnast hefur á liðnum árum til Árshátíðaskrár Heilsuhælisins, teljum vjer rjett að taka fram það sem hjer segir: Árstíðaskráin var gefin Heilsuhælisfjelaginu. Það fjelag tók allar tekjur af henni þang- að til Heilsuhælisfjelaginu var breytt í „Berklavarnafjelag Is- lands“ árið 1924. Síðan hefur það fjelag tekið allar tekjur af Árstíðaskránni. Öllum kröfum út af með- ferð þess fjár, sem safnast hef- ur til Árstíðaskrárinnar, hlýtur því að eiga að beina til Berkla- vai’nafjelags íslands. Ennfremur viljum vjer taka það fram, að gjafir þær, sem aðalfundur “Berklavarnafjelags íslands“ hefur gefið ýmsum stofnunum og fjelögum hjer á landi til útrýmingar berklaveik- innar, eru gefnar úr hinum al- menna sjóði fjelagsins, og bæði það fje, svo og Sjóðfje það, sem fjelagið nú á stafar auðvitað ekki einungis frá Árstíðaskrár- gjöfum heldur einnig frá öðr- uin tekjum Heilsuhælisf jelags- ins og Berklavarnafjelags ís- lands t. d. gjöfum og áheitum einstakra manna beint til fje- laganna, tillögum deilda og ýmsu fleira. Um alt þetta hefur stjórn Berklavarnafjelags Islands rit- að Stjórnarráðinu, að gefnu til- efni, rækilegt brjef þ. 15. ágúst 1926, en efni þess brjefs sjáum vjer að svo stöddu enga ástæðu til að rekja. Teljum vjer þetta sem þegar er sagt nægja til leið- rjettingar og skilningsauka fyxir þá, sem ókunnir eru málavöxt- um. Annars munum vjer að sjálfsögðu fúsir til þess að gefa allar frekari skýringar um mál- efni þessi, ef frekara tilefni gefst. Reykjavík 4. apríl 1928. Stjórn Berklavarnafél. íslands. Magnús Pjetursson, Sighvatur Bjarnason, Eggert Claessen, Haraldur Árnason, Sæmundur Bjarnhjeðinsson. Erlendar frjettir. íslendingar erlcndis. Ólafur Magnússon ljósmynd- ari hefur fyrir stuttu opnað sýningu á ljósmyndum í Kaup- mannahöfn, og eru þær af is- lenskri náttúru. Dönsku blöð- in hafa farið loflegum orðum um sýninguna, og segja mynd- irnar fagrar og einkennilegar, og birta sumar af þeim. Atvinnulcgsi enskra verka- manna er hið alvarlegasta um þess- ar mundir, svo að borgar- stjórarnir i London og New- castle hafa skorað á alþjóð að hjálpa 250 þús. þeirra, sem von- laust væri um að fengi aftur vinnu við námugröft vegna erf- iðleika kolaiðnaðarins. Verkbann i Þýskalandi. Tvö hundruð þúsund verka- manna urðu atvinnulausir í saxneskum málmiðnaðarbæj- um 12. þ. m. Stafar það at- vinnuleysi af verkbanni. Steinolíugegmar brenna. I olíugeymum Standard Oil- fjelagsins i Havanna kviknaði fyrir nokkru. Halda menn að tjónið nemi tveim miljónum dollara. Æsingar í Hankow. Miklar æsingar hafa nýlega orðið i Hankow, og er ástæð- an sú, að ræðismaður Frakka þar i borg heldur hlifiskildi yfir tveimur pólitískum flótta- mönnum. Heimta kínversku yf- irvöldin, að hann framselji þá. Gengur mikið á af þessum á- stæðum. Meðal annars hafa kröfuspjöld ýmiskonar verið fest upp á götum borgarinnar. Heimta Hankow-búar, að Ev- rópuþjóðirnar afsali sjer öllum þeim sjerrjettindum, sem þær hafa í Kína, og að Kínverjar ráði öllum málum sínum sjálfir án nokkurrar íhlutunar útlend- inga. Samningatilraunir hafa farið fram milli franska ræð- ismannsins og yfirvaldanna. Þó þykir ekki friðvænlegra en það, að foringi frönsku flotadeildar- innar við strendur Kina er lagður af stað til Hankow. Grikkland konungsríki? Nú nýlega hafa fregnir bor- ist um það, að stjórnir Eng- lands og ítala hafi farið þess á leit við Grikklandsstjórn, að hún leggi það til, að Grikkland verði gert að konungsríki. Eru þær ástæður færðar fram fyrir málaleituninni, að liklegt sje, að það sje seinasti möguleikinn til þess að hindra það, að kommúnistar geri byltingu í Grikklandi. En gerðu þeir það, búast menn við, að Jugoslavar gerðu tilraun til að taka Sal- oníki herskildi. En þá mundu stórvéldin neyðast til íhlutunar. Bglting hindruð í Japan. Yfirvöldin í Japan hafa ný- lega komist á snoðir um sam- særi eða byltingarundirbúning, sem kommúnistar höfðu þar á prjóiiunum. Hafa eitt þúsund menn verið handteknir. Yfir- völdin hafa látið svo um mælt, að tilgangurinn með samsær- inu hafi auðsæilega enginn ann- ar verið en að koma á byltingu í ríkinu. Við þetta eru riðnir margir háskólakennarar Jap- ana. Þær varúðarreglur hefur stjórnin sett, að hún hefur bannað fjelagsskap „Öreiga- lýðs-flokksins“, og tvö önnur byltingakend pólitísk fjelög. Lántökur Dana. Ríkisþingi Dana var slitið 4. þ. m. Meðal laga, sem það sam- þykti voru lántökuheimildir. Var samþykt að taka 55 milj. dollara lán til þess að standast straum af Landmandsbanken, og 60 milj. kr. innanlandslán, er taka skal fyrir 15. júni. Norðmannaför iil íslands. AiS því er skrifað er frá Nor- egi, af íslenskum manni, sem þar er, hyggja Norðmenn á all- fjölmerma för til Islands i sum- ar. Er það „Norrönafelaget“ i Bergen, sem fyrir þeírri för gengst. Mun ákveðið, að þessir skemtiferðamenn komi við í MALTOL Bajerskt ÖL PILSNER Best. Ódýrast. INNLENT Hjaltlandi, Orkneyjum og Fær- eyjum auk Islands. Gert er ráð fyrir 100 farþegum víðsvegar að úr Noregi. I Reykjavík ætla þeir að standa við tvo daga, en fara síðan norður um land og austur og þaðan heimleiðis. Sýning á íslenskum heimilis- iðnaði í Ameriku. Thorstína Jackson er óþreyt- andi í því að kynna ísland og íslensk mál í Ameríku bæði meðal íslendinga þar og annara þjóða manna. Nú nýlega hefur liún ákveðið að gangasl fyrir því, að íslenskar heimilisiðnað- ai-vörur verði sendar til Amer- iku og haldin sýning á þeim þar, í því augnamiði, að hægt yrði að skapa markað fyrir þessar vörur í hinni miklu og mannmörgu álfu. Vill hún fá sem fjölbreyttast úrval af heim- ilisiðnaðarvörum: vefnað og prjónles, gull- og silfursmíði, trjeskurð og annað það, er hugsanlegt væri, að selst gæti á amerískum markaði. Ef svo reyndist, að þarna yrði fundinn einhver markaður, meiri eða minni, fyrir íslenskan heimilis- iðnað, þá væri honum með því greiddur vís vegur til vaxtar og blómgunar. Prenfsmiðjan Gufenberg. 182 183 184 Kr. Kr. Annað árið. Vinnusparnaður við að nota 150 hlöss af búfjáráburði í nýrækt- ina, í stað þess að bera þau á túnið: Slóðadráttur 3 ha. 1 maður og 2 hestar í 28 tíma. 1 maður í 28 tíma á 0/60 .... 16.80 56 hestavinnustundir á 0/25 .. 14.00 Hreinsun 3 ha. 1 kvenmaður í 55 tima á 0/30 ............... 16.50 ------- 47.30 Uppskera 1% kýrfóður. 1% kýfnyt 2625 lítrar á 0/18 ............... 472.50 Tekjur alls annað árið . .. . kr. 519.80 Þriðja árið. Uppskera 1 kýrfóður. 1 kýrnyt, 2250 lítrar á 0/18 405.00 Áburður undan einni kú, hlöss á 1/50 35 52.50 • Tekjur atls þriðja árið .... kr. 457.50 Tekjur alls öll árin kr. 1669.80 Kostnaður við læktunina fram tekjur öll árin um- kr. 287,20 Útgjöldin í þessum áætlunum falla í tvo aðal- flokka: vinnu og áburðar og útsæðiskostnað. Þrátt fyrir það, þótt heildarkostnaðurinn við ræktun- ina sje ekki inikill — þótt tekjurnar af ræktun- inni vegi furðu mikið á móti kostnaðinum — dylst það ekki, að það þarf allmikið rekstursfje til þess að rækta hröðum skrefum. I fyrri áætluninni er hinn raunverulegi ræktunar- kostnaður tæpar 300 Icrónur á ha, en eigi að síður þarf að kaupa áburð og sáðvörur fjrrir 700 krónur til þess að rækta 1 ha. I seinni áætluninni er hinn raunverulegi ræktun- arkostnaður uin 287 krónur á ha., en það þarf að kaupa áburð og sáðvörur fyrir yfir 1200 krónur til þess að rækta 1 ha. Þótt slegið sje af þessum tölum eða aukið við þær, eftir skoðunum, reynslu og staðháttum, benda þær þó greinilega til þess, að það er frekar þörf á veltu- fje en ölmusufje til nýræktarinnar. En það er þörf á fleiru en veltufje, það er þörf á þeklcingu — ekki síst vcrklegri þekkingu — og íeikni til þess að fram- kvæma ræktunina svo í lagi sje og svo að fjeð sem varið er til ræktunar gefi arð og endurheimtist, en verði ekki offur á altari vanþekkingar og misgripa. En þrátt fyrir það þótt nýrælctin geti fyllilega end- urgreitt það fje, sem er skynsamlega varið til henn- ar, er hún sannarlega verð þess styrks og stuðning sem húnl nýtur frá þjóðfjelagsheildinni. Fámennur bændalýður í óræktuðu og lítt bygðu landi, sem skortir flest menningartæki er verða af mönnum gjörð, á svo feikna mikil og merkileg verkefni að vinna, að óþrjótandi virðast. Með því að styðja ný- ræktina af alefli og hrynda henni fljótt og vel á- leiðis, vex geta þjóðarinnar til frekari gæfustarfa mest og best. Það er engin ölmusa til búnaðarins og bændastjettarinnar þótt þjóðfjelagið leggi eftir mætti fje í það, að koma upp þeim höfuðstól, sem tryggastur er og best getur borið framtíðarmenningu og framfarir á öllum sviðum. En því má aldrei gleyma, að sá höfuðstóll — vcl ræktað ngtjaland á öll- um bglum um allar sveitir — verður ekki úr tómu gulli gerður þótt gnægð væri til af því. Hann verð- ur aldrei metin í krónum og aurum. Til þess að koma upp þeim höfuðstól þarf framar öllu öðru ör- ugga trú, vit og vilja altra sem við búslcap og jarð- rækt fást. Það munar uin handtök fjöldans. Ef allir vinna að einhuga að sama marki, þá mun vel vora.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.