Vörður - 21.07.1928, Blaðsíða 3
V Ö R Ð U R
3
hefur oss aldrei fyr verið gerð í
þessu landi! Hjer eftir stöndum
vjer varnarlausir gegn erlendum
yfirgangi, er dómsmálaráðh.
auglýsir þannig ótrú sína á ís-
leuskum dómstólum. Það hefði
verið betra, að hann hefði sett
alla dómara af og sett samvinnu-
skólapilta í staðinn.
2.
Gjafirnar úr landhelgissjóði
eru stórfenglegar. J. J. ráðh.
gaf í vetur er leið 8000 kr. ein-
hverju ensku fjelagi og nú hefur
hann gefið erlendum ræningja
sem næst 20000 kr. Ráðh. álítur
sjáanlega, að hann eigi land-
helgissjóðinn, en það er hinn
mesti misskilningur. Hann hefur
enga heimild til að gefa úr
honum og það er óhjákvæmi-
legt, að þingið skipi honum að
borga upphæðir þessar. Ýmsir
spyrja, hvernig það megi vera,
að forsætisráðh. láti alt þetta
viðgangast. En þeir menn spyrja
fávíslega, því að það er löngu
kunnugt orðið, að forsætisráðh.
er ekkert annað en þægt verk-
færi í höndum dómsmálaráðh.
í*að sem J. J. skipar gerir hann
og hvernig ætti hann þá að ráða
gerðum J. J. Sjálfstæði forsætis-
ráðh. gagnvart J. J. er hið sama
og leirsins í höndum mynda-
smiðs. J. J. getur breytt honum
í hvaða mynd sem er. Forsætis-
ráðh. er yfirleitt ekki nefndur
lengur. Hann er skoðaður sem
núll fyrir framan J. J., gildis-
laus og þýðingarlaus og nennir
enginn að eyða orðum um hann.
3.
Daglega er nú farið á bifreið-
um milli Norðurlands og Suður-
lands. Húnvetningar eru nú einn
sólarhring á leiðinni til Reykja-
víkur og Skagfirðingar og Ey-
firðingar tvo sólarhringa. Vill
nú enginn fara með skipi, allra
síst Esju, úr þessum hjeruðum.
Það eru hinir miklu þurkar í
júni, sem valda því, að bifreið-
um er fært þessa leið. En í
venjulegum árum mundi þetta
ókleift. Árangurinn af því, að
nú eru uppteknar bifreiðaferðir
á þessum kafla landsins, hlýtur
að verða einróma og hávær
krafa um að flýta eins og verða
má hinum nýja vegi yfir Holta-
vöiðuheiði. Vegur þessi kostar
ekki helming andvirðis hins
nýja strandferðaskips og það
verða ekki blíð orð eða fyrir-
bænir, sem landsstjórnin fær, ef
hún dirfist að láta nýtt strand-
ferðaskip ganga fyrir þessari
vegagerð. Flestum þykir ólíklegt,
að hún þori að brjóta í bág
við vilja almennings í þessu, en
enginn veit nema J. J. vilji
halda frain skipinu og þá vita
allir hvað samgöngumálaráðh.
muni gera. Sagt er, að nú sje
verið að leita eflir tilboðum í
skipið, en í vegi þorir stjórnin
ekki að veita nema lítið.
4.
Hannes dýralæknir segir í
Tímanum ferðasögu sína til
fundahalda um Borgarfjörð,
Húnavatns- og Skagafjarðarsýsl-
ur. Mun þeim, sem á fundun-
um voru sjálfsagt þykja fróð-
legt að bera saman frásögnina
og veruleikann. Einna hlægi-
legast mun það þykja, er sagt
er, að Jón Þorl. hafi flúið af
Borgarnesfundinum. En þáð er
gömul saga, að Tíminn fyrir-
lítur svo lesendurna, að hann
leyfir sjer að bjóða þeim alt.
Pað er leiðinlegt, að Tíminn
skuli gleyma að tilfæra skila-
boðin, sem einn af merkustu
bændum Norðurlands bað
Hannes fyrir til forsætisráðherr-
aus, því að varla er rjett að
geta þess til, að hann hafi ekki
skilað boðunum.
5.
Á Borgarnesfundinum var
gerð hörð hríð að dómsmála-
ráðh. og átti hann mjög í vök
að verjast. Varð hann þá skap-
illur og jós úr sjer ókvæðisorð-
um, eins og hann á vanda til,
er hann reiðist. Á fundinum var
ungur maður, sem tók meinlega
fram í fyrir J. J. nokkrum
sinnum og varð hann ókvæða
við og kallaði hinn unga mann
sveitarlim o. fl. Hinn ungi mað-
ur, sem fram í tók, er fram-
kvæmdarstjóri mjólkurfjelagsins
»Mjallar« í Borgarnesi, mann-
vænlegur maður og djarfmann-
legur, og kunnugir segja, að
með því að kalla hann sveit-
arlim hafi J. J. átt við það, að
»Mjöll« nýtur styrks úr ríkis-
sjóði. »Mjöll« er bændafjelag,
stofnað í þeim tilgangi að koma
mjólkurafurðum í sæmilegt verð.
Uppnefni dómsmálaráðh. sýnir
því það, að hann lítur á styrk-
inn til þessa bændafjelags sem
sveitarstyrk og bændurna sem
í fjelaginu eru sem sveitarlimi.
Honum fer því illa að niðra
öðrum fyrir illmæli um bænd-
ur. Og þess mun minst verða,
að meðlimur stjórnar, sem sjálf
hefir skírt sig bændastjórn, til
þess að villa á sjer heimildir,
þó að engih sje bóndinn í henni,
leyfir sjer að viðhafa slík orð,
jafnvel þótt í reiði sje.
6.
Brottrekstur opinberra starfs-
manna, sem heimilt er að segja
upp án lagabreytinga, heldur
áfram. Refsar dómsmálaráðh. á
þenna hátt óvinum sinum og
skyldmennum þeirra. Flest skrif-
stofufólk vínverslunarinnar er
rekið burtu, án þess að nokkr-
ar sakir sjeu og gæðingar stjórn-
arinnar teknir í staðinn. Á
Borgarnesfundinum var J. J.
vittur fyrir þetta, en hann sagði
að sjóðþurð hefði valdið brott-
rekstrinum. Honum var bent á,
að þetta gæti ekki verið rjett,
því að ýmsir af mönnum þess-
um hafa alls ekkert fje undir
höndum. Sakargift þessi gat því
aðeins átt við um fáeina af hin-
um brottreknu og fáir trúa þvi
um útsölumennina t. d. á ísa-
firði, ^estmannaeyjum og Seyð-
isfirði, að hjá þeim hafi verið
sjóðþurð. Er hart fyrir þessa
menn að fá þá uppbót hjá J. J.
á brottrekstrinum að vera bornir
æruleysissökum á opinberum
fundi í viðurvist mörg hundruð
manna. J. J. þykir ekki nóg að
flæma menn þessa burtu, hann
vill líka svifta þá ærunni, sem
er þeirra helgasta eign.
7.
Á Borgarnesfundinum reyndi
J. J. að eigna sjer og sínum
flokki öll landbúnaðarmál und-
anfarandi þinga. Þá reis upp
Pjetur Ottesen og sýndi fram á
í langri og skýrri ræðu hve
mikinn þátt íhaldsmenn hafa
ált í málum þessum og frum-
kvæði að mörgum þeirra. Pessu
treystist J. J. alls ekki að svara.
Gin- og klaufaveikin var og
nefnd og gekk P. O. fast að
Hannesi dýral. og Tr. Þ. út af
því máli og varð lítið úr svör-
um. X.
Hannes Jónsson dýralæbnir
lýsir sjálfam sjer.
í síðasta tölublaði »Tímans«
skýrir Hannes Jónsson frá þing-
málafundunum síðustu fyrir
norðan. Lýsir hann því þar,
hversu Hannes Jónsson dýra-
læknir hafi gersigrað alla and-
stæðinga sína, svo að þeir hafi
fallið fyrir honum hver um ann-
an þveran. Ennfremur segir
hann: »Mátti það heita tilviljun
er flokksstjórninni (Framsóknar)
tókst á siðustu stundu að fá
ágætan mann, Hannes Jónsson
dýralækni, til að mæta á fund-
unum af flokksins hálfu. Er
Hannes raunar mjög störfum
hlaðinn og gafst því raunar
tími til undirbúnings. En vegna
starfs síns í ríkisgjaldanefndinni
og áhuga um almenn mál, er
hann manna kunnugastur þing-
störfum og sjerstaklega fjármál-
um landsins.« Mikil er trú Hann-
esar á sjálfum sjer, en skopleg
hljóta ummæli hans að vera í
eyrum þeirra manna, er fund-
ina sóttu.
Landhelgishöfðingian.
Pegar hafa borist mörg brjef
utan af landi, er lýsa biturri
gremju yfir hinni hneykslanlegu
landshelgisgjöf dómsmálaráð-
herra. Einn brjefritaranna kemst
meðal annars svo að orði:
»Altaf höfum við útvegsbænd-
ur vitað að Jónas frá Hriflu er
okkur fjandsamlegur, en vegna
hinna mörgu, og að því er
virðist, einlægu og gremjufullu
skrifa hans i »Tímanum« gegn
landhelgisbrotum, bjeldum við
að honum mætti þó treysta til
röggsemi í landhelgisvörninni.
Okkur er nú mikil raun að því
og voði að sjá að áhugi hans í
þessu máli reynist hræsni ein.
En sú er von okkar að ekki
þoli þjóðin það til lengdar, að
Jónas fari með vcld og haldi
erlendum veiðiþjófum veislur í
landhelgi. Hefir honum höfðing-
lega farnast við þennan Hull-
togara og vildi jeg mega beina
þeirri spurningu til ritstjóra
»Varðar«, hvort ekki sje tilhlýði-
legt að veita Jónasi nafnbót fyrir
þá rausn og nefna hann Hull-
Jónas«.
Leiðrjetting.
Sú villa hefir slæöst inn í grein-
ina »Mentamálaráðherrann og
Mentaskólinn« i siðasta blaði, að
þar er sagt, að árið 1878 haíi verið
veittar til Gagnfræðaskólans á
Moðruvöllum 5800 kr. til kennara-
launa. Þetta er eigi rjett. Með fjár-
lögum fyrir fjárhagstímabilið 1878
—1879, sbr. Lög nr. 30 1877, eru
veittar i þessu skyni kr. 3200. En
skólinn komst eigi á fót, fyrr en
1880, það ár eru veittar með fjárl.
fyrir fjárhagstímabilið 1880—1881,
sbr. lög nr. 30 1879, til kennaralauna
við skólann 5800 kr.
G. A. S.
Ádrepa til Tímans.
I Tímanum frá 7. þ. m. er
kvartað yfir því, að jeg hafi á
Borgarnesfundinum verið nokk-
uð orðvondur um andstæðinga
ihaldsins, og segir að sá flokk-
ur sje nokkuð djúpt fallinn,
sem býður eða styrkir slíka
menn fram til þings.
Jæja! þetta segir hann bless-
aður, sagði kerlingin. — Jeg
er nú satt að segja alveg hissa
á því, hvað Timinn er vægur
við mig, úr þvi hann á annað
borð fór að minnast á þetta
ljóta orðbragð mitt, að hann
skyldi þá ekki fletta ofan af
mjer eins og jeg átli skilið, og
segja rækilega frá hver um-
mæli mín voru; því sannast að
segja vóru þau mikið ljótari en
hann skýrir frá, en af hvaða
ástæðum hann tekur svona
vægilega f, verður hver að giska
á eftir því sem honum sýnist.
Hann segir að jeg hafi sagt,
að þeir væru eins og »andskot-
inn með skitinn í klónum«.
Nú skal jeg, lesari góður,
segja ykkur hvað jeg sagði um
þá á Borgarnesfundinum.
Jeg sagði að mjer væri sjálf-
um fullkunnugt um það, um
Tr. Pórhallsson forsætisráð-
herra, og að jeg sömuleiðis
hefði fullnægjandi sannanir fyrir
því um Jónas Jónsson ráð-
herra, að þeir hefðu í sinni
pólitísku baráttu farið ljúgandi
og rægjandi um landið, fyrir
kosningarnar í fyrravor, til að
afla sér kosningafylgis og til að
þoka andstæðingunum úr vegi,
og að þarna hefðu þeir svo
greinilega mint mig á söguna
um miður velþekta persónu
sem Tíminn nefnir rjettu
nafni og sagt er um, að beri
lygina og skítinn á tánum milli
manna, um bæi og bygðir.
Ef þau ummæli, sem jeg
hafði þarna um þessa heiðurs-
menn hefðu verið ósönn og ó-
makleg, þá var þetta auðvitað
ljótt og ósiðmennilegt framferði
af minni hálfu, en ef hjer var
sagður hreinn og beinn sann-
leikur, þá voru aftur á móti
þessi ummæli rjettmæt og sjálf-
sögð, því slíkur stjórnmála-ó-
sómi á ekki að vera óumtalað-
ur eða óvíttur.
Pað er víst að enginn sljórn-
málasigur hefir áður á íslandi,
unnist eins greinilega vegna
rógs og blekkinga eins og sá
sigur, sem Tímamenn og sósí-
alistar unnu við síðustu kosn-
ingar.
Peir hrópuðu hátt um það
stjórnmálamyrkur, sem nú grúföi
5'fir þjóðinni, og um það fjár-
málafen, sem hún nú væri að
sogast ofan í. En ef við kom-
umst að, sögðu þeir, þá skulu
af himni ský dragast og sól úr
sævi rísa. Já, þá skal nú verða
tekið á, sagði Tr. P. hinn stóri
fálmari.
Jeg ætla hjer fyrir lesend-
urna að draga upp svolitla
mynd af bardagagaaðferð þess-
ara manna, mynd, sem jeg hefi
sjálfur verið heyrnar- og sjón-
arvottur að á þessum lífsins
leikvelli, það er um stjórnmála-
lega umsögn Tr. P. á fundi,
sem haldinn var í Norðtungu f
fyrravor á undan kosningum,
þ. e. þeim eina pólitíska fundi,
sem jeg hefi verið á með þeim
manni.
Jeg ætla ekki að fara mörg-
um orðum um skrum og mælgi
hans, um fyrirhugaðar fram-
kvæmdir og fjárhagsumbætur,
þegar Tímamennirnir með að-
stoð sósíalista væri búnir að
taka við völdum, því þau um-
mæli voru þó í sjálfu sjer ekki
neitt illkynjuð, það voru bara
ógrunduð orð með vöntun á
allri ábyrgðartilfinningu eins og
oft vill verða hjá heimskum
grobburum og vindbelgjum.
En þegar hann fór að lýsa
fjármálameðferðinni bjá hinni
þáverandi stjórn, bg fjárhags-
ástæðum ríkissjóðsins. Pá kom
fram hinn óvandaði pólitíski
loddari, um þau mál var hann
bæði stórorður og margorður,
því hann hefir líklega giskað á,
eins og líka er víst og rjett, að
þarna er fjöldinn af fólkinu
nokkuð ófróður, og eins, að
þegar um fjármál er að ræða,
að þá eru flestir fremur við-
kvæmir og að á þessu sviði er
hægast að æsa upp hugi manna.
Lýsing hans í aðaldráttum,
var hjer um bil nákvæmlega á
þessa leið. Hann sagöi að rík-
issjóður hefði að vísu verið í
talsverðum skuldum þegar í-
haldið tók við, en svo hefði
stjórn þess sýnt svo mikið á-
byrgðarleysi, gáleysi og ráðleysi
í meðferð fjármálanna, að hún
hefði tekið hvert miljóna-lánið
á fætur öðru ofan á það, sem
fyrir var, og þetta var óþveginn
lestur. Og í þessu synda-
registri taldi hann lán það, sem
Landsbankinn fjekk til styrktar
veðdeildinni, og sömuleiðis lán
það sem tekið var handa rækt-
unarsjóðnum, og svo endaði
hann sína bruðlunar skýrslu með
því að ríkið hefði tekið 9 milj.
kr. lán f Ameríku. Allar þessar
upphæðir taldi hann rikisskuldir.
Ekki gat hann um, að með
þessum lánum eða á neinn ann-
an hátt hefði verið greiddur
einn einasti eyrir af eldri lánum,
enda var það auðheyrður til-
tilgangur ræðumannsins, að láta
fólkið komast á þá skoðun, að
hjer hefði af ráðleysi og gáleysi
verið hrúgað skuldum á skuldir
ofan, enda var hann mjög þung-
orður, alvöruþrunginn og and-
agtugur, útaf því að hinir ágætu
íslensku bændur yrðu ósjálfráðir
að sogast niður í hið botnlausa
fjárhagslega vandræðafen íhalds-
ins.
Mjer satt að segja ofbauð al-
veg hvað þessi maður þarna
gat verið blygðunarlaus og stór-
lýginn.
Jeg skal kannast við það, að
jeg tók ekki eins hart á þessa
framferði þarna, og þurft
hefði að vera, sem stafaði mikið
af þvi, að fundur þessi var í
kirkjunni, því mjer fanst að á
slíkum orustuvelli þyrftu menn
að vera sjerstaklega háttprúðir
og heiðarlegir. En hann, þenn-
an fyrverandi hempumann, hann
klígjaði ekki við, þó í kirkjunni
væri, að útdeila rógnum og lýg-
inni til hins viðverandi safnaðar.
Jeg sýndi fram á þarna á
fundinum, hve mikil ósannindi
og öfgar væru í umsögn ræðu-
mannsins, skýrði frá hvað ríkis-
skuldirnar hefðu stór-minkað á
því tímabili, sem íhaldsstjórnin
væri búin að vera við völd, og