Vörður

Tölublað

Vörður - 16.03.1929, Blaðsíða 2

Vörður - 16.03.1929, Blaðsíða 2
2 V ö R Ð U R Til að rannsaka málið var fyrst fenginn sjerstakur lög7 fræðingur, síðan fór rannsókn fram hjá lögreglustjóranum í Reykjavik, þar næst hjá bæjar- fógetanum og síðast var sýslu- maður Barðastrandarsýslu, nýj- asta lífakkeri dómsmálaráðh., sóttur á varðskipi vestur á Patreksfjörð og látinn rann- saka og rannsaka. En alt kom fyrir ekki. Ekkert fanst athuga- vert við fjelagsstofnunina. Aumingja dómsmálaráðh. varð að verða af þeirri ánægju að fá M. Gu dæmdan. Ríkissjóður fær svo að borga brúsann og dýrar munu allar þessar rannsóknir. Kosta þær eflaust mörg þúsund krónur og er þægilegt fyrir dómsmálaráðh. að geta notað ríkissjóðinn til þess að reyna að koma fram pólitískum hefndum. Hann verður dýr landinu um það lýkur, en verst af öllu er þó það, að svo skuli hafa valist maður í dómsmálaráðherrasess, að enginn mótstöðumaður getur lengur verið óhultur fyrir á- stæðulausum sakamálum og samherjar geta gert það, sem þeir vilja, án þess að þeir eigi nokkuð á hættu. Negramórall. Hrafnarnir kroppa augun hver úr öðrum og svertingjanir kalla hver annan „bölvaðan negra“ í svívirðingarskyni. Hjer á landi er einn stjórnmálamað- ur, sem mjög er tamt að tala um negra, negra-ríki, halanegra o. s. frv. og hugsar sjálfur eins og negri. — Þessi viðurkendi fulltrúi blökkukynsins hjer á landi fer á stúfana í síðasta Tímanum og bölsótast yfir því að málflutningsmenn hjer í bænum hjeldu nýlega Jóhannesi bæjarfógeta samsæti til þess að Þegar þjóðirnar hrundu af sjer einveldinu var fyrsta spor þeirra að greina einræðisvaldið í þrjá þætti: löggjafarvald, | frainkvæmdarvald og dómsvald. 1 Með stjórnárskrám hvers full- valda ríkis er tiltekið hverjir i valdhafar skulu hafa á hendi i hvern þátt þessa almenna valds, | sem áður lá óaðgreint í hendi j einvaldans og sett takmark fyr- ir valdsviði hvers þeirra. — íslenska stjórnarskráin er í þessu efni lík stjórnarskrám annara þjóða. Samkvæmt henni er löggjaf- arvaldið í höndum konungs og alþingis í sameiningu, fram- kvæmdarvaldið í höndum kon- ungs og dómsvaldið í höndum dómenda. Til nánari skírgreiningar valdsviði hvers þessa valdhafa fyrir sig er starf þeirra og vald- svið í höfuðatriðunum nánar tiltekið í stjórnarskránni. Þar sem þingbundin kon- ungsstjórn er, eins og hjer, er vald konungs að meiru eða minna leyti aðeins í orði kveðnu. Konungur er sam- kvæmt stjórnarskránni ábyrgð- þakka honum góða samvinnu á umliðnum árum. Hefir Jóhann- es bæjarfógeti verið mjög vin- sæll ineðal málflutningsmanna bæjarins, enda er hann annálað lipurmenni, starfsmaður með afbrigðum, fljótur að afgreiða mál og manna rjettdæmastur. Þátttaka málflutnigsmanna í veislunni var þá og mjög mikil. Þetta sveið hinum þeldökka valdsmanni, svo hann mátti ekki kyrt láta. Telur hann að þetta hafi hvergi getað komið fyrir nema í Reykjavik og „aumuslu negralýðveldum úti um heim“. Fer hjer sem oftar að hræsnin verður full ber, þegar þess er gætt, að höfund- ur þessarar ritsiníðar hefir set- ið miklu fleiri veislur með Jó- hannesi bæjarfógeta eftir að dómur fjell i máli hans, heldur en nokkur þeirra málfærslu- manna, sem í samsætinu voru. Annars má dómsmálaráðherr- ann þakka fyrir meðan nokkur maður virðir hann viðlits, því dæmdur og ódæmdur verður hann altaf fyrirlitlegastur allra þeirra, sem íslands óhamingja hefir hossað hált. Frelsingjarosti. Jónas Þorbergson er gott dæmi þess hvernig þeir menn verða, sem hærra komast í líf- inu, en nokkur rök stóðu til. Jónas var í æsku hverjum manni hvumleiður og var frá upphafi sýnt að hann mundi verða vandræðamaður. Fór snemma að bera á þeim ein- kennum, sein síðar hafa orðið ríkust í fari hans, stráksskapn- um og illkvitninni. Þótti þegar lítil gæfa fylgja honum. Þá dreymdi inenn ekki fyrir því, að mannvirðingar mundu ganga svo hjer á landi, að lestir manna opnuðu þeim leiðir til arlaus og friðhelgur, en fram- kvæmir stjórnarathafnir sínar eftir tillögum og á ábyrgð ráð- herra, sem venjulega eru vald- j ir af alþingi og styðjast við meirihluta þess. Af þessu leiðir fyrir það fyrsta það, að það er alþingi, sem velur þessa trúnaðarmenn konungs og ríkisvaldsins, og að hann hefur þar lítil eða engin ! áhrif á. — Af ábyrgð ráðherr- I anna og ábyrgðarleysi konungs j leiðir aftur það, að það eru ráðherrarnir, en ekki konungur, sem raunverulega ráða stjórn- arathöfnunum, þótt þær sjeu framkvæmdar í hans nafni. Þegar þjóðirnar fengu mátt til þess að hrista af sjer ok ein- veldisins var það ekki nema eðlilegt, að þær ineð grundvall- arlögum trygðu sjer þann rjett, sem mest hafði verið fótum troðinn áður, en það var jafn- rjettið fyrir lögunum. — Þess vegna eru nákvæm ákvæði í stjórnarskránum um atvinnurjettindi, prentfrelsi, sksittaálögur, eignarrjett o.s.frv. En eitt af því, sem mest hafði verið misbeitt áður mikilsverðra trúnaðarstarfa. En á skaplöstum sínum hefir Jónas flotið og mun fljóta meðan sið- gæðishugmyndir nafna hans frá Hriflu mega sin einhvers i op- inberu lífi hjer á landi. Hugs- unarháttur J. Þorb. er ekki hugsunarháttur frjátsborins manns, heldur frelsingja. En frelsinginn er oft ekki annað en þræll, sem fær að ganga laus. Jónas Þorbergsson átti marga stjettarbræður við hirð Caligúlu og Nerós og ætti hann að láta þeirra víti og húsbændanna verða sjer að varnaði. Hinir smæstu. Sjaldan hefir verið skopast meir að hjegómlegri blaða- mensku Tímans en eftir birt- ingu brjefs Einars Eiríkssonar á Hvalnesi. Birtist brjef þetta í rithandarsýnishorni Einars og hæðist blaðið mjög að rjett- ritun hans. Brjefið er sýnilega til þess skrifað að hræða ein- hverja lítilsiglda forsprakka kaupfjelagsins á Hornafirði til sátta í máli því, sem Einar átti í við kaupfjelagið. Segir Einar viðtakanda brjefsins, að hann hafi fengið brjef frá „þeim stærstu" í Reykjavík og hafi þeir ráðið honum til að sættast ekki á málið. Hvað Einar á við nieð þessu er ekki gott að segja, en líklega er það bara grýla til að skjóta stjórnendum kaupfje- lagsins skelk í bringu. Hann þekkir þá og veit hvað við á. Einar hefir gefið út bók, sem hann nefnir „Einvaldsklærnar á Hornafirði". Hefir verið furðu hljótt um bók þessa, jafn ný- stárleg og hún er þó að efni til. Liklega verður þessi mikli lilfa- þytur i Tímanum til þess að auka mjög sölu og útbreiðslu ritsins, því sýnilegt er að blað- inu þykir mjög komið við kaun var það, að óhlutvandar stjórn- ir notuðu afstöðu sína til þess j að ofsækja þá, sem voru á önd- verðum meið í pólitík og mest höfðu sig i frammi með meira eða minna röngum ákær- um og málatilbúnaði, — enda er ákæruvaldið einn af aðal þáttum framlcvæmdarvaldsins. Til þess að tryggja sig gegn misbeiting þess, eru sett stjórn- arskrárákvæði um skyldu til þess að leiða hvern þann sem tekinn er fastur tafarlaust fyrir dómara og jafnframt eru í stjórnarskránni sett nokkurn- veginn örugg ákvæði til þess að tryggja sjálfstæði dómsvaldsins gagnvart framkvæmdarvaldinu. Þetta er þó ekki til fullnustu gert vegna þess, að það er framkvæmdarvaldið, sem skip- ar dómarana, en i öllum siðuð- um löndum hafa þó myndast fastar reglur um veitingar slíkra embælta — óskráð lög — sem óhæfa hefur þótt að víkja frá, — með því að ekki einasta almenningur, heldur dómara- stjettin sjálf hefur fundið þá tryggingu í þessu fyrirkomu- lagi, sem vantar í liin skráðu lög. Þrátt fyrir það, þótt þannig sje gengið sæmilega tryggilega frá dómsvaldinu hjá öðrum þjóðum, hefur þó bæði löggjöf- kaupfjelagsmannanna á Horna- firði. Háð blaðsins út af stafsetn- ingu Einars er ekki vel til fund- ið. Margir alþýðumenn, sem engrar mentunar hafa notið eiga bágt með stafsetninguna. En það er engin sönnun þess að þeir sjeu ekki greinagóðir menn og jafnvel ritfærir. Um Eirík á Brúnum er svo mælt að stafsetningu lians hafi verið mjög áfátt, en þó mundi eng- inn halda því fram að hann hafi ekki verið sendibrjefsfær. Tíminn virðist hafa mesta ótta af ráðabruggi „þeirra stærstu“ og Einars á Hvalnesi. Hann virðist helst halda að það sjeu einhverjir menn úr mið- stjórn íhaldsflokksins. Ætti leynilögregla stjórnarinnar að vera í því lagi, að komast mætti fyrir, hver skrifaði Einari brjef- ið. Og til þess að örfa blaðið ofurlítið til þess að verða við þeirri áskorun skal þess getið að oss er kunnugt um viðtak- anda brjefsins, sem birt er í Tímanum. Er það Sigurður bóndi Jónsson á Stafafelli. Tíminn segist birta brjefið með leyfi eigqiida þess og má það máske til sanns vegar færa að viðtakandi brjefs sje eigandi þess. En hingað til hafa það verið óskráð lög meðal heiðar- legra manna, að einkabrjef væri ekki birt opinberlega nema með leyfi sendanda. Hjer hefir verið brugðið út af þessari sjálrsögðu drengskaparreglu. — Má það að vísu ekki undra þá, sem þekkja siðgæðishugmyndir Tímans. En hitt mun mönnum meira undrunarefni, að rnaður eins og Sigurður á Stafafelli skuli fara svo að. Yfirleitt er lítill stórmensku- bragur á þessum skrifum Tím- ans. Birt einkabrjef í óleyfi séndanda, skopast að rjettritun ómentaðs alþýðumanns, dylgj- in og ráðandi skoðanir þeirra, er inest vit hafa á þeim málum, gengið í þá átt, að veita borg- urum sínum ennþá meiri vernd bæði gagnvart valdhöfum fram- kvæmdarvaldsins og dómsvalds- ins en gert er i sjálfum grund- vallarlögunum og eins að tryggja á sem allra bestan hátt sjálfstæði dómstólanna gegn umboðsvaldinu. Áður fyr mun það víða hafa verið svo — eins og enn við- gengst hjer á landi — að bæði ákæra og dómsvald var í hönd- um sömu inanna undirdómar- anna að sjálfsögðu undir eftir- liti ríkisstjórnar og æðri dóm- stóla. Það mun þó fljótt hafa þótt brydda á því, að þetta tvent, á- kæru- og dómsvaldið, eru ósam- rýmanlegt i hendi sama manns. Því skal ekki neitað, að svo getur staðið á, þegar sjerstak- ir úrvalsmenn eru undirdóm- arar, að þetta valdasambland geti verið hentugt' til þess að koma í veg fyrir órjettmætar og óþarfar sakamálsrannsóknir á hendur mönnum, en meiri hætta er þó á hinu — margfalt meiri hætta, að undirdómarinn sem handhafi ákæruvaldsins taki fyrirfram aðstöðu til sekt- ar manns þess, er fyrir sök verður, þannig, að honum sje að um að óviðkomandi menn sjeu á einhvern hátt við málið riðnir. Slik framkoma sæmir að eins „hinum smæstu“. Dómur í Stokkseyrar- málinu. Á fimtudaginn var kveðinn upp dómur í brunamálinu á Stokkseyri. Var Ingólfur Bjarna- son dæmdur í fjögra mánaða einfalt fangelsi fyrir að hafa valdið eldsvoða með óvarkárni og tilraun til vátryggingarsvika. I forsendum dómsins er vik- ið að meðferð rannsólcnardóm- arans Magnúsar Torfasonar á þessa leið: „Út af kæru, er ákærði hafði látið leggja fram í Hæstarjetti yfir því, að hann hefði sætt illri meðferð í varðhaldinu á Stokks- eyri, og við rannsóknina þar, er það upplýst með framhalds- rannsóknum, að hætt var um tíma að bera ákærða mat í gæsluvarðhaldið, en honum sagt, að hann gæti fengið mat, er hann óskaði þess. Ennfrem- ur er það upplýst, að skrifar- inn við rjettarhöldin þar hefir, er rjettarhlje varð, klipið á- kærða í eyrun. — Og loks er það upplýst, að dómarinn, Magnús Torfason, sýslumaður, hafi, er ákærði í rjettarhaldi 18. jan. 1927 svaraði engum spurningum, er dómarinn bar upp fyrir hann, látið sækja salmíakspíritus og hafi rjettar- skrifarinn haldið spíritusnum með annari hendi að nefi á- kærða, en liinni hendinni um háls honum. Og er þetta þótti ekki bera tilætlaðan árangur með því að salmíakspíritusinn var gamall og daufur, stakk dómarinn ákærða með títu- prjóni í lærið, en stilti þó svo til að aðeins bláoddurinn snerti lærið. Við þetta hrökk ákærði ekki treystandi til þess að leiða rannsókn málsins og kveða upp dóm í því, sem óhlutdrægum dómara. Þegar ákæruvaldið og dóms- valdið er í höndum sama manns og þar af leiðandi öll rannsókn málsins, verður ekki hjá því lcomist að dómarinn komist í mjög erfiða aðstöðu. Hann á sem umboðsmaður ákæru- valdsins að sjá um það, að alt það komi fram í málinu, sem verða má til þess að upp- lýsa sekt hins kærða — manns, sem hann sjálfur í flestum til- fellum hefur orðið að kæra sjálfur. — Hann á auk þess, sem óvilhallur rannsóknar- dómari að gæta þess, að alt það, er miðar til sýknu lcærðs eða minkar sakhæfi hans eða saknæmi brots hans komi fram og loks á hann að þessu loknu að meta rök þau, er hann hef- ur fært fram kærðum til hags eða óhags sem rjettlátur dóm- ari og dæma þar að miklu leyti um eigin verk. Það má mikið vera ef hon- um farast öll þessi ólíku hlut- skifti jafn vel úr hendi. Reynsla annara þjóða og reynsla okkar sjálfra hefur sýnt það, að oft er hætta á að svo verði ekki og þá hefur það Ákæruvaldið.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.